Vísir - 16.03.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 16.03.1967, Blaðsíða 4
ÞEGAR RÍKISARFI Danmerkur, ivíargrét prinsessa, veitti opin- berlega móttöku hirömeistara sín- um fyrir stuttu, fékk hún í þjón- ustu sína mann með nokkum veg inn meöaigáfur, hlýtt hjartalag og hraustan maga. Þannig lýsir fyrrverandi ambassador Dana í Bangkok, Ebbe Muncks, sjálfum sér. Aðrir kynnu ef til vill að vera ósparari á lýsingarorðin, því þaö, aö Ebbe Munck skuli nú klæö- ast hirðmeistarabúning er jafn- mikið undur og fortíö hans er samansett af kraftaverkum. Það er öruggt mál, að Ebbe Munck stendur undir verndar- væng æöri máttarvalda, annars væri hann löngu kominn undir græna torfu. Annaðhvort á ryk- uðum, sólsteiktum gangstéttun- um í Spænsku borgarastyrjöld- inni, í Berlín, þegar Brúnstakkar Hitlers fóru með ægishjálm um göturnar, eöa í skotgröfum Finna, meöan rússneskar sprengjuvörp- ur kváðu vií. Oft og tíðum hefur hann veriö hætt kominn í ísnum á Grænlandi, í manndrápsveðr- um í Norðursiónum við hval- og síldveiðar, stíffrosinn í fjallgöng- um, að maður nú ekki minnist á neðanjarðarbaráttuna undir her setu Þjóðverja á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Og nú hef- ur þessi ævintýramaður kortlagt hálft konungsriki og unniö hyili sinnar prinsessu. Þvílíkt ævintýri! Ebbe Munck, sonur meðeigánd- ans í fyrirtækinu „Lemvigh-Mull- er & Munck“ lagöi í fyrstu stund á hagfræði, fór síöan í siglingar m. a. meö Einari Mikkelsen, hin- um heimsþekkta Grænlandsfara. Hann var t. d. á síldveiðum á mót orbátnum „Glað“. Hafði á prjón- unum ásamt Lofti Bjarnasyni á- ætlanir um að stofna dansk-ís- lenzkt fiskveiðifélag, en skarst úr leik vegna fjárhagsörðugleika. Sigldi með „Pourquoi Pas“, sem seinna fórst svo hér við íslands- strendur. Starfaði sem stríðs- fréttaritari hjá Berlinske Tidende, ambassador Dana í Bangkok og margt er það fleira, sem hann hefur lagt stund á. HIRÐMEISTARI MARGRÉTAR RÍKISARFA FYRRVERANDI Æ VINT ÝRAMAÐ UR Stundaði síldveiðar við íslandsstrendur. Sigidi i Grænlandsísnum með Einari Mikkeisen. Stríðsfréttaritari á styrjaldarárunum Lengst til vinstri Ebbe Munck sem kyndari á skipi Einars Mikkelsen. Ambassador og nú hirömeistari. Ebbe Munck ásamt konungshjónunum dönsku. Símar slökkviliðsins Aösent bréf. „Kæri Þrándur, veizt þú hvaöa símanúmer lögregian og slökkvi liöið í Reykjavík hafa? — Ég velt það núna, en vissi það ekki fyrir nokkrum dögum. — Brun- inn í Lækjargötu vakti mig tii umhugsunar um þaö, aö mjög getur veriö aðkallandi að kunna þessi simanúmcr, ef voða ber brátt aö höndum, og gerðist ég því svo forsiáll að fletta þeim upp. — Vegna þess að ég er frekar drjúgur með mig og hefi gaman af að spyrja náungann nærgöngulla spurninga, hefi ég veriö aö kanna það undanfama daga, hvort allur almenningur er eins vel aö sér, að því er varðar þekkingu á þessum síma númerum. — Hefi ég komizt aö hinni furðulegustu niðurstöðu. Langfæstir þekkja þessi síma- númer, enda halda þeir því fram að símaskráin sé til þess gerö að losa mann við þá fyrirhöfn að kunna símanúmer eins og páfagaukur. — Þeir halda þvi raunar fram ,að þó þeir læri simanúmer einu sinni, þá séu þeir svo friðsamir borgarar, að þeir mundu fljótt gleyma þeim, þar sem þeir hafi svo fá tæki- færi til aö rifja þau upp. Enginn þeirra, sem ég spurði, haföi hugmynd um hvaða síma- númer lögreglan né slökkvilið annarra bæja hefur. Því spyr ég þig, Þrándur minn góður, veizt þú hvaða símanúmer lögregla og slökkvilið eftirtaldra bæja hafa: Akureyri, Hafnarfjörður Kópavogur, Keflavík, Selfoss, greindur. Þaö getur þó alltaf gerzt, að ég þurfi skyndilega á þeim að halda. Er þaö þá von mín, að ég hafi þá við hendina gleraugun mín, símaskrá og að nægileg lýsing sé á stað þeim, sem ég barf að hringja frá, því að allt þarf að ske í skyndi. Ég veti ekki hvernig taugarnar gætu farið með mig, ef ég þyrfti aö snúa símaskíf- unni í myrkri. landið. — Þannig er simanúm- er lögreglunnar í Bretiandi 999 hvar í landinu sem er, enda man hver heilvita Breti, hvert síma- númer lögreglunnar er. I öðrum löndum er líkt farið. T. d. hefir þessu kerfi verið kom ið á í flestum fylkjum Banda- ríkjanna, nú á síðustu árum. Það vill svo til, að símanúm- erið 01 er laust hér í Reykja- vík að minnsta kosti. Vil ég Akranes, Grindavík, Gerðar, Sandgerði Borgarnes, Vest- mannaeyjar, Dalvík, Hrísey, Húsavík, Siglufjörður og Raufar höfn. — Ekki veit ég það og hvarflar raunar ekki að mér að leggja það á mig að læra þau, þó ég sé bæði næmur og Flestar þjóðir hafa raunar leyst þennan símanúmera-vanda eins og ég vil leyfa mér að kalla þetta ástand. Þær hafa einfald- lega valið símanúmer viðkom- andi stofnana eins einföld og mögulegt er, og hafa viðkom- andi símanúmer gilt fyrir allt leggja til, að það síwanúmer verði valið handa lögreglu- og slökkviliði í sameiningu, því hvað mælir gegn því að þessar stofnanir hafi sameiginlegt síma númer? Önnur símanúmer gætu þá að sjálfsögöu komið til greina, en þau þurfa að vera þannig, að hægt sé að taka þau upp fyrir allar sjálfvirkar síma- stöðvar í landinu, og höfuðskil- yrðið er, að auðvelt sé að muna þau. Símanúmerið 01 hefir þann kost, að tölurnar eru á endum talnaraðar símaskífunnar og því auðvelt að draga númerið í myrkri og gleraugnlaust, ef menn sjá illa. Númerið er stutt og þess vegna er fljótlegt að velja það. og jafnframt eru lítil líkindi til að velja skakkt núm- er. — Ég er sannfærður um, að það er mikilvægara að símanúm er lögreglu og slökkviliðs séu auðlærð og stutt, heldur en t. d. langlínustöövar. klukkunnar, rit símans, bilanatilkynninga og upplýsinga um ii*-evtt símanúm- er“. — „Daddi“. Þetta ér atyglisvert bréf og vekur mann til umhugsunar nú, vegna nýafstaðins stórbruna í borginni. Væri ekki hentugt að velja stutt og laggott símanúm- er, sem númer slökkviliðs og lögreglu ,eins og lagt er til í bréfinu? Er það ekki hægt? Þrándur í Götu. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.