Vísir


Vísir - 15.04.1967, Qupperneq 2

Vísir - 15.04.1967, Qupperneq 2
VERÐUR ÞAÐ FRAM EDA FH? FH og Fram, andstæð ingarnir í 1. deildinni í handknattleik hittast enn- einu sinni annað kvöld í Ieik, — og nú er enn barizt um fyrsta sætið í þessari vinsælu í- þróttagrein. Það hafa þessi lið reyndar gert undanfarin ár, og síð- ustu þrjú árin hafa þau leikið úrslitaleiki um sig urinn, og aldrei hefur munað miklu á liðunum. FH var raunar „búið að sigra“ í 1. deild snemma í þessu móti, a. m. k. var þaö hald manna, en þá komu tveir leikir með tapi eftir langvarandi sigur- göngu. FH hitti á slæmt tímabil í leik sínum, og þar með var Fram aftur komið i eltingaleikinn eftir sigurinn á- samt Val og Haukum, sem helt- ust siðar úr lestinni. Og nú standa Fram og FH eftir ein á tindinum og berjast um það hvoru ber Islandsbikar- inn í ár. Undanfarin tvö ár hefur FH hlotnazt sá heiöur, en hvað gerist nú? I fyrra vann FH nokkuð örugglega í auka- leik við Fram með 21:16. Árið þar áður vann FH með miklum yfirburðum, þó leikimir við Fram væru alltaf hreinustu „hrollvekjur“. FH vann þá það afrek að vinna alla leikina í deildinni, hlaut 20 stig, Fram næst méð 12. Árið 1963 vann Fram hins vegar og fékk 18 stig, Víkingur fékk 15 og FH 12. Það er erfitt aö geta nokkuð til um hvernig fara muni annað kvöld, en sjón mun verða sögu ríkari og það er raunar hægt að lofa því, að menn munu fá góð- an handknattleik og spenn- ing fyrir aurana í þetta skiptið. FH hefur komizt yfir það slæma tímabil, sem hrjáði leikmenn, þegar keppt var við Hauka og Víkinga, en Framarar eru farnir að sækjast mjög eftir hinum fagra verðlaunagrip — og ef- laust mun Gunnlaugur Hjálmars son gera sitt til að krækja í íslandsbikarinn í fyrsta sinn á sínum langa og stranga hand- knattleiksferli. I kvöld fara fram úrslita- leikir í mfl kvenna milli FH og Vals og í 2. flokki karla, en þar er Fram á sjónarsviðinu enn einu sinni. F'ram og Valur leika þama um sigurlaunin, en Fram hefur möguleika á sigri i öllum karlaflokkunum, hefur þegar unniö 3. flokk og 1. flokk. 1 2. flokki kvenna hefur KR sigrað og í 2. deild flyzt Breiða blik upp. Fyrri leikurinn á sunnudagskvöldið er milli Hauka og Ármanns. Lokadansleikur hand- knattleiksmanna | VALSMENN munu standa fyrir , lokadansleik eftir leikina á 1 sunnudagskvöldið í Lidó. Þar [ | verða meisturunum í meist-. i araflokkum karla og kvenna af- 1 hent verðlaun, en sitthvað verð ' | ur þama til skemmtunar. Dansinn mun duna til kl. 2 1 1 um nóttina og eflaust veröur ( | mikið mjör hjá handknattleiks- 1 i fólkinu eins og verið hefur á | [ svipuðum samkomum undanfar , •in ár. Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgöto 8 II. h. Sími 24940. Greinargerð Meistara- sambands byggingamanna Meistarasamband bygginga- manna hefur sent Vísi eftirfarandi greinargerð um byggingakostnað og söluverð íbúða og um Keldna- holtsmáliðt V undanförnu hafa orðið allmik- il blaðaskrif vegna annars veg ar upplýsinga um kostnaðarverð í- búða í fjölbýlishúsi, sem bygginga- samvinnufélag eitt í Reykjavík er að reisa, en hins vegar vegna af- skipta Meistarasambands bygginga manna f Reykjavík, af starfsemi málarameistara frá Keflavík í bygg ingu Rannsóknastofnunar landbún- aðarins að Keldnaholti. 1 því til- efni telur Meistarasamband bygg- -'ngamanna rétt að vekja athygli almennings á ýmsum atriðum þess '’ra mála, sem ekki hefur verið ’-aldið á lofti, en ættu að geta orð- ið til þess að leiðrétta ýmsar rang- cærslur og missagnir, sem fram liomið á oninberum vettvangi. '‘•’nningakostaður og söluverð •'búöa. Um langt skeið hefur verulega /nkil eftirspurn verið eftir hús- ði hér í Reykjavík og hefur sá 'Hrspurnarþrýstingur að mestu 'ðið verðlagi á íbúðarhúsnæði og •aldið því, að kostnaðarverð eitt ' ~fur ekki ráðið söluverði íbúða. 'ttur byggingameistaranna í verö- '.dun íbúða á almennum mark- er óverulesur on tilhæfulaust '^aka þí um stórfellda okurstarf •emi o.s.frv. eins, og fram hefur ' ~mið. Að svo miklu leyti sem auk 1 framboð á húsnæði gæti orðið '] lækkunar á almennu markaðs- erði, hafa byggingameistarar al- ' ei látið sinn hlut eftir liggja, en á’ hinn bóginn hefur þeim fremur Kótt að þeim væri ekki sköpuð að- faða til þess að byggja eins mik- :ð og þeir hefðu sjálfir kosið. Ein meginorsök þessarar miklu umframeftirspurnar eftir húsnæði er verðbólguþróun undanfarinna ára og áratuga. Allir þeir, sem komast yfir einhverja peninga kappkosta að festa þá í húsnæði, enda hefur reynslan sýnt, að það er öruggasti sparnaðurinn og þar verða peningamir ekki verðbólg- unni að bráð. Og sú staðreynd að eftirspurnin eftir húsnæði hefur “rið miklu meiri en framboðiö hefur gert það aö verkum, að þeir sem hafa viljað eignast húsnæði, hafa orðið að borga meira en beint kostnaðarverð. Þetta er ekki vegna þess að byggingameistarar hafi gert „samsæri" eða myndaö sam- tök til þess að ná óréttmætum hagnaði, heldur fyrst og fremst af- leiðing verðmyndunar á frjálsum markaði. Ibúöasöilur þeirra byggingameist- ara, sem fengið hafa lóðir undir fjölbýlishús, hafa yfirleitt farið þannig fram, að byggingameistar- arnir hafa selt íbúðifnar fyrirfram vegna rekstursfjárskorts, þegar byggingaframkvæmdir eru á byrj- unarstigi. Yfirleitt eru fbúðirnar seldar tilbúnar undir tréverk en sameign oftast fullfrágengin, bæði utanhúss og innan. Byggingatími íbúðanna er alllangur 1-1 ár, en á þeim tíma fer raunverulegur byggingakostnaður hækkandi, bæði efni og vinna og öll opinber gjöld, sem greiða þarf, þannig að áætlað- ur hagnaður byggingameistaranna hefur oft runnið út í sandinn. En hvert hefur hagnaðurinn þá farið? Til viðskiptamanna byggingameist- nrans, sem seldi á föstu verði? Og hverjir eru þessir viðskiptamenn? Það eru annars vegar þeir, sem vantar húsnæði, einkum ungt fólk, sem með dugnaði og sparsemi og lánamöguleikum hjá Húsnæðismála stjórn og e.t.v. lífeyrissjóði geta eignazt eigin íbúð. Þetta fólk kaupir oftast fbúðir tilbúnar undir tréverk þar sem það getur ráðið hraða lokaframkvæmda við fbúðirn ar eftir efnum og ástæðum. Hins vegar eru það fjármálamenn, sem komið hafa auga á, að þeir geta hagnazt á vinnu byggingaiðnaðar- manna og vaxandi verðbólgu. Ef nákvæm athugun færi fram á íbúða viðskiptum undanfarinna ára, mundi koma í ljós hversu ótrú- lega stóran þátt þessir menn eiga í umframeftirspurninni eftir íbúð- um. Byggingamenn þekkja þess fjöl mörg dæmi, að þeir sem hafa keypt íbúðir í smíðum af bygg- ingameisturum hafa selt þær aftur, jafnvel áður en þær voru afhent- ar, fyrir verulega hærra verð en byggingameistarinn seldi þær upp- haflega fyrir. Þaö er rétt, að það komi skýrt fram, að fleiri aðilar en bygginga- meistarar byggja íbúðir til þess að selja. Viö úthlutun lóða undir fjöl býlishús í Fossvogi sumarið og haustið 1966 fékk enginn bygginga- meistari lóð, en hins vegar var farið út á þá braut að úthluta allt að 6 einstaklingum lóð undir eitt stigahús. Menn geta hugleitt á hvaða verði þessir aðilar mundu selja íbúðir sínar, ef svo færi, að þeim litist ekki á að setjast að í húsinu. Við úthlutun lóöa undir fjölbýlishús í Árbæjarhverfi sumar ið 1965 fengu byggingameistarar og fyrirtæki þeirra lóðir undir 46 stigahús, en aðrir aðilar, félög og einstaklingar, lóðir undir 58 stiga- hús. Það er síðan orðið ljóst, að þessir einstaklingar og félög fengu margir lóðirnar eingöngu til þess að selja íbúðirnar, sem þar voru byggðar. Það er óþarfi að geta þess að þær fbúðir voru að öðru jöfnu ekki seldar ódýrar en hliðstæðar íbúðir, sem byggingameistarar höfðu byggt. Við úthlutun lóða und ir fjölbýlishús við Kleppsveg árið 1964 fengu nokkrir einstaklingar lóðir undir stigahús. Vitað er, að þær íbúðir hafa verið boðnar til sölu og seldar á sízt lægra verði en hliðstæðar íbúðir byggðar á sömu slóðum af byggingameistur- um. Allt ber því hér að sama brunni. Markaðsverð á íbúðum í Reykja- vik ákveðst af framboði og eftir- spurn, um samtök meistara til að halda uppi verði er ekki að ræða, því að fjöilmargir aðrir aðilar hafa fengið tækifæri á undanfömum ár- um til þess að byggja og selja fbúð ir á frjálsum markaði í samkeppni við byggingameistarana. Keldnaholtsmálið. 1 lögum Meistarasambands bygg ingamanna í Reykjavfk eru ákvæði um að félagsmönnum f sambands- félögum Meistarasambandsins sé ó- heimilt að vinna iðnaðarvinnu ’ byggingum á félagssvæðinu, þar sem jafnframt eru starfandi meist- arár, sem utan sambandsins standa Með þessu ákvæði reyna meðlimir Meistarasambandsins að tryggja sér forgang að verkum á félags- svæðinu. Hliðstæð ákvæði er að finna í lögum verkalýðsfélaganna, en auk þess tryggja þau oft for- gangsrétt meðlima sinna til vinnu á ákveðnum svæðum með samn- ingum við vinnuveitendur um, að þeir ráði ekki til sín aðra en meö- limi verkalýðsfélaganna. Afleiðing af slíkum samningum hér í Reykjavík kemur m.a. fram í þvi, að verkamenn, sem búsettir eru ut- an Reykjavíkur, geta ekki fengið vinnu nema þeir gerist meðlimir f verkamannafélaginu Dagsbrún. Hliðstæð dæmi má nefna um fjöl- margar aðrar stéttir. Enda þótt enginn dragi f efa rétt sérhvers þegns þjóðfélagsins til þess að vinna hvar sem er á landinu, er sá réttur þó engu að síður oft tak- mörkunum háður vegna samninga og samþykkta ýmissa og honum oft óskyldra aðila. Afskipti Meistarasambandsins af málarameistaranum frá Keflavík stöfuðu eingöngu af framangreindu ákvæði í lögum Meistarasambands- ins en stóðu í engu sambandi við þá staðreynd að tilboð hans í verk ið var um 30% lægra en tilboð nokkurra málarameistara í Reykja- vík. Þess eru mörg dæmi, að verk- takar utan Reykjavíkur hafa tekið að sér verk á Reykjavíkursvæðinu og hefur Meistarasambandið ekk- ert við það að athuga svo framar- lega sem þessir verktakar hafa virt og farið eftir kjara- og mál- efnasamningum þeim, sem gilda á vinnumarkaðinum í Reykjavík. Á hinu er rétt að vekja athygli, að mismunurinn á tilboðaupphæðun- um stafar ekki af því, að reykvísku málarameistararnir ætluðu. að verða sér úti um óréttmætan gróða eins og látið hefur verið í skína, heldur aðallega af þvf að útboðs- og verklýsingar voru afar ófull- komnar og Reykvíkingarnir fengu allt aðrar upplýsingar um fram- kvæmd verksins en Keflvíkingur- inn, þannig að í rauninni var um tvenns konar gerólfk tilfooð að ræða og gersamlega ósambærileg. Meistarasamband bygginga- manna harmar, að opinfoer stofnun, Innkaupastofnun rikisins, sem ætti að hafa talsverða reynslu 1 gerð útboðs- og verklýsinga, skuli ekki vanda betur til útboðslýsinga en raun er á. Sem dæmi um hve ger ólíkar forsendur lágu að baki til- boðunum má benda á, að Keflvík- ingurinn reiknaði með að mála þyrfti 1117 ferm. af veggjum og tæplega 625 m af gluggum en Reyk víkingarnir reiknuðu með 1508 ferm. af veggjum og tæplega 940 m af gluggum. Margir aðrir liðir í til- boðunum voru ekki sfður ólfkir en allt stafaði þetta af þvl að bjóðendur fengu ekki sömu upp- lýsingar. Allt tal um að Melstara- sambandið hafi efnt til ,,verkfalls“ meistara við bygginguna1 til þess að þvinga Innkaupastofnunina til þess að taka allt of háu og ósann- gjörnu tilboði málarameistara 1 Reykjavfk eru því algerlega stað- Iausar fullyrðingar. Varðandi útboð og tilboð al- mennt má geta þess, að Meistara- samband byggingamanna hefur um margra ára skeið unnið að þvi að reglur verði settar um þau mál og átti m.a. þátt í því, að viðskipta- málaráðherra skipaði nefnd árið 1959 til þess að semja slíkar regl- ur. Nefndin mun hafa lokið störf um á sfðasta ári, þótt reglumar hafi enn ekki séð dagsins ljós. Nýtt símanúmer 81165 Málarameistarafélag Reykjavíkur Skipholti 70 I i ______________ ! FÓSTRUR Lærðar fóstrur óskast að sumardvalarheim- ilum Rauða krossins. Laun samkvæmt gild- andi samningi. — Uppl. á skrifstofunni Öldugötu 4.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.