Vísir - 16.03.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 16.03.1967, Blaðsíða 9
9 V1S TR. Fimmtudagur H5. marz té©7. Hægri umferö í Bandaríkjunum. Myndin sýnir mannvirki fyrir umferöina, brýr og upphleðslur hliðstæöar þeim, sem við furfum að láta gera á a.m.k. tveimur mikSl- vægum umferðaræðum í nágrenni Reykjavíkur. Þaö mundi kosta mikið fé að breyta þessum mannvirkjum fyrir hægri akstur væru þær byggðar upphaflega fyrir vinstri akstur. vinstri akstur Þess er nú fremur skammt að bíða, að hægri handar akstur verði tekinn upp á íslandi. Verður hægri handar reglan þá orðin gildandi regla í allri umferð landsmanna, hvort heldur er á landi, láði eða í lofti. En eins og kunnugt er hefur hægri handar reglan lengi verið alþjóðleg meginregla í umferð á sjó og í lofti. Hægri handar reglan er raunar orðin alþjóðleg meginregla í umferð á landi, þótt allmörg ríki, einkum sam- veldislönd og Japan hafi vinstri handar akstur að meginreglu. Af Evrópulöndum eru það nú aðeins Stóra-Bretland, írland- Svíþjóð og ísland er halda uppi vinstri handar umferð á Iandi en hin tvö síðarnefndu eru að undirbúa hægri handar umferð. Gert er ráð fyrir að hún verði tekin upp á Islandi einhvern tíma á tímabilinu apríl-júní á næsta ári. „Þegar athugað er, hvers vegna vinstri eða hægri umferð tíðkaöist í hinum ýmsu löndum, kemur í ljós, að svo virðist sem’ þróun á hverjum stað hafi mótazt af gömlum venjum, sem áttu rót sína aö rekja til umferðar á hestum vopnabúnaðar o. fl.“, segir í greinargerð, sem fylgdi frum- varpi til laga um hægri umferð og lagt var fram á 86. löggjafarþinginu árið 1965. Hlaut frumvarpið samþykki á síðari hluta þessa þings eða á árinu 1966. Enn fremur segir um uppruna akstursreglna: „Reglan um hægri handar um- ferð er runnin frá Rómarétti, en áhrifa hans gætti mjög í lagasetningu margra Evrópu- ríkja. Hér á landi varð vinstri handar umferð rikjandi, og er talið, að þar hafi ráðið miklu, að fótskör kvensöðla var á vinstri hlið hestsins“. Hægri umferð varð ríkj- andi 1 flestum stærri Evrópu- löndum og ýms lönd, sem upp- haflega höfðu tekið upp vinstri umferð hölluðust brátt að hægri umferð, t.d. Austurríki, Ung- verjaland, Tékkóslóvakía og Portúgal, enda jukust samgöngur um meginland Evrópu ört og margvísleg vandamál sköpuðust með hraðgengum vélknúnum ökutækjum. Tíðkast hægri um- ferð nú um nær alla Evrópu og Norður-Ameríku, þannig að inn- an skamms verða aðeins tvö lönd eftir með vinstri umferð. Hægri umferð í lofti, á sjó og landi. Við íslendingar erum ekki að taka upp hægi umferð, vegna þess að hún hafi í sjálfu sér einhverja kosti fram vfir vinstri umferð. í stuttu máli sagt er ástæðan fyrst og fremst sú, að fyrirsjáanlegt er að við verðum einhvern tíman að gera þetta og þá er betra að það sé gert fyrr en síðar. Því lengur sem það dregst, þeim mun dýrara veröur að framkvæma breyt- inguna, sem óhjákvæmilega verður að gera með hliðsjón af því að hægri reglan er nú nánast oröin alþjóðleg megin- regla í umferð á landi. Vaxandi samgöngur milli íslands og ann- arra landa gera það að verkum að við þurfum i ríkari mæli en áður aö aðlagast umferð í Evr- ópu og Ameríku. Þá er einnig á það að líta að farartækjum, sem nota má bæði á sjó og á landi fer fjölgandi og eölilegt að sömu reglur gildi jafnt þegar þeim er ekið á sjó og yfir land. Einnig er heppilegt að þeir sem hafa að atvinnu að stýra farar- tækjum á sjó eða í lofti þar sem hægri reglan gildir í umferð búi einnig við sömu reglu í um- ferð á landi. Þessi atriði eru þó ef til vill minniháttar. Aðalatrið- in eru hin tvö fyrst nefndu, vax- andi feröalög okkar erlendis og sá kostnaöur, sem dráttur á breytingu hefur í för með sér. Til dæmis um kostnaðinn má nefna það að fyrir 25 árum hefði það aöeins kostað fáeina tugi þúsunda króna að taka upp hægri regluna í umferð á landi. Nú mun það kosta nokkra tugi milljóna króna og getur farið upp í hundruðir milljóna á núverandi verðlagi ef við breytum ekki úr vinstri akstri í hægri akstur, áður en fyrir- hugaðar umbætur á vegakerf- inu t.d. brýr yfir vegi og undir- göng verða byggð, en þaö stendur víða til. Verður að miða gerð þessarra mannvirkja við annað hvort hægri- eöa vinstri akstur. Umferðamerk- ingar, sem hafa úrslitaþýðingu í sambandi við alla umferð, verða sífellt fleiri og dýrari og tilkostnaður vegna þeirra hefur farið ört vaxandi. Þá verður erfiðara að framkvæma nauð- synlegar breytingar eftir því sem fjölgar í elztu aldursflokk- unum, en sú fjölgun er mjög ör. Það verður einkum eldra fólk, sem í fyrstunni á erfitt með að aðlaga sig breyttri um- ferð. Breyting fyrirhuguð 1940. Þegar á þetta og margt fleira er litiö mætti ætla að eðlilegast hefði verið að breytingin úr vinstri akstri yfir í hægri akstur geröist fyrr. Raunar var breytingin áformuð árið 1940 en ekkert varð úr því vegna brezka hernámsliðsins. Þegar bandaríska vamarliðið kom hingað eftir brottför hins brezka herliðs skapaðist tæki- færi til breytinga, sem raunar hafði aðeins verið frestað, aö forminu til. En óttinn við slysa- hættu hindraði framkvæmdir Féll málið síðan niður um skeið. Árið 1955 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra nefnd til að gera tillögur um endurskoðun löggjafar um umferðarmál og bifreiðamál, svo og reglugerða um sömu málefni. Jafnframt samdi nefndin greinargerð um hægri og vinstri akstur. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kostnaður við breytingu mundi aukast veru- lega með tímanum, sömuleiðis áhætta og óþægindi, sem gætu orðið breytingu samfara. Nefnd armenn voru einnig sammála um að æskilegt væri að hér giltu sömu reglur í umferð á landi og giltu viórs' hvar í ná- grannalöndun Nefndin treysti sér þó ekki til að mæla með breytingu úr vinstri akstri yfir í hægri akstur af fjárhags- ástæðum, en samdi nýtt um ferðalagafrumvarp, sem var þannig að auðvelt yrði að breyta því ef hægri akstur yrði tek- inn upp. Á Alþingi 1962—3 kom fram þingsályktunartillaga um aö ríkisstjórnin léti „fara fram at- hugun á því hvort ekki sé tíma- bært að taka upp hægri handar akstur hér á landi ...“ Tillagan fékk ekki fullnaðarafgreiöslu og var málið tekiö upp á næsta þingi 1963—4 og kom þá fram svofelld þingsályktunartillaga, sem samþvkkt var á þinginu: „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að láta hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að upp verði tekinn hægri handar akstur hér á landi“. Tillagan var samþykkt og höfðu þá ýmsir aðilar utan þings, sem hagsmuna höföu að gæta lýst samþykki sínu á til- lögunni. Meöal þeirra var Félag íslenzkra bifreiðaeigenda, Land samband vörubifreiðastjóra og umferðanefnd Reykjayíkur Ríkisstjómin ákvað síðan að beita sér fyrir því að tekin yrði upp hægri umferð hér á landi. Með bréfi dágs. 14. aprfl 1965 fól dómsmálaráðuneytið umferöarlaganefnd að semja frumvarp til íaga um hægri umferð. Var frumvarpið síðan samþykkt áriö 1966. Undirbún- ingur hófst fljótlega að fram- kvæmd breytingarinnar og kem ur hún örugglega til fram- kvæmda á næsta ári. Flestir bílar með vinstri handar stýri. Mikilvæg röksemd með brevt- ingu er sú staðreynd að lang- flestar bifreiðir á Islandi eru gerðar fyrir hægri akstur (með vinstri handar stýri). Verður stöðugt erfiðara að fá bifreiðir með stýrj fyrir vinstri akstur. Auk þess fylgir því aukakostn- aður. Annars er „álit manna á því hvor gerðin hénti betur hvorri umferðarreglunni, hægri handar eða vinstri ... nokkuð mismunandi", eins og segir j greinargerö umferðarlaganefnd- ar. En „í þéttbýli er talið hent- ugra að aka bifreið með stýri nær miðju vegar . að árekstr- ar hafa fariö í vöxt á vegum hér á landi þar sem erfitt er að mætast, og er líklegt að komast hefði mátt hjá sumum þessum slysum ef stýri hefði verið nær vegarmiðju. Loks er þess að geta, að þegar umferö fer að verða hröð, þá eru árekstrar í mörgum tilvikum hættulegri en akstur út af vegi.“' Veigamestu rökin gegn breyt- ingu eru talin þau, að hún hafi kostnað í för með sér. Einnig er aukin slysahætta talin gild mót- | rök. Slysahættan er þó talin | hverfandi af þeim sem mæla með breytingú einkum ef fólk er varað við brevtingunni nægi- lega vel, þar sem þá muni gætni í umferð færast í vöxt, þegar breytingin fer fram og a.m.k. fyrst eftir að hún gerist. Um þetta atriði 'segir í greinargerð sem umferðalaganefnd hefur samið: „I þeim löndum, sem breytt hafa úr vinstri í hægri handar umferð, sýnir reynslan, að eigi er ástæða til að gera miKið úr slysahættu í sam- bandi við breytingu, þó að við- urkenna verði aö htin sé nokkur. Með því að velja hent- ugan tíma árs til breytingar, f miðað við veðurfar og umferö, ) svo og með víðtækri kynning- I arstarfsemi er talið að draga * megi úr slysahættu. Taliö er að j rosknir ökumenn og gangandi | vegfarendur almennt eigi erfið- | ast með að aðlagast breyttum | umferðarháttum, Því þarf að 8 beina kynningarstarfseminni sérstaklega til þeirra. Er í því sambandi rétt að benda á, að tala roskinna ökumanna er nú tiltölulega lág, en hún fer ört vaxandi. Hér ber og að hafa í huga, að slysahætta « sam- bandi við umferðarbreytingu er aðeins tlmabundin, en hins vegar er hættan vegna mis- munandi umferðarreglna stöð- t ug og fer vaxandi við aukna | fólksflutninga. landa á milli. 8 Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.