Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 16
// HEYRBU L ÖGREGLA Fengu Mc í troilið M.b. JbkuH RE-352 kom aíklandi í fyrrinótt eftir tveggja daga fiskiri með lík af manni innambor-ðs. Hafði það komið upp í t-íötthra í síðasta halinu. Báturinn var biiinn að vesea tivo daga á veiðum og fengið sæmtieg- an afla, 10 tonn. Farið var að líða á seinni hluta þessa túrs og hvert halið það síðasta, þegar líkið kom upp í trollinu. Voru þeir á bátn- um staddir vestur af Reykjanesi klukkan að verða tíu £ fyrra- kvöld. Líkið var mjög illa farið, nema rétt þar sem fatatætlumar skýldu því enn. Var greinilegt að þaö hafði legið lengi í sjó. Báturinn kom til Reykjavíkur með líkið og fékk rannsóknarlög- reglunni það í hendur, en ekki verður séð af hverjum það er. GLEYMDI 8JÖLLUNNI HEIMA — sogð/ e/nn reiÖhjólaeigandinn i Lauga- lœkjarskólanum i gær, en þar fór fram reiðhjólaskoðun Q í gær hófst skoðun lögreglunnar á reiðhjólum bama í Reykjavík. Undanfarin ár hefur þessi skoð- un farið fram, en hún miðar að því, að börnin fái áhuga á því að halda reiðhjólum sínum í góðu lagi. Þegar blaðamaður og ljós myndari Vísis komu að Lauga- lækjarskólanum í gær, klukkan tæplega f jögur, vom þegar mætt allmöirg börn með hjólhesta sína, og hjóluöu um hlaðið þvert og endilangt. Tilhlökkun var í and- litum barnanna, og ekki laust við að hún væri blönduð kvíða £ sumum þeirra. Klukkan rúmlega fjögur koma tveir lögregluþjónar akandi á fólksbifreið, klæddir búningi mótorhjóladeildarinnar, stuttum jakka, reiðbuxum og gljáfægðum Framhald á bls. 10. Að treysta á beitina, guð og lukkuna Heyskortur er yfirvofandi um allt land, ef ekki rætist úr um tíðarfarið, sagði Guðmundur J Jósafatsson frá Brandsstöðum í t stuttu viðtali við Visi i morgun, t en Guðmundur vinnur hjá Bún- | aðarfélagi Islands. 5 — Það vantaði allt að 12% | á heyaflann i fyrrahaust miðað viö árið áður og var hann því af skornum skammti, bætti Guð- mundur við. Veturinn var erfið- ur víöast um landið, en það virð- ist gildandi re'gla að harðbýlustu héruðin eru bezt birg af heyjum. — Hvernig stendur á því? — Ástæðan virðist sú, að þeir sem byggja harðbýlustu héruðin reikna með harðindum og setja á heyin eftir því, en í snjóléttari héruðum treysta menn á beit- ina, guö og lukkuna og verða því verr úti ef tíð er erfiðari en í meðalárferði. — Þú álítur aö ástandið sé alvarlegt núna? — Sem betur fer standa allar vonir til þess aö miklu megi bjarga með kjarnfóðrinu héðan af, ef hann gengur ekki í stór- hríðargarða. RERU TIL KÓPAVOGS TIL AÐ AFLA SER FANGA Lögreglan í Kópavogi tók fimm unga pilta á báti í gærdag, sem 300 þúswtd króna sekt þeir höfðu róið frá Nauthólsvíkinni yfir Fossvoginn. Hafði lögreglunni verið gert viðvart um, aö líklega hefðu piltarnir tekið bátinn ófrjálsri hendi. Þegar lögreglan leitaði skýr- inga á ferðalagi piltanna hjá þeim, sögðust þeir hafa veriö á rangli í Nauthólsvíkinni, orðið þyrstir og svangir og fengið bátinn hjá öðrum piltum þar, til þess að skreppa á honum yfir til Kópavogs og ná sér í eitthvað, sem svalaö gæti þorsta þeirra. Ekki vissu þeir, hver eigandi bátsins væri. Þetta er litill plastbátur, sem í stað ræða hafði tvær snærislykkjur, og er hann í geymslu lögreglunnar í Kópavogi. Tómas Hjaltason (nær) og Richard Björgvinsson skoða reiðhjól barnanna. Dómur í máli skipstjórans á tog- aranum Boston Kestrel FD 256, sem tekinn var að ólöglegum veiö- um fyrir Austurlandi aðfaranótt s.l. laugardags féll í gær. Var skipstjór inn, Anthony Alan Buschini dæmd ur til að greiða 300 þúsund króna sekt til Landhelgissjóðs, afli og veiðarfæri voru gerð upptæk og skipstjóra var gert að greiða allan sakarkostnað. Skipstjórinn áfrýjaði dóminum en lét úr höfn á togar- anum um miöjan dag í gær. Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti kvað upp dóminn en meðdómendur voru Sigurjön Ingvarsson og Guð- jón Marteinsson. BJ0RT FRAMTIÐ / FISKIÐNAÐI EF VEL ER Á SPILUNUM L'ALDIÐ Ráðstefna Verkfræðingafélags Islands um vinnslu sjávarafurða hélt áfram i morgun Verkfræðingaráðstefnan hélt' lega flutt yflrlitserindi um ýms- áfram £ morgun og voru þá aðal ar greinar fiskvinnslunnar. í Frá ráðstefnu verkfræðinganna á Hótel Sögu. velflestum erindunum kom fram sú skoðun, að íslendlngar ættu mikla framtíðarmöguleika í þessum greinum, ef vel væri á spilunum haldið. í erindi sínu um saltfisk- iðnaðinn vék Loftur Loftsson verkfræðingur að framtíðarhorf um hans, sem hann sagði góðar. Saltfiskiðnaðúrinn þyrfti að vél- væðast meira, og ekki væri iangt í vélasamstæður I fisk- aðgerðinni, sem sæju alveg um að gera að fiskinum, hausa hann slægja og fletja. Einnig mætti geyma fiskinn á flekum t.d. til hagræðingar við alla flutninga, og til að einfalda vinnslutilfær- ingar. Mælti hann með auk- inni notkun íss £ fiskgeymslum. Loks sagði hann, að f fram- tíðinni yröi lögö meiri áherzla á aö vinna fiskinn í neytenda- umbúðir til þess að auka verð- tnæti hans og skapa jafnari at- vinnu í vinnsluhúsunum. Sigurður B. Haraldsson verk- fræðingur ræddi um skreiðar- verkun og sagöi m.a., að skreiö- arverkun hefði að mestu verið óbreytt öldum saman og eng- ar meiriháttar tæknilegar um- bætur væru fyrirsjáanlegar í ná- inni framtíð. Ýmislegt hefði þó verið gert til að auka hagræð- ingu við skreiðarverkun og víða hefði verið komið fyrir loft- blásurum i skreiðargeymslum. Tilraunir með loftblástursþurrk- un á skreið hefði gefið árangur, Framhald á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.