Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 5
V í S I R . Þriðjudagur 9. maí 1967. 5 |——Listir -Bækur -Menningarmál' Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndfistargagnrýni: ÞRJAR SYNINGAR Vorsýning Myndlistarfélagsins hófst fyrir rúmri viku. í mínum augum er hún furöulega sneydd eftirminnilegum listaverkum. Málverk Maríu H. Ólafsdóttur skera sig þó úr. Þau styöjast við meginreglu góðra málara: að nota litarefnið til aö byggja upp lífrænar heildir, er sitja sem fastast á dúknum en tengj- ast umheiminum um leið — og öölast dýpri merkingu fyrir Halldór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni. ,J)EBUT“ EYVIND BREMS ISLANDI lega á ferð ungur listamaður, sem tengdur er okkur Islend- ingum, þótt aldrei hafi hann komið hér fyrr. Eyvind Brems íslandi, sonur eins frægasta söngvara okkar, var hér að koma opinberlega í fyrsta sinn. Eftir tvær aríur Handels úr ,,Serse“ og „Messias", höfðu á- heyrendur kynnzt rödd sem er blæfögur, en ekki mjög mikil. Hins vegar leyndist ekki, að þetta var vel öguð rödd, sem kom enn betur fram í næsta lagi „Amarilli" eftir Caccini. Persónulega þótti mér Eyvind fara bezt með það af verkunum fyrir hlé. Þá lék undirJeikarinn Ellen Gilberg hina frægu A-dúr sónötu Mozarts, K. 331. Ekki get ég talið það rismikinn leik, óöruggur á köflum, en þó komu fram snotrir hlutir á stöku stað en náðu aldrei mikið lengra. Eftir hlé söng Eyvind nokkur lög eftir Schubert, Gade, Eyþór Stefánsson og svo óperurnar eftir Donizetti og Tsjaikovsky. í heild vildi ég meina, að Ey- Langt er síöan maöur hefur vind Brems íslandi hafi til að oröið eins mikillar eftirvænt- bera mjög næma tilfinningu og ingar var meðal áheyrenda og góðan smekk á því, sem hann á tónleikum Tónlistarfél. s.1. fer með. Það mætti að vísu þriðjudagskvöld. Hér var nefni- Framh. á bls. 10 Sinfóníutónleikar Eyvind Brems Islandi bragðið. Svarti botninn gegnir veigatniklu hlutverki, einkum þegar hann mætir gulum trompethljómi eða rauðu þykk- ildi. Ég veit ekki hvort María lítur á myndir sínar sem hrein- ræktaðar skreytingar. Hitt er ljóst að freistarinn kallar stund- um á snoturt flúr og grunna fleti. Helga Weisshappel, Sig- urður Kr. Árnason, Guömundur Karl Ásbjömsson og ef til vill nokkrir aðrir stefna að ákveðnu marki. Þráðurinn í verkum þeirra er auösær. Skerpa og þróttur tiginnar listar er samt býsna fjarlægt mark á þessum degi. Finnur Jónsson er vita skuld þjálfaðasti málari vorsýn ingarinnar. Málverk hans á suð urvegg skáians benda tvimæla laust í framfaraátt. Loks vildi ég geta Gunnars Hjaltasonar, Ekki sakir þess, að hann bregði upp merkilegum listaverkum. Aftur á móti er prúðmennska hans og hófsemi til hreinnar fyrirmyndar. Hver veit nema hún tendri einhvern tíma stærra bái? □ Uppi á Listasafni er ný kyn- slóð tekin við völdum. Rétt var og sjálfsagt að kynna hana rækilega. Þetta er síður en svo ókunnugt fólk: Nína Sæmunds- son, Kristinn Pétursson, Gunn- laugur Blöndal, Guðmundur Einarsson, Finnur Jónsson, Jón Þorleifsson, Karen og Sveinn Þórarinsson, Höskuldur Björns- son, Magnús Á. Árnason, Eggert Laxdal, Brynjólfur Þórðarson, Ólafur Túbals .... ég hef kannski gleymt einhverjum í upptalningunni. Þegar ég lit yfir salina er ég ekki í vafa um, að Jón Þorleifsson er bezti málar- inn. Einkum er fengur að hafn- armyndunum tveim og litla mál- verkinu austan úr Hornafirði. Þess ber þó að geta, að Lista- safnið klófesti nokkur helztu Á Vorsýningu. listaverk Jóns á( réttum tíma — um marga hinna veröur það tæplega sagt. Finnur Jónsson er til að mynda brautryðjandi í nútímalist á íslandi. Engin verð ug dæmi um þetta blómaskeið eru tiltæk á safninu í dag. Skerf ur Finns er aö nokkru leyti hliðstæður afrekum frumherj- anna á Norðurlöndum og í Þýzkalandi á öðrum og þriðja tug aldarinnar, og ætti síöur en svo að liggja í þagnargildi. Eggert Laxdal og Brynjólfur Þórðarson voru báðir snotrustu málarar. Hvorugum entist þrek til að sinna meiriháttar verkefn- um. Allt um þaö er ótvíræður fengur að myndum þeirra. í litla hliðarsalnum vinstra meg- in rakst ég á laglegar myndir eftir hjónin Karen og Svein Þórarinsson, Guðmund frá Miðdal og Finn Jónsson — reyndar betri en flestar aðrar eftir sömu höfunda. Magnús Á. Árnason teflir fram kolbláum vatnsfleti í málverki frá Þing- völlum. Kuldastrokur landsins okkar fara um það gildum höndum. Hitt klettamálverkið er milt og blítt. Kristinn Péturs- son sveiflast ótt og títt milli draumsýnar og veruleika. Því veröur ekki neitað, aö stundum hittir hann á sérkennileg lit- brigði. Nína Sæmundsson nær beztum árangri þegar hún horf- ir beint og milliliðalaust á fyr- Það hlýtur að hafa leynzt pínulítið glott í öðru munnviki örlagavaldanna, er í tónleika- skrá Sinfóníuhljómsveitar Is- lands prentaðist „Miss (í stað Missa) Solemnis". Hversu fór um sjóferð þá, er nú mál út af fyrir sig, sem ég ætla ekki að hætta á að ræða hér. Hins vegar má segja, að sá gestur, sem hingað var fenginn til aö bæta úr vandræöunum, var það stór og merkilegur, að hann gat talizt margra manna staðgengill þó um æði marga væri að ræða. Eftir að hafa hlýtt á Friedrich Wiihrer leika 5. pianókonsert Beethovens, svokallaðan „Keis- arakonsert“, hika ég ekki við að segja, að það sé eitt af því allra bezta, sem heyrzt hefur í Háskólabíói, — það er mín Dersónulega skoöun. Wiihrer hefur þungan og vold ' ugan stíl, sem hæfir Beethoven ekki sízt. Hraðaval hans er jafn an fremur hægt, en einmitt það gerir verkefnið stundum erfiöara í flutningi, ef einhver mynd á að vera á. Þaö er þetta, sem mér þykir Wiihrer takast svo sérstaklega vel, en það felst í því, hve vel og festulega hann mótar alla hluti, allt frá heilum þætti í heild niður I hverja hend ingu. Svo var ekkert siður at- hyglisvert á þessum tónleikum, að sjá hve alvarlega Wúhrer tekur hlutverk sitt, einhver göf- ug virðing fyrir tónlistinni, sem hann hefur til að bera, hlutur sem við mætum ekki daglega. Þaö verður einnig að viður- kennast aö hljómsveitin stóð sig mun betur i 5. pianókon- sertinum en oft vill verða í slíkum verkum. Líklega hefur hljómsveitin æft konsertinn áð- ur en einleikarinn birtist, en eftir því, sem ég bezt veit, er slíkt ekki gert yfirleitt, heldur farið á hundavaði yfir verkið, svo að hlutirnir standi svona nokkurn veginn hver á sínum stað á sjálfum tónleikunum. Forleikurinn að „Iphigénie en Aulide“ eftir Gluck var mót- aður með festu og varð anzi áheyrilegur í höndum Wodiczko en nokkuð vantaði á nákvæmni í flutningi 2. sinfóníu Beethov- ens, þessa faJlega verks, sem furðu sjaldan er fhkt. Nútíma tónlist hjá Tónlistarfélaginu Miðað við venjulega efnisskrá píanóleikara hjá Tónlistarfélaginu má kalla efnisskrá norska píanó- Jeikarans Kjell Bækkelunds mjög óvenjulega — mjög kærkomna Ekki svo að skiija, að undirritaður mundi helzt kjósa nútímatónlist í allar mðltíðir, heldur hlýtur það aö kall- ! ast eðlilegt, að fólki sé kynnt tón- list frá hinum ýmsu tímum og þá ekki sízt frá okkar dögum. Sú grýia virðist vera að hverfa smám saman, að eina almennilega tónlist- in hafi verið samin á síðustu öld. Ekki var annað að sjá á þátttöku áheyrenda á fyrri tónleikunum, og af viðtökum þeirra, þó hikandi væru f upphafi. Það eru ekki nema eðlileg viðbrögð og það holl að setja sig f spor fólksins, sem reyndi allt hvað af tók að skynja „nýju fötin keisarans“, en sá blekking- una. Hins vegar getur sú öryggis- leit orðiö of mikil, svo að sumt fólk útilokar nútímatónlist út úr heimi sinum með öllu! Slikur tón- listarðhugi hlýtur að kallast vafa- I samur. Tónlistarunnandi mundi Ifremur nota hvert tækifæri til aö heyra ný tónverk, þó hann væri e.t.v. ekki alltaf sammála eða gleypti við hverju sem væri. Við heyrðum Bækkelund fyrst leika 15 tilbrigöi eftir Skalkottas, þennan sérkennilega gríska höfund, sem lézt nærri óþekktur í heima- landi sínu um miðja þessa öld. Skemmtilegt stef og mjög fallega unnið úr (af fyrstu áheyrn að dæma) og var strax auðheyrt, aö Bækkelund er vel heima í túlkun þessarar tónlistar. Tilbrigöi Web- erns komu næst og eru að kalla má sígilt verk á efnisskrám nú orðið. Upphaf þeirra þótti mér Bække- lund leika sérlega vel, en er á leið þótti mér stundum full hörkuleg meðferðin. Klavierstúck I—IV eftir Stockhausen get ég persónu- lega ekki tekið alvarlega sem tón- list. Hafandi heyrt önnur píanóverk sama höfundar, sem voru af sama sauðahúsi, vil ég aðeins segja þaö, að mér þykir þessi píanóverk hans irmyndir sinar. Ég hef nú talið upp nokkuð af þvl, sem vekur athygli á rannsóknarför um Listasafnið. Hitt er ekkert laun- ungarmál, að stór hluti mynd- anna er fremur fátækleg list. □ Ragnheiöur Jónsdóttir Ream er aufúsugestur í Bogasalnum. Margt ber til þess. Hún er gædd prýðilegum gáfum sem málari en lætur ekki sitja við það eitt. Alúðin, alvaran og virðingin fyrir efniviðnum er eitt helzta einkenni mynda hennar og starfs eins og það kemur mér fyrir sjónir við fyrstu kynni. Teikningarnar á suðurgaflinum leiða þessi atriði vel í ljós. Ég skal játa, að þær eru tæplega jafnlifandi staðreynd og olíu- málverkin. Litir Ragnheiðar eru ákaflega mildir og hlýir að jafnaði — og blæbrigðaríkir. Samt kann hún að kveikja bál, sem loga skært og varpa birtu á mörkina i kring. Slíkar mynd- ir halda áfram að ónáða hugann löngu eftir að maður er horfinn úr nálægö þeirra. Ef ég ætti aö benda á veikari hliðarnar myndi ég til dæmis segja: Landslags- vofan á baksviðinu skyggir stundum óþarflega mikið á hinn frjálsborna stíl þessara fersku og innilegu málverka. meira í ætt við „fikt“, tilraun til aö vera óskaplega frumlegur á kostnað gæðanna, þannig að út- koman veröur eins konar Franken- stein-afskræmi. Þar að auki tel ég, að maður, sem skrifar fyrir píanó eins og Stockhausen gerir, virðist ekki hafa minnstu virðingu fyrir hljóðfærinu, og væri honum betra að halda sig að sínu verkefni: elektrónískri tónlist. Næsta verk- efnið haföi alla þá kosti til að bera og meira til, sem sú fyrrnefnda ekki hafði: „Kubiniana", svíta eftir austurríska tónskáldið Apostel (f. 1901). Þessi svíta hans er gott dæmi um, hve góð tónlist er sam- in á okkar dögum og þótti mér leikur og túlkun Bækkelunds ná einna hæst í þessu verki. Hann hefur t. d. áberandi vald yfir mis- munandi styrkjeika, trausta tækni- kunnáttu og ljóðræna innlifun. Eftir hlé komu svo verk, sem þegar eru hvarvetna viöurkennd sem „gæðavara": 6 píanóstykki op. 19 eftir Schönberg, Sónata Stravinskys og Svítan op. 14 eftir Bartók. Af þeim þótti mér Bække- lund fara einna bezt með píanó- stykki Schönbergs. I Stravinsky og Bartók þótti mér hann stundum óþarflega haröhentur og „tempo" of hröð og þá á kostnaö skýrrar leikni. En af öllu samanlögðu: mjög ánægjulegir tónleikar og hafi Tónlistarfélagiö þökk fyrir þessa tilbreytni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.