Vísir


Vísir - 13.04.1967, Qupperneq 9

Vísir - 13.04.1967, Qupperneq 9
V 1 S I R . Fimmtudagur 13. apríl 1967. 9 VIÐTAL DAGSBNS ER VBÐ ÞÓRODD E. JÓNSSON |7g er staddur á skrifstofu Þór- odds E. Jónssonar, stórkaup manns að Hafnarstræti 17 í Reykjavík. Ég er hér ekki meö öllu á ókunnum slóðum, því þau ár, sem ég var einn í hópi þeirra manna, sem hafa ráð á ofur- litlu af æðardún og skinnvöru, reyndist mér venjulega bezt að leggja leið mína hingað. — Vertu velkominn, gamli vinur. Við skulum bvrja á því að fá okkur kaffisopa. Anzi er- um við nú orðnir gamlir og grá- ir, enda vist 40 ár, síðan við vor- um hér saman,- að vísu ekki í sama skóla, þú varst í Kennara- skólanum, en ég í VerzlunarskóL anum. Báðir blankir bændasyn- ir. Þú af Ströndum en ég Ár- nesingur. Þó gekk okkur vel, aBa a. m. k. sæmilega. — Já, Þóroddur, en manstu hvar . við hittumst fyrst ? — Sennilega á balli. — Já, einmitt. Á grímuballi hjá Rut Hanson, sem þá hafði dansskóla hér I bænum. Við vor- um snemma efnilegir. — Þú ert frá Þóroddsstöðum í Ölfusi, Þóroddur? — Já, foreldrar rnínir, Jón Jónsson og Vigdís Eyjólfsdóttir, bjuggu þar þangað til þau fluttu til Reykjavíkur. jþú byrjaðir með heildverzlun, Þóroddur ? — Já, ég haföi innflutning á ýmiss konar vörum allt fram til ársins 1954, en síðan hef ég ein- göngu snúið mér að útflutnings- verzlun, því ef vel á að vinna, þá er þar allveg fullkomið verk- svið og að mínum dómi mjög vandasamt að vera útflytjandi á ,,heiðarlegan hátt“. Verzlun- in er á svo mörgum sviðum of bundin hringum, samlögum o. s. frv. — Hver er þinn aðalútflutn- ingur? — Ég verzla mest með skreiö, einnig dálítið með húðir, skinn og grásleppuhrogn. — Mér sýnist, að það muni vera stórt hlutverk og mikils- vert að annast sölu á framleiðslu vörum landsmanna. Er það ekki rétt hjá mér ? — Jú, ég vil líta svo á, en því fylgir einnig mikil ábyrgð, af- koma atvinnuvega þjóðarinnar er svo mjög háð því hvernig til tekst með afsetningu fram- Ieiðslunnar. í því efni gildir engin ævintýramennska, sem þvi miður á sér þó alltof oft stað og veldur tvímælalaust tjóni, sem jafnvel getur orðið óbætan- legt. — Hvaö viltu segja mér um skreiðina, sem þú segir að sé þinn aðalútflutningur ? — I’ flestum tilfellum allt gott. Ég var um árabil með ann- an fótinn í V-Afríku og tel aö það hafi haft mikla þýðingu bæði hvað snertir markaðsöflun og verðhækkun. Mig minnir, að það hafi verið árið 1955, í maí, sem ég og keppinautar mínir, — firmað G. Helgason & Melsted — sendum út fyrsta skipið með skreið til Nigeriu. Enda þótt við værum keppinautar aö vissu marki, unnum við saman að fá sem bezta og þjóðnýtasta lausn á málinu. Sá sem annaðist þessi viðskipti fyrir hönd G. Helga- son & Melsted, var ágætur mað- ur, Margeir Sigurjónsson. Við unnum saman að því að fá lækk uð há farmgjöld, Þegar ég var í Afríku anpaðist hann skipaleig una hér heima. Við þurftum aldr ei að tortryggja hvom annan, enda þótt mijli okkar lægju höf og álfur. Vegna þessarar samvinnu Iækkuðu farmgjöld stórlega og okkur tókst að hækka skreiðar- verðið nokkuð, stundum jafnvel um mörg stpd. hverja smá- iest. Á þennan hátt tókst okk- ur aö rýra og jafnvel brjóta nið- ur vald ,hringanna“. Af þessari starfsemi hafa margir hlotið gott síðan hún hófst. — Fluttuð þið eingöngu skreið til Afríku ? — Nei, við höfðum einnig viðskipti við Ítalíu. Nú er þetta talsvert breytt frá þvl sem var á árunum 1955 til 1959. Skreiðar Þóroddur E. Jónsson. í útflutningsverzlun gildir engin ævintýramennska sala okkar til Afríku hefur minnkað, þar sem fleiri aðilar em komnir inn á markaðinn, m. a. á þann hátt, að selja skreið ina fyrst til Englands og svo selja Englendingar aftur Afríku- búum. Sama máli gegnir um Ítalíumarkaðinn, hann hefur nú dreifzt á fleiri hendur. ITvað svo um húðir og skinn ? — Það eru ekki margir ís- lenzkir útflytjendur, sem þar keppa um markaðinn. Þar er að- eins um að ræða Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, firmaö Garðar Gíslason og mig. Hafa þessir aðilar haft svipað útflutn- ingshlutfall um 25 ára skeiö, þannig, að hlutur S.Í.S. ann- ars vegar og kaupmannanna hins vegar er hlutfallslega sá sami. Þessi verzlun er fyrst og fremst bundin úthlutun sláturs- leyfa og held ég aö hlutur kaup- manna hafi ekki rýrnað. — Þá eru það grásleppuhrogn- in. Hvað viltu segja um þau? — Ég vil nú sem minnst um þau tala, því að árið 1966 var mjög glæfraiega á þeim málum haldið. Veiðin var ágæt á mörg- um stöðum og reynslulausir menn yfirkeyptu hráefnið án þess að hafa áður kvnnt sér markaðshorfur og sölumögu- leika. Liggur því stór hluti vör- unnar óseldur ennþá og litlar lík ur til að fyrir hana fáist nema þriðjungur þess verðs, sem á- ætlað var. Mér tókst „fyrir náð“ að fá að selja góðu verði mest- an hluta þeirra hrogna, sem ég keypti og gat staðiö viðskipta- mönnum mínum skil á andvirði vörunnar. Margir keppinautar mínir, sem ekkj gátu selt nema fyrir lágt verð eða alls ekki, þegar markaðurinn var orðinn mettaður, hafa mjög deilt á mig fyrir þetta. En ég fylgdist vel með markaðsverði og mið- aði kaup og sölu við keppinauta mína erlendis. Nú er þessi vara svo að segja verðlaus, miðað við það sem áður var og tel ég litlar líkur til að um neina fram leiðslu verði að ræða í ár. Tel ég þetta mjög illa farið, þvi hér er um að ræða atvinnuveg, sem ýmsum er handhægur og lofaði góöu. Ég hef að baki 30 ára reynslu sem útflytjandi og sú reynsla hefur kennt mér, að ef vel á að fara, þá þýðir ekk- ert óhugsað flan eða ævintýra- mennska, sfzt þegar um er að ræða framleiðslugreinar, sem festa þarf í sessi og vinna traust, en slíkt tekur í mörgum tilfellum langan tíma. Alvarleg- ast í málinu ér það, hve mikið magn af fyrra árs framleiðslu er ennþá óselt. því enda þótt verðið sé lágt nú, svo fram- leiðslan mundi varla svara kostnaði, þá er illt aö gefast upp, meðan keppinautar í öðr- um löndum fiska og selja. Mað- ur verður alltaf að halda 1 þá von að úr rætist, þótt erfiðlega gangi stundum. A nnars er það svo, að mér virðist að full hætta geti verið á því, að okkur einstakl- ingunum verði útrýmt úr útflutn ingsverzluninni, ef einstaka að- ilar misnota aðstöðu sína. Sem dæmi um þetta get ég nefnt, að í október 1965 er skreið send til Italíu. Þessi skreið er ekki seld eða borguð ennþá, þó eru skilmálar: Sala aðeins gegn á- byrgð. Verzlunarhætti sem þessa finnst mér, að ekki eigi að líða. Þá virðist mér augljóst, að strangt eftirlit verði að hafa með því, að menn misnoti ekki útflutningsréttindi sín, en það er fyrst og fremst hlutverk bankanna að vera þar vel á verði. Ekki vil ég halda því fram, að afurðalán séu yfirleitt mis- notuð, en þó munu þess dæmi að þau séu ekki greidd fyrr en með framleiðslulánum, sem tek- in eru fyrirfram til næsta árs. Yfirleitt munu lánssamningar vera gerðir þannig, að lánin eiga að greiðast þegar varan er seld. Þetta er í mörgum tilfell- um tímabundið og getur því verið um stutt lán að ræða. 1 þessu sambandi má nefna haust afurðir, sem geta að miklu eða öllu leyti selzt jafnóðum og þær eru tilbúnar, nema einhver hluti, sem seidur er I janúar og febrúar ár hvert. Slík afuröalán er hægt að greiða upp stuttu eftir áramót og jafnvel fyrr. Útflutningsverzlun okkar ís- lendinga er eitt allra stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Það þýöir ekki að framleiða og verja til þeirrar starfsemi miklu fé, ef ekki eru nýttir til fulls af viti og þekkingu þeir mögu- leikar sem tiltækir eru til að afla víðtækara og traustra markaða. í því efni þýðir hvorki lýðskrum eða sýndarmennska. Víst er ég fylgjandi frjálsri verzlun, en frelsi fylgir ábyrgð og þeim einum á að leyfa út- flutningsverzlun, sem þar geta staðið við orð sín og tryggt er, að ekki skaði þjóðina með ó- gætilegu framferði. Vig Sjálfstæðismenn, getum ekki horft upp á þá ótrúlegu staðreynd, að skemmdarverka- menn leiki lausum hala meö útflutningsverzlun þjóöarinnar. — Tjdr eru verzlunarmálin hugstæö, Þóroddur? — Já, þeim hef ég helgaö allt mitt ævistarf, varið bæði mikl- um tíma og fé i að leita að nýj- um leiðum á því sviði sem ég hef unnið. Mér er því ekki sárs- aukalaust, að sjá ævintýramenn, sem hyggja á skjótfenginn skyndigróða, án tillits til af- leiðinganna, rífa niður margra ára uppbyggingu. — Telur þú að hætta sé á því aö svo fari? — Ég tel ekki ofmælt, að við þurfum að vera vel á verði. Ófyrirleitnir einstaklingar, sem misnota frelsi sitt leggja þeim vopn ; hendur, sem vilja mynda klíkur — og hringa. — llTvað segir þú svo um þessa miklu verð- þenslu, sem svo mikið er talað um og talin er eitt stærsta þjóð- félagsvandamál í dag? — Ég tel að hún sé tvímæla- laust komin á toppinn. Þegar út- flutningsvaran lækkar, þá hlýt- ur veröþenslan aö minnka Menn verða aö lækka seglin og draga saman, og það kemur af sjálfu sér, að það verkar sem kaup- lækkun hjá launþegunum. — Nú er það almæli að inn- flutningsv-rzlun hafi á undan- förnum árum verið tfjörgulegur atvinnuvegur? — Já, en það stafar af því, að almenningur í landinu hefur haft mikil fjárráð og notað stóran hluta þess fjár til þess að veita sér innfluttan munað. Því veröur heldur ekki neitaö, aö við íslendingar lifum tölu- vert hærra en flestar aðrar þjóðir, miðað við okkar efnahag. Tilsvarandi ríkur maður annars staðar í Evrópu mundi ekki leyfa sér þá meðferð fjármuna, sem margir íslendingar gera. Þetta á sér kannski þær orsak- ir fyrst og fremst, að lífshátta breyting okkar var mjög snögg og laut ekki neinni eðlilegri þróun, segja má, að viö höfum í atvinnulegu og efnahagslegu tilliti hlaupiö yfir aldabil f lífi annarra þjóða. Er fn er nú ekki svo komið, að atvinnutæki í sömu iðngrein eru orðin of mörg á hverjum stað, sérstaklega þar sem fámenni er? — Jú, þaö er einmitt það sem er, svo skortir þessi tæki hrá- efni og verða hvert öðru fjötur um fót, svo enginn ber neitt úr bítum. Mætti I þessu sambandi nefna staði, sem hafa 2 eða jafn vel fleiri frystihús, en mjög tak- markáða útgerð. — Hin marg- háttaða styrkjastarfsemi hef- ur ýtt undir svona vanhugsaðar framkvæmdir, þvl þess munu Framh. á bls. 13

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.