Vísir - 11.04.1967, Page 3
VÍSIR
~ ~innim—
Þriðjudagur 11. apríl 1967.
Kvenfélög sókn-
anna í Reykjavík
— Spjallaö við formennina um starfsemina
Eftir því sem Kvennasíðan hefur komizt næst er tala kven-
félaga, sem starfandi eru í landinu, farin að nálgast 200.
Sum þeirra eiga langan starfsferil að baki, en önnur eru ný-
stofnuð og eru rétt að byrja að vinna að þeim verkefnum,
sem þau ætla að taka að sér. Málin, sem kvenfélögin hafa á
stefnuskrá sinni, eru mörg og ólík, - einn félagahópurinn
vinnur fyrir kirkjuna, annar fyrir stjórnmálafélög, þriðji fyrir
líknarfélög og þannig mætti lengi telja. Flest munu þau kven-
félög vera, sem kenna sig við prestaköllin og er aðalverkefni
þeirra að búa kirkjurnar að innan, en auk þess beita þau sér
fyrir margþættu starfi í sinni sveit eða sókn. Til þess að gefa
nokkra hugmynd um störf þessa hóps átti Kvennasíðan tal
við formenn sóknakvenfélagánna í Reykjavík, en þau eru
átta að tölu. Birtast fjögur þeirra í dag, en hin fjögur á
Kvennasíðunni á fimmtudag. Einhver kann að sakna Dóm-
kirkjusafnaðarins, en þar er ekki starfandi kvenfélag, heldur
aðeins kirkjunefnd kvenna, sem starfar á líkum grundvelli
og kvenfélögin.
Vivan Svavarsson, formaður
Kvenfélags Laugarnessóknar.
— Kvenfélag Laugamessókn-
ar var stofnað 6. apríl 1941,
þannig að þaö átti aldarfjórö-
ungsafmæli fyrir einu ári. Þeg-
ar félagiö var stofnað var sókn-
in miklu stærri en hún er nú,
henni hefur oft verið skipt og
voru Langholtsprestakall, Há-
teigssókn, Ásprestakall og
Bústaöasókn áður í Laug-
arnessókn. Hefur félögum
því fækkað og eru konurnar nú
um 100. Margar af þeim kon-
um, sem vom forystukonur í
kvenfélagi Laugarnesssóknar
hafa síðan orðið kiami í öömm
yngri kvenfélögum. Það hefur
lítið verið gert að því að reyna
að fjölga konunum aftur því aö
félagsheimilið undir kór kirkj-
unnar er ekki stórt.
— Á fyrstu árum kvenfélags-
ins beindist starfsemin að því
að safna fé til kirkjubyggingar-
innar og var farið ýmsar leið-
ir til fjáröflunar. Lögðu félags-
konur mikiö á sig og gengu m.
Vlvan Svavarsson
a. i hvert hús í sókninni söfn-
uðu fé og skráðu allir í sókn-
inni nöfn sín inn í bók, sem nú
liggur frammi í anddyri kirkj-
unnar.
— Markmið félagsins er að
sjálfsögöu aö styðja kristilegt
safnaðarlíf og vinna að málefn-
um kirkju og safnaðar. Eru
haldnir fundir fyrsta mánudag
hvers mánaðar yfir vetrarmán-
uðina. Eru þeir með kristilegu
sniði en jafnan til fróðleiks og
skemmtunar. Félagið hefur hald
iö föndumámskeiö, t. d. var
námskeið í ryahnýtingu í vetur
og einnig vora nokkrar konur
í postulínsmálun. Á sumrin
liggja fundir niöri, en einu
sinni á sumri förum viö i ferða-
lag.
Félagið hefur reit í Heiðmörk
og höfum við fariö þangaö í
gróöursetningarferð á hverju
vori allt frá því að gróðursetn-
ing hófst þar.
Yfir sumarmánuöina eru þó
haldnir saumafundir hálfsmán-
aöarlegn þar sem unnir em mun
ir á basarinn sem félagiö held-
ur árlega til fjáröflunar. Aðrar
fjáröflunarleiðir nú eru kaffi-
sala sem höfö er á uppstigning
ardag og merkjasala annan
sunnudag í febrúar. Ágóðinn af
merkjasölunni fer _alltaf í að
styöja eitthvað ákveölð, t. d.
rann hann til Hnífsdalssöfnun-
arinnar í vetur.
__ Kvenfélagið hóf árið 1964
í samráði viö Elliheimiliö að
sjá um íótaaðgeröir fyrir aldrað
fólk. Er þaö vikulega og hefur
aðsóknin veriö mjög mikil. í
vetur var svo byrjað á að veita
öldruðum konum hárgreiðslu
við lágu verði. — S. 1. tíu ár
hefur skemmtun fyrir aldraö
fólk veriö fastur liður hjá kven
félaginu og eru skemmtanirn-
ar haldnar í Laugarnessskóla
Höfum við mætt mikilli velvild
skólastjóra og húsráöenda skól-
ans og hafa skemmtanirnar ver
ið sérlega ánægjulegar.
— Næsta mál á dagskrá í sam
bandi við aldraða fólkið í söfn-
uðinum er að við ætlum aö
reyna að koma á eins konar
þjónustu við þaö — heimsækja
fólk sem býr eitt út af fyrir sig,
hafa samband við það og að-
stoða það ef það þarf á aðstoð
að halda. Erum við að bíöa eft-
ir að fá íbúaskrá hjá ellimála-
fulltrúa borgarinnar, en þegar
við höfum fengið hana vonumst
við til að þessi starfsemi hefjist
sem fyrst.
Ingibjörg Thorarensen.
Ingibjörg Thorarensen, for-
maöur Kvenfélags Neskirkju.
— Kvenfélag Neskirkju, sem
í lögum félagsins heitir Kven-
félag Nesprestakalls var stofn-
aö af sóknarprestinum, séra
Jóni Thorarensen 23. nóvember
1941, nokkru eftir að sóknin
var stofnuð. Hefur starf félags-
ins vaxiö mikið. Fyrstu árin var
aðaláherzlan lögð á fjáröflun en
upp á síðkastið eftir að kirkjan
var fullbúin hefur heldur veri'ö
slakað á henni og félagskonur
snúið sér meira aö menningar-
og mannúöarmálum.
— Félagsstarfsemin hefst í
október á haustin og stendur
fram í maí og eru félagsfundir
haldnir einu sinni í mánuði. Hér
áður fyrr, meðan kirkjan var
ennþáT byggingu þurfti oft að
boða til funda yfir sumartím-
ann þegar taka þurfti ákvaröan
ir um mikilvæg mál sem ekki
gátu beðið. Starfsemin liggur
þó ekki alveg niðri á sumrin
því að við förum í eitt feröalag
á sumri og stundum förum við
í berjaferðir á haustin.
— Á félagsfundum ræöum
við aö sjálfsögðu þau mál, sem
liggja fyrir í hvert skipti en
auk þess er haft eitthvaö sem
er konunum til skemmtunar og
fróðleiks. Hafa þar margir veitt
okkur lið og góðir listamenn
komið og skemmt okkur með
söng og annarri skemmtun. í
nóvember höldum við upp á af-
mæli félagsins með sérstakri
hátíð. í nóvember höfum viö
basar, hlutaveltu og seljum
kaffi. Aðrar helztu fjáröflunar-
leiðir eru útgáfa korta og
merkjasala. Um jólin færum viö
öldruðu fólki jólagjafir og einn
ig efnalitlu fólki, og þegar slys
eða sérstaka erfiðleika hefur
borið að höndum hefur félagið
oft lagt fram fé og veitt sam-
skotum styrk.
— Kvenfélagið heldur
skemmtun fyrir aldrað fólk í
sókninni í janúar og síðari
hluta vetrar er haldinn spila-
fundur. Á vorin höfum við svo
kaffidag, seljum kaffi og kökur
til fjáröflunar. Allan apríl
leggja félagskonur fram mikla
vinnu í sambandi við fermingar
kyrtlana og hefur kvenfélagið
séð alveg um þá eins og kirkju-
kvenfélögin yfirleitt.
Starfsemi kvenfélagsins fer
öll fram í félagsheimilinu í Nes
kirkju en það var tekið í notk-
un fyrir rúmum áratug. Fram
til þess var félagið sífellt á
hrakhólum meö fundi og aðra
starfsemi og má segja aö þeir
séu fáir samkomusalirnir í
Reykjavík sem félagið hefur
ekki einhvern tíma fengið afnot
ar. Aðstaðan í félagsheimilinu
er öll hin bezta og hefur kven-
félagið séö um aö búa þaö
ööru en húsgögnum — sett upp
gardínur, gefið teppin, píanóið
o. fl. Eldhús er í félagsheimil-
inu og er hægt að framreiða
kaffi fyrir 300 manns. Standa
félagskonur þar fyrir veitingum
og gefa félaginu þá það, sem
inn kemur fyrir kaffi og kökur.
- Kvenfélagið hefur ekki að-
eins gefiö hljóðfæri í félags-
heimiliö heldur og pípuorgeliö
í kirkjuna sjálfa. Einnig hefur
það gefiö hökla, og rikkilín og
mest allt silfur kirkjunnar svo
að eitthvað sé nefnt. Ferming-
arkyrtlana gaf það eins og/ég
sagði áðan og einnig kyrtlana
sem söngfólkið klæöist.
— Fjórar konur hafa gegnt
formannsstöðu frá stofnun: Ég
var fyrsti formaöurinn og hef
veriö það í 19 ár í þrem áföng-
nm, Áslaug Sveinsdóttir var í
eitt ár, Ólafía Marteinsson í
2 ár og Halldóra Eyjólfsdóttir
í 4 ár.
— Við teljum það forrétt-
indi að hafa starfað fyrir gott
málefni, og með þakklæti get
ég minnzt á ágætt samstarf:
Þóra Einarsdóttir, formaður
Kvenfélags Hallgrímskirkju.
- Kvenfélag Hallgrímskirkju
var stofnað 8. marz 1942, ári
eftir að sóknin var stofnuð Verð
ur afmælisins minnst 12. apríl.
Fél. varð strax mjög fjölmennt
og voru konur flestar um 300,
en nú eru margar látnar og
em félagskonur nú um 200.
— Þegar félagið var stofnaö
komu í það konur úr allri
Reykjavík því að kirkjan er
landskirkja og konur mega því
vera í kirkjukvenfélögum utan
sinna sókna. Sigurgeir heitinn
biskup var okkar aðalráðgjafi
við stofnun félagsins.
— Guðrún Jöhannsdóttir
skáldkona frá Brautarholti var
fyrsti formaöur félagsins en
er 'hún varö að hverfa frá sök-
um veikinda tókum við frú
Magnea núverandi biskupsfrú
við í sameiningu í eitt ár. Séra
Sigurbjörn var þá annar sókn-
arpresturinn. Gegndi Magnea
síðan formennsku í eitt ár, þá
ég i 7 ár, Guörún Ryden í 10
ár og 1962 tók ég við aftur.
— Kvenfélagið var, eins og
önnur kirkjukvenfélög fyrst og
fremst stofnað til þess að sjá
um innri búnaö kirkjunnar, en
áður en hægt var að fullnægja
því verkefni varð kirkjan aö
3
rísa af grunni. Hefur kvenfé-
lagið því oft lagt fé beint í
byggingu kirkjunnar og samtals
nemur það 5% af byggingar-
kostnaðinum til þessa. Kvenfé-
lagið hefur gefið bæði orgel og
messuskrúða í litlu kirkjuna
sem notuð er, en hinn gullfall-
ega svarta hökul, sem aðeins er
notaður á föstudaginn langa
saumaði og gaf frú Unnur Ól-
afsdóttir. — Kirkjunni hafa bor
izt margir aðrir fallegir munir
að gjöf.
— Á fyrstu árum kvenfélags-
ins héldum við tvö sumur úti-
skemmtun í Hljómskálagarðin-
um í fjáröflunarskyni og var
mjög skemmtilegt að vinna við
þær. í síðara skiptið höfðum
við skemmtunina tvo daga í
röð og höfðum við 37 þúsund
upp úr og þaö var góður pen-
ingur í þá daga. Þetta var á
stríðsárunum og lánaði herinn
okkur tjöld — fluttar voru ræö
Framh. á bls. 13.
Laufey Eirí'ksdóttir.
Laufey Eiríksdóttir, formaöur
kvenfélags Háteigssóknar.
— Kvenfélag Háteigssóknar
var stofnað fyrir 14 árum, 17.
febrúar 1953 nokkrum mánuð-
um eftir aö sóknin var stofn-
uð. Tilgangurinn var, eins og
stendur I lögum félagsins að
efla kirkjulegt safnaðarstarf og
vinna að nauðsynjamálum safn
aðarins eins og hentugast er á
hverjum tíma.
- Félagsfundir eru haldnir
mánaðarlega yfir veturinn, i
fyrstu fyrsta þriðjudag hvers
mánaðar, nú fyrsta fimmtudag.
Hafa þeir ávallt verið haldnir i
Framh. á bls. 13.