Vísir - 06.05.1967, Page 4
Presleys, Memphis í Tennessee-
fylki.
Brúðkaupið fór fram í Las Veg-
as á mánudaginn (l.maí) með mik
illi viðhöfn og tveggja metra
hárri brúðkaupstertu var skákað
á veizluborðið.
Presley kynntist Priscillu í
Memphis, þegar hún var 15 ára
og gekk í skóla þar. Hún tilheyrði
aðdáendahópi hans og þau áttu
nokkur stefnumót saman. Hann
var þá 26 ára. Síðar meðan hann
víst, að þá þegar hafi þau ver-
ið búin að heita hvort öðru gagn-
kvæmri tryggð, þótt það hefði
aldrei verið gert opinbert. Eng-
inn mátti vita að kona væri bú-
in að vinna hjarta þessa átrún-
aðargoös, sem svo margir dáðu.
Fyrir nokkru sagði Presley, að
ef af því yrði, að hann kvæntist
einhvern tíma, mundi kona hans
líkjast móður hans.
Presley er nú orðinn 32 ára
gamall og eitt er víst varðandi
Loksins kom að því
Loksins kom að því, að Elvis
Presley kvæntist. Þessi eftirsótt-
asti piparsveinn heimsins hefur
nú gengið í það heilaga og sú
útvalda er vinltona hans, Priscilla
Beaulieu, 21 árs gömul, rauðhærð
og er ættuð úr fæðingarbæ
gegndi herþjónustu f Þýzkalandi
hittust þau aftur, en hún er dótt
ir ofursta í flughetnum, sem,
eins og Presley, var staðsettur í
Wiesbaden. Hvor tveggja, bæði
ofurstafjölskyldan og Presley
fluttu aftur til USA, en talið er
þetta hjónaband, að ekki mun
kona hans þurfa aö líöa neinn
skort. Hann er stórauðugur orö
inn. Gefnar hafa verið út 42
milljónir eintaka af hljómplötum
hans og hann hefur leikið í 32
myndum.
AlH
ÞVOrTASlODIN
SUÐURLANDSBRAUT
SIMI 38123 OPIÐ 8-22,30
SUNNUD :9 -27,30
BREYTT
SÍMANÚMER
82143
BOLHOLTI 6
Kirsty sleppir ekki svo auðveldlega því, sem hún hefur náð taki á.
Urðu að halda trúlofuninni leyndri vegna vinsælda hans.
AHYGGJUR A
ÞVOTTADAG
Þegar Carole Petrie hengir
þvottinn sinn út á snúru, þá
hefur hún ekki mestar áhyggjur
af veðrinu þann daginn. Hvort
hann rigni eða hvessi, það er
ekki aðal vandamálið. Carole er
eiginkona framkvæmdastjórans
fyrir dýragarði nokkrum í Wales.
Það sem veldur henni kvíða, þeg-
ar hún hengir upp þvottinn sinn,
er ljónynjan, Kirsty, sem er ákaf
lega gáskafull af ljónynju aö
vera. Kirsty má aldrei sjá blakt-
andi þvott á snúrum án þess að
bregða á leik við nýþvegnar flík-
umar. Hún felur sig bak við
grindverkið í garðinum og strax
og Carole er horfin inn, tekur
hún undir sig stökk og hrifsar
þvottinn af snúrunum. Finnst
henni að þessu hið mesta gaman.
Þvottadagar eru henni þaö, sem
laugardagar eru manneskjunni.
En nú hefur fóstra hennar, Carole
fengið nóg af slíku gamni og
hefur bundið enda á þennan leik.
Framvegis verður Kirsty höfð
bak við lás og slá á þvottadög-
um.
er þama yfirfullt af börnum 13 ana og litl inn á þessa staði,
til 16 ára, sem jafnvel sitia á ; gætu þeir ekki annað en séð,
gólfinu. Þau eru undantekning- að þetta er ekki hollur sama-
arlaust reykjandi, og gæti ég staður fyrir unglinga.
trúaö, að þama tæki margur Ef ske kynnl að reglur um
Bréf úr Hafnarfirði.
Bréf þetta hefir húsmóðir éin
úr Hafnarfirði sent okkur:
„Kæri Þrándur í Götu. Mig
langar til að koma á framfæri
vangaveltum um svokaliaðar
sjoppur og söluop í Reykjávík
og í Hafnarfirði. Ég,man eftir
því að fyrir nokkrum árum var
öllum sjoppueigendum ■' Reykja
vík fyrirskipað að loka kvöld-
sölum sínum að ööru leyti en
því „ð afgreiða í gegnum sölu-
op. Var þetta gert til aö koma
í veg fyrir að unglingar gerðu
sjoppumar að samastaö á kvöld
in. Ég sé, aö þessu er framfylgt
í Reykjavík en ekki í Hafnar-
fSrði. Þar virðast gilda aðrar
reglur í þessu sem öðru. Þar eru
sjoppurnar opnar til kl. hálf
tólf á kvöidin og engin söluop
hafa verið sett upp, enda nota
unglingamir vel þessa miður
heppilegu samastaði, því ef mað
ur lítur þama inn á kvöldin,
unglingurinn sína fyrstu sígar-
ettu (en kannski ekki þá síð-
ustu). Hvernig stendur á því, að
sömu reglur gilda ekki um
kvöldsölur eða heimild til að af-
greiöa unglinga, því að ég veit
ekki betur en sömu reglur gildí
um útivist barna og unglinga.
Ég veit að ef barnavemdar-
nefnd eða lögreglan færi á stúf-
útivist barna og unglinga, og
reglur um heimild fyrir sjoppur
til að1 afgreiða unglinga séu eitt-
hvað likar og í Reykiavík, þá
vildi ég mega segja, að það er
ekki nóg að setja reglur og lög
um betta, ef því er ekki fram-
íylgt.
Ég vildi mælast til, að barna-
verndarnefnd (ég geri ráð fyrir
að hún sé til) eða lögreglan færi
á þessa staði og ræki ungllng-
ana helm til sín, þegar sá tfmi
er komSnn, að þeir mega ekki
lengur vera úti, og ef þessir
sjoppueigendur geta ekki haldið
reglur um afgreiðslu til ungl-
inga eftir heimllaðan tíma á
kvöldin, þá ætti að láta þá loka
fyrir fulit og allt. Mér finnst
þessar sjoppur viðbjóðsleglr
samastaðir fyrir unglinga. og ef
eigendur þeirra geta ekki farið
eftir settum reglum, get ég
varla ímyndað mér, að mikil eft
irsjón væri að þessum „uppeld-
ismiðstöðvum“.
Ég ætla að blðja þig að birta
nokkrar línur um þetta."
Ahyggjufuil móðir úr
Hafnarfirði.
I
Ég þakka bréfiö, sem ég birti
í heild, því bréfið skýrir málið
bezt. Því miður er ég ekki nægi
lega kunnfifur um hvort sömu
reglur gilda um útivist unglinga
í Hafnarfiröi, eða kvöidsölu-
heimild veitingastofa, en þessa
gagnrýni ættu viðkomandi aðil-
ar að taka til athugunar. Ég
er hjartanlega sammála bréfrit-
ara um, að þessar sjoppur eru
ekki heppilegar uppeldisstöðvar
fyrir unglinga, en ég þykist vita,
að í Hafnarfirði sé kannski við
svipað vandamál að glíma og
víða anhars staðar, að sama-
staði fyrir unglinga á gelgju-
skeiði vantar tilfinnanlega.
Þrándur í Götu.