Vísir - 10.04.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 10.04.1967, Blaðsíða 16
. 15 ÁRA KVENNASKÓLASTÚLKA y Kristján Bersi Ólafsson formaður Blaðamanna- félagsins Kristján Bersi Ólafsson var kjör- in formaður Blaðamannafélags Is- '•’ds á aðalfundi þess I gær. Aðr- ir i stjórn voru kosnir Atli Steinars Vjmas Karlsson, ívar H. Jóns- n og Árni Gunnarsson. I launa- tálanefnd voru kjörnir Björn Jó- nnsson (Mbl.), Sigurður Frið- jófsson (Þjóðv.), Valdimar Jó- ’.nnesson (Vísi), Kári Jónasson T.'m.) 02 Anna Brynjólfsdóttir \bl.) Á fundinum var samþykkt 5 hefja undirbúning 70 ára af- lælis félagsins, sem verður síð- nri hluta ársins 1968, og var skipuð efnd í því skyni. Miklar umræð- "T urðu um framkvæmd hinna •""ju siðareglna Blaðamannafélags- ins, en tveir dómar hafa fallið ' ;rir brot á þeim. VARÐ FULLTRUIÆSKUNNAR167 Fimmtán ára Reykjavíkur- stúlka, Kristín Helga Waage, Laugarásvegi 73, var kjörin „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1967“ á föstudagskvöldið í Aust- urbæjarbíói í Reykjavík. Kristfti er elzt fjögurra dætra hjónanna Guðrúnar og Sigurðar S. Waage nemandí við Kvennaskólann í Reykjavík. Keppni þessi var ekki ein- göngu miðuð við fegurð eða þokka hinna ungu þátttakenda, sem voru á aldrinum 15—17 ára, heldur var hér einnig dæmt um það, hvernig framkomu kepp endur höfðu, og einnig voru stúlkurnar látnar „troöa upp“ með skemmtiatriði. Valdi Krist- Framh. á bls. 10 Kristín Helga Waage ásamt, foreldrum sínum, Sigurði og Guðrúnu, og systrum, sem heita Sigrún, 5 ára, Hendrikka Guðrún, 1 árs, og Margrét 11 ára. Stofnlánadeild Verzlunarbankans tekur til starfa 1. júlí Aðalumferðaræðin út á flugvöll var lokuö. Hér er mynd af Njarðar- götunni, sem var gjörsamlega ófær. ^fðalfundur Verzlunarbanka ís- lands h.f. var haldinn I veitingahús- inu Sigtúni s.l. laugardag. Fundar- stjóri var kjörinn Geir Hallgrims- son borjarstjóri ea fundarritarar Gunnlaugur J. Briem, verzlunar- maður og Jón I. Bjarnason, ritstjóri Verzlunartíðinda. Þorvaidur Guðmundsson, formað ur bankaráðs flutti skýrslu um starf 1 semi bankans s.l. ár og kom fram , í henni að á árinu hafði öll starf- i semi bankans farið vaxandi. Bank- inn opnaði á árinu afgreiðslu i Um- ferðarmiðstööinni og er þár um að! i ræða þjónustu fyrir ferðamenn svo ' og viðskiptamenn bankans. Á síðasta ári var öll afgreiðsla ibartkans endurbætt og í notkun I teknir rafreiknar við bókhald bank ! ans. Hefur sú ráðstöfun leitt af sérj verulega bót á allri daglegri af- greiðslu viðskiptamanna i bankan- um. Jafnframt voru gerðar endur- bætur á húsakynnum bankans, sem nú eru mjög rúmgóð. Innistæður í árslok námu sam- tals 605.1 millj, kr. en útlán 489.2 millj. króna Aukning innistæöna í sparisjóðsreikningum nam á árinu 72 millj. kr. en hlaupareikningsinni- stæður lækkuðu um 11.8 millj. kr. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri lagði fram jeikninga bankans og skýrði þá. Kom fram í þeim að hag- ur bankans er traustur. Hlutafé bankans er nú 12 millj. kr. og vara- sjóður 17 millj. króna. Reikningari bankans voru samþykktir sam- hljóða. Fyrir fundinum lá tillaga frá stjóm bankans um hlutafjáraukn- ingu. Haföi Magnús J. Brynjólfsson kaupmaður framsögu fyrir henni. Var tillagan einróma samþykkt og var stjórninni heimilað að auka hlutafé bankans í allt að 30 millj. króna á þessu ári. Þá lagði stjórn bankans fyrir fundinn tillögu að reglugerð fyrir stofnlánadeild verzlunarfyrirtækja við bankann. Egill Guttormsson, stórkaupmaður, hafði framsögu fyr- ir tillögunni, en próf. Ármann Snæ- varr, háskólarektor, gerði grein fyr ir reglugerð að frumvarpinu, en hann hefur verið stjórn bankans ti)! ráðuneytis við undirbúning málsins TiIIaga stjórnar bankans var ein Framh. a ms l(' 0F ÞUNGAR BIFRFIÐIR Á ÍSLENZKUM VEGUM Vegimir í nágrenní borgar- innar eru í mjög slæmu ásig- komulagi um þessar mundir, eins og kunnugt er, og skapast það ástand af þíðviðri undanfar inna daga. Við höfðum samband við Hjörleif Ólafsson, hjá Vegagerð ríkisins og áttum við hann eft- irfarandi viðtal. - Hafa verið sett þungatak- mörk á vegi í nágrenni Reykja- víkur? — Enn sem komiö er hafa þungatakmörk emungis verið sett á veginn frá Elliðaám um Mosfellssveit. 1 raun og veru eru alltaf gildandi þungatak- mörk á islenzkum vegum, en hámarksöxnfþungi er 9,5 tonn, en á fyrrgreindri leið hefur öxulþunginn verið takmarkaður viö 7 tonn. Við munum tak- marka þungann á öðrum leið- um ef þurfa þykir og fylgja því eftir stranglega. — Lögreglan aðstoðar ykkur? — Lögreglan annast þetta með okkur. Við höfum sérstak- ar vaktir sem við getum tekið meö okkur hvert sem ér. — Eru mikif brögð að brot- um? — Talsverö brögð eru að því að menn brjóti þessi ákvæði, stundum er þaö óviljandi, en við höfiSm ástæðu til að ætla að svo sé ekki alltaf. — Finnst máske sumum bíl- stjórum óréttlátt að þurfa að takmarka hlassþungann? — Því miður er það algengt að menn kaupi of stóra bíla, til dæmis bíla sem ætlaðir eru til vinnu í námum eingöngu, og aki þeim um þjóðvegina. Á- kvæði um hámarksöxulþunga eru ríkjandi í flestum löndum heims og mig minnir að við íslendingar séum með mesta þungann af Norðurlöndunum. Það er mikið um það hin síöari ár, að bílstjórar kaupi stórar bifreiðir tit þess að geta boðið niður flutninglT ýmiss konar, sem grundvallast á ofhleðslu. Ef ofhlaðin bifreið fer um veg- inn á óheppilegum tíma, get- ur hún eyðilagt fyrir hundruð þúsunda. Vandræði sköpuðust á Suöurlandsveginum hjá Árbæjarhverfinu. Bílarnlr á myndinni segja alla söguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.