Vísir - 31.03.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 31.03.1967, Blaðsíða 16
AðaBfufltdur Iðmið- arbaflflkons á niorgiHi Aðalfundur Iönaðarbanka ís- lands hf. verður settur á morgun kl. 14 í Lídó. Sveinn Valfells for- maöur bankaráðs flytur skýrslu um starfsemi bankans á liðnu starfsári. Bragi Hannesson banka- tjóri gerir grein fyrir reikningum bankans. Pétur Sæmundsen banka- stjóri gerir grein fyrir reikningum IÖnlápasjóðs. Þá fer fram kosning bankaráðs og endurskoðenda. Loks eru önnur mál. Fundinum mun Ijúka síðdegis. Okkur vautar þak yfír höfuðtö segir Gestur Ólafsson forstööumaöur Bifreiöaeftirlitsins □ Á mánudaginn hefst hin árlega bilaskoðun í Reykjavík, en af því til- efni höfðum við sam- band við Gest Ólafsson, forstöðumann bifreiða- eftirlits ríkisins. — Hvað er helzt aö frétta úr ykkar herbúðum, Gestur ? —Okkur vantar menn, viltu koma ? - Ja, þarf ekki meiraprófs- menn í svonalagað ? — Jú og þeir þurfa helzt að vera lærðir bifvélavirkjar Nká. — Þið byrjið snemma að skoða í ár ? — Mun fyrr en vant er, en það stafar af sívaxandi bíla- fjölda í iandinu. Skoöunin mun standa fram í október. — Ilvað eru skoðaðir margir bílar á viku ? — Hundraö og fimmtíu á dag, fimm daga vikunnar. Á laugardögum tökum viö aðeins bíla til endurskoðunar og skrán ingar. Við þurfum ennþá að vinna á laugardögum, meðan fiestir aðrir opinberir starfs- menn hafa frí. — Hvað vinna margir við skoðunina ? — Svona fimm til sex og veitir ekki af. Sífellt fleiri læra á bíl og taka hið svokallaða al- menna próf hjá okkur, en Bif- reiðaeftirlitið sér einnig um meirapróf, ökukennarapróf og rútupróf. — Rútupróf, hvað er átt við með því? — Það er próf sem þeir taka sem ætla að aka strætisvögn- um, eða farþegabílum, sem taka 16 farþega eða fleiri. — Aöstaðan er ekki sem bezt hjá ykkur ? ' — Hún er slæm. Okkur vant ar þak yfir höfuðið. I gær var veghefill að ryðja sköflum af skoðunarsvæðinu. Einnig vant- ar okkur fullkomnari tæki, en ýmsir einstaklingar og fyrir- tæki eru komin með tæki af fullkomnustu gerð, meðan við látum tjakkinn nægja, ef svo mætti segja. — Og menn þurfa að koma með ýmis vottorð ? — Þeir þurfa að koma með ljósastillingarvottorð og vott- orð um að þeir hafi borgað tryggingariögjald og bifreiöa- Framh. á bls 10 Gestur Ólafsson, forstöðumaður Bifreiðaeftírlitisins. Samið um þvottatæki í hús byggingaráætlunarinnar Forsetar íslands og ísraels, þegar þeir hittust í ísracl. Forseti ísraei hingað í opinbera heimsókn Forseti íslands hefur boöið Zalman Shazar forseta ísrael hingað til lands í sumar í opin- bera heimsókn. Hefur þessi op- inbera heimsókn nú verið stað- fest, og mun Shazar koma að kvöldi 4. júní og dvelja hér á landi til 7. júní. Snemma fyrra árs fór forseti íslands í opinbera heimsókn til ísrael og var af- bragðsvel tekið eins og kom þá fram í fréttum og frásögnum. Forseti ísrael Zalman Shazar er þriðji forseti hins ísraelska lýðveldis, var kjörinn í embætti 1963, til fimm ára eins og venja er þar í landi. Shazar er fæddur 1889 i Rússlandi. Nam hann sagnfræði við háskólann í Pét- ursborg og þá í Freiburg í Pýzkalandi, Strasbourg og Ber- lin. Settist Shazar að í Palest- ínu árig 1924 bar sem hann starfaði við blaðið Davar og sem ritstjóri þess árabilið 1925- 1949. Var hann menntamálaráð- herra ísrael 1949—50 og -'sinnti síðan ýmsum mikilvægum störf- um fyrir land sitt og eins og fyrr segir tók við forsetatign 1963. Nokkrar bækur hafa verið gefnar út eftir Shazar, þar á meðal sjálfsævisöguþættir. Framkvæmdanefnd byggingará- ætlunar hefur nú samið um kaup á öllum tækjum í þvottahús fjöl- býlishúsanna 6, sem reist verða i 1. áfanga áætlunarinnar í Breið- j holti. — Tilboð bárust frá 5 að- í ilum um tæki í þvottahúsin, en Framkvæmdanefnd valdi hagstæð- ustu tækin frá þremur aðilum. — Að því er Ólafur Sigurðsson arki- tekt tiáði blaðinu. fengust mjög viðunandi tilboð í tækjauppsetn- ingu í þvottahúsin, en Ólafur sér I um allar innréttingar og tæki í fjölbýlishúsin. — Eitt þvottahús verður í hverju fjölbýlishúsi, en auk þess verður sköpuö aðstaða til þvotta í hverrl íbúð, sem verða 52 í hverju fiölbýlishúsi. — 3 sjálf virkar þvottavélar, 2 þeytivindur, 1 þurrkari og 1 strauvél verða í hverju þvottahúsi og munu tækin öll kosta um 150 þús. kr. uppsett. — Þó að margar íbúðir verði um hvert þvottahús, er bó afkastageta þeirra slik, að hver íbúð mun a.m. k. hafa aðgang að þvottahúsi hálfs mánaðarlcga. Tækin í bvottahúsin veröa frá Bræðrunum Ormsson (AEG), G. Marteinsson (Miele) og Fönix (GEM). Skemaitamr til styrktar Skálatúassmdlaugmm Sundlaugarsjóður Skálatúnsheim- ilisins efnir til tveggja skemmtana á Hótel Sögu n.k. sunnudag. Verður sú fyrri kl. 3 en sú síðari kl. 9 um kvöldið. Skcmmtiatriðin verða mjög fjölbreytt: sýning á tízku- fatnaði frá 5 fyrirtækjum og sýna þar þrjár dömur, tveir herrar og táningur; sýnd verður meðferð á hárkollum; söngur og hljóðfæra- leikur unglinga úr Réttarholts- skóla; danssýning; 10 ára stúlka, Elín Clausen fer með kvæði og leikur það. Unnur Amgrímsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson danskennarar hafa séð um skemmti atriðin. Skemmtanirnar veröa haldnar til ágóða fyrir sundlaugabyggingu ‘ Skálatúni í Mosfellssveit, en bygg ing hennar hófst áriö 1965 Var lokið við að steypa lauginá, sem er 80 fermetrar, á liðnu sumri, en við hana verður 55 fermetra hús meö böðum og búningsklefum Verður framkvæmdum haldið áfram Framh. á bís 10 STABAT MATER FLUTT A SKAGA Kirkjukór Akraness hélt tónleika á skírdag í 'kirkjunni á Akranesi. Húsfyliir var á tónfeikunum, sem tókust mjög vel og voru aðstand- endum og þátttakendum til mik- ils sóma. Áður en tónleikarnir hófust flutti sóknarpresturinn séra Jón M. Guðjónsson bæn. Að henni lok- inni var flutt verkið „Ó, höfuð dreyra drifiö“ eftir Johann Sebast- ian Bach, sálmaforleikur og bland- aður kór. Stjómandi var Magnús Jónsson, en Haukur Guðlaugsson lék á orgelið. Þá var flutt tónverk- ið Lacrimosa eftir Wolfgang Am- adeus Mozart, en það verk er úr Sálumessu í d-moll K. V. 624. Að þessu verki loknu var hlé, en síö- an var flutt Stabat mater eftir Giovanni Battista Pergolesi. Flytj- endur voru kvennaraddir úr kirkju kórnum, en einsöngvarar voru þær Guðrún Tómasdóttir og Sigurveig Hjaltested. Undirleik á orgel ann- aðist Fríða Lárusdóttir, en kvart- ett skipaður meðlimum úr Sin- fóníuhljómsveitinni lék með. Stjóm andi var Haukur Guðlaugsson. — Raddþjálfari Kirkjukórs Akraness er Einar Sturluson. Hér er sýningarfólkið, sem koma mun fram á tízkusýningunni og sýna um 30 klæðnaði og eins og sjá má af þessu sýnishomi verða sýnd alls konar föt, allt frá skíðafötum upp í samkvæmisklæðnað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.