Vísir - 16.03.1967, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 16. marz 1967.
laett um heil-
brigðismál á
ffúdentafélagsfundi
Stúdentafélag Háskólans og Stúd
ontafélag Reykjavíkur efna til al-
:enns umræðufundar á morgun,
-immtudag, kl. 20.15 í Sigtúni. Um-
ræðuefnið 'verður heilbrigðismál —
stjórnsýsla, framkvæmdir og þró-
tn. Framsögumenn verða Árni
. ’ örnsson læknir, Ásmundur Brekk
■ í læknir og Jóhann Hafstein
' íilbrigðismálaráðherra.
UM 500 MILLJONIR TIL UMRAÐA
LÁNASTOFNANAÁ NORÐURLAND
Umræöur um sparifjárbindingu á Norðurlandi í þinginu í gær
Á fundi í sameinuðu þingi i
gær snunnust miklar umræður
vegna fyrirspurnar þeirra Björns
Jónssonar og Ragnars Amalds
um bindingu sparifjár innláns-
stofnana á Norðurlandi. Gvlfi Þ.
Gíslason, viðskiptamálaráðherra
skýrði frá því í svari sínu, að
heildarbinding sparifjár innláns-
stofnana á Norðurlandi næmi
213,9 milljónum króna, en raun-
veruleg binding væri 149,2 millj.
kr., því þar hefðu aðalbankar
greitt 64,7 milijónir kr. af eigin
fé. Hins vcgar næmu endurkaup
Seðlabankans á víxlum í þess-
um landsfjórðungi 394,1 milljón
um kr. og að auki skulduðu úti-
Telur Walesmann hafa komið til
,Nýja heimsins' á undan Kólumbusi
Brezkur maður hefur leitt rök
að bví að landi hans hafi siglt
og fundið Ameríku um 1170 eöa
322 árum áður en Kolumbus
kom til Ameríku. Maður þessi,
Richard Deacon, hefur kannað
heimildir báðum megin Atlants-
hafsins og telur sig hafa fundið
sannanir fyrir því að Wales-
maður nokkur Madoc Owain
Gwynedd hafi siglt frá Rhos-
on-Sea í Wales og lent í Mobile
Bay í Alabana. Síðan á Madoc
aö hafa haldið aftur til Bret-
lands og hvatt landa sina til að
flytjast meö sér og setjast að í
„Nýja heiminum“.
Frásögnin um Madoc var talin
þjóðsaga og allar tilraunir til að
renna sögulegum stoðum undir
hana höfðu mistekizt þar til Ric
hard Deacon tók höndum til og
Framh. á bls. 10
bú aðalbönkunum i Reykjavik
105,2 milljónir kr. Umráðafé
lánastofnana á Norðurlandi
væri því 499,3 milijónir kr. og fé
umfram bindingu því 350,1 millj.
Ráðherra sagði í ræðu sinni,
að hundruð milljóna af sparifé
í ríkisbönkuin í Reykjavík
hefðu runnið til Norðurlands.
Væri það 1 samræmi við til-
ganginn með sparifjárbinding-
unni, þegar heimild um hana var
sett í lög á tíma vinstri stjóm-
arinnar 1958. Fyrst í stað hefði
hún verið notuð til þess að auð-
velda lánveitingar til sjávarút-
vegsins, svo til að byggja upp
gjaldeyrisvarasjóö og eftir að
hann hafði náð hæfilegu marki,
þá héfði hún verið notuð til þess
að auka endurkaup víxla.
Síðan gerði ráðherra grein
fyrir, hvernig þær tölur, sem
áður voru taldar, skiptust milli
sérstakra sveitarfélaga, miðað
við 30. nóv. Húnavatnssýslur
23.7 millj., Skagafjarðarsýsla
1.7 millj. Eyjafjaröarsýsla 7,8
millj., Þingeyjarsýslur 15,8 millj
og einstök kauptún, Sauðár-
krókur 19,8 millj., Siglufjörður
16,9 millj., Ólafsfjörður 4,6
millj., Akureyri 102,2 millj.
Húsavík 21,4 millj.
Þá kom fram hjá ráöherra í
frekari umræðum málsins, að
gjaldeysisstaða bankanna hefði
í árslok 1959 veriö neikvæð um
144 millj., en í árslok 1966 hefði
gjaldeyrisvarasjóðurinn numið
tæpum 2000 millj.
Fjárhagsáætlun Akraness
hækkar um 10,9°}o
frá jbv/ / fyrra
Borgarnes 100 ára nJk.
miðvikudag
A fundi bæjarstjórnar Akraness
3. marz s.I. var samþykkt fjár-
liagsáætlun Akraneskaupstaðar fyr-
ir áriö 1967. Niðurstöðutölur fjár-
iiag5áætlunar bæjarsjóðs eru kr.
03.140.000, — en voru á s.I. ári kr.
- J _) 0'Jil,— og hafa því hækkað
■’ "* -'lö'.o* .
Helztu tekjuliðir áætlunarinnar
eru þessir:
Útsvör kr. 25,5 millj., framl.
j ifnunarsj. 5,5 millj., aðstöðugj.
■1,1 millj., fasteignaskattur 2,1 millj.
Útsvarsupphæðin hækkar nú um
11,1% frá í fyrra.
tu rekstursgjöld bæjarsjóðs
eru:
Lýðtryggingar og framfærsla kr.
8.062 þús., menntamál 5.334 þús.,
stjórn kaupstaðarins 1.998 þús.,
þrifnaður 1.285 þús., löggæzla
1.125 þús.
Til framkvæmda er áætlað:
Til varanlegrar gatnagerðar og
holræsa 4.500 þús., til sjúkrahúss
2.000 þús., til íþróttahúss 2.000
þús., til Akraneshafnar 1.000 þús.,
til jarðhitarannsókna 1.000 þú.s.
auk smærri liða alls 2.110 þús.
Til viðbótar þessum framlögum
koma mótframlög ríkissjóðs og
lántökur svo heildarframkvæmdir
eru ráðgerðar meiri m.a. viö vatns:
veitu og höfnina.
Á fundinum var einnig samþykkt
BORGARNES heldur hátíðlegt 100
ára afmæli sitt n.k. miövikudag,
en þá er iiðin öld frá því að stað-
urinn var viðurkenndur sem verzl-
unarstaður.
í Borgarnesi veröur margt til
I hátíðabrigöa á miðvikudag og
! fimmtudag í tilefni afmælisins. Út
j kemur saga Borgarness skráð af
Jóni Helgasyni í útgáfu Iðunnar
og hefst sala bókarinnar á afmælis-
daginn.
Verzlunum í Borgarnesi veröur
lokað á miðvikudaginn á hádegi. I
I Hreppsnefndarfundur verður kl. 14 |
opinn öllum og kl. 15 verður opnuö i
fimmtudaginn verður hátíðamessa
kl. 14, barnaskemmtun kl. 16 og
sýning um kvöldið á sjónleik Múla-
bræöra, Deleríum Bubonis.
Eflaust fýsir marga Borgnesinga
að heimsækja byggðarlag sitt í til-
efni af afmælinu og hefur verið
ákveðið að Akraborgin fari auka-
ferö á miðvikudaginn í Borgames
og aftur á annan í páskum.
, sýning á myndum,
| un byggðarlagsins
sem sýnir þró-
og sögu í 100
ár. Kl. 16—18 hefur hreppsnefndin
j gestamóttöku í Hótel Borgarnesi
| ýtarleg áætlun um framkvæmdir I og ki 20.30 um kvöldið verður
lá árinu 1967 þar sem nánar er ; hátíðarvaka í samkomuhúsinu og
' kveðið á um hvernig verja skuli ! veröur útvarnað þaðan á miðbylgj-
! framkvæmdafénu í einstökum at- j Um. Þar verður m. a. fluttur ann-
! riðum. j áll Borgarness ásamt fleiru. — Á
I
FAifm
Beztu skíðamennirnir þegar
komnir til Sigluf jarðar
Sk<ðalandsmótið hefst þar á þriöjudag - nægur
og góður snjór — erfiðleikar á samgöngum
Undirbúningur að skíðalands-
mótinu, sem haldið verður á
Siglufirði um páskana er nú í
fullum gangí og eru margir af
beztu skíðamönnum landsins
begar komnir tii Siglufjarðar.
Eru beir í þjálfun hjá Jónasi
Ásgelrssyni og Jóhanni Vilbergs
syni meö næstu vetrarolympíu-
leika í huga en að sjálfsögðu
taka þeir þátt í landsmótinu.
— Þaö hefur snjóað nær lát-
laust í fjórar vikur þannig að
skíðamennirnir hafa undan engu
að kvarta, sagði fréttaritari Vís-
is á SigluFirði í morgun. Snjór-
inn er góður, reyndar dálítið
laus ennþá en skíðamennimir
hugsa gott til glóðarinnar.
— Landsmótiö verður sett á
þriðjudag og hafa þeir Sverrir
Sveinsson, formaður mótsnefnd-
ar, Reynir Sigurösson formaður
Skíðafélags Siglufjaröar, Skíða-
borg, og Júlíus Júlíusson for-
maður íþróttabandalags Siglu-
fjarðar aðallega unnið að undir-
búningnum. Júlíus mun aö auki
sjá um skemmtanahlið mótsins,
en kvöldvökur verða haldnar
eftir því sem tími vinnst til.
— Hótel Höfn mun taka á
móti gestum og matstofa Siglu-
fjaröar verður opin yfir hátíö-
amar. Hótel Hvanneyri er lok-
að í vetur en verður áreiðan-
lega opnað ef þörf verður á og
verður séð svo um að gistirými
verði fyrir alla þá, sem hingað
koma — í skólunum og annars
staðar.
— Gífurlegur fjöldi skíða-
manna mun koma hingað til
þátttöku í mótinu og einnig er
gert ráð fyrir að fjöldinn allur
af öðru skíðafólki og skíðaáhuga
fólki hafi áhuga á að koma.
Aöalerfiöleikamir eru bara sam
göngurnar, en nú er landvegur
lokaður og litli flugvöllurinn er
á kafi í snjó eins og er og því
ekki hægt aö fljúga hingað. Á
strandferðimar er ekki að
treysta, þær standast engar á-
ætlanir og því er útlit fyrir að
flóabáturinn Drangur muni
flytja alla mótsgesti hingað. —
Drangur annast flutninga frá Ak
ureyri og Sauðárkróki og kemur
hingað tvisvar í viku en ekki er
ólíklegt að hann fari aukaférðir
um páskana.
mMMm SSigl
• Svona líta þeir út búningarnir, sem ísienzku stúlkurnar
fjórar, sem starfa munu í norræna sýningarskálanum á Heims-
sýningunni f Montreal koma til með að klæðast. Eru beir teikn-
aðir af finnska tízkuteiknaranum Pi Sarpaneva og saumaðir í
Finnlandi. Búningurinn er blá dragt og fylgir henni blá blússa
og röndótt þunn blússa, sem verður í fánalitum hvers lands. Skyrtu-
blússukjóll til að nota í hitum er úr sama röndótta efninu.