Vísir - 02.02.1967, Side 8

Vísir - 02.02.1967, Side 8
8 VÍSIR Utgetanclr Slaðaútgátan VISIK Framkvæmdastjóri: Dagui Jónasson P4tstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarrltstjórt: Axei rhorsteinson Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson. Auglýsingar: Þingholtsstræti l, stmar 15610 og 15099 Afgreiösla: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178 Sim) 11660 (5 linur) AskriftargjaJd kr. 100.00 á mánuöi innanlands. I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðjs Vfsis — Edda h.f Nýjar íbúöir JJér áður fyrr var íbúðabyggingum oft haldið í skef j- um af ríkisvaldinu, enda hefur stundum gætt þeirrar skoðunar, að íbúðabyggingar væru hálfgerður óþarfi. Sérstaklega var þetta áberandi á haftatímanum, þegar menn máttu varla snúa sér við án skriflegs leyfis op- inberrar skrifstofu. Síðustu árin hefur ríkisvaldið hins vegar stefnt ákveðið að því að stuðla að íbúða- byggingum með lánveitingum og annarri fyrir- greiðslu. Þrjú ár marka þessa þróun. Árið 1955 var Húsnæðismálastjórn komið á laggirnar að undirlagi Sjálfstæðisflokksins. Árið 1959 hófst ferill viðreisnar- stjómarinnar og byrjað var að stórauka lánveitingar Húsnæðismálastjórnar, þannig að þau tífölduðust á næstu sjö árum. Árið 1964 var farið út á nýjar brautir í húsnæðismálum í kjölfar júnísamkomulagsins marg- fræga. Júnísamkomulagið markaði á ýmsan hátt tímamót og ekki sízt í húsnæðismálum. Hin góða samvinna, sem þar náðist með stjórnvöldum og alþýðusamtök- um, hefur síðan reynzt þjóðinni mjög gifturík. í kjöl- fa'r júnísamkomulagsins voru hámarkslán Húsnæðis- málastjórnar á hverja íbúð hækkuð úr 150 þúsund krónum í 280 þúsund krónur. Fjáröflun til þessara lána var með ýmsum aðgerðum komið á fastan grund- völl, þannig að heildarlánaupphæðin hækkaði úr 91.1 milljón árið 1963 í 274.3 milljónir árið 1965, eða þre- faldaðist á aðeins tveimur árum. Þessi glæsilegi ár- angur sýnir hve mikils virði það er, að öll þjóðin leggi hönd á plóginn við að koma framfaramálum í höfn. Þessi þróun undanfarinna ára hefur skapað gífur- legar íbúðabyggingar. Samhliða aukningu Húsnæð- ismálastjómarlána hafa lífeyrissjóðir eflzt verulega undanfarin ár, og lána margir þeirra nú milli 200 og 300 þúsund krónur á íbúð. Þetta eru mikil lán, þegar tekið er tillit til þess, að þ'riggja herbergja vandaðar í- búðir í ódýrt byggðum fjölbýlishúsum þurfa ekki að kosta yfir 700.000 krónur, eins og dæmi sanna. Enda eru nú að þjóta upp ný hverfi í Reykjavík og nágrenni. Stærsta vandamálið í íbúðabyggingum er nú bygg- ingakostnaðurinn, sem í mörgum tilfellum fer ótrú- lega hátt yfi’r sannanlegt lágmark. En einmitt nú er unnið af meira kappi en nokkru sinni áður að fá þann kostnað lækkaðan. Rannsóknastofnun bygginga'riðn- aðarins hefur verið endurlífguð og komið hefur ver- ið upp Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar, sem nú er að undirbúa stóriðju í húsasmíðum. Má á næstu árum vænta gerb'reytinga í tækni og skipulagningu íbúðabygginga eftir áratuga stöðnun í þeim efnum. Baráttan við byggingakostnaðinn er dæmi um við- leitni viðreisnarstjórnarinnar að ráðast að rótum vandamálanna sjálfra, í stað hins sífellda stríðs við afleiðingamar, sem áður tíðkaðist. >) V1SIR . Fimmtudagur 2. febrúar 1967. Ekkert lát á svívirð- ingum í Kína í garð erlendra leiðtoga Tilgangurinn oð /e/ðo athyglina frá hættulegu innanlandsástandi Um allan heim furða menn sig nú æ meira á fréttum þeim. sem berest frá Kina, um svigur mæli Rauðra varðliða og annarra og svívirðingar í garö þjóöa og þjóðaleiðtoga. Kemur þetta mjög fram í fréttafyrirsögnum blaða, sem birta m. a fyrirsagnir eins og „Taumlaus kfnverskur munn- söfnuður. Kreml-Ieiðtogar æru- meiddir“ (Aftenposten í Oslo), en þaö eru engan veginn sovét- leiðtogarnir einir sem kallaðir eru hýenur og slíkum nöfnum, — hver fær sinn skammt og hann vel úti látinn: Johnson. De Gaulle, Tito og ýmsir aðrir. Og eins og að líkum lætur hall- ast menn æ meira að þvi, að til allra þessara láta í Kína hafi verið stofnð til þess að leyna þjóðina hversu hættulegt innan- landsástandið var orðið og er — þvi að ekki verður annaö séð en að viða eigi sér stað mikil átök um yfirráð í borgum og fylkjum og ástandið hættulegt og ótryggt sem fyrr. Hundshausar, — hýenur Það vakti mjög mikla at- hygli sem vonlegt var, er Kín- verjar fóru að ybbast upp á Frakka — en enginn furðaði sig á. að haldið yrði áfram að sverta Rússa og Bandaríkja- menn. Það er nefnilega tiltölu- lega stutt síðan, að Frakkar og Kínverjar tóku upp stjórnmála-, Vináttu- og viðskiptasamband sín í milli (1964) og samstarfiö var að minnsta kosti með á- um eftir það, miðað við sí- versnandi sambúð við Sovét- ríkin. En svo berast fréttir um, að franska lögreglan hafi látið kínverska stúdenta í Paris sæta harkalegri meðferð, og eftir það voru Frakkar settir í sama flokk og skammaðir óbóta- skömmum, og meðal vígorða múgsins var: Niður meö hunds- hausinn De Gaulle. Það er eitt af uppáhaldsorðunum seinustu dagana, að tala um hundshausa og hýenur, og þá átt við helztu þjóðaleiðtoga erlenda. Milljón menn fögnuðu... I fréttum frá Peking i gær var sagt, að vfir milljón manna meö fána og áróðursspjöld — með fjandsamlegum áletrunum um sovézka leiðtoga — hefðu farið í fylkingum til járnbraut- arstöðvarinnar til þess að fagna stúdentunum, sem hart voru leiknir — að sögn Kínverja — af Moskvulögreglunni á dögun- um, en raunar munu þeir ekki hafa hlotið alvarleg meiðsli í þeim átökum. Þeir fóru að vísu frá Moskvu með sjúkrabindi um höfuö sér og ómeiddir fé- lagar tóku óspart af þeim myndir, en að sögn jámbrautar- starfsmanna. sem fluttu þá til landamæra Kína, sviptu þeir fremur fljótt af sér sjúkrabind- unum, eða áður en dagur var liðinn frá burtför frá Moskvu, og sá ekki á neinum þeirra. Við heimkomuna var þeim fagnað sem væru þeir þjóðhetjur og segir í fréttum, að sennilega hafi slíkur mannfjöldi. sem þarna var saman lcominn, aidrei fyrr hafa fagnað Kínverja við heimkomu. Hengingaról Rauðir varðliðar voru þama með feikna stóra mynd af Mao Tse-tung, en aðrir með spjöld með teiknuöum myndum, sem áttu að vera af Brezhnev og Kosygin, og var hengingaról brugðið um háls beggja. Mann fjöldinn var svo gífur- legur, að vestrænir fréttaritarar komust ekki nógu nálægt til þess að geta fylgzt vel með því, sem var að gerast. Sendiráðsmenn umkringdir Meðal þess, sem gerðist i fyrradag var, að Rauðir varð- liðar umkringdu 4 sovézka sendiráösmenn og slepptu þeim ekki fyrr en eftir 4 klukku- stundir. Rauðu varðliðamir kváðu þá hafa gerzt brotlega með heimsókn til jámbrauta- starfsmanna í gistihúsi nokkm. Höfðu rauðu varðliðamir í hót- unum við sendiráösmennina og hræktu í áttina til þeirra. Hve lengi? Það var sagt frá þvf í frétt hér i blaðinu fyrir skemmstu og stuözt við fréttir NTB og Lundúnafréttir, að aldrei hefði verið eins nálægt því og nú, að til slita stjórnmálasambands milli þessara landa kynni að koma (þ.e. milli Sovétríkjanna og Kína). Um þetta segir m. a. i upphafi fréttar frá Moskvufréttaritara Norðurlandabiaðs: Sambúð milli Sovétríkjanna og Kína versnar greinilega dag frá degi og stjóm málamenn Moskvu spyrja sjálfa sig hversu lengi þessi ríki geti haldið stjórnmálatengsl um. Ásakanir og gagnásakanir ganga á víxl og með æ meiri hraða. í Peking er sovézka sendi ráðið í umsát æðandi rauðra varðliða og í Moskvu eiga svo- ézsk stjómarvöld og kínverska sendiráðið í deilu, sem ekki á sinn líka, en þar sakar hvor að- ili um sig hinn fyrir að bera á- byrgð á atbnrðinum við graf- hýsi Stalins, eða begar til slags- mála kom milli Rauðu varðlið- anna og Moskvulögreglunnar. Og ennfremur segir þar: SI. laugardag var svo langt gengið. að sovézka utanríkisráðuneytið ásakaði beint settan sendiherra (charge d’affaires) Kína í Moskvu fyrir slíka framkomu. að þess Væru engin dtemi í starfrækslu sendiráða og hefói Framh. á bls. 13

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.