Vísir - 31.03.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 31.03.1967, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 31, marz 1967. 3 Stefán Ólafur Jónsson starfsfræðslustjóri flytur erindl sitt Það var f jölmenni i Gamla Bíó, nærri hvert sæti ski pað. Námskynning stúdenta heppnaðist vel Námskynning stúdenta sl. mlðvikudag þótti prýðilega heppnuð og aðstandendum og stjórnendum til mikils sóma. Kunnu r.emendur Menntaskól- ans og Verzlunarskólans vel að meta þessa þjónustu við þá, sem fólst í því að kynna þeim menntunarleiðir á íslandi og utan Islands, lána- og kjaramál, lífið í hinum ýmsu háskólum heima og heiman og sitthvað fleira, sem verðandi háskóla- borgarl þarf að vita áður en hann velur sér námsgrein og háskóla. Kynnlngin var einkum ætluð nemendum úr 5. og 6. bekk skólanna og er talið að um 400 nemendur hafi komið i kjall- ara viðbyggingar Menntaskólans um kvöldið til að gera fyrir- spumir. Um morguninn hafði verið gefið frí í skólunum til að nemendur gætu sótt fyrirlestra, almenns efnis í Gamla Bíói. Þar ræddi starfsfræðslustjóri Stefán Ólafur Jónsson almennt um menntunarleiðir og atvinnu- skiptingu og skýrði mál sitt með skuggamyndum. Skúli Johnsen formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands fór almennum orðum um nám í H.í. en Gylfi ísaksson, verkfræðlngur ræddi á sama hátt um nám erlendis. Einar Magnússon rektor flutti áður stutt ávarp. Þórður Vigfússon stud. ing. var kynnir. Um kvöldið var svo náms- kynning í Menntaskólanum vlð Lækjargötu. Þar voru fyrir fulltrúar allra deilda Háskóla íslands og um 30 fulltrúar há- skóla erlendis, sem svöruöu fyr- irspumum þeirra 400 nemenda, sem sóttu kynninguna að þessu sinni. Auk háskólanna áttu Kennaraskólinn, Tækniskólinn og starfsfólk við blóðrannsóknir fulltrúa meðal kynnenda. Frammi lágu fjölritaðar upplýs- ingar um námslán og náms- styrki og allar deildir Háskóla íslands. Starfrfræðslustjóri var einnig þama og svaraði ýmsum spurningum. Að sögn þeirra, sem stjómuðu kynnlngunni var mest spurt um læknanám og BA-nám við Há- skóla íslands, verkfræði í öllum löndum, og tannlækningar er- Iendis. Stjómendur námskynningar- innar veru Þórður Vigfússon stud. ing., Guðjón Friðriksson, stud. phil., og Þráinn Þorvalds- son, stud. oecon., sem skipuöu menntamálanefnd SHÍ og SÍSE. Kynning þessi var án efa sú vandaðasta sem haldin hefur verið af stúdentum og skipulag hennar og fyrlrkomulag allt að- standendum til mikils sóma. Hún reyndist einnig mikið nauð- synjaverk eins og aðsókn nera- enda Mennta- og Verzlunar- skólans bar vott um. MU —y "r/ w V " •'jpnM Pilturinn með blaðið við munninn er að spyrja um verkfræðinám. Guðrún Dóra Kristinsdóttir og Ingunn Halldórsdóttir svara tveim herramönnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.