Vísir - 11.04.1967, Blaðsíða 1
• » V«.- • «*• • • *> ' <$t •
VISIR
57. árg. — Þriðjudagur 11. apríl 1967. - 82. tbl.
Samhljóða grunntilboð
hjá 4 tryggingafélögum
Innkaupastofnun rikisins aug- starfsmanna o« bárust tilboð frá
lýsti í haust eftir tilboðum í 8 tryggingarfélögum. Það hefur
ferða- og slysatryggingar ríkis- vakið athyglj að fjögur þcssara
Þjófamir höfðu lagt undir sig
memlamt hús við Ártúnshöfða
tilboða hljóða upp á nákvæm-
lega sama grunnverð, en hins
vegar dálítinn afsláttarmismun.
Fjögur tilboðanna virðast ekk-
ert eiga sameiginlegt.
Útboðið var i tveimur liðum,
annars vegar var auglýst eftir
tilboðum í ferðatryggingu 100
ótiltekinna manna. Tryggingin
sem sagt ekki miðuð við neina
sérstaka, heldur nær hún tii
þeirra manna, sem ferðast á veg
um ríkisins hverju sinni, 100
eða færri. Hér er um nýlundu
Framh. á bls. 10
i
Fleygðu öðrum peningaskápnum í fjöru í Hvalfirði
en fluttu hinn í mannlausa húsið — Fatataska
merkf öðrum innbrotsÞjófnum kom up p um þá
Eins og lesendur muna, var
brotizt inn í bækistöðvar Lands-
simans við Sölvhólsgötu, að-
faranótt föstudagsins 31. marz
s.l. og stolið þaðan peninga-
skáp sem m. a. voru í um 90
þúsundir króna. Aðfaranótt
sunnudagsins 2. apríl var brot-
izt inn á skrifstofur Alliance
h.f. og þar var einnig stolið
peningaskáp sem í voru skjöl
fyrirtækisins en lítið eða ekkert
af peningum. Þjófamir náðust
að kvöldi sunnudagsins á veit-
ingahúsi í borginni og hafði
þeim tekizt að eyða peningun-
um að mestu.
Samkvæmt upplýsingum Egg
erts Bjarnasonar hjá rannsókn-
arlögreglunni, óku þjófarnir
öðrum skápnum upp í Hvalfjörð
og hentu honum þar niður í
fjöru, en hinum skápnum komu
þeir fyrir í mannlausu húsi inn
viö Ártúnshöfða. Þetta hús hef-
ur staðið autt í vetur og munu
þjófarnir hafa haft einhverja
nasasjón af því, og lagt það
undir sig. Þeir voru svo óheppn-
ir, að eigandi hússins, Hilmar
Mýrkjartansson bifreiðarstjóri,
kom í hús sitt á laugardeginum
og sá hann þá að útihurðin var
brotin. Þegar inn kom, sá hann
peningaskápinn og fleiri að-
skotahluti, meðal annars verk-
færatösku og tösku með fötum
í og var hún merkt. Þjófarnir
höfðu lagt undir sig eitt her-
bergið í húsinu, en ekkert hreyft
í öðrum herbergjum og ekkert
höföu ,þeir skemmt, nema úti-
dyrahurðina.
Þjófarnir hafa báðir gerzt
brotlegir við lögin áður og voru
nýlega komnir austan af Litla-
Hrauni, og nú mega þeir búast
við að flytjast þangað austur
aö nýju.
Stjórnarfrumvarp um
kjarasamninga opinbera
starfsmanna
Ríkisstjórnin lacöi fram á AI-
þingi í gær frumvarp til laga um
breytingu til bráðabirgða á lögum
kjarasamninga opinberra starfs-
manna. í frumvarpi þessu er gert
ráð fyrir framlengingu uppsagnar-
frests kjarasamninga og að frestur
aöilja til að senda Kjaradómi grein-
argerðir framlengist.
Stjórn Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja er einhuga samþykk
frumvarpinu og þessari málsmeð-
ferð.
Þetta hús notuðu innbrotsþjófarnir við iðju sína.
Dcstf úr stiga á leií
um borð í skip sitt
Það slys vildi til um miðnætti
í nótt, að skipverji á brezka skipinu
Robert Hewett, sem liggur hér við
Ægisgarð, datt 3—4 metra niður úr
stiga, þegar hann var á leið um
borð. Hann og skipsfélagi hans |
gengu sem leið lá til lögreglustöðv-
arinnar og skýrðu frá atvikinu. —
Kvartaði sá er datt undan verk í
baki og var hann fluttur á Slysa-
varðstofuna, þar sem hann lá i
nótt.
Moður finnst lútinn j
í höfninni
Rétt fyrir klukkan 3 í nótt komu
fjórir menn á Lögreglustöðina og
kváöust hafa séð mann á floti í
höfninni, rétt við Grandagarð. Fór
lögreglan strax á vettvang og
tókst fljótlega aö ná manninum
upp úr sjónum. Var hann þá lát-
inn. Armbandsúr á handlegg
mannsins hafði stöðvazt, þegar
klukkuna vantaði 15 mínútur í eitt
og eru því líkur fyrir því, að
maðurinn hafi legið 1 höfninni í
nokkurn tíma. Maðurinn látni,
tæplega sextugur að aldri, var skip-
verji á mótorbátnum Hafnarberg,
sem er hér 1 höfn.
474 milljón kr. greiðslu-
afgangur ú árinu 1966
Úr ræðu fjármálaráöherra um afkomu ríkisins
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra, flutti í sameinuðu þingi á
laugardaginn s. 1. ræðu, bar sem
í'.ann gerði grein fyrir fjárhags-
afkomu ríkissjóðs árið 19GG.
Greiðsluafgangur ríkissióðs á árinu
1966 varð, skv. bráðabirgðayfir-
iiti, 474 milliónir kr. og heildar-
staða ríkissjóðs hjá Seðlabankan-
um hafði batnað um 331,2 millj-
ónir kr.
Tekjur á rekstrarreikningi urðu
4.642,2' milljónir kr., en þaö var
847,8 milljónum meira en áætlað
hafði verið.
Gjöld á rekstrarreikningi uröu I
3.928.7 milljónir kr., sem var 320,5
milljónum meira en áætlað hafði
verið.
Árið 1962 varð greiðsluafgangur
hjá ríkissjóöi 101 millj., 1963 varð
hann 124 millj., en árið 1964 varð
hins vegar greiðsluhalli að upp-
hæö 257,8 millj. og 1965 varð gnn
greiðs!uhalli,90.7 millj. Sá halli
hefur nú verið jafnaöur.
Það vakti athygli þeirra þúsunda, sem horfðu á handknattleiks-
keppni islendinga og Svía, að með Lúðrasveitinn! Svan lék lítil
stúlka á konsertflautu. Þessi stúlka er aðeins 11 ára gömul skóla-
stúlka i Barnaskóla Garðahrepps og heitír Guðríður Valva Gísla-
dóttir, en faðir hennar, Gísli Ferdinandsson, leikur einnig í hljóm-
sveitinni á sama hljóðfæri og hefur gert í 15 ár. Guðríöur byrjaði
10 ára gömul að læra á blokkflautu, en fékk síðan meira verkfæri
upp í hendumar sem jólagjöf frá foreldrum sínum. Myndin er
af Guðríöi Völvu á sínum fyrstu tónleikum með lúðrasveitinni i
Laugardalshölllnni á landsieiknum.
l\