Vísir - 16.03.1967, Blaðsíða 7
V í SIR. Fimmtudagur 16. marz 1967.
7
morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd
i
• Somalipiltar, sem eru við
nám í Moskvu, efndu til mótmæla
í gær fyrir utan franska sendiráðið,
til þess aS mótmæla stefnu Frakka
varöandi Franska-Somaliiand. —
Sovétlögreglan lét þetta afskipta-
laust. Þriggja manna nefnd úr hópi
piltanna fékk að ræða viö fyrsta
sendiráðsritara og lagöi fyrir hann
mótmælin.
6 Bandarískar sprengjuflugvél-
ar vörpuðu í gær sprengjum á jám
brautir og þjóövegi f Noröur-Viet-
nam, sem liggja til kínversku landa-
mæranna. Thunderchief-flugvélar
fóru til árásanna og var varpað
niður 3000 sprengjum um 112 km.
fyrir vestan Hanoi og brú eyðilögö.
Sprengingarnar komu af stað
skriðu sem féll yfir þjóöbraut og
huldi hana á kafla.
@ Talsmaöur Vietcong f
Moskvu sagöi í gær, að þjóöin í
Suður-Vietnam ætti ekki annars
úrkosta en að beita hemaðarlegum
ráöum til að granda fjandmönnun-
um, en þeir væm stööugt aö herða
sínar aðgeröir og væri það alger-
lega andstætt fuliyröingu þeirra
um friöarvilja.
• Leit er haldið áfram að vest-
ur-þýzkum togara, Johannes KrUss,
við i suðurodda Grænlands. Leitin
hefir þegar staðiö í nokkra daga.
Á togaranum er 22 manna áhöfn.
• Blaðið Washington Post seg-
ir skoðanakönnun hafa leitt í ljós,
að 4 af hverjum 5 Bandaríkjamönn-
um vilji nú herða loftárásimar á
Noröur-Vietnam, og byggist það á
þeirri trú þeirra, að þaö verði til
þess aö stytta styrjöldina.
© Mike Mansfield leiðtogi
demokrata í öldungadeild þjóð-
þingsins hefir stungið upp á, að
Öryggisráð Sameinuöu þjóöanna
'kalli saman fund aðila í Vietnam-
styrjöldinni. Vill Mansfield, að full-
trúar Sovétríkjanna og Kína fái aö
sitja fundinn — svo og fulltrúar
Vietcong, auk fulltrúa stjómar Suð
ur-Vietnam, Norður-Vietnam og
Bandaríkjanna.
© Fidel Castro flutti ræðu í
fyrrakvöld í Havana og réðst heift-
arlega á Sovétríkin — án þess þó
að nafngreina þau — og talaöi
Castro viðstöðulaust í 3y2 klst. —
og ásakaöi þau m. a. fyrir.að reka
viðskipti við „ríkisstjórnir í Suður-
Ameríku, sem kúga- alþýöuna". —
Hann tók sérstaklega til bæna so-
vézka viðskiptasendinefnd í Colum
bia og sagði, aö þaö væri ekki
hægt að treysta á, aö „allt rautt
væri tákn þess byltingarkennda".
© De Gaulle mun ekki hrófla
viö rikisstjórn sinni vegna kosn-
ingaúrslitanna, aö því er Pompidou
forsætisráðherra tjáði fréttamönn-
um í gær, en áður liaföi hann setið
á löngum fundi með de Gaulle. —
Nýja þingiö kemur saman 2. apríl
Gaullistar hafa nú 244 þingsæti en
höföu 282. — Von um eitt þing-
sæti til viöbótar (í Polynesiu) dó
’ gær, er frambjóöandi Gaullista
þar afturkallaði framboö sitt, og
eru þá aðeins tveir í kjöri, þar,
annar fyrir lýðræöislegu miöflokka-
-samtökin og hinn óháður.
UTHANT LECGUR FRAM NÝJAR
VIETNAM - TILLÖGUR
U Thant framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna heflr lagt fram
nýjar tillögur til bess að leiða styrj
öldina í Vietnam til lykta með frið-
samlegu móti.
Þetta er haft eftir heimildum,
sem ávallt hafa reynzt hinar áreið-
anlegustu, enda heimildarmennimir
í skrifstofum aðalsamtakanna í
New York.
U Thant mun hafa sent Arthur
Goldberg tillögurnar í bréfi, sem
hann skrifaði honum í fyrradag. Að
því er haft er eftir áðurgreindum
heimildum munu hinar nýju tillög-
ur U Thants frábrugðnar fyrri tillög
U Thant
um hans að því leyti, að hann gerir
nú ráð fyrir, að aöilar dragi sam-
tímis úr hernaöaraðgerðum, áður
en setzt er að samningaborði.
Kunnugt er, aö viðræöur hafa
átt sér staö aö undanfömu á vett-
vangi S. Þ. í New York og Feder-
enko fulltrúi Sovétríkjanna tekiö
þátt í þeim.
Cabot Lodge
fer frá
Johnson Bandaríkjaforseti skýrði
frá því i gær, aö hann hefði skipaö
Ellsworth Bunker ambassador USA
í Suður-Vietnam, í staö Henrv Cab
ots Lodge, sem heföi beðizt lausn-
ar.
Þessi frétt hefur komið nokkuð
óvænt, en Ellsworth Bunker, sem
er 72 ára að aldri, hefur verið sér-
legur sendimaður Johnsons forseta
að undanfömu, og oft fengið vanda
söm hlutverk til þess aö inna af
höndum, bæöi í forsetatíö Kenne-
dys og Johnsons. Hann miðlaöi m.a.
málum í deilunum í Dominiku eöa
Dominikanska lýðveldinu 1965—
1966.
Herstjórnarstöð Banda-
ríkjanna í Frakklandi
flutt til Stuttgart
Bandaríkin hafa nú í vikunni
flutt aöalherstjórnarstöö sina frá
Frakklandi til Stuttgart. Fánaat-
höfn fór fram og Lemnitzer yfir-
hershöfðingi flutti ræöu. Þetta var
gert til þess að veröa við þeirri
kröfu de Gaulle aö herafli Banda-
ríkjanna og annarra No: ður-Atlants
hafsríkja yrði fluttur frá Frakk-
landi.
SHAPE, aðalstöðvar NATO í
Evrópu verða einnig fluttar (til
Belgíu) svo sem áöur er getið og
stendur sá flutningur fyrir dyrum.
Henri greifi fær danskan
ríkisborgararétt
Henrl greifi, heitmaður Margrét-
^ar Danaprinsessu, fær dönsk borg-
i' araréttindi á brullaupsdeginum 10.
! júní.
Innanrikisráðherrann leggur i
þessari viku fyrir þjóðþingið frum-
varp um borgararéttindi til handa
um 200 manns og er nafn greifans
nr. 180 á listanum.
U Thant til Belgíu
Tilkynnt er I Briissel, að U Thant
framkv.stj. Sameinuðu þjóðanna
komi í heimsókn tSI Belgíu 30. maí.
Það var Pierre Harmel, belgíski
utanríkisráöherrann, sem bauð hon-
um fyrir hönd ríkisstjómarinnar.
/#Pacifica##-sæfar-
arnir hættu við
#/
„Kontikiferð nr. 2
Frétt frá Quayaquili í Equador
hermir, að sæfararnir 6, sem síðan
um jól hafa látiö sig reka vestur
yfir Kyrrahaf frá Equadorströnd í
áttina að Polynesiu hafi nú gefizt
upp við þessa fyrstu tilraun sína
til þess að „kopiera" Kontikiferð
Thor Heyerdahls. Sendu þeir frá
sér hjálparbeiðni, er þeir voru fam
ir að óttast aö farkosturinn (PACI-
FICA) myndi sökkva, og fór banda-
rískt herskip þeim til hjálpar. —
Seinustu fréttir herma, aö þýzkt
flutningaskip hafi bjargað sæför-
unum.
Cabot Lodge
Telur að styrjöldinni muni lykta
með hreinum skæruhernaði
Cabot Lodge telur hæpið, að Viet
namstyrjöldin veröi til lykta leidd
á venjulegri stjómmálalegri ráö-
stefnu, sem haldin er að hefðbundn-
um hætti, eins og það er orðað
Telur hann, að aöilar muni smám
saman draga úr hernaðaraðgeröum.
en lokaþátturinn veröi hreinn
skæruhemaöur. Hann telur vanda-
málið enn að „friöa þorpin“ og tals-
vert hafi unnizt á f seinni tíö, en
tilætluðum árangri ekki náð. Hann
klykkti út með því aö segja: Viet-
cong getur ekki sigraö — það er
ekki hægt að sigra okkur.
Samdráttur í
stáiframieiðslu
Yfirstjóm Evrópu kola- og stál-
sambandsins i Briissel hefir mælt
með þvi vSð stálframleiðendur, að
þeir dragi úr framleiðslunni til þess
að betra jafnvægi náist milli fram-
boðs og eftirspumar.
Framleiðslutakmörkunin á eink-
um að ná til aðildarlandanna sex.
Gert er ráð fyrir, aö stálframleiösl-
an á öðrum fjórðungi ársins verði
21.75 millj. lesta, en fulltrúar stál-
framleiöenda telja enga hættu
bundna við það, að miöað veröi við
22.3 millj. lesta framleiðslu á öðr-
um ársfjóröungi.
Marina segir Lee Harvey Oswald
aldrei hafa nefnt Ferrie eða Shaw
Frú Marina Porter, sem var gift hann minnast á nelnn David Ferrie i Bertrand (nafn, sem Shaw á að
Lee Harvey Oswald, hefir skýrt
né heldur Clay Shaw, og aldrei hafi j hafa notað).
frá því, aö hún hafi aldrei heyrt hann f hennar áheym nefnt neinn
Vantar herbergi
Vantar eitt stórt herbergi á góðum stað í bæn-
um, handa reglusömum manni. Sími 36730
eftir kl. 4.00.
Frú Marina, sem er rússneskrar
ættar, giftist aftur sem kunnugt er,
en var áður um tíma viö nám 1
Chicago, eða nokkrum mánuðum
eftir að Jack Ruby varð manni
hennar að bana.
Jim Garrison heldur áfram til-
raunum sínum til að sanna þá kenn
ingu sína, aö samsæri hafi veriö
bruggað til þess að ráöa Kennedy
af dögum.
Marina Porter