Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 8
8
VÍSIR , Mánudagur 20. marz !Ub7
Litlcsfell
Framh. af bls. 1
og var þá staðarákvörðun þess
65°—13,5’ noröur br. og 23°
—32’ vesturl. eða um 15 mílur
rétvísandi frá Höskuldsey, sem er
ein yzta eyjan á Breiðafirði.
Brezku togaramir og Þorkell máni
áttu þá eftir drjúgan spöl að skip-
inu, enda ekki reiknað meö að það
bæri svo hratt undan, en ekki var
talin hætta á, aö það ræki neins
staðar á land, áður en togaramir
næðu til þess — eins og sakir
stóðu.
Ofsnveður —
Framh. af bls. 1
um á síma um helgina og var
mikið um línubilanir þá og í
nótt. í nótt bilaði fjölsímalín-
an milli Akureyrar og Varma-
hlíðar, einnig hafa verið mikl-
ar línutruflanir milli Húsavíkur
og Raufarhafnar um helgina.
Línubilun er á milli Brúar og
Hólmavikur, Brúar og Búðar-
dals og Brúar og Patreksfjarðar
Rafmagnsleysi orsakaði sam-
bandsleysi á fjölsímanum milli
Víkur og Hvolsvallar og um
helgina varð einnig vart línu-
bilunar milli Borgarness og
Stykkishólms.
FLUG
Um 1000 manns bíða eftir
flugfari innanlands, en allt inn
anlandsflug hefur legið niðri
um helgina vegna veðurs. í
morgun var ekki búizt við, að
hægt yrði að fljúga í dag. Ut-
anlandsflugið hefur hins vegar
gengið nokkurn veginn eftir á-
ætlun þó seinkanir hafi orðið
á flugvélum vegna mótvindar.
í gærdag kom millilandaflug-
vél F.í. fr$. Kaupmannahöfn-
Glasgow, éri hún haföi hreppt
mikinn mótvind á leiðinni, sem
Skip vor munu sigla frá eftir-
farandi höfnum sem hér segir:
j Antwerpen:
í Mrs. Laxá 17. marz ’67
j' Ms. Selá 12. apríl ’67
Ms. Rangá 3. maí ’67
Rotterdam:
Mrs. Rangá 29. marz ’67
I' Ms. Laxá 21. apríl ’67
Ms. Selá 17. maí ’67
Hamborg:
Ms. Laxá 21. marz ’67
Ms. Rangá 1. apríl ’67
Ms. Selá 15. apríl ’67
Ms. Laxá 25. apríl ’67
Ms. Rangá 6. maí ’67
Ms. Selá 20. maí ’67
Hull:
Ms. Laxá 23. marz ’67
Ms. Rangá 3. apríl ’67
Ms, Selá 17. apríl ’67
Ms, Rangá 8. maí ’67
Ms. Selá 22. maí ’67
Kaupmannahöfn:
Skip 1. apríl ’67
Ms. Langá 20. apríl ’67
Gautaborg:
Skip 6. apríl ’67
Ms. Langá 22. apríl ’67
Gdynia:
Ms. Langá um miðjan apríl ’67.
olli því að hún var tveimur
tímum lengur á leiðinni frá
Glasgow til Reykjavíkur, en
venjulega. Þegar vélin kom upp
að ströndinni settist allmikil ís-
ing á hana, sem tafði enn ferð-
ina. AIls tók ferðin 5.20 klst.
í stað 3.15 klst. venjulega. Flug
stjóri var Gunnar Frederiksen,
talaöi blaðið við hann í morg
un, sagði hann þá m.a. sem
dæmi um hvassviðrið, að þegar
þeir hefðu flogið yfir Noröursjó-
inn hefði hann skafið það mikið,
að hann var hvítur sem sjór
yfirlits.
VEGIR
Þótt veðurhæðin hafi verið
gífurleg á Suðvesturlandinu þá
hafa vegirnir ekki oröið fyrir
barðinu á henni og er færð
sæmileg um Suöurland allt til
Víkur og fært er upp í Borg-
arfjörð.
Er Vísir átti tal við Vegamála
skrifstofuna í morgun höfðu
henni ekki borizt fregnir af á-
standi vega annars staðar en á
Austfjörðum og Vestfjörðum en
þar er allt á kafi í snjó og
vegir lokaðir. Má gera ráð fyr-
ir snjóflóðum á Vestfjörðum
eins og jafnan á vetrum er
fannfergi er mikiö. Er vitaö að
skriður féllu á Patreksfjarðar
veg um helgina.
Sex menn voru á leið yfir
Fróðárheiöi aðfaranótt sunnu-
dags og urðu veöurtepptir uppi
á heiðinni og gistu þar í sælu
húsi um nóttina.
Heath
VÁV —
Framhald at bls. 16.
samþykkt stofnfundar VÁV um
„að auglýsa nú þegar eftir um-
sóknum um starf framkvæmda-
stjóra“. Þetta hafi dregizt mán-
uöum saman. Síðan hafi dregizt
lengi að taka umsóknirnar til
meðferðar og loforð um úrskurð
hafi ekki verið haldin. Endanleg
niðurstaða hafi loks fengizt 6.
marz s.l. og þá á þá leiö, að
VÁV verði áfram undir handar-
jaðri starfsmanns SVFÍ og i
húsakynnum SVFf, þótt kost-
ur hafi verið á mjög góðu
framkvæmdastjóraefni. Fer
Baldvin fram á það, að greinar-
gerð og rökstuðningur fyrir um-
ræddu framkvæmdastjóravali
komi fram opinberlega nú þeg-
ar. Að lokum segir hann, að
fleiri „furðumál" séu í samskipt
um VÁV og SVFÍ.
Framhald af bls. 16.
vitnaði til jómfrúrræðu sinnar í
brezka þinginu árið 1950, er
hann hvatti til þess, að Bretar
tækju heils hugar þátt i ný-
byrjuðu efnahagssamstarfi Evr-
ópu, — en ríkisstjóm Verka-
mannaflokksins hélt að sér
höndum og Bretar misstu af
lestinni.
Síðan ræddi Heath um EBE
og EFTA og þróun þessara
bandalaga, einkum samninga
Breta við EBE-ríkin um hugsan
lega inngöngu í bandalagiö.
Benti hann á, að Bretar hefðu í
lok samninganna verið búnir að
fallast á að ganga í bandalag-
ið, eins og það var, þótt slíkt
hefði skapað Bretum mikla að-
lögunarerfiðleika. En þá heföi
de Gaulle slitið samningunum.
Taldi Heath einkum fjögur at-
riði valda andstöðu Frakka: 1.
Skuld Bretlands viö Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, 2. Staða sterl
ingspundsins sem alþjóðagjald-
miðils, 3. Hemaðarsamvinna
Breta og Bandaríkjamanna, 4.
Frakkar vilii ekki annað stór-
veldi inn í EBE.
Heath sagði Bretum vera
brýna nauösyn á að komast í
nánari efnahagssamvinnu viö
Evrópu, einkum vegna hins
stóra markaðar. EFTA hefði
náð miklum árangri en nú væri
uppbyggingu þess lokið og ný
skref þyrfti að taka. Hann sagði
að þátttaka Breta í EBE mundi
hafa góð áhrif á bandalagið, m.
a. vegna þess, að Bretar mundu
vilja efla þingræði í bandalag-
inu. Sagði Heath æskilegt. að
EBE og EFTA sameinuðust og
tækju einnig upp náið efna-
hagssamstarf við ríki Korður-
Ameríku og aukin viöskipti við
Austur-Evrópu.
Heath sagöi, að það flýíti fyr-
ir þróun þessara mála, að unga
fólkið í Evrópu væri farið að
líta á sig sem Evrópumenn
fyrst og fremst.
Á laugardaginn snæddi He-
ath hádegisverð að Bessastöð-
um í boði forseta Islands og
kvöldverð á heimili forsætisráð
herra. Um nóttina flaug hann
með Loftleiðavél vestur um haf
til fyrirlestrahalds viö Harvard
háskóla, Stjóm Blaðamannafé-
lagsins kvaddi hann á flugvell-
inum og afhenti honum að skiln
aði áletraðan silfurhnif. Heath
var hinn ánægðasti með dvöl
sína hér á landi.
Eldur —
Lokað
veröur í dag, mánudag frá kl. 2 e.h. vegna
jarðarfarar Tryggva Siggeirssonar.
REGNHLÍFABÚÐIN
Lára Siggeirs.
Konan mín, systir og mágkona okkar
VILBORG R. KRISTJÁNSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu á morgun,
þriðjudag kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað.
Bárður Jakobsson,
Brynja H. Kristjánsdðttir,
Sigurður Sigurðsson.
Sfm
Maðurinn minn
SÆMUNDUR GlSLASON
fyrrverandi Iögregluþjónn
verður jarðaður miðvikudaginn 22. marz. Athöfnin
hefst kl. 10,30 i Fossvogskirkju.
Guðbjörg Kristinsdóttir Hofteigi 8
Framhald af bls. 16.
staðinn og kvoðuöu á þetta (þó
manni fyndist það nú raunar
heil eilífð). Þeir em líka í svo
góðri æfingu blessaöir eftir Iðn
aðarbankann, komu hér á fjór-
um bílum og slökktu þetta á
augabragði.
— Við gerðum tilraun til þess
að slökkva sjálfir, en eldurinn
magnaðist allur, þegar við mf-
um gat á þakið, svo að við lokuö
um því aftur. Þá tóku rúðumar
í þakglugganum aö springa hver
af annarri og ég hélt aö þetta
myndi fara allt saman.
—Þeir slökktu þetta með
froöu og geymslan á bak við
vinnustofuna slapp alveg, full
af drasli, loftið slapp líka alveg.
Ég geymdi þar gamlar myndir,
siöan þeir brutust inn til mín,
nokkrir pollar og máluðu yfir
skegg á karlana á myndimum og
þar fram eftir götumnn.
— Þú ir við þetta aftur.
— Já blessaður. Komdu til
mín aftur eftir hálfan mánuð
þá skal ég taka betur á móti
þér sagði Örlygur og hló hressi-
lega upp á svarta veggina.
Handbolfi —
Framh. af bls. 2
Valsmenn harla lítið við FH í þess-
um ham, og hætt er viö að Hauk-
um og Víkingum hefði orðið svip-
að við ef þeir hefðu mætt liðinu
eins og það var í gær. Geir og Öm
voru hættulegustu sóknarmenn
liðsins, en Kristófer varði enn einu,
sinni mjög vel í markinu, ekki sízt!
skot Hermanns, sem höfnuðu flest'
hjá Kristófer, en ekki í netinu.
í Valsliðinu átti Bergur beztan
leik, en Stefán Sandholt sýndi, að]
hann er góður leikmaður í stöðuj
miöherja. Ágúst Ögmundsson átti
ágætan leik.
Dómari í þessum leik var Karl
Jóhannsson og dæmdi vel.
Fram og Víkingur háðu alljafna
baráttu framan af, eða allt þar til
Gunnlaugur skoraði 4 mörk í röð
og kom Fram í yfirburðastöðu fyr-
ir hálfleik. Raunar var hér vart
hægt aö tala um Víking, heldur
Jón Hjaltalín Magnússon, eina
mann Víkings, sem Fram-vörnin
virtist þurfa að hafa áhyggjur af.
Skömmu eftir miöjan hálfleik var
staðan 7:7, og hafði Jón skorað 5
markanna fyrir lið sitt. Þá skoraði
Fram næstu 6 mörk fyrir hálfieik
og leiddi með 13:7. Tvö mörk
Gylfa Jóhannessonar í byrjun
seinni hálfleik staöfestu yfirburði
Fram og gerðu vonir Víkinga aö
engu.. Þeir höfðu reynt í byrjun
aö „taka úr umferð“ tvo af sterk-
ustu mönnum Fram, þá Ingólf og
Gunnlaug, meö því að elta þá, en
sú aðferð opnaði aðeins leiðir fyrir
aðra. Eftir því sem á leikinn leið
stækkaöi biliö milli liðanna og
vann Fram með einhverjum mestu
yfirburðum, sem menn hafa séð í
1. deild í vetur, 31:16.
Það vakti talsvert umtal á-
hugamanna í gær, þegar dómarinn,
Valur Benediktsson dæmdi löglegt
mark Gunnlaugs Hjálmarssonar,
þegar hann kom hlaupandi innan
teigs (stytti sér leið) og fékk bolt-
ann, sem hann hafði raunar skotið
sjálfur í stöng, og skoraði í annarri
tilraun. Er hér nokkuð óvenjulegt
dæmi og við fyrstu sýn virðist erf-
itt, að sjá, hver hefur rétt fyrir sér,
en menn voru ekki á einu máli um
lögmæti marksins. Valur Bene-
diktsson dæmdi annars þennan leik
illa og greinilega langt frá því að
geta talizt í æfingu.
BORGIN
BELLA
Að hugsa sér! Kom ég virki-
lega svona seint? Þá næ ég ekki
einu sinni kaffitímanum.
VEÐRIÐ I DAG
Vestanátt. Storm
ur með éljum
fram eftir degi.
Síðan norövestan
hvassviðri eða
stormur, en læg-
ir héldur í kvöld
Þykknar síðan
upp með austari-
átt. Hiti nálægt
frostmarki.
VISIR
50
fwir
áriim
DÓMUR
hefir verið kveöinn upp undir
rétti á ísafirði í máli því er höfð
að var gegn læknunum bar fyrir
vin-receptagjafir og voru þeir
dæmdir í 400 kr. sekt hvor. En
væntanlega verða mál þau látin
fara til yfirréttar.
20. marz 1917
SÍMASKÁK
22.
e5—e4
Staðan er þá þessi:
Akureyri
Júlíus Bogason
Jón Ingimarsson.
Bragi Björnsson
Sími 13645