Vísir - 10.04.1967, Page 9

Vísir - 10.04.1967, Page 9
V í SIR . Mánudagur 10. apríl 1967. Q Seðlatalningavélarnar komu til landsins 1958, samhliða því að löngu og mjóu seölarnir voru teknir I notkun. Vélamar eru bandarískar að gerð og eru þannig gerðar, að þær telja aðeins einn seðil í einu. Líta á seðla eins og hvern annan pappír - Heimsókn í Seðlagreiningardeiid Seðiabanká íslands 1 kjallaraherbergi við Austur- stræti sitja sjö stúlkur alla vinnudaga og telja peninga. — 1 gegnum þeirra hendur fara nær allir peningar, sem Seðla- banki íslands setur í veltuna hér á landi. Peningar, sem ég og þú notum til þess aö borga húsaleiguna og mjólkina fara í gegnum þjálfaðar hendur þeirra. Seðlar, sem við förum illa með, dæma þær úr leik og um leið og þær telia seðlana, ber þeim aö hafa 1 huga, að jafnvel á ís- landi geta falsaðir seðlar veriö í umferð. — Beztu tæki til að finna falsaða seðla eru fingur- gómar mannsins, því erfiöasta raun peningafalsara er að fá rétta áferö á seölana og réttan pappír. — Það eru raunar fleiri en þessar stúlkur, sem fylgjast meö fölskum peningaseðlum, t. d. gjaldkerar bankanna, sem hafa flestir fengið nær yfir- skynlega tilfinningu fyrir seöl- um. Þegar stúlkurnar sjö koma til vinnu, ganga þær um 1 aðal- afgreiðslusal Landsbankans, þó að vinnuveitandi þeirra sé ekki Landsbanki Islands, heldur Seðlabanki Islands, sem greind- ist algjörlega frá Landsbankan- um sem stofnun árið 1961, en hafði aö nokkru leyti verið aö- greindur frá 1957. Stofnanirnar lifa þó enn í nánu sambýli í sama húsnæðinu, en Seðlabank- inn hyggst reisa sér hús yfir starfsemina fljótlega vegna plássleysis í Landsbankahúsinu, sem verður ætíð meira áberandi eftir því sem starfsemi stofn- ananna þenst út. Stúlkumar hverfa inn um lítt áberandi dyr á afgreiöslu saln- um, en innan við dyrnar liggur hringlaga stigi niður £ kjallara hússins. — Neðst í stiganum girðir sterklegur jámgrindar- veggur af allan stigann. — Þær hringja á bjöllu og eftir skamma stund kemur 'vörður að járn- grir.dinni innan frá, — lftur sem snöggvast á stúlkurnar, dregur upp lykil og hleypir þeim inn. Tíðindamenn Vísis gengu ný- lega þessa sömu leiö í fylgd með Birni Tryggvasyni, skrif- stofustjóra Seðlabankans, í þeim tilgangi aö kynna sér starfsemi seölagreiningardeildar Seðla- bankans. — Voru forráðamenn bankans svo vingjamlegir, að hleypa okkur, fyrstum blaða- manna, inn í þessa leyndustu afkima stofnunarinnar. Ljós- myndaranum var tilkynnt áður en við lögðum af stað niður £ kjallarann, aö honum væri ekki heimilt, að taka myndir alls staðar á leiðinni vegna öryggis- reglna, sem bankinn setur sér. Þegar okkur hafði verið hleypt inn fyrir járngrindarvegg- inn, varð okkur starsýnt á járn- grindahurö, sem lokaði af lít- inn sa! á vinstri hönd — Ljós- myndarinn gerði sig líklegan til að smella af mynd, en var fljót- lega stöðvaður. — Þarna blasti sem sé við þaö „frystihús" landsins, sem líklega þarf hvað minnstar áhyggjur að hafa vegna rekstrargrundvallarins, — seðlageymsla Seölabankans, sem er aðalféhirzla landsins. — Hvaö er geymt þarna mikið fé? spyrjum við, en Bjöm svarar með tvíræðu brosi að hann viti þaö ekki. — Það má þó skilja Afköst dagsins, 15.3 milljónir. Seðlarnir 1 skúffunni tíl vinstri hafa verið dæmdir úr umferð. Mest gengur úr af minnstu seðlunum, 5 kr., 10 kr. og 25 kr. Meðalumferðaraldur 5 kr. seðlanna er um 12 mánuðir, en 1000 kr. seðlanna þrjú ár. Rammgerður stálgrindarveggur er fyrir innganginum inn í kjall- arann, en hann er eitt af fleiri öryggistækjum, sem koma í veg fyrir óþarfar heimsóknir £ eitt eftirsóknarverðasta „frystihús“ iandsins. af brosinu, að upphæöin skipti frekar þúsundum en hundruð- um milljóna króna. — Þetta er þó aðeins pappir þar til Seðlabankinn hefur veitt þvi út í veltuna, segir Björn. — Viö bankastarfsmenn hætt- um aö líta á peninga öðrum aug um en sem pappír, þ. e. meðan á vinnu stendur. Eftir þetta intermesso er haldið áfram eftir gangi, þar til komið er að herbergi út við Austur- stræti. — Daufa dagsskímu leggur inn i herbergið úr glugga upp við loft herbergisins, en á milli rimla í glugganum má greina fætur vegfarenda, sem hraða sér eftir götunni fyrir utan. I herberginu er hljótt nema suð heyrist i sjö seðlatalningar- vélum og situr stúlka við hverja vél og fóðrar hana á seðlum. — Eini karlmaðurinn í herberginu, Sigfús Styrkárson, kemur á móti okkur. — Hann stjórnaði deildinni þennan dag, en vfir- maður deildarinnar Torfi Ólafs- son var vant við látinn. — Þó að Sigfús sýni okkur starfsem- ina ásamt Birni af mestu vin- semd, má þó finna, aö hann er ekki nema mátulega ánægður með heimsókn utanaðkomandi í deildina. Vinnudeginum er aö verða lokið, en að honum lokn- um veröur hann að skila aðal- gjaldkera bankans sömu upp- hæö og hann fékk til að greina um morguninn — Upphæðin, sem deildin fær til meðferðar á hverjum degi er nokkuð mis- jöfn frá degi til dags, eftir því hvernig seðlamir skiptast eftir verðmæti, — liggur á bilinu frá 15—30 milljónir. Tilgangurinn meö seðlagrein- ingunni er fyrst og fremst sá, að skilja frá seðla sem eru orðn- ir mjög illa famir og taka þarf úr umferö, en einnig er tilgang- urinn sá, aö telja seðlana í 100 Framh á bls. 13. Sigfús Sj;yrkársson gatar 100 seðla búnt, sem dæmt hefur verið úr umferö. i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.