Vísir - 10.04.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 10.04.1967, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Mánudagur 10. apríl 1967. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Pramkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri; Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innánlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Framkvæmdaáætlunin Qárungamir segja, að ekki sé hægt að láta áætlanir standast hér á landi. alltaf vanti eitthvað upp á og oftast meira en lítið. Þessi kenning var rækilega af- sönnuð á föstudaginn, þegar fjármálaráðherra skýrði á Alþingi frá reikningsskilum fyrstu íslenzku fjög- urra ára áætlunarinnar fyrir árin 1963—1966. Sú áætl- un stóðst ekki aðeins, heldur fóru framkvæmdir á flestum sviðum langt fram úr því, sem áætlað var. Athyglisvert er, að það voru einmitt framkvæmdir í atvinnuvegunum, sem fóru svo langt fram úr áætlun. Engin dæmi eru um aðra eins nýsköpun í atvinnu- lífinu eins og átt hefur sér stað undanfarin fjögur ár. Sér þess hvarvetna merki, í nýju skipunum og nýju flugvélunum, í nýju fiskvinnslustöðvunum og nýju iðjuverunum. Á fjórum árum hefur orðið alger stökk- breyting í atvinnuvegunum. Hins vegar voru framkvæmdir hins opinbera, eink- um ríkisins, í samræmi við áætlunina. Ríkisstjórnin hefur fylgzt náið með hinni miklu spennu, sem ný- sköpunin hefur orsakað, og reynt að hamla gegn henni með því að hafa sínar eigin framkvæmdir í hófi. Ef til vill má líta svo á, að hún hefði mátt ganga lengra á því sviði, en þar á móti kemur hin óseðjandi þörf fyrir framkvæmdir ríkisins á öllum sviðum, í vegum, skólum, sjúkrahúsum o. s. frv. Framkvæmdaáætlunin fyrir 1967 fylgir svipuðum meginsjónarmiðum og fjögurra ára áætlunin. Þrátt fjnir hina miklu örðugleika, sem hafa steðjað að þjóð- inni í kjölfar lækkandi útflutningsverðs, er sóknin söm og jöfn sem áður. Framkvæmdir í ár eru ráð- gerðar meiri en nokkru sinni fyrr í sögu landsins. Þar vega þungt á metunum hinar miklu framkvæmd- ir við Búrfell og Straumsvík, sem koma nú á heppi- legu andartaki, einmitt þegar nokkuð hefur slaknað á efnhagsspennunni. Á síðustu árum hefur verið byggt upp svo sterkt efnahagskerfi, að það þolir vel áföll eins og verðfallið á útflutningsafurðunum. Þjóð- in á digra gjaldeyrisvarasjóði og meira lánstraust en nokkru sinni fyrr. Þessi styrkur efnahagskerfisins gerir þjóðinni fært að sækja fram í ár í enn ríkara mæli en fyrri ár. Hins vegar mun ríkisvaldið halda tiltölulega mikið að sér höndum í framkvæmdum sínum. Á það að vega á móti spennunni í atvinnulífinu og stórfram- kvæmdunum. Þetta er ekki auðvelt hlutverk, því úr öllum áttum er kallað á framkvæmdir ríkisins. Það er ekki létt verk að neita framkvæmdum, sem allir sjá, að eru mjög þarfar og nauðsynlegar. En það væri nýtt, ef hægt væri að gera allt, sem þörf er á að gera. Ríkisvaldlð hefur gefið atvinnuvegunum forgang að framkvæmdum og með því móti byggist atvinnulífið hraðar upp. Heldur Kanellopoulos völd- unum fram yfir kosningúr? Hvað gerist i Grikklandi á þeim vikum sem framundan eru og þar til þingkosningar eru um garð gengnar og þjóðin hefir fengið að leggja sín lóð á vogar- skálarnar? Um þetta er spurt og menn eru á sama máli um það, að allt sé frekar ótryggt, þótt mynduð hafi verið bráðabirgða- stjórn. Pappandreu gamli, leiðtogi stærsta þingflokksins er reiöur og fleiri flokksleiðtogar gagn- rýna Konstantín konung fyrir þá ákvörðun hans, að fela Kanell- opoulosi leiðtoga þjóðemisradi- kala að mynda bráðabirgða- stjórn, en líklega eru þeir fleiri, sem telja, aö konungurinn hafi gert hið eina rétta. Panayotis Kanellopoulos er 65 ára. Konungurinn bað hann er fílósóf, heimspekingur, and- ans maður, og liggja eftir hann bækur, um sögu mannsandans í Evrópu, „þróun sonnettunnar" og fleira og fleira. Hann tók við forustu þjóð- ernis-radikala sambandsins, er stofnandi þess Konstantine Karamanlis, gerðist stjórnmála- legur útlagi í París, beiskur vegna fyrsta stjórnmálaósigurs síns. Kanellopoulos er kvæntur systurdóttur hans. Kanellopoulos er fæddur í Patras á Suður-Grikklandi. Ör- lög eins frænda hans í móður- ætt höfðu mikil áhrif á hugs- analíf hans en Kanellopoulos var um tvítugt, er þessi frændi hans — Demetrios Gopumaris — forsætisráðherra og fimm ráðherrar hans voru teknir af 1 ) l 1 KONSTANTÍN, vandanum vaxinn. að mynda stjóm og leita trausts þingsins, sem vafasamt er þó að Kanellopoulos fái, en hann ákvað að mynda minnihluta- stjóm og rjúfa ekki þing strax, en gera það þó eigi síöar en í maílok. Raddir hafa heyrzt um, að Kanellopoulos ætli sér að rjúfa þing, er þar að kemur, hvórt sem hann fær traust sam- þykkt á sig og bráðabirgðastjóm sína eða ekki. Það er búist viö að flokkur Pappandreu og ef til vill tveir aðrir flokkar greiöi atkvæði gegn Kanellopoulosi, en þessir þrír flokkar ráöa samtals yfir um 200 af 300 þingsætum. Kanellopoulos hefur veriö þátttakandi £ grískum stjóm- málum í rúma þrjá áratugi, og oft komið fram sem sá, er bera vill klæði á vopnin og er mikill mannasættir Veröur held- ur aldrei um hann sagt eins og svo marga aðra gríska stjórn- málaleitoga, aö hann sé í þessu vegna þess að því fylgi hlunn- indi og hagnaður, . að vera flokksleiðtogi á Grikklandi, þar sem margir líta á stjörnmál sem ,,sport“ eða „föndurstarfsemi", sem geti ef vel er á haldið verið „fjári góður bisness" hærra en slíltir fuglar, — hann Kanellopoulos svífur miklu lífi, að ákvörðun byltingar- stjórnar, sem kenndi þeim um ósigurinn í styrjöldinni við Tyrkland 1920—1922 ... ... Innanríkisráöherra í þá- verandi byltingarstjórn var Geosge Pappandreu, keppinaut- ur Kanellopoulos nú. Það eru langir skuggar á vettvangi griskra stjórnmála, segir um þetta í yfirlitsgrein, sem hér er stuðzt við ... Það var árið 1935, sem Kan- ellopoulos stofnaði sinn eigin flokk, Þjóðernis-bandalagið, en áriö eftir gerði einræðisstjórn Metaxas hershöföingja hann út- lægan og flutti hann til fjar- lægrar eyjar. Þegar ítalir réöust inn £ Grikkland geröist hann sjálfboðaliði. Áriö 1941 starfaði hann mikið i leynifélagsskapn- um („neðanjarðarhreyfing- unni“), en þá höfðu Þjóðverjar ruðzt inn i landið. Síðan sam- einaöist hann grísku útlaga- stjóminni, sem starfaði i Aust- urlöndum nær, og var hermála- ráöherra og varaforsætisráð- herra. Eftir aö Grikkland varð frjálst aftur var hann ráðherra í hverri ríkisstjóminni af annarri og var forsætisráðherra í 22 daga, er Grikkland reyndi hvort tveggja: Að losa sig úr viðjum hemáms PAPPANDREU, reiður... nazista og forðast aö lenda í viðjum kommúnista. , Hann var varaforsætisráð- herra í stjóm Papagos. Hann varð fyrir vonbrigðum, er Páll konungur valdi Karamanlis eft- irmann Papagos, og hugleiddi þá aö hætta þátttöku í stjórnmál- um, en siðar tókst þó samstarf með honum og Karamanlis og varð hann eftirmaður hans. „Kanellopoulos er reyndur, hygginn stjómmálamaður. Menn ættu að forðast að meta hann minna en hann hefir til unniö, og menn ættu ekki að vera of fljótir á sér að fella dóm yfir Konstantin konungi, sem tókst við erfiðar aðstæður aö leysa stjórnarkreppu lýðræðislega . .. og loks ættu menn ekki heldur að vanmeta hvers öldungurinn Pappandreu er megnugur". Það er mikið rætt um hver vandi Kanellopoulosi sé á hönd- um og bráðabirgðastjórn hans, en um þaö ber flestum saman, að ekki sé öðrum betu. treyst- andi en honum til að hafa t'or- ustuna næstu vikur. Reynsla hans,^ hyggindí og rósemi sam- fara vilja til sátta gætu ef til vill tryggt friðsamlegri Kosninga- baráttu en menn höfðu þorað að gera, sér vonir um. — (Að mestu þýtt) KANELLOPOULOS, róiegur...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.