Vísir


Vísir - 11.04.1967, Qupperneq 16

Vísir - 11.04.1967, Qupperneq 16
VISIR ÞriSjudagur 11. apríl 1967. m r • r Sýmr i Bogcssnlnunt S.l. laugardag opnaði Gunnar Friðriksson sýningu á vatnslita myndum í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Á sýningunni eru um þrjátíu og fimm myndir. Gunnar Friðriksson er ætt- aður frá Sauðárkróki, sonur hjónanna Frlðriks Jiilíussonar og Fiólu Jónsdóttur. Þetta er fyrsta sýning Gunnars, en hann hefur stundað nám í Myndlista- og handíðaskólanum og Mynd- listaskólanum í Reykjavik. Sýningin verður onin næstu viku kl. 2—10 eftir hádegi. ÞEIR TALA í KVÖLD □ Eldhúsdagsumræður verða í út- varpinu í kvöld og byrja kl. 8. Umræðumar halda svo áfram á fimmtudagskvöld. Röð flokk- anna í kvöld er þessi: Alþýðu- bandalag, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðu- flokkur. □ Ræðumenn Alþýðubandalagsius verða þessir: I fyrri umferð Lúðvík Jósepsson og í seinni um ferð Geir Gunnarsson og Björn Jónsson. Ræðumenn Sjálfstæð- isflokksíns verða þessir: í fyrri umferð Bjami Benediktsson og £ seinni umferð Ingólfur Jóns- Framhald á bls. 10. Elisabeth Taylor og Paul Scoffield fengu Oscarsverðlaunin í ár Oscarsverðlaunum hef- ur verið úthlutað og fékk Elisabeth Taylor þau sem bezta leikkon- an fyrir hlutverk sitt í „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“, en Paul Scoffield hlaut verð launin sem bezti karl- leikarinn. Þau em bæði brezk. Hún hef- ur fengið Oscars-verölaun áður, en hann aldrei fyrr. Hlaut hann nú verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni „A man for all seasons“, sem var valin bezta mynd ársins. Kvikmyndaleik- Paul Scoffield. konan Wendy Miller tók viö verðlaununum fyrir hans hönd og lýsti hún honum sem einum „vingjamlegasta og vinsælasta leikara lands míns“. Liz Taylor er sjötta konan, sem hlýtur Oscarsverölaun. I fyrra skiptið hlaut hún þau fyr- ir hlutverk sitt í kvikmyndinni „Butterfie1d“. Tugmilljónir manna fylgdust með athöfninni, sem fór fram í Santa Monica i Hollywood, en athöfnin hófst 2 klst. eftir að aflétt var verkfalli sjónvarps- manna, sem háö var vegna dei'lu um kaup og kjör og stóð 13 daga. Anna Banccroft tók viö verðlaununum fyrir hönd Elisa- beth Taylor. „Ég er sannfærð um, að hún er stolt af þessum sigri“, sagöi Anna. Kvikmyndin „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?" hlaut alls 13 verðlaun. Patricia Neal tók við verðlaun um fyrir beztu erlendu myndina — hina frönsku kvikmynd Claude Lelouch’s „Maður og kona“ en handritið að kvik- myndasögunni var líka efst á lista sem handrit skrifaö sér- staklega fyrir kvikmynd. Endurskoðun vegaáætlunar fyrir árin 1967 og '68 lögð fyrir Alþingi Lögð var fram á Alþingi í gær þingsályktunartillaga um endur- skoðun vegaáætlunar fyrir árin 1967 og 1968. Þingsályktun þessi er flutt samkvæmt því, se fyrir er mælt í 17. gr. vegalagu -:n þar er kveðið svo á, að vegaáætlun skuli endurskoðuð, þegar hún hef- ur gilt í tvö ár. Frá því vegaáætlun fyrir árin 1965—1968 var samþykkt, hefur ráðstöfunarfé vegasjóös verið auk- ið með breytingum á vegalögum. Af þessu, svo og af verðlagsbreyt ingum, leiðir, að bæöi tekna- og gjaldamegin í áætlur. fyrir árin 1967 og 1968 þarf að gera leið-1 1 réttingar. i Stórtjón hefur orðið á þessum j vetri á ýmsum vegamannvirkjum j af völdum veðra og náttúruham-' fara. Má þar t. d. nefna brýrnari á Jökulsá á Sólheimasandi og Eld- vatni. Verður því ekki hjá því kom izt að taka viö endurskoðun vega-1 áætlunar nú, upp í gjaldaáætlun verk, aðallega brúargerðir, sem ekki eru í gildandi vegaáætlun. Kommúnistar sigruðu í Alþýðubandaiaginu Kommúnistar báru algeran sii;- ur af hólmi á stormasömum funuj í Alþýðubandalagi Reykjavíkur um helgina og komu mönnum sín- um í öll mikilvægustu sæti fram- boðslistans í Reykjavik. Fékk listi þeirra 254 atkvæði en listi Hanni- balista 81 atkvæði. Varð mikið upp- nám á fundinum, margir sögðu sig Surtur og Surtla ií ! ! í I Senn fer að líöa að sauðburði og þá hefst skemmtilegur tími fyrir börnin í sveitinni. Flestöll kaupstaðaböm fara á mis við þennan skemmtilega tíma, en þó eru nokkrir fjárbændur stað- settir Snnan bæjarmarkanna sem gaman er að heimsækja og fá að Iíta u iömbht smá „með bláa grön og klaufalega fætur“. — Hjá einum fjárbóndanum f Kópavogi fæddist lamb þann fyrsta apríl síðastliðinn og var það svört gimbur, sem átti svo snemma frumburð sinn. VSð sjá- um hina stoltu móður með af- kvæmi sitt á meðfylgjandl mynd. Lambið heitir Surtur, móðirin Surtla. úr bandaiaginu og er nú heitara í kolunum en nokkru sinni fyrr. Efstir á fellda listanum voru: 1. Magnús Kjartansson. 2. Einar Hannesson, 3. Eðvarð Sigurðsson. 4. Jón Baldvin Hannibalsson. Á samþykkta listanum voru þess- ir aðalmenn : 1. Magnús Kjartans- son. 2. EÖvarð Sigurðsson. 3. Jón Snorri Þorleifsson. 4. Ingi R. Helga- son. 5. Sigurjón Þorbergsson. 6. Adda Bára Sigfúsdóttir. 7. Þórar- inn Guðnason. 8. Jón Tímóteusson 9. Snorri Jónsson. 10. Sigurjón Pét- ursson, 11. Inga Huld Hákonardótt- ir. 12. Sverrir Kristjánsson. Elizabeth Taylor — Hver er hræddur .. ? Geta fengiS öll lyf erlendis frá Einn af stjórnarmönnum Apó- tekarafélags íslands sagði við blaöa mann Vísis í morgun að engin hætta væri á að hörgull vrði á lyf j- um þó að lyfjafræðingar væru í verkfalli. Sagði hann að apótekin hefðu fullan rétt á að kaupa hvaða lyf sem væri erlendis frá og mundi það gert meðan þörf þætti. Varðandi ummæli í einu morgun- blaðanna í morgun þar sem haft er eftir Iyfjafræðingum að lyfja- fræðingar hefðu eftirlit með þeim sendingum, sem koma erlendis frá, kvað hann það rangt. Pharmaco, innkaupasamband apótekara, mundi notfæra sér þann rétt sem það hefur til innflutnings lyfja. Þorvaldur Ari í úframhaldandi gæzluvarðhald Gæzluvaröhaldstími Þorvalds Ara Arasonar lögfræðings var orð- inn útrunninn og hefur hann veriö úrskurðaður í áframhaldandi gæzlu varðhald í allt að 60 daga. Undanfarið hefur farið fram á honum geðrannsókn, sem senn fer nú að ljúka. Er búizt við að henni verði lokið £ næstu viku. BINGð Hvatarkonur halda Bingó-kvöld I kvöld í Sjálfstæðishúsinu í Reykja vik og hefst það kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis og friáls öllum meðan húsrúm ieyfir Vinningar eru allir mjög eigulegir, flugferð til Kaupmannahafnar og til baka er stærsti vinnipgurinn, en aðrir vinningar eru húsgögn, málverk, hárþurrka og karlmannsúr að ó- gleymdum súrhvalnun. góða, sem hefur verið mjög vinsæll vinningur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.