Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 13
V1 SIR . Þriðjudagur 14. marz 1967. Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu, þriðjudaginn 14. marz kl. 20.30 Fundarefni: Tillögur kjömefndar um skipán framboðslista fyrir Alþingis- kosningamar 1967. Fulltrúar eru minntir á að sýna þarf skírteini við innganginn. Svetlana — Framh. af Ms. 8 og síðar milli hans og sonarins, er hann óx upp. Eitt sinn flutti hún frá Kreml með bæði bömin og tók ibúð á leigu í Leningrad, en kom þó aftur eftir hálfan mánuð. Á heimilinu var Stalin aldrei hinn „algeri einræðis- herra“. í íbúðinni í Kreml hafði Svetlana herbergi fyrir sig, en synirnir urðu að sofa á legii- bekkjum í setustofunni, ef þeir voru báðir heima. Sjálfsmorð í nóvember 1932 voru hjónin í næturgildi hjá Voroshflov marskálki. Stalin hafði drukkið fast og varð ævareiður vegna þess, að kona hans lét orð falla um hungursneyðina í sveitun- um. Jós hann yfir hana svívirð- ingum, en aðrir gestir hlustuðu á sem steini lostnir. Loks reis hún á fætur náföl, gekk út og heim. — Fannst hún látin í íbúð sinni klukkan 4 um nóttina. Opmberlega var tllkynnt, að hún hefði Iátizt af botnlanga- bólgu, en „í Kreml efaðist eng- inn um, að hún heföi stytt sér aldur, að sumra ætlan skot- ið byssukúlu í höfuð sér, en sennilega hefur hún hellt í sig svefntöflum". Gift þrisvar Þegar Stalin lézt 1953 var Svetlana til kvödd. Til þessa dags er ýmislegt á huldu varð- andi fráfall hans, en „vitað er með vissu, að hann lézt ekki á þeirri stundu, sem tilkynrit var að hann hefði látizt". En þótt Svetlana væri til kvödd fékk hún ekki næstu 3 daga að sjá lík föður síns. Og eftir dauða hans heyrðist ekkert um hana, en alloft um Vassily, sem var allhátt í metorðastiganum í flug hemum, meðan faðir hans lifði, en síðar var hann lækkaður æ meira og loks var tilkynnt, fyrir nokkrum árum að hann væri lát inn. Svetlana giftist 1945, en flest um það hjónaband virðist hjúpi hulið, en þó mun hún hafa fætt að minnsta kosti eitt bam í því. 1 júlí 1951 giftist hún Mihail Kaganovich, syni Lazars Kag- anovich, eins af flokksleiðtog- unum. Stalin var á móti þessu áformi, því að hann vildi ekki að Svetlana giftist manni af Gyðingaættum, en lét þó undan, og brullaup var haldiö meö „pomp og prakt“. Á síðari árum bió hún í við- hafnarlítilli fbúð skammt frá Kreml með börnum sínum og lét jafnan lftið á sér bera. Eina merki þess, að hún og maður hennar, Indverjinn Raja Bræjesh Singh, bjuggu við betri kjör, vom, að þau höfðu vinnu- stúlku. — Fáir vestrænir menn hafa séð hana síðan 1953, en þeir sem sáu hana þá og fyrr lýsa henni sem elskulegri konu, — í einni lýsingu af henni seg- ir. að hún hefði. frekar litið út sem frsk en rússnesk,. Hún hélt eitt sinn fyrirlestra í Moskvu- háskóla um sovézk sagnaskáld og sovézkar skáldsögur. Að sumra ætlan mun hún vart kunnug stjórnmálalegum leyndarmálum, og ekki gera upp skátt um þau, ef hún vissi þau. I fréttum hefur ekki vantað tilgátur um sitt af hverju, og meðal annars rætt um, að ef hún kjósi að hverfa (þetta var í vikunni se'm leið þegar talið var að hún mundi fara til Bandaríkjanna) gæti hún látið breyta útliti sínu, eins og marg- ir höfðu gert með bandarískri hjálp, og vitanlega komu fram tilgátur um, að CIA væri með fingur í spilinu! Daily Express sagði sem sé, að fréttin um að hún hefði skipt um flugvélar í Róm gæti vel verið verk CIA til þess að leyna hvert hún hefði farið — meðan hún væri á leiðinni til Bandaríkjanna, en þetta voru tilgátur einar — og til Sviss fór hún en ekki Banda- ríkjanna. (Stuðst við Norður- landa- og Lundúnablöð). — a. Aðalfundur Styrktar- félags vangefinna verður haldinn að Dagheimilinu Lyngási á pálmasunnudag 19. marz kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnarinnar, 2. Reikningar félags- ins, 3. Stjórnarkosning, kosnir 2 menn í að- alstjórn og 2 í varastjórn, 4. Kosning endur- skoðanda og varamanns hans til 3 ára, 5. Önn ur mál. STJÓRNIN íbúð óskast til leigu Útlenzk kona óskar eftir að taka íbúð á leigu í apríl og maí n.k. (má vera 1 herb. og eldhús) með húsgögnum. Uppl. í síma 24647 í dag og næstu daga. Ameríku Ávallt nýjar og ferskar frá U.S.A. Reynið Winston strax í dag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.