Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 10
10
V í S IR . Mánudagur 20. marz 1967
Kvikmyndasaga
eftir Eric Ambier
41
Geven reis á fætur og slagaöi til
móts við hann. Fischer æpti eitt-
hvað á tyrknesku og grýtti diskin
um í andlitið á Geven.
Diskurinn féll á gólfið og brotn
acfi, en andlit brytans var allt út-
atað í mat og sfcsan rann niður
eftir slopp hans.
Fischer öskraði enn. Geven
starði heimskulega á hann. Þegar
Fischer svo þóttist hafa veitt hon-
um nægilega ráðningu í bili og
bjijst til að fara, breyttist svipur-
inn á andliti Gevens allt í einu.
Þar brá fyrir grimmúðlegu glotti
og um leið teygði hannút höndina
eftir kjötsveðjunni.
Ég æpti á Fischer að hann skyldi
vara sig, en hann var þegar kom-
inn fram á ganginn. Geven rann á
eftir honum, furðulega snar í snún-
ingum. Þegar ég kom fram í dyrn-
ar, æpti Fischer á hjálp, hann hörf
aði aftur á bak og blóðiö rann úr
svöðusári á vanga hans. Hann bar
hendurnar fyrir eins og til vamar,
en Geven hjó sveðjunni ótt og títt
eins og óður væri.
Það var jafnsnemma að ég náði
með annarri hendi taki á sveöju
skaftinu og Harper kom fram á
ganginn, út úr borðstofunni.
„Senden ill allah,“ öskraöi Gev-
en.
Hnefi Harpers hæfði hann undir
kjálkann, og hann hneigð niöur
eins og blautur poki.
Blóöið lagaði úr sárum á höndum
Fischers og hann glápti á þær, eins
og þær væru á einhverjum öðrum
manni.
Harper leit á mig. „Náöu strax
í bílinn," ságði hann.
Ég ók bílnum að marmaraþrep-
unum og gekk þar inn 1 bygging-
una. Mér fannst enginn tími til
manngreinarálits.
Fischer sat flötum beinum á
marmaraflísalög'öu gólfinu inni í
snyrtiherberginu vinstra megin við
anddyrið. Harper og ungfrú Lipp
voru að reifa hendur hans með
handklæðum. Miller að Ifma hefti-
plástur yfir sárið á vanga hans,
Hamulhjónin hlupu fram og aftur
og vissu ekki sitt rjúkandi ráð.
Harper sá að ég var kominn.
„Spurðu gamla manninn hvar
lækni sé að finna ... ekki sjúkra-
hús, heldur lækni."
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harSplasti: Format innréttingar bjóða upp
á annað hundraS tcgundir skópa og litaúr-
val. Allir skópar meS baki.og borSplata sér-
smíðuS. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð-
um stólvaski og raftækjum of vönduðustu
geið. - Sendið eða komið með múl af eldhús-
inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis
og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag-
stætt verð. Munið að eöluskottur er innifalinn
í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag-
stæðra greiðsluskilmóla og
lækkið byggingakostnaðinn.
HÚS & SKIP ,hf.- iassavisi »i • tim stsis
„Ég skal spyrja hann,“ sagði
Fischer, Hann var náfölur f fram-
an, blóðugur og óhreinn.
Það voru tveir læknar í Sariyer,
sagði gamli maðurinn, en sá sem
stytzt var til, átti heima úti fyrir
Bulyiikdere. Það var í hina áttina.
Hann mundi koma, ef hringt væri
til hans.
Harper hristi höfuðið, þegar
Fischer skýrði honum frá þessu.
„Við förum til hans,“ sagði hann.
„Við greiðum honum hundrað lírur
og segjum að þú hafir dottið á raf
magns-loftrellu. Hann hlýtur aö
taka þá skýringu gilda. „Þið Leo
verðið hérna á meðan, því færri
sem fara, því betra ...“
Ungfrú Lipp kinkaði kolli.
„Ég rata ekki til þessa læknis,"
sagði ég. „Getur ekki Haumlgamli
komið með og vfsað leiðina?"
„Það er í lagi."
Harper sat í baksætinu hjá
Fischer og haföi skipti á handklæð
um á höndum hans. Hamul gamli
settist í framsætið.
Það var tveggja mílna akstur
með strðndinni að húsi læknisins.
Þegar þangað kom sagði Harper
gamla manninum að bfða úti í bfln-
um, svo mér var ógerlegt að hafa
samband við þá í Opelbflnum og
tilkynna hvað gerzta hafði. Hamul
hallaði sér aftur á bak í sætinu,
strax og þeir Harper og Fischer
voru farnir inn til læknisins, og
andrá sfðar var hann sofnaöur. Ég
reyndi hvort ég kæmist út án þess
að vekja hann, en hann svaf létt
gamli maðurinn og hrökk upp um
leið og ég opnaði dyrnar. Eftir
þaö sat ég við stýriö og reykti.
Ég býst við að ég hefði átt að
skrifa orðsendingu og varpa
henni út í sígarettupakka, Hamul
hefði ekkert tekið eftir því — en
þá hélt ég enn að mér gæfist
tækifæri til að koma á framfæri
munnlegum skilaboöum seinna um
kvöldið.
Þeir voru fulla klukkustund inni
hjá lækninum. Fischer var meö báð
ar hendur mikið reifaöar og lagði
af honum megnan þef sótthreins-
unarlyfja.
Harper og hann settust inn í aft-
ursætið án þess að mæla orð af
vörum og þannig sátu þeir alla
leiðina til baka.
Miller og ungfrú Lipp biðu
komu okkar á marmaraþrepunum
Ég opnaði bíldymar fyrir Fischer;
hann strunzaöi fram hjá þeim inn
f anddyrið, án þess að yrða á þau.
Hamul var þegar lagður af stað
til síns heima. Þau Miller og ung-
frúin gengu til Harpers.
„Hvemig er hann?“ spurði Miller.
Þaö var engin samúð í röddinni.
Eitthvað allt annaö, sem réði að
hann spurði.
„Nokkur spor á hvorri hendi.
Einnig á handleggjunum. Grynnri
skuröunum lokað með heftiplástri.
Læknirinn gaf honum róandi lyf og
þess háttar.“ Harper sneri sér að
ungfrú Lipp. „Hvar er brytinn,"
spurði hann hðrkulega.
„Farinn“, svaraði hún. „Þegar
hann rankaði við sér, bað hann
leyfis að mega fara upp í herbergið
sitt — tók saman föggur sfnar og
ók svo brott á skottunni. Við reynd
um ekki að tefja för hans ...“
Harper kinkaði kolli.
„Þaö er Fischer...“ Miller gnísti
tönnum. Það var eins og hann
Iangaði til að bíta einhvern.
Harper greip harkalega fram í
fyrir honum. „Við skulum koma
inn, Leó“, sagði hann. Sneri sér
síðan að mér. „Þú gengur frá bíln
um, Arthur. Það er ekki að vita
nema þú veröir að skreppa með mig
til Pendik sfðar í kvöld. Þú getur
fengið þér kaffi í eldhúsinu, þá veit
ég, hvar ég get gengið að þér, ef
með þarf“.
„Gott, herra minn“.
Þegar ég kom í eldhúsið, sá ég,
að allt hafði verið þvegiö þar og
sópað; sennilega hafði gamla kon-
an tekið sér fram um það. Enn
vom glæður f öðru eldstæðinu, en
ég gerði ekki neina tilraun til að
lífga þær við. Lét alla kaffihitun
eiga sig, en fann rauðvfnsflösku og
opnaði hana.
Það var ekki laust við, að ég
væri kominn í vanda — klukkan
um hálf ellefu og útvarpstilkynning
in klukkan ellefu. Ég hafði þó mest
ar áhyggjur af hinu, að geta ekki
náð sambandi viö þá í Opelbílnum.
Það lejmdi sér ekki, að slysið, sem
Fischer haföi orðið fyrir, gerði af-
drifaríkt strik f reikninginn hjá klík
unni, var helzt að heyra, að gera
yrði einhverjar róttækar breyting-
ar á framkvæmdaáætluninni þess
vegna. Ef þessar breytingar höfðu
það í för með sér, að ég yrði að
vera á feröalagi með Harper alla
nóttina, var ég tilneyddur að koma
orðsendingunni áleiöis f sfgarettu-
pakka, þrátt fyrir allt. Ég brá mér
því inn f búrið, ef Harper skyldi
koma æðandi inn f eldhúsið, reif
pappírsrenning af hillu og skrifaði;
„Tómt inni í hurðunum, athugið
verkstæðið nálægt spænska sendi-
ráðinu“. Þegar ég haföi komið þess
ari orðsendingu fyrir í sfgarettu-
pakkanum, leið mér betur. Af hinu
hafði ég litlar áhyggiur — að mér
gæfist ekki tími til að leita að þessu
landabréfi. Þótt undarlegt megi
viröast, þá hafði ég gleymt því þá
stundina.
Klukkan var langt gengin í ellefu
og ég var að ljúka rauðvfninu, þeg-
ar Harper vatt sér inn f eldhús-
ið. Ég reis úr sæti mínu á bekkn-
um við eldhúsborðið.
„Afsakaðu, að ég skuli hafa látið
þig bíða svona lengi, Arthur“,
mælti hann vingjarnlega. „En við
Miller eigum f dálítilli þrætu — í
fyllsta bróðemi auövitað — og ætl-
um að biðja þig að skera úr henni.
Komdu með mér ...“
Ég hélt í humáttina við hann
fram ganginn, gegnum boröstofuna
og inn f setustofuna. Þar sat ung-
frú Lipp viö lágt borö, þar sat Fisc-
her í djúpum stól, og var hræði-
legt að sjá hann, ég hélt fyrst, að
hann væri meðvitundarlaus, en þeg
ar ég kom inn á gólfið, lyfti hann
höfðinu eilítiö og blimskakkaði á
mig augunum.
„Sæti, Arthur, gerðu svo vel“,
sagði Harper og benti mér á stól
gegnt Miller.
Ég settist. Ungfrú Lipp horfði á
Miller, Miller virti mig fyrir sér.
Hann brosti, svo skein í tennumar
en það var fremur gretta heldur en
bros.
Harper tók sér sæti á litlum bak-
háum legubekk.
„Já, það er þetta, Arthur", tók
hann til máls. „Hvað verðum við
lengi að aka til Pendik um þennan
tíma sólarhringsins? Álfka og að
degi til?“
„Kannski skemur. Fer nokkuð eft
ir því, hvemig við hittum á ferjuna.
Páskaegg—Páskahænur
GLÆSILEGT ÚRVAL —
Verzlunin ÞÖLL
Veltusundi 3 (Gengt Hótel íslands
bifreiðastæðinu).
FERÐASKRIFSTOFA
SS^RlKISIAíS
r'® LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540!
JÚGÓSLAVNESKA RIVIERAN 16 daga flug-
ferð til hins hlýja og tæra Adría-
hafs frá kr. 12.670.00
Gistingar, 3 máltíðir á dag og f lug-
vsk. innif. PANTIÐ TÍMANLEGA
Aðeins örfá sæti laus!
JANE WOULP
NOT SCREAM
UNLESS A
TERRIBLE BEÁST:
WERE ATTACKING.,.
VVith A NEED FOR MORE SPEEP-
THE APE-MAN DESERTS THE F0RE5T
FLOOR FDRTHE UPPER TERRACES...
:oTj:
URA- OG
SKARTGRIPAVERZL
K0RNELÍUS
JÓNSS0N
SKÓLAVORDUSTÍG 6 - SÍMI I858ð
Tarzamsveiflarsér á milli trjánna, til þess
aðKverða fljótari''f feröum.. „Jane mundi ekki
hrópa-svona.inema einhver hræöileg ófreskja
sækffí aðéhennj".
„Hjálp!“ „Hrópaðu allt hvað þú villt. Það
heyra hvort sem er engir til þín nema ap-
amir“.
„Og svona fer ég með þá“.
SPARIfl TI'MA
FYRIRKÖFN
RAUDARARSTÍG 31 SflVU 22022