Vísir - 13.05.1967, Síða 7
Jónas Hallgrímsson:
Hin gullvæga
Hjá þér, drottinn, er vort at-
hvarf, því þú elskar oss. Láttu
þennan þanka leiða oss til þín,
leiða oss til að elska þig, en
ekki heiminn, -— hann, sem tæl-
ir sína elskendur. — Þú veizt
vér erum börn, og vegurinn er
háll, sem vér göngum; en gef
að þín elska styrki oss; hún
verndi vor hjörtu, þá (er) heims-
ins glaumur kallar oss, hún gefi
oss styrk í freistingunum. Himn-
eski faðir. Þú sem gafst oss líf-
iö og lífsins gæði, þú bauðst
oss að njóta þeirra hóflega; það
vitum vér, en veit oss þinn
styrk, aö vér gjörum ekki móti
betri vitund. Gef oss krafta aö
hlýönast því lögmáli, sem þú
hefur rótfest í vorri sálu. Sá
ódauðlegi andi, er þú gafst oss,
hann finnur, að heimurinn er
sér ónógur, hann girnist að
finna eitthvað æöra, en gef hon-
um að girnast þinn vilja, hverj-
um ekkert getur æöra þenkzt,
ekkert heilagra nefnzt. Já, til
þín, drottinn, snúum vér oss, —
þegar hjartað tekur að óróast
og andi vor finnur ei hvíld á
jörðu, þá viljum vér leita þín,
en láttu þig, drottinn, vera að
finna. Hverfi oss þá heimurinn
og heimsins stundlegu gæði, því
þegar vér aöeins höfum þig,
hirðum vér hvorki um himin né
jörð. Amen.
Textinn: 1. Jóh. 2., 15.
Elskið ekki heiminn, ekki
heldur þá hluti, sem í heimin-
um eru. Ef nokkur elskar heim-
inn, í honum er ekki kærleiki
föðurins.
Þegar sá konungur, sem guö
hafði gefið speki, var búinn aö
skoöa þennan heim, og öll mann-
anna holdlegu störf, allt þeirra
bjástur og umsvif í heiminum,
segir hann: Það er allt saman hé-
gómi. — Annað er þaö ekki held-
ur, því allt stundlegt breytist og
hverfur, maðurinn sjálfur kemur
á jörðu, dvelur þar óvissan tíma,
ætíð samt skamma stund, og flyzt
síðan á burt á hið ókomna land,
því hann er ætlaður til æðra.
Óráð er því aö binda hjartað viö
það, sem vér eftir voru eöli hljót-
um að yfirgefa, ef það verður
ei fyrr búið að yfirgefa oss, eða
þá við hitt, sem vér aldrei náum,
— einhvern hverfulan skugga, —
það er verra en að byggja á sandi.
— Þar fyrir býöur guðs orð að
elska ekki heiminn, svo vér ei
stöndum einir uppi og söknum
of seint vinar í stað, þegar hann
fyrr eöa seinna snýr viö oss bak-
inu. Ekki er það samt meiningin,
að mannsins skylda sé að synja
sér um nautn allra heimsins gæða
og unaðsemda, því hófleg gleði er
á stundum nauðsynleg, til að end-
urnæra þess manns hjarta, sem
þreyttur kemur frá störfum sinn-
ar köllunar, og gefa honum nýja
krafta til framkvæmda. — En af
því meðalhófið er vandrataö og
mörgum veröur hált á viðskiptum
við heiminn, býður guðs orð að
binda ekki hjartaö við hann. Ekki
mun heldur hætt við, — eftir
sem þekkingu vorri er nú komiö,
— að þeir séu margir, sem ekki
kannast við það leyfi, er maöur-
inn hefur til að brúka heimsins
gæði, og boðorðið upp á þann
máta misskiljist; hitt mun held-
ur, aö heimsins gæði verða of-
brúkuð, því beinna liggur sá af-
vegur fyrir oss. En þá fer ei
hjá því, að hjartað ofþyngist
smátt og smátt, maðurinn gleym-
ir guðs vilja og sinni ákvörðun,
en fer aö elska heiminn. — Fyrst
nú guðs orð bannar það, en vér,
sem búum í heiminum, veröum
þó aö brúka hann, þá vil ég stutt-
lega leitast við að hugleiða, 1.
hvers vegna vér megum ei elska
heiminn, og 2. hvernig vér get-
um rétt brúkað heiminn, án þess
að elska hann. Guð gefi mér þar
til náð fyrir Jesúm Kristum.
Vér megum ekki elska heim-
inn. Orsökina leggur postulinn
sjálfur til. Hver, sem elskar heim
inn, segir hann, í honum er ei
kærleiki föðurins. Það er að skilja:
Hver sem festir hjartað við fall-
valtan heim og hans gæði, hann
sýnir þar með að hann ei elskar
guð, því hann óhlýðnast guðs
vilja. Guð vill nefnilega, að heims
ins gæði skuli hressa og gleðja
oss, svo oss aukist kraftur til að
gegna vorri köllun. Hann vill þau
skuli verða meðal í vorri hendi
til aö auðga oss í góðum verkum.
Þau eru því ekki sannarleg gæöi,
G/eð/'/eg hátíð heilags anda
Það var einn hvítasunnudag fyrir mörgum árum. Ég hafði
gengið mér út nokkuð snemma. Fáir voru á ferli í bænum
þennan fagra vormorgun, gatan var nær mannlaus. Þá kom
maður í augsýn, er þokaðist ofan götuna á móti mér. Ég þekkti
hann á löngu færi, þekkti hann í sjón, eins og aðrir bæjarbúar,
en ekki vorum viö málkunnugir. Það var sr. Jóhann Þorkels-
son. Hann fetaði gangstéttina ofurhægt, hrumlegur orðinn, mjak-
aði fótunum fram, og þó var sem hann svifi fremur en gengi
á eftir stafnum sínum, sem hann hélt skáhaht útundan sér. Mér
fannst hann nða í hverju spori, en þó var sem hin hvassleitr
ásjóna stefndi í ákveðið mark.
Þegar við mættumst og ég ætlaði að víkja framhjá, sneri
hann sér beint í veg fyrir mig furðu snöggt og sagði : ,,Góðan
daginn“.
Þögn.
„Og gleðilega hátíð — heilags anda“.
(Sigurbj. Ein. : Hirðisbréf.)
kúnst
Kirkjusíðan í dag flytur próf-
ræðu Jónasar Hallgrímssonar,
listaskáldsins góða. Hann var
prestlærður eins og aðrir Bessa-
staðamenn, en ekki átti það fyr-
ir honum að liggja að verða
prestur. Að vísu sótti hann einu
sinni um brauö, Helgafell
(Stykkishólm) á Snæfellsnesi.
En umsóknin kom of seint, svo
að ekki var hægt að taka hana
til greina.
„Mér þótti það mikið illt, að
andlega stéttin skyldi missa þig
svona, úr því aö þér var farið
að koma til hugar að ganga inn
í hana hvort sem var“, skrifar
sr. Tþmas Jónasi í sambandi við
þessa umsókn.
Auk prófræðunnar flutti Jón-
as Hallgrímsson eina stólræðu.
Það var við guðsþjónustu í
Reykjavíkurdómkirkju á gaml-
árskvöld 1829.
verður að dylja fyrir heiminum,
— þegar þú þannig yfirgefinn
hlýtur einmana aö ganga þungan
gang í lífsins eyðimörku, hvar er
þá, ó, maöur, bitt athvarf? Vissu-
lega ekki hjá heiminum. En guði
sé lof, sem gefið hefur oss betra
traust, er höfum lært aö elska
hann, sem er höfundur vorrar
farsældar. Þar er ein huggunar-
rödd, sem fagurt hljómar í eyrum
þeirra, sem krossinn bera; hún
segir að allt verði að þéna þeim
til góðs, sem guö elska, — og
auga hafi ekki séð og eyra hafi
ekki heyrt, og ekki hafi það í
nokkurs manns huga eða hjarta
komið, sem guö hafi þeim fyrir-
búið, er hann elska. Mun ei þar
fyrir tilvinnandi að sleppa elsk-
unni til heimsins, til að gefa rúm
þeirri elsku, sem svo hefur mikið
fyrirheit? Þar um mun varla
nokkur efast.
2. Vér höfum þá séð, aö vér ekki
megum elska heiminn, því það
skaðar sjálfa oss; en hvergi er
manninum þar fyrir bannað aö
brúka heiminn eftir þörfum, eða
gleðja sig viö hans gæði hóflega
og með þakkargjörð, því sá er
eflaust tilgangur þess algóða gjaf-
ara. Einungis tekur Páll vara fyr-
ir að misbrúka heiminn; og hann
segir á öðrum stað að öll guðs
skepna sé góö og engin burtkast-
anleg, sé hún meðtekin með þakk-
argjörö; hún helgist með guðs
oröi og bæninni.
Hófleg nautn heimsins gæða er
því samkvæmt guös orði leyfileg,
en þar eð — eins og áöur er
sagt — meðalhófið er vandratað,
og brúkun heimsins getur leitt
til að elska hann, er nauðsynlegt
vér tökum oss einhverja stöðuga
reglu í nautninni, svo hún verði
oss ekki til syndar, þvert á móti
gjafarans tilætlun.
Framhald á bls. 10.
Bessastaðakirkj a.
sinni eigin fordjörfun, hvar af
margur ófriður rís, sem einatt
spillir sambúð manna, þannig
eyðist þeirra lít undir hégómlegu
umstangi. Þeir erfiða og þreytas*
forgefins, mettast kannski stund-
um í bráð, og hverfa síðan von-
arlausir af jörðu, því þeir hafa
forsómað að safna sér fésjóð á
himnum.
Vér megum ekki elska heim
inn, því hans gæði eru oss ónóg.
Vera kann, að þeim, sem jarð-
nesk lukka fellur í skaut, finn-
ist stundum. sem hann uni heim-
inum, þegar hjartað er ofþyngt
af nautninni eða maðurinn vegna
veraldlegra anna ekki gefur sér
um sér, að hann ekki á stundum
girnist eitthvaö æöra eða varan-
legra en þaö, sem þessi heimur
hefur á boðstólum, og þaö á með-
an bezt gengur, en þegar heim-
urinn snýr við blaðinu. — og það
mun hann gjöra oftast nær, —
þá vaknar fyrst fyrir alvöru ein-
hver æðri löngun í mannsins
sálu. Þegar þú, sem fyrrum varst
heill. þjáist af örðugum sjúkdómi,
þú, sem varst ríkur, verður að
líða nauð, þú sem varst virtur,
verður óvirtur, þegar vondir menn
umsitja þig, eða vinir þínir bregö-
ast þér, eða ástvinum þínum er
burtu svipt, eöa hjarta þitt kvelst
af einhverri hulinni sorg, sem þú
heldur einungis meðal til góðs.
En sá, sem elskar heiminn, hann
leitar sinnar farsældar í holdleg-
um munaði; hann gleymir þess
vegna guði og sinni ákvöröun og
metur skepnuna meira en skapar-
ann. Þetta er stakt vanþakklæti
og hryggileg fásinna, sem glöt-
unin hefur í fylgd með sér, því
sá maöur getur enga hlutdeild átt
í jJeim fyrirheitum, sem faöirinn
á himnum hefur gpfið sínum elsk-
endum.
Vér megum ekki elska heiminn.
því hans gæði eru óviss. Fávís-
legt er aö elska skugga, sem flýr
þá, er hann vilja grípa, og mikil
mæða að binda hjartað viö óvissa
von, sem einatt lætur til skamm-
ar verða, en þetta gjörir sá, sem
elskar heiminn, því jarðnesk gæði
eru hverful. heimsins útlit breyt-
ist, og gleöinnar mynd stendur
langt á bak viö mann. þegar hann
loksins þykist vera kominn að því
eftirþreyða takmarki; og hvað er
það þá, sem maöurinn hefur meira
af allri sinni armæöu? Já. þó að
maðurinn þykist hafa náð ein-
hverri af þessum ímynduðu un-
aðsenmdum, þá er nautnin samt
eins óviss þvi dauðinn er skjót-
fær engill sem fyrr en varði
kemur að dvrum. Þá fer hann.
sem kallaöur er, oft ómettaður.
þótt hann hafi til margra ára sam
ansafnað, því dauðinn flytur boð-
skap hins eilífa.
Vér megum ekki elska heiminn.
því hans gæði eru fánýt. Það
sést ljósast á bjástri þeirra, sem
að þeim leita. Margbreyttar eru
þeirra eftirsóknir, allar samt með
meiri eða minni óþola og áhyggju.
— Það er sorglegur leikur, að
sjá þessa blinduðu eigast illt við,
eftir því sem hver stendur öðrum
í vegi, og þreyta kapphlaup eftir
tíma til að hugsa um stna ákvörð-
un. Varla kemst samt þessi á-
nægja hærra en svo, aö hún geti
orðið manni 1 borð við eitthvert
tilfinningarleysi. Langvinn getur
hún ei heldur orðið, þvi manns-
ins andi er ódauðlegur, og getur
því varla niðurlægzt svo í hold-
inu, varla orðið svo ólíkur sjálf-
lof&jkú