Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 6

Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 6
6 V1SIR , Mánudagur 20. marz 1967 VISIR ' ‘*0, \ •' _'_ Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Ræða Eysteins Tíminn hrósar mikið ræðu Eysteins Jónssonar við setningu flokksþings Framsóknarmanna. M.a. telur blaðið að honum hafi tekizt að skýra hver „hin leiöin“ sé, og væri það vissulega nokkur fengur, ef rétt væri. Hins vegar munu flestir vera jafn nær um það, hver þessi dularfulla leið er, þótt þeir lesi ræðu Eysteins vandlega. Forustumenn Framsóknarflokksins hafa sem kunn- ugt er, haldið uppi mjög óheiðarlegum áróðri gegn stjómarflokkunum í sambandi við utanríkismálin og varnarmálin. Þeir telja þessa þokkalegu iðju enn væn- lega tií atkvæðaveiða í væntanlegum kosningum, enda þótt dómgreind þjóðarinnar ætti að vera svo mikil, að hún refsaði flokki, sem þannig hegðar sér, með stórfelldu fylgistapi. Eysteinn Jónsson trúir sýnilega á það, að hann geti enn blekkt bæði flokksmenn sína og einhverja aðra með þessu athæfi. Hann talaði í fyrrnefndri ræðu um landhelgismálið og heldur því enn fram, að stjórnin hafi afsalað einhverjum rétti með samkomu- laginu við Breta. Varla getur Eysteinn þó verið bú- inn að gleyma því, að öll þjóðin fagnaði lausn land- helgisdeilunnar, og það var og er enn almenn skoðun um allt land, að ríkisstjómin hafi unnið mikinn sigur í því máli. Næst kom Eysteinn í ræðu sinni að vamarmálun- um. Sagði hann m.a. að stjómarflokkunum væri „eng- an veginn treystandi til að framkvæma skynsamlega og eðlilega stefnu“ í þeim. Þetta leyfir sér að segja formaður þess stjórnmálaflokks, sem enga stefnu hef- ur haft um átta ára skeið í þessum málum, og hefur iðulega látið aðalmálgagn sitt birta þannig skrif, að helzt mætti ætla að, Framsóknarflokkurinn væri fjandsamlegur vamarsamtökum vestrænna lýðræð- isþjóða. Fomstumenn flokksins sýndu það líka bezt, þegar þeir vom síðast í ríkisstjórn, að þeir hafa enga stefnu í vamarmálunum aðra en þá, sem hentar í hin- um pólitíska loddaraleik þeirra hverju sinni. Eysteinn sagði að það næði engri átt, að láta stjóm- arflokkana tvo hafa aðstöðu til að móta afstöðu til bandalaganna í Evrópu á næstu árum. Það er ekki ónýtt, að liðsoddar Franwsóknarflokksins glósi um það, að ríkisstjórnin sé með einhver þjóðhættuleg á- form varðandi aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Og nú sagði Eysteinn þetta nánast berum orðum. Ríkisstjórnin hefur margsinnis lýst því yfir, að ekkert verði aðhafzt í því máli nema að undangeng inni vandlegri athugun. Eysteinn Jónsson fer því þarna ipeð vísvitandi ósannindi, eins og svo oft áður. Fiokkur hans hefur verið stefnulaus í þessu máli eins og öðrum, og þess vegna verið ógerlegt að hafa þar við hann nokkur samráð eða samstarf. Horfur á víðtækari styrjöld í Vietnam — aukinn liösflutningur ræddur á Guam- Menn bíöa nú óþreyjufullir tföinda frá Guam. um heigina ÓÁNÆGJA Annars viröist rikja talsverö óánægja meðal bandaríska starfsliðsins í Saigon, bæði þess borgaralega og hemaðarlega, út af mannaskiptum ýmsum, sem boðuð hafa verið, en þó virð- ist ekki nein óánægja meö hinn nýja ambassador. Þá er það mikið íhugunarefni mönnum, að ekki hefir náðst meiri árangur en reynd ber vitni í baráttunni til friðunar þorp- anna, — og telja menn fulls árungurs ekki aö vænta meðan ekki sé hægt að veita fólkinu þá vemd gegn Vietcong, sem það geti treyst, en hana hefir ekki verið unnt að láta í té, og þó hafa Bandaríkin yfir milljón manna undir vopnum. Ekki hafa verið háðir stór- bardagar seinustu daga, en hald ið uppi loftárásum, og eitthvað verið um bardaga hér og þar, og í einum slfkum bardaga segj- ast Bandarfkjamenn hafa fellt 26 Vietcong menn. ÚR SKJÓLI HLUTLEYSISINS Þvf er haldið fram, að her- flokkar frá Vietnam geri nú hverja árásina af annarri á her- stöðvar f grennd við landamær- in f þeim tilgangi að vaða þar yfir og eyðileggja allt. Til þessa hafi það ekki tekizt, en miklu tjóni hafi þó verið valdið með þvf að skjóta sprengjuvörpum yfir herstöðvamar. Vamir hafa hvergi bilað gersamlega. En þessar árásir em hættulegar — og þegar liðsauki berst er árás- arliðið á brott inn í frumskóg- inn, inn f Laos eða Cambodiu, þar sem svo er undirbúin ný árás f skjóli hlutleysis, að sögn Bandaríkjamanna f Saigon. 4.5 MILLJARÐAR DOLLARA Rétt áður hafði Johnson for- seti undirritað lög sem öldunga deildin hafði afgreitt, og sem heimila honum 4500 millj. doll- ara fjárveitingu til Vietnam- styrjaldarinnr. í fulltrúadeildinni er til um- ræðu framvarp um 12.000 millj óna dollara fjárveitingu til styrj aldarinnar og var felld breyt- ingartillaga við það þess efnis, að innrás megi ekki gera í Norð- ur-Vietnam án undangengins samþykki þjóöþingsins, en til- lögunni var andmælt á þeim grandvelli hve víðtækar hern- aðaraðgerðir væru þegar orðnar. Það var þingmaður úr flokki demokrata frá Kalifomíu, sem bar fram breytingartillögumar. I fréttum frá Saigon kemur fram, eins og í Washington, að mestar Iíkur séu fyrir, að á- kvarðanir veröi teknar um það á Guamráöstefnunni, að herða hernaðaraðgerðir í styrjöldinni. í Þessum fréttum kemur fram, að á Guam muni Johnson taka meira tillit til Westmorelands yfirhershöfðingja en nokkurs annars manns. Ekki hefir þó heyrzt frekara um það, sem áð- ur hefur komið fram, aö John- son hugleiði að fá Westmore- lana svipaö vald í hendur í Suðaustur-Asíuhernaðinum, og þeir höfðu yfirhershöfðingjamir MacArthur og Eisenhower i síð- ari heimsstyrjöldinni. Hemaðarlega sambandsstjórn in f Nigeríu býr sig nú undir að kúga Austur-Nigerfu til hlýðni og hefir birt tilskipun um heimild, sem hún hefir tek- ið sér til þess að lýsa yfir neyðarástandi í landshlutum, sem áforma að slíta sig úr sam- bandstengslunum, og taka þar stjórn í sínar hendur. Hemaðar- legi landsstjórinn 1 Austur-Niger íu var ekki viðstaddur, er þessi ákvöröun var tekin, og hefir hann áður lýst yfir, að Austur- Nigeria væri því viðbúin, ef her- sveitir yrðu sendar þangað frá Norður-Nigeríu. — Það eru blökkumenn af Ibo-stofni sem aðallega byggja Austur-Nigerfu, en þar er hernaðarlegur lands- stjóri og leiötogi Odemgwu Ojukwu ofursti Uppdrátturinn sýnir legu landsins og skiptingu í lands- hluta. Hæstaréttardómur í Moskvu: Sekt í stað fangabúðavinnu Hæstaréttardómur i Moskvu í máli ungs bandaríkjamanns vekur míkla athygli. Bandaríkjamanninum Buel R. Wortham, sem í desember var dæmdur í þriggja ára fangabúða vinnu í Sovétríkjunum fyrir aö stela bronzstyttu í gistihúsi í Leningrad, hefir verið leyft aö fara ferða sinna, eftir að hæsti- réttur í Moskvu breytti dóm inum þannig að honum sks! gert að greiða 5000 rúblur ' sekt eða yfir 240.000 króna sekt — Þetta mun vera f fyrsta skipt' sem hæstiréttur í Sovétríkjun um hefir breytt þannig dómi yfb útlendingi. Meðan málarekstur inn stóð yfir bjó Worthman seadiráðinu í Moskvu. ráðstefnunni Fréttir frá Washington herma aö miklar' likur séu fvrir, að rætt verði um þaö á ráðstefn- unni á Guam um helgina að herða sóknina Vietnam-styrj- öldinni og að Johnson muni verða við kröfum hernaðarlegra ráðunauta sinna um aö auka herafla Bandarfkjanna 1 Suður- Vietnam upp i 475.000 eða hart nær hálfa milljón manna, en Westmoreland hershöfðingi Bandarikjanna er að vísu sagður vilja geta ráðið yfir hálfrar milljónar her eða vel það. Mjög er vitnað f seinustu ræðu, sem Johnson flutti þessu til stuðnings, og skilin er þann- ig, að hann muni nú hafa tekið ákvörðun um að sinna ekki gagn rýni þeirra, sem telja stefnu hans f Vietnam ranga, heldur leggja áherzlu á að knýja fram úrslit fyrir næstu kosningar, en Johnson sagði í þessari ræðu sinni, að ekki virtist nema um tvennt að velja, að hafnar yrðu víðtækari hemaðaraðgerðir eða slaka til og semja þótt ofbeldi væri beitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 67. Tölublað (20.03.1967)
https://timarit.is/issue/184197

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

67. Tölublað (20.03.1967)

Aðgerðir: