Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 7
V1S19 . Mánudagur 20. marz 1967 7 „Þar sem enginn þekkir mann“ ÞaÖ getur engum blandazt hugur um það, að lista- líf á íslandi hefur tekið stórt stökk fram á við á seinni árum, ef dæma má eftir höfðatölu þeirra, sem leggja listir fyrir sig. Einkum hefur áhugi á myndlist aukizt og því var það, að leitað var til Kurt Zier, skólastjóra Myndlista- og Handíðaskól- ans og hann spurður að því hver væri staða ís- lenzkrar myndlistar í dag. Kurt Zier skólastjóri Myndlista- og Handíðaskólans. — Það sem einkennir mynd- list íslendinga nú á dögum er, að hún er fjölþætt. Uppi eru ótal stefnur og því ósamstæð- asta skipað saman. Þessar fjöl- mörgu ólíku stefnur koma al- menningi ókunnuglega fyrir Ísjónir, aðallega vegna þess, aö ekki er hægt að sjá aö hversu miklu leyti hver stefna eöa stíll Iy er miöað við eitthvað, sem áöur 0 . var og er leyst af hólmi af þess- jj um nýju stíltegundum, t. d. ” myndi vera örðugt fyrir leik- húsgesti að skilja Ionesco eða Genet, ef þeir gera sér ekki grein fyrir, að þar er um bylt- ingarkenndar tilraunir að ræða þar sem ráöist er á eldri stefnur, sem að þeirra dómi eru orðnar innantómar og þýðingarlausar. Þannig er þaö einnig í myndlist- inni. Raunsæisstefnu endurreisn artímabilsins er varla hægt aö skilja til fulls, ef maður veit ekki að hún leysti af hólmi hina got- nesku list. Hvaða uppgötvanir impressionisminn hafði að færa okkur verður okkur Ijóst, ef við gerum okkur í hugarlund hvað hann réöist harkalega á hina dimmu akademisku list á fyrri helming 19. aldar, en ljósadýrk- un impressionismans er aftur á móti leyst af hólmi af hinum formstrangari kúbisma o. s. frv. Þannig kemur í ljós, að hver stefna er svar við einhverju, sem var á undan. Það sem einkennir afstöðu al- 1 mennings til listar á íslandi er, i að hér vantar næstum öll milli- stig og þar af leiöandi mæli- kvaröa til að skilja samhengi stefnanna á milli og meta gildi þeirra, enda ekki furðulegt vegna þess að myndlist er ung hér á landi. Sem sagt, það er mjög eðlilegt, að hér á landi ríki öryggisleysi í að dæma nú- tímamyndlist því að dómgreind í þessum efnum grundvallast aö sjálfsögðu á þekkingu. Margt • VIÐTAL DAGSINSj þeirrar úlfúðar, sem stundum er hér l umræðum um list stafar einmitt af því, aö i stað þekk- ingar kemur huglægt sjálfræði i listsmekk og þetta þekkingar- leysi skapar aftur á móti það, sem ég hef stundum kallað list- rænt „no-mans land“, takmarka lauss subjectivisma. Þegar ég nefni þetta „no-mans land“ eða aldeyðu, þá dettur mér í hug visa, sem segir skilmerkilega hvað átt er við. „Þar sem enginn þekkir mann þar er gott að vera því að allan andskotann er þar hægt að gera“. Þannig sjáum við, að margur maðurinn tileinkar sér einhverja stefnu í nútímalist án þess þó, að hann geti sannfært okkur um, að þessr „nýi stfll“ hans sé árangur af andlegu uppgjöri hans við sinn tíma. Sem eðli- legt er, er æskunnar freistað, aö leggja út 1 slíkt, en ef hún telur Picasso, Matisse og Braque úrelta hvað þá um Rembrandt, Vermeer og Delacroix ? Með öðr um orðum, þaö er auðvelt að vera róttækur, ef þekkingu skortir. — Á þá að leggja hömlur á persónulega túlkun listamanns- ins ? — Listaverk er að sjálfsögöu sönn og rétt túlkun á persónu- leik listamannsins, en persónu- leiki listamannsins þarfnast þroska og menntunar, þekking- ar, innsæis og lífsreynslu, ef tjáning hans í listaverki á að auðga líf okkar. Listin á að vera tjáning persónuleikans, en þá þarf persónuleikinn aö vera til. Ekkert er aumlegra en að sjá listamenn, sem eru vel gefnir af náttúrunnar hendi gefa sig á vald einhverri tízku vegna þess ag þá skortir menntun til að sjá í gegn um tízkufyrirbrigðin og þeir skilja ekki spurn. þeirar tíma, gefa vitlaus svör út í bláinn. Ómenntaður listamaður getur ekki tekiö þátt í hinum miklu samræðum um tilveru okkar — Hvað er þá til lausnar ? — Sem betur fer er áhugi almennings hér fvrir list stað- reynd, sem ekki veröur á móti mælt. Mikið er til af listaverk- um á heimilum, meira en ég þekki til annars staöar, og marg ir eru fúsir að hjálpa ungum listamönnum. En hitt var og veröur alltaf aðalatriðiö, að list- inni er hjálpað mest með því, að gott listaverk bætist við. Ég I- mynda mér ekki, að það þýöi aö útskýra listina meö almenn- um reglum eða að þaö dýpki skilning manna á listinni, heldur hitt, að kynna frábær listaverk. Hvað sönn list er veröur aðeins dregig af listaverkinu sjálfu og allar almennar reglur eða um- ræöur um þessi mál grundvall- ast á tilvist þeirra. Þó má ekki vanrækja eitt og þaö er mennt- un á sviði myndlistar. — Menntun er þá nauðsynleg- ur grundvöllur fyrir skapandi listamann ? — Eftir því, sem greint hefur verið að framan ætti að vera ljóst (ef ég má leyfa mér, aö setja þetta fram á svo einfaldan hátt) aö þaö eru 3 atriði, er gera listamann. Þaö fyrsta eru gáfur hans og listrænir hæfileikar, sem enginn skóli getur veitt að vísu, í öðru lagi á listamaðurinn aö læra sitt handverk og þann lærdóm getur skólinn veitt hon- um og í þriðja lagi verður aö mennta verðandi listamann þann ig, aö hann geti fylgzt með öllu, sem er að ske á sviði menningar lífs og menntunar Sem dæmi mætti nefna, aö engum myndi láta sér detta í hug, að blanda sér inn í umræður um læknis- fræðileg málefni, ef hann hefði ekki sérþekkingu til að bera, en á sviði myndlistar gegnir allt ööru máli eins og hver maður veit. — Áður hefurðu minnzt á það, að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir nútímamynd- list ekki sízt vegna þess, aö tengiliðina vanti hér á landi i myndlistinni hvemig á þá aö brúa bilið ? — Hér væri kannski tilefni að benda á það, að hér er mik- ilvægt hlutverk listgagnrýni. Hún á að leiðbeina, lýsa sér- kennum einstaks listamanns og fá fólk til að skilja samhengi nútímalistar við heimslistina. I því sambandi væri afar mikil- vægt að fá góöar sýningar til landsins. Til þessa hefur hlutur myndlistar verið afskiptur, þeg- ar fjölmiölunartækin, blöð, út- varp, bíó og nú sföast sjónvarp hafa tengt saman ýmsa þætti menningarlífs annarra landa og miðlaö okkur. Allt þetta er þátt- ur í aö glöggva skilning Islend- inga á sjálfum sér, hverjir ís- lendingar em og hverjar aðrar þjóðir eru. Þarna á myndlistin einnig að eiga hlut að máli. íslenzk myndlist á vafalaust mikla framtíö fyrir sér og verð- ur eins mikilvægur þáttur í menningu þjóðarinnar og t. d. bókmenntimar hingaö til. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 67. Tölublað (20.03.1967)
https://timarit.is/issue/184197

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

67. Tölublað (20.03.1967)

Aðgerðir: