Vísir - 02.02.1967, Side 9

Vísir - 02.02.1967, Side 9
V í SIR . Fimmtudagur 2. febrúar 1967. 9 Spjallað við séra Arngrím Jónsson um nýja siði — hina lúthersku siðabóiamessu, sem sumir kalla „pápiska" Minni ræður meiri bæn JJverjir eru þeir nýju siðir, feem vekja slíkt umtal og deilur? Ýmsum staðhæfingum hefur verið þyrlað upp um nýja messusiði, sem fáir klerkar hafa reynt í kirkjum sínum. Einkum hefur það vakið athygli, að annar prestanna í einu fjölmennasta prestakalli íslenzku kirkjunnar hefur sungið messur eftir þeim nýja sið í kirkju sinni. Þessir nýju messu- siðir hafa ekki sízt sætt andmælum og jafnvel áfellisdómum ýmissa kirkjunnar manna. Þeir eru orðaðir við kaþólsku og íderkarnir kailaðir hákirkjulegir. Stéttarbræður hafa látið orð að liggja, að það þýddi að vera miður alþýðlegur, svo trúlegt sem það kann að þýkja. Síðasta messudag sótti blaðamaður Visis messu í Háteigs- kirkju hjá séra Amgrími Jónssyni, sem kenndur er við Odda á Rangárvöllum. Séra Arngrímur er meðal helztu hvata- manna hins nýja siðar og hefur iðkað hann í kirkju sinni um nokkurt skeið. - Kirkjan var þéttsetin þennan sunnudag og um 40 manns fór til altaris, en altarisganga hvern helgan dag er einn liður í hinum nýju messusiðum. Helgisiðabók ekki algild Vísir bað séra Amgrím að gera nokkra grein fyrir þessum nýja og umdeilda sið. í því sambandi er rétt að minnast siðabókar íslenzku þjóðkirkj- unnar frá 1934, en það þarf ekkj að ræöa við marga geist- lega embættismenn til þess að komast að raun um, að á henni þykja ýmsir annmarkar, enda kvað séra Arngrímur þá bók ekki vera álitna neina lögbók, þó að hún væri viðurkennd lagalega séð. Hún væri alls ekki notuð í öllum kirkjum, — sumir prestar notuðu enn hand- bókina frá 1910. — Ennfremur: — Ýmislegt í orðalagi og upp byggingu núverandi bókar þyk- ir ekki nógu gott. Ekki eru þar gefnar neinar viöhlýtandi regl- 1 ur og sáralítið sagt um hvernig ,! atferlí prestsins skuli vera í | messunni. Tónbænimar eru | margar dálítið erfiöar í flutn- | ingi. Þær hafa að meginhluta | snúizt frá því, sem var hefð- * ' bundin bygging slíkra bæna. — Og fleira mætti nefna. Einfaldara tón — En tónlagið; er hið venju- lega tónlag, sem notaö er í kirkjum hér, ekki flestum prest- um of erfitt ? — Það venjulega tón er | kannski ekki svo mjög erfitt og 1 þó fer það mjög misjaflega. En 0 tónlag síra Bjama Þorsteins- I sonar frá Siglufirði þykir mér erfitt. Mér er óhætt að segja, að ég hafi ekki heyrt nema tvo presta flytja það svo vel sé ... og það er bezt ég nefni þá : Það er síra Þorsteinn Björnsson frí- kirkjuprestur og sfra Kristján Róbertsson, sem var aðstoðar- prestur við Dómkirkjuna síðast- liðið ár. Þetta tón krefst þess að prestar séu góöir söngmenn, því að hér ræðir fremur um söng en tón. Og það er alls ekki á færj safnaðar að syngja Imessusöng síra Bjama. Hann er ekki fyrir aðra en velæfða kóra. — Hvaðan eru þau messu- svör komin, sem þér notið? — Ég hef notað svör síra Bjarna Þorsteinssonar á jólahá- tíð. Hins vegar var það fyrir rúmu ári, að ég breytti til með tónlag, tók upp annað tónlag við venjulegar messur, sem var að mínu áliti miklu einfaldara. Það á rót sína að rekja til Gradualt Guðbrands Þorláks- sonar biskups. Það tónlag má heita að mestu ríkjandi í hin- um stærstu deildum Vestur- kirkjunnar í dag. Þannig er það í Lúthersku kirkjunni víðsveg- ar. Enska kirkjan og rómverska kirkjan: Þar má heita að þetta tón sé höfuðregla. Hins vegar hafa kirkjur á Norðurlöndum þetta sitt á hvað. Stefnan í tóni er áreiðanlega sú í nútímanum, að gera það einfaldara svo að meiri mögu- leikar séu fyrir allan söfnuð- inn að taka undir. — Og annað: Með þessu útbreidda tóni fær- ast kirkjudeildirnar nokkru nær hvor annarri — að þessu leyti. — Hafa fleiri prestar hér tek- ið upp þetta tön ? — Fáir... kunna að vera nokkrir en sennilega fáir að staðaldri. Enda ber að líta á þetta sem nokkurs konar til- raun. Sístæð messa — Það er kannski ekki fyrst og fremst tónið, séra Amgrfmur, sem er höfuðbreytingin í þess- ari nýju messugjörð. — Hver er þessi nýji siður, eða breytta messu form ? — Já, það sem mönnum þyk- ir vera höfuðbreyting, er það, að höfð er full messa. — Frá upphafi vega hefur guðsþjón- usta kristinna manna skipzt í tvo megin þætti: fornmessuna og neyzlu hins heilaga altaris- sakramentis. Þannig höfum við tekið við henni og iðkað hana með ýmsum tilbrigðum og sú mynd hennar, sem við höfum iðkað í Háteigskirkju er gmnd- völluð á siðabótarmessunni. Á það vil ég leggja höfuöáherzlu. Þetta er hin lútherska siðbótar- messa framkvæmd með eins ein faldri viðhöfn og verða má. Það hefur alls ekki ráðið um þetta að verið væri að seilast aftur fyrir sig til fyrri tiða og draga það fram, sem gamalt er, einungis vegna þess að forvitni legt kunni að vera að setja á svið fyrri hætti, síður en svo. Þessi messa hefur einmitt verið nefnd sístæð eða sígild messa til aðgreiningar frá þeim frávik um, sem sums staðar hafa orð- ið í tímanna rás, og við hér á landj höfum ekki farið á mis við. Á það vil ég benda, greini- lega að það er þessi búningur mesunnar, sem sú stofnun inn an Lútherska heimssambands- ins .em fjallar um athafnir kirkjunnar og messugjörð, gerði að tillögu sinni 1958 og sendi meðal annars hingað til lands til athugunar. Það var gerð hinnar sístæðu messu sem Norðmenn tóku upp um 1920, Svíar iðka þessa messu, mikill hluti Lútherstrú- armanna í Þýzkalandi íðkar hana, sem messubók þeirra frá 1955 vitnar um. Hin Lútherska kirkja i Amerlku iðkar hana, sem messubók þeirra frá 1958 vitnar um. Þessi hefur verið þró unin innan Lúthersku kirkjunn- ar hin seinustu ár. Hinn alvarlegi fögnuður Þessj gerð messunnar miðar við það, að lýður guðs sé sam- an kominn til þess að halda hátíð frammi fyrir guði, mið- • VIÐTAL DAGSINS ar við tilbeiðslu, sem fær útrás í neyzlu hins heilaga altaris- sakramentis, fyrst og fremst. Sú nýbreytni sem ég hef leyft mér að hafa um hönd er þann- ig rótfest í Lúthersku kirkjunni og raunar í gjörvallri kristni um víða veröld. Og það tel ég vera höfuðkost og meginsjónarmið, að þessi messa tengir kirkju- deildimar betur saman og eyk- ur samneyti þeirra í milli. Um alllangt skeið hefur regl an i okkar kirkju hér á landi verið sakramentislaus guðsþjón usta, þar sem höfuð áherzlan er lögð á predikunina. Og þann ig hefur sú guðsþjónusta, sem frelsarinn bauð sjálfur um hönd að hafa, verið afrækt allmjög og ekki verið um hönd höfð, nema við sérstök tækifæri, svo sem við fermingar, á skírdag og stundum á föstu og sums stað ar fyrsta sunnudag í aðventu. — Sá blær, sem hefur verið á þessum athöfnum hefur mörg- um þótt ómótmælanlega ein- kennast af miklum dapurleika, en ekki af þeim blæ, sem frum- kristnina einkenndi, hinum al- varlega fögnuði. þakkargjörð og Séra Arngrímur Jónsson frá Odda — Messusiðir hans eru þymar í augum margra stéttarbræðranna. lofgjörð þeirra, sem samneyttu frelsaranum. ...t Þannig er sú sakramentis- lausa guðsþjóriusta, sem verið hefur höfuðregla í íslenzku kirkjunni miklu meira í ætt við athafnir Gyöinga i samkundu- húsum, en kristinna manna. Aldrei erindisleysa Á umliðinni hálfri öld hefur megin uppistaðan í íslenzku messunni verið predikunin eins og ég nefndi og af því hefur leitt hina óvirku áheym og mis jöfnu undirtektir, því að við prestar getum ekki ávallt gert vel hversu sem við viljum og erum ekki alltaf ferskir og oft mistekst okkur og þá finnst ýmsum að þeir hafi ekki haft erindi. Hin sígilda messa hefur predikunina sem annan stofn sinn, og þó að hún mistakist á einhvern veg, þá hefur eng- inn farið erindisleysu, er hann sjálfur ber sig fram fyrir guð í sjálfsfóm og þakkargjörð, er hann meðtekur frelsarann í heilögu altarissakramenti. Hin sístæða messa miðar að því að laða fram tilbeiðslu og virkari þátt safnaðarins í til- beiöslunni, sem skýrast kemur fram í altarissakramentinu. — Hver er meiningin með að- stoðarmanninum, sem þér haf- ið viö guðsþjónustumar? — Markmiðið með honum var það að einangra ekki prest inn. Raunar þyrftu að vera fleiri, sem þjónuðu við altarið og fengju sinn vissa starfa, til dæmis með lestri úr ritningunni og «1 aðstoðar við útdeilingu sakramentisins. — Hvernig hefur þessum nýja siö verið tekið af kirkju- gestum? — Það er allt of stuttur tími liðinn til þess að hægt sé að segja til um það. Þetta ber að skoða sem tilraun — enn sem komið er. Hins vegar veit ég, að mörguni fellur þetta mjög vel og þeir hafa fundið þann tilbeiðslufarveg, sem þeim hæf- ir. Það er einkum i)ngt fólk, sem lætur það í Ijós.. Raunar hef ég orðið var við velvilja og skilning fólks á öllum aldri. Það hefur sagt að það mundi sakna þess, ef messumar í þessu formi féllu niður. — Koma margir til altaris á venjulegum messudögum? — Mismargir í hvert sinn, stundum 20, stundum helmingi fleiri, sem mundi vera talin stór altarisganga á okkar mæli- kvaröa á venjulegum sunnudegi. — Þetta hefur sýnt mér, að ýmissa þörf hefur verið svarað með þessu. Tillaga frá 1927 — Hvers vegna hefur þetta messuform ekki veriö tekiö upp hér á landi áður? — Sennilega að miklu leyti vegna einangrunar. í heiminum núna er sterk hreyfing innan allra kirkjudeilda. sem eru sama eðlis. Þess er sennilega vert að geta, að prestar hafa komiö auga á þessa gerð áður en bók- in frá 1934 var samin. I presta- félagsritinu eru prentaöar bráða birgðatillögur til breytinga á helgisiðum kirkjunnar. Þær breytingar komu frá nefnd, sem skipuð var á prestastefnu 1925. Þeir sem nefnd þessa skipuðu auk biskups, Jóns Helgasonar, voru: Ámi Bjömsson, prófast- ur, Ámi Sigurðsson, fríkirkju- prestur, Friðrik Hallgrimsson Dómkirkjuprestur og prófessor Sigurður P. Sivertsen. — Þar koma fram allir þeir messulið- ir, sem við höfum iðkaö i Há- teigskirkju, en að vísu i allt annarri niðurröðun. Nefndin get ur þess að þessi breyting, sem hér sé gerð á hinni almennu hádegismessu, eins og hún orð- ar það, eigi að stuðla að þvf að meiri tilbeiðsla komist inn í guðsþjónustuna. í þessum til- gangi séu safnaðarsvörin aukin og mest áherzla lögð á lofgjörð Framh. á bls. 13

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.