Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 10
10 VI S IR . Þriðjudagur 14. marz 1967. Sandnám — Framh. af bls. 9 —r I Dalasýslu er skorturinn mjög mikill. Bergið á því svæði er mjög gamalt og fúið, ef svo mætti segja, og hefur þar af leiðandi mjög lítið veðrunarþol til bygginga. Einstaka staðir hafa ekki byggingarefni í ná- grenninu og getum við tekið Siglufjörð og Ólafsfjörð sem dæmi. Mestallt byggingarefni verða Siglfirðingar að sækja yfir „Skaröið“, yfir i Haganesvík, en það segir sig sjálft að það hefur mikinn aukakostnað í för með sér. Á Seyðisfirði og víða á Austfjörðum er þetta einnig mik ið vandamál, en íbúar Seyðis- fjarðar verða að sækja mestallt byggingarefnig yfir Fjarðarheiði og alla leið upp á Hérað, norður i Hjaltastaðaþinghá. Þar er aftur á móti gnægð byggingarefnis og afbragðsgóð náma, — Nú er farið að dæla steypu efninu upp úr sjónum ? — Það er orðin mikil þörf á að gera athuganir á því sviði, sérstakiega fyrir þá staöi sem eiga erfitt með að nálgast efni á kmdi, til dæmis áðurnefnda kaupstaöi. Það verður að gera skipulega leit að efni á hafs- botni, efni sem má nota beint til steypugerðar og koma fyrir birgðum af hráefni við hina efn- issnauðu byggðakjama sem að sjó liggja. — Þó að þú hafir ekki fundið gull við þessar rannsóknir Sverr ir, þá hefur máske eitthvað ó- vænt fundizt í námunum ? — Venjulega sér maður fljót- lega hverskonar efni er undir þeim svæðum sem maður rann- sakar. Ef eitthvað óvænt hefur komið fyrir þá er það helzt að maður hafi dottið niður á gott steypuefni i mel þar sem maður hélt að hefði ekki slíkt að geyma Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum, Einnig hefur það komið fyrir að fundizt hefur náma í j byggðarlagi sem álitið var laust viö slík gæði, en slíkur fundur er að sjálfsögðu gleöiefni og hef- ur í för með sér mikinn sparnað fyrir viðkomandi byggðarlag. Einnig kemur það fyrir að hið sýrublandna yfirborð er þynnra en ráð var fyrir gert, en það er til mikilla þæginda þegar farið er aö vinna í námunni. — Hvaö um efni til olíumalar- gerðar ? r . | — Rannsóknir okkar ættu aö koma í góöar þarfir í sambandi við olíumölina, en við getum að vissu marki gefið þeim kaup- stöðum sem áhuga hafa á olíu- möl upplýsingar um nærtækasta efni til hennar Nú eru ýmis bæjarfélög að taka sig saman um olfumalarlagriingu og veitum við þeim að sjálfsögðu yfirlits- upplýsingar um efnin sem næst eru, viðloðunarhæfileika þeirra og styrkleika. Við höfum safnað sýnishornum á hverjum stað, og eigum að geta svarað fljótt og vel hvernig ástandið sé með til- liti til þessara jarðseta og yfir- leitt aö gefa allar þær upplýs- ingar, sem nauðsynlegar eru. Við þökkum Sverri Scheving jarðfræðingi fyrir fróðlegt við- tal og óskum honum alls vel- farnaðar í hans þýðingarmikla starfi. r. M^TniM K.F.U.K. Aðalfundur félagsins verður hald inn f kvöld kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem verða til sýnis fimmtudaginn 16. marz kl. 1-4 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: Árgerð Volvo fólksbifreið 1963 Willys jeppi 1964 Willys jeppi, lengri gerð 1956 Austin Gipsy diesel 1962 Austin Gipsy 1963 Volkswagen 1200 fólksbifreið 1964 Volkswagen 1200 fólksbifreið 1962 Volkswagen 1200 fólksbifreið 1962 Volkswagen sendiferðabifreið 1962 Ford Taunus sendiferðabifreið 1962 Chevrolet 20 manna fólksbifreið 1955 Ford 14 manna fólks/vörubifreið 1951 Chevrolet sendiferðabifreið 1955 Chevrolet vörubifreið 4x4 1942 Dodge Weapon 1951 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Borg artúni 7, sama dag kl. 5 e.h. að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. BÚRGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Hornfirðingar — Framh. af bls. f firði, en kaupfél. leggur til 40% af hlutafénu á móti 60 frá sjómönnum og útvegsm. Sagði hann, að hug- myndin heföi verið að byggja þessa verksmiðju til þess að nýta nálæg síldarmið og loðnumiðin, sem væru mjög auðug hluta úr vetri. Sagði hann, að nú stæði á fyrir- greiðslu frá Landsbankanum, sem gefið hefði vilyrði fyrir lánveit- ingu á þessu ári, en félagið heföi hins vegar fengið neikvæð svör frá bankanum nú í febrúar. hvað svo sem yrði. Ásgrímur sagöi, að áætlaður kostnaður við byggiriguna næmi 15 —17 milljónum. Kaupfélagið á Hornafirði á litla fiskimjölsverksmiðju og sagði Ás- grímur, að á henni þyrfti að gera endurbætur, ef hún ætti að geta brætt allan fiskúrgang frá fisk- vinnslu á staönum, en hún væri ekki útbúin til þess að bræða síld né loðnu. Útflutningur — Framh. af bls. 1 Nokkrar sölur hafa farið fram héðan á síldarlýsi og loðnulýsi undanfariö. Þannig voru seld um 900 tonn af síldarlýsi í sl. viku á £53 tonnið og um 800 tonn af loðnulýsi á £52 tonnið. — Má geta þess í þessu sam- bandi, aö á sama tíma f fyrra var lýsistonnið selt á um £80. tonnið. Einu markaðsvörurnar sem sæmilegt útlit er fyTir er salt- fiskur og skreið, en þessar vöru- tegundir gegna ekki jafnmikil- vægu hlutverki f útflutnings- verzluninni. Ávísanafals — Framh. aí 1. bls. útgáfu innistæðulausra ávísana. Má í því sambandi t. d. minna á, að í síðustu skyndikönnun Seðlabankans fundust innstæðu lausar ávísanir að samanlagðri upphæð rúmlega þremur millj- ónum króna. Reglurnar, sem hafa gilt, eru margar og flóknar. sem yrði of langt mál að telja upp hér, en í þeim er m. a. kveðið á um, að loka skuli ávísunarreikningi í öllum bönkum fyrir þeim, sem uppvísir verða að endurteknu ávísunarmisferli. Viðkomandi banki, sem brotið er á, tilkynn- ir um það til Seðlabankans, sem tilkynnir það síðan til annarra banka. Kemur það í veg fyrir, að viðkomandi menn geti opn- að reikning í öðrum bönkum. Árið 1964 var samvinna bank anna varðandi innheimtu ávís- ana aukin og hefur Seðlabank- inn síðan haft með alla tékka- innheimtu að gera. Tekur hann 10—11% í innheimtugjald auk vaxta. Var t.d. ófær't sums staðar í Hlíö- unum, ófært var suður í Skerja- fjörð og á mótum Suðurlandsbraut ar og Reykjavegar urðu miklar umferðartruflanir vegna snjó- skafla. Var búið að ryðja götur og orðiö fært alls staöar þegar á morguninn leið. Urðu allmargir á- rekstrar í morgun að sögn umferð arlögreglunnar, enda eru mikil brögð að því að bílstjórar búi bíla sína engan veginn nægilega vel til að mæta snjónum og hálkunni. Einnig er mikið um aö menn þurrki ekki snjó af bílrúðum og beinir um- ferðarlögreglan þeim tilmælum til ökumanna að þeir hreinsi snjóinn af öllum rúðum og búi bíla sína að öðru leyti betur til aksturs í snjó og hálku. Glimuskórnér Frá Glimusambandd Islands. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fundi Glímusambands Islands 9. marz s.l.: „Þar sem nú eru fáanlegir glímu skór, sem fullnægja skilyröum 3. gr. reglugerðar um búnað glímu- manna, sem tók gildi 1. janúar 1966, skal heimild sú, sem veitt er í 1. tölulið ákvæðis til bráðabirgða f reglugerðinni hér með úr gildi felld“. SINFÓNlU'HLJÓM'SVEIT ÍSLANDS Skólatónleikar D-flokkur (framhaldsskólar) miðvikudaginn 15. marz kl. 14,00. Aðgöngumiðar við inn- ganginn. E-flokkur (bamaskólar) fimmtu- daginn 16. marz kl. 10.30 og kl. 14,30 og föstudaginn 17. marz kl. 14,30. LAÚGAVEGI 90-02 17 manna Benz 1964 nýinn- fluttur með nýjum mótor. — Til sýnis og sölu í dag. Færðin — Framh. af bls. 1 í morgun og stöðug snjókoma, þann ig að hætta varð við áformað flug til þeirra staða. Vandræðaástand var viða f Reykjavík og nágrénni í gærkvöldi og nótt vegna skafrennings og ó- færðar og í morgun áttu bílstjórar víða í erfiðleikum vegna skafla. íbúÓ óskast 3-4 herb. íbúð óskast. Einhver fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Sími 38076. Áf Fótaaðgerðir Handsnyrting if. Augnabrúnalitun SNYRTISTOFAN ,ÍRIS‘ Skólavöröustig 3 A m. h. Slmi 10415 SNYRTISTOFA rÆ Sími 13645 Bílaval BELLA Þótt ég sé sammála þér í þess- um atriðum, þýðir bað ekki endi- lega ,að þú hafir rétt fyrir bér. VEÐRIÐ I DAG Gengur í hvassa norðvestan eða vestan átt með éljum. Vægt frost. FUNDIR I DAG Bræðrafélag Langholtssóknar heldur fund í safnaðarheimilinu í kvöld kl. 8.30. Hannes Hafstein erindreki segir frá starfi Slysa- vamafélags íslands og sýnd verð- ur kvikmyndin „Björgunin við Látrabjarg". - Stjómin. Nessókn Sr. Helgi Tryggvason flytur bibliuskýringar í félagsheimili Neskirkju í kvöld kl. 9. Erindið nefnir hann „Grundvöllur kirkj- unnar“. Allir velkomnir. Bræðrafélagið. SÍMASKÁK 19. Hd8-e8 20. Bg5-d2 Staðan er þá þessi: Akureyri Júlíus Bogason Jón Ingimarsson fi ■m H m íis^ i m i ' Q : ' .. S Reykjavík Björn Þorsteinsson Bragi Björnsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.