Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 9
V1SIR . ÞriSjudagur 14. marz 1967.
9
______ er við Sverri Scheving,
® VIÐTAL jarðfræöing um rannsókn-
DAGSINS jr g ofaníburðarefni og
efni til steinsteypugerðar
og leit að þess konar
efnum um land allt
— Þú vilt auövitaö fá að vita
hvar gullnámurnar eru. Þið
blaöamennimir viljið helzt hafa
„sensasjón" í viðtölum eins og
í fréttunum, er það ekki ? Ann-
ars skaltu bara spyria góði minn
og ég skal reyna að svara þér
eftir beztu getu.
— Þaö væri ekki úr vegi að
fá að vita eitthvað um gullnám-
urnar, hvar þær eru staðsettar
og. . .
— Við höfum nú aðallega
rannsakað sandnámur, en þaö
má segja að þær séu gulls ígildi.
— Hvenær hófust þær rann-
sóknir ?
— Þær hófust að tilhlutan
Vegagerðar ríkisins 1957. Frum-
kvöðull þessara athugana var
Geir heitinn Zoega vegamála-
stjóri, en hann bar mjög fyrir
brjósti að þessar rannsóknir
gætu orðið að veruleika. Þetta
sumar hófust rannsóknir á suð-
vesturlandi og voru þær fyrstu
skipulagsbundnu rannsóknfmar
sem gerðar hafa verið á dreif-
ingu, magni og gæðum ofaníburð
ar- og steypuefna hérlendis.
— Hvaö er náma ?
— Náma er staður þar sem
finna má efni sem eru verðmæti
líðandi stundar í hinu veraldlega
lífi okkar mannanna. Með sí-
aukinni umferð og fjölgun
þyngri og þyngri farartækja, hef
ur þörfin fyrir gott ofaníburðar-
efni stóraukizt á undanförnum
árum og nú er svo komið, að
skortur á góðum efnum er orö-
inn mjög tilfinnanlegur í sumum
landshlutum. Árið 1958 tók Bún
aðarbankinn, eða öllu heldur
viss sjóður innan vébanda hans,
þátt í kostnaðinum við þessar
rannsóknir að tilhlutan bænda-
samtakanna, og þá sérstaklega
með rannsóknir á steypuefnum
í huga.
— Þú sagðir að þessar rann-
sóknir hefðu hafizt að tilhlutan
Geirs Zoega vegamálastjóra ?
— Fyrst og fremst. Þetta var
hans ósk um árabil, en hann var
framsýnn maður og sá þetta
verkefni fyrir sér og hversu að-
kallandi það var. Með auknum
brúarbyggingum óx þörfin fyrir
gott steypuefni hröðum skrefum
og þörf bænda á samskonar efni
óx einnig vegna ört vaxandi
byggingafpmkvæmda. Hinsveg-
ar kom það endanlega í hlut nú-
verandi vegamálastjóra og for-
stjóra byggingarannsókna At-
vinnudeildarinnar aö hrinda þess
um málum í framkvæmd.
— Hvenær laukst þú jarð-
fræðináminu Sverrir?
— Það var árið 1955. Að námi
loknu fór ég fyrir tilstilli þáver-
andi vegamálastjóra á námskeið
hjá „Statens Vaginstitut" í
Stokkhólmi, og var þar viðloð-
andi í u. þ. b. hálft ár.
— Og þú lærðir jarðfræðina
í Stokkhólmi ?
— Já, ég lauk jarðfræðiprófi
frá Stokkhólmsháskóla haustið
Meðfylgjandi myndir sýna vinnubrögð í tveim
námum, sem báðar eru til fyrirmyndar. Mynd-
irnar tók Sverrir Scheving.
SANDNÁMUR ERU GULLS ÍGILDI
Hvað er náma? — á vegum Vegagerðarinnar — kortlagðar námur í flestum landshlutum - þrjá mánuði í tjöldum — um slæma
meðferð náma - jarðset í ofaníburðarnámum - lögverndaðar námur - nátturuvernd - betri nýting efnis - fúið berg í Dala-
sýslu — steypuefni dælt úr sjónum — skipulögð leit á hafsbotni
1955. Þess má geta til gamans
að aðalkennari minn I byrjun
námsins var Sigurður Þórarins-
son, jarðfræðingur, átrúnaðar-
goð okkar jarðfræðinga, enda
brautryðjandi um margt í jarð-
fræðirannsóknum hérlendis.
— Svo byrjaðirðu á þessum
rannsóknum árið 1957 ?
— Já, þá byrjaði ég á vegum
Vegagerðarinnar með aðstöðu til
úrvinnslu og rannsókna á sýnis-
hornum hjá Byggingarannsóknar
deild Iðnaðardeildar í húsnæði
Atvinnudeildar Háskólans. Þar
byrjuðum við í þrem smáher-
bergjum sem voru 40 til 60 fer-
metrar í allt, en nú hefur stofn-
unin (Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins) 400 ferm til um
ráða sem bó er þegar orðiö allt-
of lítið, enda hefur starfsfólkið
stóraukizt og verkefnum fjölg-
að. Þetta stendur þó væntanlega
til bóta þegar við flytjum í nýtt
húsnæði á Keldnaholti á næstu
árum
*— Hvernig hefur rannsókn-
unum verið hagað?
— Við höfum reynt að taka
eina sýslu fyrir í senn og nú er
svo komiö að búið er ag kort-
leggja námur í flestum lands-
hlutum. Við eigum aðeins eftir
hluta af Vestfjarðakjálkanum og
lítinn hluta af Skaftafellssýslu.
— Yfir veturinn ... ?
— Yfir veturinn vinnum viö
úr verkefnum frá sumrinu og
tökum rannsóknarniöurstöðurn-
ar saman í skýrslur.
— Hvemig er aðbúnaöurinn
á sumrin ?
— Við komum okkur upp
bækistöðvum, einni eða fleirum
eftir stærð svæðisins og vinn-
um siðan út frá þeim. Með ár-
unum hefur aðstaðan batnað og
nú er svo komið að viðleguút-
búnaðurinn má heita mjög full-
kominn. Við erum sjálfum okk-
ur nógir með mat og aðrar vist-
ir og búum I tjöldum, óháðir
gisti- og veitingastöðum
— Hvemig likar þér að búa
í tjaldi?
— Satt að segja fyndist mér
mun minna til starfsins koma,
ef útilegumar væm ekki fyrir
hendi. Yfirleitt erum við í tjöld-
um þrjá mánuði á ári hverju
og meðan heilsan endist vona
ég að slíkt haldist.
— Verkfærin... ?
— Verkfærin eru aðallega rek
an, hamarinn, mælistokkurinn,
hæðarmælirinn og áttavitinn
auk mælitækja til fljótlegrar at-
hugunar og ákvörðunar á gæð-
um steypuefna, þegar brýn þörf
er á slíkri athugun vegna yfir-
standandi byggingaframkvæmda
Ef við þurfum að rannsaka
dýpri jarðset, fáum við nærtæk-
ustu vélar til þess, annaðhvort
frá opinberum fyrirtækjum eða
einkaaðilum.
— Er ekki nóg af sandi og
möl á landinu ?
— Fjarri þvi. Það magn sem
tekið er árlega skiptir hundruð-
um þúsunda teningsmetra og
nú er svo komið, eins og ég gat
um í upphafi, að skortur á bygg
ingarefni er að verða alvarlegt
vandamál i ýmsum byggðarlög-
um og jafnvel heilum sýslum.
— Stafar þetta máske af illri
meöferð á námunum ? ,
Sverrir Scheving
— Því miður er ekki hægt að
segja annað en að yfirleitt hafi
námumar verið mjög illa nýtt-
ar og sums staðar beinlínis stór-
skemmdar. Eftirlit með þessu
hefur verið lítið sem ekkert,
menn hafa gengið í námuraar ó-
áreittir. Ekki eru ennþá til nein-
ir Iagabókstafir sem banna illa
meðferð náma, en sumir bændur
hafa séð sig um hönd og girt
námur sínar af, og sums staðar
hafa námur verið vel unnar.
Þannig er ekki nóg að við finn-
um námur, heldur verður að búa
svo um hnútana, aö engin hætta
sé á að náman verði ekki full-
nýtt. Oft og tíðum má finna
jarðset i ofanlburöarnámum,
sem hafa að geyma ágætt steypu
efni. Stundum eru þessi jarð-
set svo þunn, að ekki tekur að
vinna þau, en stundum eru þau
aftur á móti vinnsluhæf. Málun-
um þarf að koma þannig fyrir,
að til sé góð og lögvernduð
náma, ein eða fleiri í hverju
byggðarlagi í landinu og hefur
þetta mál verið lengi ofarlega
á stefnuskrá forstöðumanns
Teiknistofu landbúnaðarins, Þór
is Baldvinssonar arkitekts, en
hann hefur fyrir hönd bænda
sýnt þessu máli mikinn skilning.
— Hvað um náttúruvemdina
í þessu sambandi ?
— Það er veruleg ástæöa til
að benda fólki á hina miklu
þýðingu náttúruverndarinnar al-
mennt og löngu kominn tími til.
Þó svo vilji til, að ég sé sjálf-
ur aðili að náttúruverndarnefnd
Reykjavfkur, þá verð ég að við-
urkenna að alltof lítið hefur ver-
ið gert á sviði náttúruverndar,
þpssi tíu ár sem náttúruverndar-
lögin hafa verið í gildi. Nú er
■ svo komið að við höfum lögin
i okkar höndum ef svo mætti
segja, og okkur ber að beita
þeim á réttan hátt, þegar þörf
gerist.
— Hvernig eru framtíðarhorf-
ur í nágrenni Reykjavíkur hvað
sandnámur snertir?
— Satt að segja eru framtíðar
horfurnar á þessu svæði alls
ekki slæmar. Mjög mikið magn
af lausum jarösetum er á svæð-
inu. Þó svo að þörfin sé mikil
fyrir efniö, kemur þörfin á ofaní
burðarefni til með að minnka
meö lagningu varanlegs slitlags
á akvegina. Ekkert mælir á móti
því að lækka iandssvæðin þar
sem efni er að fá, það skiptir
ekki svo miklu máli ef frágang-
urinn er góður og svæðið leggst
undir byggð. AÖ sjálfsögöu verð-
ur að vernda ákveðin svæöi sem
eru að einhverju leiti sérkenni-
leg frá náttúrufræðilegu sjónar-
miði, eða af öðrum ástæðum.
— Hvað með efnið sjálft, er
ekki farið aö vinna það betur
fyrir endanlega meðferð þess ?
— Jú, blessaður vertu, þeir
eru farnir að sigta, harpa,
sprengja og mala efnið og nýta
það þannig sem bezt. Til dæmis
hefur Vegagerð ríkisins verið
með hörpunarvélar víöa út um
landið, og munu slíkar vélasam-
stæður nú vera komnar bæði á
norður og austurland. Mér til
mikillar ánægju hefi ég séð þaö
sums staðar, meðal annars í
Eyjafirði, að þeir sigta efnið og
nota síðan það efni sem er gróft
til ofaníburöar, til uppfyllingar
og útskotageröar. Þannig nýta
þeir þá malarhauga sem safnast
fyrir við sigtunina og mundu
annars verða ljótir blettir i
landslaginu.
— I’ hvaða sýslu er mestur
skortur á byggingarefni ?
Framh. á bls. 10