Vísir - 10.04.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 10.04.1967, Blaðsíða 13
V1SIR . Mánudagur 10. apríl 1967. 13 Seðlabankinn — Framh. af bls. 9 seðla búnt, sem Seðlabankinn sendir síöan frá sér og tekur ábyrgð á, að séu rétt talin. — Hvert hundrað seðlabúnt er bundið inn, hvort sem þaö eru seðiar, sem dæmdir hafa verig úr leik eða sem setja á aftur í veltuna. — Seðlamir, sem dæmdir eru úr leik eru gataðir á sex stööum í sérstakri götunarvél, sem sker burt núm- erin og annað, sem ákvarðar hvort seölar eru löglegir eða ekki. Ógildu seðlunum er skilað ásamt hinum til aðalgjaldkerans á hverju kvöldi, þannig að hann hafi með því umsjón, að hann fáí sama magn og hann lét af hendi, en þrjá morgna í viku em ógildu seðlamir brenndir í þar til gerðum ofni í kjallara hússins. Áður fyrr voru seölamir brenndir einu sinni á ári í stór- um brennsluofni hjá einni jám- smiðju borgarinnar. Eyðing seðl- anna var alltaf nokkuð vanda- mál. Báru aiþingiskjömir end- urskoðendur ábyrgð á því starfi. Fyrst mun eyðingin hafa verið reynd í venjulegum miðstöðvar- ofni, sem gafst ekki vel. Seinna var tekið að hræra seðlunum saman við ákveðið efni sem átti að tryggja eyðingu. Var þetta erfitt starf og óhagkvæmt. — Komst seölabrennslan ekki í almennilegt lag fyrr en bank- inn fékk þar til gerðan ofn til brennslunnar. — Seðlabrennsla hefur raunar verið hálfgert vandamál hjá fleiri löndum en okkur. Hefur vandinn verið leystur á hinn fjölbreytilegasta máta. Finnlandsbanki hefur t.d. þann háttinn á, að brenna seðl- ana í miðstöðyarkyndingu bank- ans -og. hitar því upp með seðl- um. — Dýr kynding það, myndi margur ef til vill segja. Þennan dag, sem tiðindamenn heimsóttu seðlagreiningadeild- ina voru greindar í sundur 15.3 milljónir króna eða 60—70.0000 seðlar eins og meðalafköst deild- arinnar eru. — Seðlamir sem höfðu verið gréindir í sundur, komust fvrir í þremur skúffum á gólfinu. — Gagnstætt því, sem við höfðum áður haldið, var langt frá, því, að við fylltumst neinni lotningu við að virðá fyrir okkur seðlabunkana. Þaðan af síður, að við þyrftum að halda aftur af okkur með að lauma hend- inni í nokkra frqistandi seðla- bunka — Þó virtust stúlkurnar, sem unnu við að greina seölana í sundur, sýna þeim enn minni áhuga, þó að þær hafi unnið samvizkulega að því að greina þá í sundur. — Bankafólk hættir að hafa sömu tilfinningu fyrir peningum meðan á vinnu stend- ur eins og annað fólk hefur. — Það lítur þá á peninga bankans eins og hvern annan pappír, án þess að þessi pappír komið því úr jafnvægi. — V. J. i 'Oiufom ‘ SHARP-FOCUS TELEVISION éru viðurkennd fyrir LANGDRÆGNI. Skýr mynd ásamt góðum hljómburði og glæsi- legu útliti setur þau í sérflokk. ANDREA sjónvarpstækið er bandarísk gæða- vara og hefur frá upphafi verið byggt fyrir bæði kerfin. Sjónvarpstœkin RATSJAHF. LAUGAVEG 47 Sími 11575. Lang-mest seldu filter sígarettur Ameríku Ávallt nýjar og ferskar frá U.S.A. Reynið Winston strax í dag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.