Vísir - 18.02.1967, Síða 3

Vísir - 18.02.1967, Síða 3
VÍSIR . Laugardagur 18. febrúar 1967. Listafélagsfólk, ráðgjafar og listamenn : Margrét Reykdal og Kristín Hannesdóttir í stjórn Listafélags- ins, Sverrir Haraldsson listmálari og ráðgjafi, Ó1 öf Pálsdóttir myndhöggvari, Stefán Stefánsson for- seti Listafélagsins, Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, Jón Gunnar Árnason myndhöggvari og Kristinn ijósameistari. AÐ NÁ FRAM LlNU- SPILI OG FORMUM Menntaskólanemar eru farnir að láta mikið að sér kveða f myndlistarlífinu hér í' borg og hafa þeir staðið fyrir sýningum og kynningum á verkum þekktra Iistamanna, auk þess sem þeir hafa sýnt eigin listaverk. Hafa þeir hingað til haldið sig við málverk og teikningar en í dag opna þeir sýningu á höggmynd- um 6 þekktra íslenzkra mynd- höggvara og mun það vera fyrsta samsýningin sem haldin er á höggmyndum hér. „Við fengum á sýninguna verk eftir þá myndhöggvara, sem mest hafa komið við sögu hér og viljum þannig reyna að gefa gott yfirlit yfir höggmyndalist á ísiandi“, sagði Stefán Öm Stefánsson forseti Listafélags Menntaskólans er Myndsjána bar að garði í sýningasal Menntaskólans í fyrradag, en þar voru skólanemendur, ráð- gjafar þeirra og aðstoðarmenn önnum kafnir við aö koma höggmyndunum fyrir. Veröa þær allar lýstar upp með ljós- kösturum og verður ljósi í ýmsum litum varpað á sum listaverkanna og gefur það þeim mjög sérkenniiegan og skemmtilegan blæ. „Mér finnst athyglisvert og ánægjulegt aö það skuli vera unga fólkið í Menntaskólan- um, sem tekur sér fram um að kynna íslenzkar höggmynd- ir“. sagði einn listamannanna, Ólöf Pálsdóttir, „Það er gaman að lýsingunni, sem er nýstár- leg og hefur slíkt ekki sést hér fyrr — en lýsing sem þessi getur haft það í för með sér aö listaverk, sem eru ekkert sérstök virðast mikil listaverk upplýst, og það er i sjálfu sér blekking". Á höggmyndasýningunni eru rúmlega 20 listaverk eftir Ás- mund Sveinsson, Guðmund Elíasson, Jón Gunnar Árnason, Nínu Sæmundsson, Ólöfu Páls- dóttur og Sigurjón Ólafsson. „Undirbúningur að þessari sýningu hefur staðið nokkuð lengi yfir,“ sagði Stefán. — „Okkur fannst höggmyndir hafa verið hronrekur á listsýningum og því full ástæða til að reyna að stuðla að því aö meira verði gert af þvf að kynna þær. Högg- myndir fá t.d. ekki inni í Lista- safni íslands. Sverrir Haralds- son listmálari hefur verið ráðu- nautur okkar og þegar við vor- um búin að fá listaverkin fór- um við út í bæ aði smala ljós- kösturum og fengum svo Krist- in ljósameistara í Þjóöleikhús- inu til að hjálpa okkur aö koma þeim fyrir. Það er gaman að leika sér með ljósið og reyna aö ná fram línuspili og formum f myndunum meö þvf. Það er hægt að lýsa listaverkin upp á óteljandi marga vegu og það get ur verið að hægt sé að gera það betur en okkur tekst — það er smekksatriði". ' „Ætlið þið að halda fleiri sýningar?“ - „Við höfum mikil og stór plön, það er ailt sem við segj- um f bili“, sagði önnur kvenn- anna f stjóm Listafélagsins, Kristín Hannesdóttir. Auk Kristfnar og Stefáns eru Mar- grét Reykdal og Guöbjörn Bjömsson >' stjórninni. Sýningin verður opnuð kl. 3 f dag og verður opin kl. 3—10 alla daga til 4. marz. Sýninga- salurinn er : nýbyggingu Menntaskólans við Lækjargötu. Listaverk Asmundar „í tröllahöndum“ fær nokkuð ógnþrunginn blæ, þegar kveikt er á ljóskastaranum. „Rallerína" Olafar Pálsdóttur er ein minnsta myndin á sýning- unni, þótt I.ún sé ein stærsta mynddn í Myndsjánni f dag. „Óskírð“ Jóns Gunnars Árnasonar er til sölu, en hún er gerð úr elr, stáli, krossviö og næloni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.