Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 5
V1SIR . Þriðjudagur 14. marz 1967. 5 Siffl Listir -Bækur -Menníngarmál Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni: MYND SEM FRÁSÖGN Þegar litið er yfir sýningu Ragnars Páls 1 Listamannaskál- anum er næst fátt hægt að segja um hæfileika hans. Að minnsta kosti vefst þaö ræki lega fyrir höfundi greinarkoms ins. Ástæðan er líklega sú, að málarinn hefur ekki valið sér listrænt mark til að keppa að. Hann tekur þann kost í lang- flestum málverkum sínum að láta fyrirmyndina ráða ferð- inni. Litir og fletir, skuggar og línur fylgja henni í fjölmörgum atriðum. Hugm.fluginu er til að mynda ekki gefið neitt svigrúm til að varpa Ijóma á verkið í erli dagsins. Af þessum sök- um verða myndimar bragðdauf lýsing á landslagi, bátum í fjöru brotinni tunnu ... eöa með öðr- um orðum: mynd sem frásögn. Ég hef reyndar ekkert út á þaö sjónarmið að setja. Slík frásagn armynd getur leikið hlutverk heimildarinnar, ef hún fylgir mótífinu á trúverðugan hátt. Hitt er jafnljóst, að málverkið krefst gjörólíkra vinnubragöa. Viðmælandi þess hlýtur aö líta á það sem sjálfstæðan heim — óyggjandi raunsæjan eins og stóru veröldina okkar. í honum sitja litimir í öndvegi, allt ann að á lægri þrepum — litimir sem birta, litirnir sem skuggi litirnir sem lína, litirnir sem flötur eða díll og litirnir sem formræn heild Ég er búinn að segja þetta hundrað sinnum áð ur ... en ég blygðast mín ekki fyrir að endurtaka það enn einu sinni. Ragnar Páll sniðgengur þessi sannindi að langmestu leyti. Bezt tekst honum upp þegar hann notar aðeins örfáa litatóna. Ég nefni sem dæmi: Stífluvatn, Tunglskin, Háf og Vatnsfjörð af vatnslitamynd- unum og Systrastapa úr olíu- málverkasyrpunni. PERSONA PERSONA, sænsk frá 1966. Leikstjóri: Ingmar Bergman. Tónlist: Lars Werle. Kvikmyndatökumaður: Sven Nykvist. — Sýningarstað- ur: Hafnarbíó. Sýningartími 80 min. — íslenzkur texti: Ámi Böðvarsson. Persona var frumsýnd 18. okt 1966 og er 27. langa kvik- mynd Bergmans. Tjað em tæp átta ár síðan „Det sjunda insiglet" var sýnd í Tjarnarbíói, en áður var ein ástarmynd Bergmans sýnd þar. Nú hafa verið sýndar hér 14 myndir eftir hann,- Ung leikkona Elisabeth Vogler (Liv Ullman) þagnar allt í einu, þegar hún er að æfa hlutverk Elektm (hinnar grísku, dóttur Agamennons og Klytemestru) og lítur undrandi í kringum sig. Hún hefur veriö þögul í þrjá mán., þegar hún er falin umsjá ungrar hjúkrunarkonu Ölmu (Bibi Anderson). Þær tvær flytja í sumarbústað viö hafið og Alma gerir það sem hún get- ur til að lækna frú Vogler. Hún talar og frúin hlustar. Á vingjarnlegri framkomu henn- ar finnur Alma, að hún hlustar með eftirtekt og Alma talar um sorgir sínar ef til vill býst hún við að mæta skilningi hjá gáf- aðri listakonu eða jafnvel að hún leggi orð í belg, þegar mannsSál birtist henni svo nak- in. En er leikkonan skrifar lækninum (Margareth Krook) bréf, þá sér Alma að frú Vogler skrifar í háðstón um skriftamál hennar, sem bún ætlaði vel geymd. Hún er rannsóknarefni fyrir frúna, þarna kemur að því sama og „Svo sem í skuggsá", þegar hinn frægi rithöfundur skrifaði 1 dagbókina um brjál- semi dóttur sinnar og dóttirin verður harmþrungin að lesa það. Stjómlaus af reiði ætlar Alma að skvetta brennheitu vatni á frúna en hún segir lágt „nei, ekki“ (takið eftir að Berg- Wagner og Karajan á hljómplötu man sýnir ekki andlit hennar þá). Frú Vogler lætur sem hún ætli í burtu og Alma grátbiður um fyrirgefningu. Tíminn líður. Ölmu tekst ekki að sigrast á þögninni, ástæöu hennar fáum við ekki að hevra, en frú Vogler horfir full af hryllingi á sjón- varpsmynd frá Viet Nam og skoðar hina frægu mynd frá Varsjá 1944 þegar nizistar reka Gyðinga út úr Gyðingahverfinu. Kannski finnur hún vanmátt sinn í heimi grimmdar og skiln- ingsleysis, hún hefur sjálf brugð- izt móðurhlutverki sínu. Það atriöi ber af öðrum, þegar Alma rifjar upp minningarnar um barnið^ fyrst sjáum við andlit frú Voglers en svo segir Alma nákvæmlega sömu orðin en þá sjáum við andlit Ölmu T „Andlitinu" er sýnd var í Hafnarfjarðarbíói lék Max von Sydov umferðatöframann er lézt vera málláus. Sú persóna hét Vogler, hér notar Bergman sama nafnið. Persona voru leikaragrím-- urnar kallaðar hjá Grikkjum. Læknirinn segir við frú Vogler: „Þú munt leggja þetta hlutverk frá þér þegar þú verður Ieið á því, nákvæmlega eins og öll önnur“. Er hún að látast eða er hún hætt að vita hvenær hún er sönn? Erum við kannski ekki fær að sýna okkur grímulaus í heimi látalæta? Persónleiki Ölmu verður fyr- ir miklum áhrifum af frú Vogl- er, hún tekur að sér hlutverk hennar þegar eiginmaöurinn (Gunnar Bjömstrand) kemur. Það er eina hæpna atriðið í kvikmyndinni. Bibi Anderson og Liv Ullman hafa áður leikið saman í kvik- mvnd Astrid og Bjarne Henning- Jensen „Pan“ eftir sögu Knut Hamsun. Þar lék Ullman fallega, feimna sveitastúlku og einhvem vegin hæfir það hlutverk henni betur en þetta, en einstaklega lifandi er leikur hennar samt. TTpptaka hljómplötufyrirtækis ins Deutsche Grammophon á „Valkyrjunni" verður fyrsta ópera Wagners, sem Herbert von Karajan stjórnar flutningi á inn á plötu og er einn liðurinn í einu mesta fyrirtæki, sem þýzk hljómplötuforlög hafa efnt til árum saman. Þessar miklu á- ætlanir standa allar í sambandi við Karajan, hinn glæsilega 58 ára hljómsveitarstjóra, sem nú stendur á hátindi frægðar sinn- ar. Skipulagsgáfa hans er talin ná jafnlangt og tónsnilli hans. Fyrir hálfu öðru ári dró Karaj an sig i hlé sem yfirmaður ríkisóperunnar í Vín. En hann sem fyrir löngu hefur áunnið sér heiöurstitilinn. „yfirhljóm- sveitarstjóri allrar Evrópu" stóð ekki verklaus. Sem áður var hann stjórnandi og fram- kvæmdastjóri Fílharmoníuhljóm sveitar Berlínar, hinnar gömlu hljómsveitar Furtwángl- ers, og hann er listaráðunautur hátíöaleikjanna í Salzburg. Hann kvaddi Vln eftir að hafa lent í ýmsum vandræðum og yfirgaf frægustu óperu Evr- ópu með ógeði mikils lista- manns yfir ófullkomleika leik- hússins, Aldrei nógar æfingar, aldrei sömu söngvarar á sviðinu í tveim sýningum í röð, í húsi þar sem sýningarnar eru teknar fram og lagðar til hliðar eins Anderson hefur aldrei leikið betur og er þá mikið sagt. Ny- kvist sýnir afburða góöa kvik- myndun, hann hefur tekið flest- ar seinni myndir Bergmans, lýs- ingin er sérstök og gefur kvöld- atriðunum draumkenndan blæ, sem minnir á verk Vigos i t.d. Zero de conduiet og L’Atlante. Tónlist Werle magnar leyndar- dómsfullan blæ myndarinnar. íslenzkum texla, ætti það að( arsson snilldarvel og er þetta fyrsta Bergmans-myndin með íslenzkum texta, ætti þoð að auka aðdáendahóp meistarans hér á landi. Þetta er nýjasta og bezta myndin sem hér hefur lengi ver- iö sýnd, kannski rumskar hún óþægilega við einhverjum. Það eru margir sem eru hræddir við að missa grímuna sína. P. L. og „börn, sem taka upp leik- föngin sín upp úr skúffunni". Ráðagerð Karajans var nú að skapa, með Fílharmoníuhljóm- sveit Berlínar sem undirstöðu. hljómleikahald í vissu formi sem hægt væri aö flytja um heim allan. TTpptakan á „Valkyrjunni" fór fram í Jesus Christus- Kirche í Vestur-Berlín. — Eftir skamman tíma verður hún reiðu búin til útsendingar á hljóm- plötum. „Valkyrjan" verður endurflutt undir stjórn Karajans við „Páskahátíðahljómleikana I Salzburg", sem eru hans eigið fyrirtæki og á að halda dagana 19.—27. marz 1967. Þar verða fluttar tvær raðir efnisskráa sem saman standa af „Val- kyrju“ Wagners, eitt kvöld eru leikin verk eftir Bach, á einum hljómleikanna verður áttunda sinfónía Bruckners flutt og að lokum er eitt kvöld helgað Missa solemnis Beethovens. Þegar hátíðahöldunum í Salzburg lýkur verða sams konar hljómleikar haldnir tólf sinnum í Metropolitanóperunni í New York. Árið 1968 verður „Rínargull- ið“ tekið upp á hljómplötur á sama hátt og „Valkyrjan" og síðan flutt I Salzburg og næstu ár fylgja „Siegfried" og „Götter- dammerung“. Efnalega séð standa Páskahátíðahljómleikarn- ir undir sér. Eftir að minnzt hafði verið á þá á alþjóðlegum vettvangi leið ekki langur tími þar til 400 manns höfðu látið skrá sig sem styrktarfélaga. Hvort nokkur íslendingur hefur verið í þeirra hópi vitum viö ekki. Halldór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni. Sinfóniutónleikar Frá frönsku sviði dansandi galdranorna , í hinni „fantast- ísku“ sinfóníu Berliozar á síö- ustu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands — yfir á íslenzkt svið galdra og uppvakninga i forleiknum að Galdra-Lofti eftir Jón Leifs, er ekki svo galið skref í verkefnavali, ef við gerum okk- ur þaö ómak að horfa þannig á, því sú leið er okkur gamalkunn- ug, er nafptogaðasti.galdramaö- ur íslenzkur, lék á sjálfan myrkrahöfðingjann í Svarta- skóla forðum — og lét hann flvtja sig til íslands, að segja má í einu skrefi! Fróðl. þótti mér að kynnast þarna nokkuð fjöl- breyttari hlið á Jóni Leifs og tel ég hann hafa náð anzi vel þeim áhrifum, er í þessu magnaða verki felast, og þótt segja megi að nokkuð sé mikið um hrein áhrifameðul, ber að hafa hug- fast, að þarna er um leikhús- verk að ræða. Flutningur verks- ins virtist með bezta móti, og ber að þakka fyrir framtaks- semi þá að flytja áður óþekkt verk þessa rammíslenzka höf- undar. Þá þótti mér snöggtum betri leikur hljómsveitarinnar í fiðlukonsert Brahrtis en I píanó- konsertinum á síöustu tónleik- um. Einleikur Endré Gránáts var tvímælalaust góður og þá helzt ljóðræna hliö verksins og sú tæknilega yfirleitt, en stund- um vantaði þó nokkuð á hreint spil og gat ég ekki varizt þeirri tilfinningu, að einleikarinn léki verkið fremur af skyldurækni en lifandi áhuga. Að lokum var leikin sú tón- smíð, sem gerði Sjostakovitsj frægan í einum yetfangi, 12 maí 1926, er Fílharmóníusveit Len- ingrad-borgar flutti verkið undir stjórn Nikolai Malko. Þetta sama verk var lokaprófverkefni Sjostakovitsj, er hann 19 ára að aldri lauk námi I tónsmíði, sem sýnir, hve þroskaöur hann var þá þegar og mörg einkenni hans sýnileg. — Flutningur þessa skemmtilega og fjörlega verks, sem á að „endurspegla lífið og raunveruleikann“ eins og höf- undur segir sjálfur um verkiö, var bæöi traustvekjandi og til- þrifamikill. Þá var og gaman að , kynnast írska stjómandanum Proinnsías O’Duinn, sem undir- ritaður hefur aðeins haft spurn- ir af áður. Það eitt að stjóma siðasta verkinu blaðalaust, sýnir nokkuð, og yfirleitt þótti mér O’Duinn sýna vandaða vinnu og jafnframt fjöriega og tilþrifa- mikla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 62. Tölublað (14.03.1967)
https://timarit.is/issue/184192

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

62. Tölublað (14.03.1967)

Aðgerðir: