Vísir - 31.03.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 31.03.1967, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Föstudagur 31. marz 1967. VÍSIR 't Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axd Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Kemur ykkur ekki við Qteljandi tilraunir hafa verið gerðar til að koma á ) sáttum í styrjöldinni í Vietnam. Árangurinn hefur ) verið sorglega lítill, þótt hinir mætustu menn frá \ fjölda landa hafi lagt hönd á plóginn. Kommúnista- ( stjórnin í Hanoi er sá veggur, sem samningamönnum ( hefur reynzt ókleifur. Aldrei hefur þó verið gefizt / upp við tilraunirnar, enda ríkir í heiminum almennur [ vilji á að binda endi á þetta hörmulega stríð. i Ótrauðastur allra sáttasemjara hefur U Thant ver- ( ið og mestar vonir hafa verið bundnar við tillögur ( hans. Sjálfur er hann upprunninn í þessum hluta / heims og hefur því manna bezta þekkingu á þeim ) vandamálum, sem þarna er við að etja. Lausnartil- ) lögur hans hafa átt mikinn hljómgrunn meðal þeirra \ þjóða, sem ekki taka þátt í stríðinu. Hér í blaðinu ( hafa tillögur hans verið studdar. Nú liefur U Thant ( látið frá sér fara nýja gerð af þessum tillögum, ný- / kominn úr ferðalagi til þessa heimshluta. Leggur ) hann til að fyrstu friðarskrefin verði vopnahlé, síðan ) undirbúningsviðræður styrjaldaraðila og loks ný \ Genfarráðstefna. Bandaríkin og Suður-Vietnam hafa ( fallizt á þessar tillögur og sömuleiðis hlutlaus ríki ( eins og Indland. / Þetta eru mikil tíðindi og mætti ætla, að friðar- ( grundvöllur hefði skapazt. Ep því virðist ekki vera / að heilsa. Hanoi-stjórnin er jafn þver og fyrr. Hún ) segir, að Vietnam-stríðið komi U Thant og Samein- ) uðu þjóðunum ekki við. Greinilegri neitun er varla \ hægt að hugsa sér. Raunar þarf neitunin engum að ( koma á óvart, sem til þekkir, en hún er lærdómsrík (( þeim sakleysingjum, sem hafa talið Bandaríkja- ( menn vera aðaláhugamennina um framhalds stríðs- ( ins. Það er fyrst og fremst Hanoi-stjórnin, sem vill / draga styrjöldina á langinn, í þeirri trú, að henni tak- / ist um síðir að leggja Suður-Vietnam undir sig. ) Kommúnistum hefur víða um heim tekizt að / afflytja Vietnammálið í eyru nytsamra sakleysingja. ) Á sama hátt og þeir hafa kennt Bandaríkjamönnum \ um stríðið í Vietnam hafa þeir sakað þá um glæpa- \ verk í stríðinu. Vissulega er skjöldur Bandaríkja- ( manna ekki hreinn, en margfalt óhugnanlegri og sví- / virðilegri eru þó hryðjuverk Vietcong. Morð og lim- / lestingar á saklausum borgurum, oft á börnum og ) konum, hafa verið tæki þeirra til að hræða alþýðuna ) til fylgis við sig eins og ótal dæmi sanna. Hinir nyt- \ sömu sakleysingjar gera sig því að fíflum, er þeir láta ( kommúnista segja sér fyrir verkum í Vietnamnefnd- / um. / Vietnam-stríðið er fyrst og fremst hjartans mál / kommúnista og þeirra stríð. Það er von, að stjórnin / í Hanoi segi, að það komi U Thant og Sameinuðu þjóð ) unum ekki við. ) Hún innréttar endurhœfingar- heimili í kjallara við Reynimel — Þegar húsið er full- búið verður hér rúm fyr ir 8-9 leigjendur, segir Guðríður Jónsdóttir fv. forstöðukona Klepps- spítalans, en orðum hennar blandast hamars högg neðan úr kjallara Reynimels 55 þar sem smiðir vinna við inn- réttingar á herbergjum. Það er merkileg tilraun, sem Guðríður er aö hefja á þessum stað og má kalla brautryðjenda starfsemi á sínu sviöi. Guðríöur býr þarna við eðlilegt umhverfi — heimili fyrir fólk, sem hef- ur dvalið á Kleppsspítalanum og er fært um aö vinna fyrir sér, en eins og hún segir, „get- ur ekki leigt í hinu almenna leiguhúsnæði, þar sem enginn getur litið til- með þv£ og öllum er sama um þaö, og er það all- erfitt fyrir fólk jafnvel þó það hafi ekki verið á sjúkrahúsi að finna sig meira eða minna án aðstoöar“. Um hugmyndina að þessari til raun sinni segir Guðríður, að hún hafi þegar haft hana í huga þegar hún hætti á Kleppsspít- alanum fyrir rúmum þremur ár um eftir að hafa starfað þar í 30 ár, en hugmýndiriní háfi húri ekki kom’ið í framkvæmd fyrr. •— Ég var búin 'að fá reynslu af því hversu oft það var búiö að útskrifa sjúklinga, sem brast kjarkinn, þegar þeir þurftu að standa á eigin fótum og þurftu þá að koma aftur á spítalann. Þeir voru ekki færir um að bera einir erfiðleika lífs- ins. Ég hafði þá hugsað mér einmitt svona heimili. Það ætti -að vera mikil hjálp, bæði fyrir spítalann, sem fær meö því ný sjúkrarúm og ekki síður fyrir fólkið, sem kannski hefur þurft að hlíta forsjá annarra í mörg ár, en getur nú borgaö sitt eins og hver annar og finnur þaö um leið, aö það sé fullgildir þjóðfélagsþegnar. Mig langar aö veita þvl tækifæri til aö standa á eigin fótum, að lifa sfnu eigm lífi á þessu heimili, sem «.r því það er ekki nóao. r það taki þetta seði i»»ei Guðriður segir að heimiliö sé bæöi ætlað fyrir karla og konur, eru nokkrar þeirra fluttar inn, en þær hafa sín herbergi á efri hæð hússins, eru leigjendumir valdir i samráði við yfirlækni Kleppsspítalans. Um það, að þetta sé braut- ryðjendastarfsemi, segir hún: — Ég vildi óska þess, að þetta væri byrjun og aö fleiri kæmu á eftir, en að enginn færi að setja svona lagað af stað sem gróöafyrirtæki. Um þörfina fyrir slík heimili segir Guðríður: — Tölulega séð veit ég ekkert um hana, en hins vegar veit ég, að þetta hér fullnægir alls ekki þörfinni, hins vegar er heimidð af hæfilegn stærö, vitaskuld dýrara í rekstn en ef fleirum væri ætlaö héi rúm, en heimilislegra. — Ég vil geta rekiö þetta á eigin spýtur og er þetta einka- framtak mitt, segir Guðríður sem ekki nýtur neins fjárstyrks frá opinberum aðilum. Það sem gerir mér þetta kleift, er að rík isstjórnin ábyrgöist lán fyrir mig. ! þessu sambandi vil ég minnast á það, að Lionsklúbbur Reykjavikur færði mér 50 þús. kr. að gjöf, en auk þess voru félagamir mér hjálplegir að út vega iðnaöarmenn og veittu mér alls konar aðra fyrir- greiöslu, sem hefur verið ómet anleg þar á meðal má telja það er einn félaginn, arkitekt, teikn aði allar innréttingamar í'húsiö fyrir mig. Við innkaup á hús göf i og fleiru hafa einnig ýmsir aðilar veitt mér mikinn afslátt. Og að lokum segir Guðríðui um þessa framkvæmd sína: — Það á ekkert pukur að vera yfir þessu, ég er hamingjusöm yfir því, að fá inni á þessum góða stað, eftir að hafa leitað lengi aö hentugu húsnæði. Ef húsráðendur ættu að ábyrgjast leigjendur sina, þá reikna ég með því, að þetta sé skikkanleg asta fólkiö, sem hægt sé að fá í nágrennið og fyrir mig er það mikil uppörvun hvað konurn- ar sem þegar em fluttar inn em hamingjusarriar á heimili sínu. FHK vinnur oð öflun samningsréftar Fyrir tvelmur árum var stofn að hér í Reykjavík Félag há- skólamenntaðra kennara, en það er — eins og nafnið bendir til — stéttarfélag háskólamenntaðra kennara í framhaldsskólum landsins. Félagið er aðili að Bandalagi háskólamanna og vinnur nú að öflun samningsréttar ásamt öðr um aðildarfélögum Bandalags- ins. Þá hefur félagið leitazt við að koma því í kring, að haldið verði í sumar námskeið i upp eldisfræöum fyrir þá háskóla- menntaða kennara, sem ekki skortir aðra menntun til fullra starfsréttinda en uppeldisfræð ina. Félag háskólamenntaðra kenn ara hefur verið heimilislaust þar til fyrir skömmu að það eignað ist samastað aö Brautarholti 20 ásamt nokkrum öðrum aðildav- félögum BHM, sem þar hafa húsnæði á leigu. Viö það tæki- færi var þessi mynd tekin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.