Vísir - 31.03.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 31.03.1967, Blaðsíða 1
VISIR 57. árg. - Föstudagur 31. marz 1967. - 73. tbl. 'VISIR I VIKULOKIN aftur á morgun Fyrsta tólublað er uppselt Bjarmi II kom til Reykjavikur f gærdag, en bátnum var náð af strandstað í fyrradag við Eyrarbakka. í morgun var verið að gera athuganir á skemmdum á botni bátsins í Slippnum og reyndust þær talsverðar. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd af botnplötunum á einum staðn- um og má sjá, að þær hafa skemmzt miklð. Á morgun kemur út annað tölublaðið af „Vísi í vikulokin“, laugardags-fylgiblaði Visis. Er það litprentað eins og hið fyrra og hefur að geyma uppskriftir að hrísgrjónaréttum, prjónaupp- skriftir, ráöleggingar um snyrt- ingu og lýsingu. Fyrsta tölublað ið varð miög vinsælt og seldist upp, þótt upplagið væri mun hærra en er venjulega á Vísi á laugardögum. Þess vegna er fólki bent á að £lata ekki þessu fyrsta eintakl, né beim sem síð- ar koma, og safna þelm saman Vísir mun síðar hafa á boðstól- um möppur til að safna þessum blöðum i. Vegna hinna góðu viðtaka er ráðgert, að „Vísir í vikulokin" komi ekki sjaldnar út en annan hvem laugardag. Jón meö 1V2 v. og2 bið eftir 4 umferðir á svæðamótinr Jón Kristinsson, sem teflir a I’slands hálfu á svæðamótinu i Halle, Þýzkalandi, hefur staðið sig vel fvrstu umferðirnar, unnið Uin- ic, gert jafntefli við Ciocalupia, sem er rúmenskur stórmeistari og á biðskák við Uhlmann, sem er alþjóðlegur meistari og Pietrusikol. — Semsagt, V/2 v. og 2 biðskákir eftir 4 umferðir. |,Byggingakostnaður 50% afgangveríi íbúðal Byggingasamvinnufélag sjómanna og verkamanna ieggur fram tölur um ótrúlega lítlnn kostnaö við byggingu nýrra fjölbýlishúsa Á aðalfundi Byggingasamvinnufélags sjómanna og verkamanna, sem haldinn var í gærkvöldi, var skýrt frá niðurstöðutölum byggingakostnaðar í fjölbýlishúsum, sem félagið reisti fyrir félagsmenn sína að Reynimel 88—94. Kostnaðarverð íbúðanna reyndist a. m. k. helmingi lægra en gangverð íbúða er nú á almennum markaði. íbúðir tílbúnar til að flytja inn í þær kosta hundruðum þúsunda minna en íbúðir af sömu stærö tilbúnar undir tréverk kosta á almennum markaði. Sem dæmi upp á þetta mætti taka, að 4ra herbergja íbúðir fullkláraðar kosta hjá byggingasamvinnufé- laginu 680 þús. kr., en nú að undanfömu hafa verið seldar samsvarandi íbúðir tilbúnar und ir tréverk við sömu götu á 850 þús. kr., sem hefur þó alls ekki þótt ótilhlýðilegt verð. Verð íbúðanna, þegar þær voru fokheldar, var eftirfarandi: 2ja herb. (222 rúmm.) 152.840 kr., 3ja herb. eru þrenns konar (267 rúmm. til 288 rúmm.) kost- uöu 184.000 kr. til 197.950 kr. og 4ra herb. íbúðimar (332 rúmm.) kostuðu 228.260 kr. Auk þess eru 2 íbúðir í ká-lfi, sem voru mun dýrari fokheldar, þar sem þær voru látnar greiöa lóða gjöld eins og raðhús, og báru tvær allan kostnað við grunn og þak. Kostuðu íbúðimar tvær í kálfinum 642.292 kr. Þegar íbúðirnar voru orðnar Framh. á bls 10 önnur feikna snjóskriða á Seyðisfirði Olls ekki tjóni - umferð bönnuð um hættusvæðið ÖIl óbarfa umferð um strönd- iaa norðanverðu Seyðisfjarðar er nú bönnuð vegna yflrvofandi FesBlhlífarstökk yfir Reykjavíkur- flugvelli Ungur flugumferðarstjóri, Ei- ríkur Kristinsson, stökk í fall- hlíf yfir Reykjavíkurflugvelli í gær. Eiríkur fór með Sigurði Thorsteinssyni p Cessna-flugvél upp í 6000 feta hæð og stökk yfir Flugfélagsafgreiðslunni á vellinum. Hann kom niður hin- ummegin við brautina, skammt norðan við Loftleiðahóteliö. Eiríkur fékk leyfi til stökksins hjá viðkomandi aðilum. Eiríkur var sendur til Banda- ríkjanna á sínum ti'ma til að læra fallhlífarstökk og hefur hann síöan þjálfaö nokkra ís- lendinga i fallhlífarstökki. hættu á skriðufalli úr snarbrött- um hliðum Bjólfs. Mikil skriða féll um daginn úr Sandhólatindi innar í firðinum og var sú engu minni, en Bjólfsskriðan sem tók mjöl- skemmu Hafsíldar á dögunum. — Snjór liggur yfirleitt á harðbergi i hliðum fjallanna, i skorningum og hanga bar miklar snjódyngjur víöa. Milli Sandhólatinds og Bjólfs er dalur, Vesturdalur. og féll skrið- an niður í hann en olli ekki skemmdum niðri við ströndina. Timbur og annað dót út úr mjöl skemmunni, sem snjóskriðan úr Bjólfi ruddi út í sjó á dögunum hefur verið að reka á fjörur und- anfarna daga og er unnið aö því að bjarga því, sem bjargað verður. Mikill sniór er á Seyðisfirði eins og víðast hvar fyrir austan, en nú er komin sólbráð skaflarnir farnir að siga niður með húshlið- unum. Unnur Skúladóttir „Rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi og Arnarfirði verði stöðvaðar nú þegar" segir Unnur Skúladóttir fiskifræöingur, sem baft hefur umsjón með rannsóknum á rækjustofnunum þar Samkvæmt niðurstöðu rannsókna 1 á rækjustofnunum í ísafjarðar- djúpi og Amarfirði og afurðagetu þeirra hefur Unnur Skúladóttir fiskifræðingur, sem safnað hefur gögnum um rækjuveiðarnar, lagt til að þessar veiðar veröi stöövað- ar nú þegar. — En allmargir bátar stunda veiðar nú og hefur sóknin í rækjuna á þessum svæðum aukizt mjög upn á síðkastið. Unnur lýsir þessu yfir í grein, sem. hún skrifar f Ægi tímarit Fiskifélagsins, um rannsóknir á rækjunni og þá einkum og sér í iagi í ísfjarðardjúpi og Arnarfirði. Þaðan hefur Hafrannsóknarstofn- unin fengið skýrslur frá skipstjór- unum sem veiðarnar stunda og sýnishorn af veiðinni, og hefur það gert stofnuninni kleift að fylgjast mjög vel með rækjustofninum á báðum þessum svæöum. Unnur bendir á þaö . grein sinni að bátum, sem veiðarnar stunda vestra hefur fjölgað og sóknin auk- izt með viku hverri, en samfara Framh. a bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.