Vísir


Vísir - 14.03.1967, Qupperneq 8

Vísir - 14.03.1967, Qupperneq 8
8 VI S IR . Þriðjudagur 14. marz 19G7. Útgefandi: Blaðaútgáfan vISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Hagstjórn nútímans Eftir nokkra áratugi fara sagnfræðingar að velta því \ fyrir sér, hver hafi verið helztu einkenni þess tímabils \ í sögu íslands, sem kennt er við viðreisn. Trúlega ( verður erfitt að draga eitt atriði fram yfir önnur, því ( undanfarin viðreisnarár hafa verið tími geysiörra h breytinga og framfara á öllum sviðum þjóðlífsins. j) Að setja eitt atriði í sviðsljósið væri sama og áð gera ii málin allt of einföld. En líklegt má þó teljast, ef nefna / ætti eitt atriði, að sagnfræðingar mundu nefna hið ) nýja hagstjórnarkerfi, sem var innleitt í upphafi við- \ reisnartímans og hefur haft geysileg áhrif á þróun- \ ina síðan. Það hefur gert atvinnuvegunum kleift að (( byggja upp efnahag þjóðarinnar og standa undir stór- (f kostlegri þróun á öðrum sviðum þjóðlífsins og hinni // almennu velmegun, sem ríkir hér á landi nú. )) Hagkerfi viðreisnarinnar byggist á hugmyndum, \i sem brezki hagfræðingurinn Keynes setti fram fyrir \\ nokkrum áratugum, en enginn vildi þá hlusta á. Menn (' héldu fast við hinar gömlu aðferðir og kölluðu yfir sig ( síharðnandi kreppur og styrjaldir í kjölfar þeirra. Eft- / ir síðustu heimsstyrjöld uppgötvuðu menn sannleik- ) ann í hugmyndum Keynesar og hófu að beita þeim. \ Smám saman hafa hagstjórnarkerfi, sem byggjast á \ hugmyndum Keynesar, verið tekin upp meðal vest- ( rænna þjóða, bæði stórþjóða og smáþjóða. Árangur- ( inn hefur verið sá, að þessar þjóðir hafa síðan búið við / nærri stanzlausa uppbyggingu og velmegunarþróun ) Kreppurnar eru úr sögunni. \ Hér áður fyrr var það föst regla, að þensla í at- / V vinnulífinu leiddi til sívaxandi umsvifa, fram- (( kvæmda og fjármagnseftirspurnar. Þessi þróun end- \ aði ætíð með sprengingu og þróun í öfuga átt, í átt til \ kreppu, hnignunar atvinnulífsins og almenns atvinnu ( leysis. Smám saman jafnaði atvinnulífið sig aftur og ( hóf aðra hringferð af þessu tagi. Hin nýja hagstjórn / beitir samræmdum aðgerðum til þess að rjúfa þennan ) vítahring. Hún heldur þenslunni innan hæfilegra \ marka og hindrar sprenginguna, sem leiðir til kreppu. ( Hér hefur hinum nýju hagstjórnaraðferðum verið ( beitt með góðum árangri. Sumir hafa átt erfitt með ( að átta sig á, að t.d. sparifjárbinding í Seðlabankan- ) um og hallalaus fjárlög eru nauðsynlegir liðir í þess- \ ari stefnu. Forustumenn Framsóknarflokksins hafa \ ekki getað skilið þetta og halda enn fram hinum ( gömlu kreppuráðum, sem allir aðrir hafa varpað fyr- ( ir borð. Það er alvarlegt mál, að fjölmennur stjórn- (/ málaflokkur skuli halda til streitu úreltum hugmynd- // um, og er vonandi, að hann fái ekki tækifæri til að \i 'framkvæma þær. Hins vegar fer innsýn þjóðarinnar í \\ þessi mál vaxandi, í samræmi við auknar upplýs- ingar og aukna efnahagsþekkingu, og því vaxa lík- (í urnar fyrir endanlegum framgangi hinnar nýju hag- (/ stjómar. )/ œ SVETLANA VAR AUGA- STEINN FÖÐUR SfNS Blöö um allan heim komust í feitt þegar kunnugt varð, að Svetlana Stalín hefði farið á fund sendiráðs Bandaríkianna í Dehli á Indlandi og óskað eftir landvistarleyfi ■' Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaöur. Én enn ríkir sú óvissa um margt í þessu máli, að nægt fréttaefni verður fyrir blöð og útvarp dög- um saman, ef ekki lengur — ef til vill miklu lengur. I erlendu blaði var svo að orði komizt, að ef það reyndist rétt, að Svetlana hefði „óskað eftir landvistarleyfi sem pólitískur flóttamaður“ væri það mikil frétt, sem kynni að hafa víðtæk stjórnmálaleg áhrif, — og ef til vill mætti kalla hana frétt um viöburð, sem kynni að hafa stórkostleg áhrif á samskipti þjóða og gang heimsmála. Má þó vera, að hér sé tekið full- djúpt í árinni. Víkjum fyrst að því, sem nokkurn veginn víst er talið, laust eftir aö kunnugt varð að Svetlana væri komin til Sviss. Hún virðist hafa farið þang- að vegna þess, að Bandaríkin óskuðu eftir að hún leitaði land- vistar í öðru landi en Banda- rikjunum, og mun það vera vegna þess, að betur horfir en áður um aukin og bætt sam- skipti Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, og Bandaríkjastjórn vill ekki verða til þess að spilla þeim horfum með því að taka við Svetlönu. Kunnugt er, að Svetlana fór í leiguflugvél, sem leigð var sér lega til þessa flugs, og voru gerðar hinar víötækustu örygg- isráðsstafanir tengdar feröalag- inu, og eftir komuna til Sviss hefur hún vafalaust þegar hlotið vemd stjómarvaldanna, sem halda dvalarstað hennar leynd- um. Heill her fréttamanna og fréttaljósmyndara er kominn til Sviss til þess að reyna aö ná tali af Svetlönu og taka myndir af henni, en þegar þetta er skrifað (13/3) hafði þeim ekki tekizt að finna hana. ^-í>ess er að geta, að svissnesk stjórnarvöld fara ávallt varlega í sakimar, ef um pólitíska flótta menn er að ræða, og veita ekki landvistarleyfi án þess að eiga viðræður um það viö stjómar- völdin í föðurlandi flóttamanns- ins, hverrar þióöar sem hann er. í Mosjtvusjpnvarpinu var til- kynnt ‘á i sunnudagskvöld um ,,burtför“ Svetlönu og þess að- eins getið, að það væri hennar einkamál, hversu lengi hún dveldist erlendis. Svetlana fékk leyfi til þess að fara úr landi eftir andlát mánns hennar, Indverja, en lík hans var brennt, og kvaðst hún vilja færa ættingjum hans á Ind landi öskuna. Og það gerði hún. En svo fór hún f bandaríska sendiráðið eða skömmu síðar. I Moskvu kom það engum meira á óvart en bömum henn ar, að hún skyldi hafa tekiö ákvörðun um að hverfa ekki heim aftur. Þau eru Jósef 21 árs, og Jekaterina, 15 ára. Vestrænir blaðamenn í Moskvu ræddu við son hennar, Josef, sem sagði, að hann og systir hans hefðu fariö út á flugvöll til þess að taka á móti móður sinni, en hýn ekki komiö. Hann kvaðst1 svo hafa heyrt fréttina í útvarpi frá BBC í London á rússnesku og hafði þeim systkinunum oröið mikið um þetta. Fréttamennirnir sögð ust hafa rætt við hann í fimm herbergja íbúð nálægt Kreml. Faðir Josefs var Gregori Moro- zov stúdent, sem Svetlana gift- ist 17 ára, en skildi við að ósk föður síns. Josef, sem er ný- kvæntur, sagði móður sfna tala ensku reiprennandi. Hún hefur þýtt sögulegar skáldsögur úr ensku á rússnesku. Það er vitað, aö Svetlana var augasteinn föður síns, en aö sjálfsögðu var það mjög tak- markað, sem umheimurinn vissi um heimilislíf hans. Churchill minnist á hana i endurminning- um sínum.þar sem hann segir frá því, er hann var í Kreml til samninga við Stalin. Honum var minnisstætt er hún kom og kyssti föður sinn og bauð hon- um góða nött. í Stalin-safninu í Gori í Grúsíu eru handskrifuð bréf 'StáTíris~tn ffðtturmnár, og bera þau öll vitni um að hann hugs aði til hennar af hlýju og við- kvæmni. Hann skrifaði undir þau Papotschka (Litli pabbi). Hann kvaðst vera einmana, þeg ar hún væri fjarri. Stalin var tvfkvæntur. 1 fyrra hjónabandi fæddist sonur, og í seinna hjónabandinu Svetlana og sonur. Fyrri kona hans var Grúsiu- stúlka Ekaterina Svanidze, guð- hrædd og góð kona, og mun hafa látizt þegar árið 1907, og var Stalin bugaður maður fyrst f stað vegna missisins. Það var haft eftir honum þá, að með henni hefði dáið f brjósti hans samúð til mannanna, en vfst er, hvað sem þeim orðum h'ður. að eftir dauða hennar var hann breyttur maður og harðari. Sonur Stalins af fyrra hjóna- bandi hét Jakob. Hann var við nám í háskólanum í Tiflis, er síðari heimsstyrjöldin brau7t út, og var lautinant í Rauöa hemum, er Þjóðverjar tóku hann til fanga. 24/7 — 1941. — Þegar upp- götvað var, að hann var sonur Stalins var hann leiddur fyrir Göring marskálk. Sagt var að nazistar hefðu viliað skipta á honum og þýzka marskálknum von Paulus, en þau urðu örlög þessa sonar Stalins, að hann framdi sjálfsmorð í fangabúðum nazista. Síðara hjónaband Stalin kvæntist aftur 1919 — þá 39 ára — sextán ára gamalli’ stúlku. (Þess má geta að það er algengt aö Grúsíustúlkur giftist 13 — 17 ára). Hún hét Nadezhda Alliluieva og var dótt ir lásasmiðs, en þar hafði Stalin oft leitað hælis, er lögreglan var á hælum hans. Þegar þau voru gefi saman bar hún líf undir brjósti — soninn Vasilý, sem fæddist tveim mánuðum seinna. Dóttirin — Svetlana (orðið þýð- ir dagrenning) fæddist 1925. Þetta hjónaband var ekki hamingjusamt, einræðisherrann tók þátt í svallveizlum og kom alltáf eftir á til heiftarlegra á- rekstra milli hans og konunnar Framli. á bls. 13

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.