Vísir - 13.05.1967, Side 12

Vísir - 13.05.1967, Side 12
12 VÍSIR . Laugardagur 13. maí 1967. Stúlkan með grænu ougun Kvikmyndasaga samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar „The Lonely Girl" Nr. 21 „Það þarf að flengja hana, og það svo um munar“, öskraði hann. Ég grét. Þegar á stöðina kom, keypti hann tvo farmiða, og leiddi mig síðan út á brautarpallinn og inn í lestina, sem átti að leggja af stað eftir tuttugu mínútur. „Langar þig ekki í te?“ spurði hann, þegar lestin var lögð af stað. Það var það fyrsta, sem hann sagði við mig eftir að við komum inn í lestina. Ég þóttist vita að honum gengi það eitt til, að hann vrldi komast á vínbarinn, sem var í sama klefa og veitingasalan. ^Nei, þakka þér fyrir", sagði ég einungis til þess að honum yrði ekki að þeirri von sinni. Ég braut heilann um hvemig ég ætti að kom ast undan, hvort ég ætti að flýja, þegar lestin staðnæmdist á næstu stðð, eða hvort ég ætti að kippa í neyðarhemilinn, þegar hann horföi ekki á mig, og stökkva af lestinni. Ég ráðgeröi alls konar dirfskubrögð. en nötraði og skaif af hræðslu, hwenær sem hann talaði til mín. „M verður að fá tesopa“, sagði hann, og þóttist vita hvers vegna ég vildi þaö ekki. Hann skipaöi mér að koma með sér, og ég varð honum samferða fram á ganginn og inn 1 veífcingavagninn. Hann bað um tvöfaldan skammt af vískí handa sjálfum sér og te handa mér ásamt brauði og fleski. Teið var framreitt í plasthylki, sem hftnaði.svo að ekki var nein leið .aö snerta það. „Hvert þó 1 þreifandi... er þetta ekki Jimmy Brady“, var kallað fyr- ir aftan okkur. „lim—“ hrópaöi faðír mkm og brölti á fætur til að fagna þarna gömlum kunningja sínum. — Þeir slógu á bakið hvor á öðrum, störðu drykkjuþrútnum augum hvor á ann an og fjölyrtu um forlögin, sem létu þá hittast þarna. „Guð minn góður“, andvarpaði ég, og vissi að nú mundi versna um allan helming, og faðir minn drekka sig enn fyllri fyrir bragðið. Þetta var Tim Healy, gamall skóla- bróðir hans. Þeir fóru yfir að bamum og fað- ir minn keypti viskí handa Tim og tveim kunningjum hans. „Þetta er stelpan mín, og ég er að fara með hana heim“, sagði fað- ir minn, og þeir þremenningarnir heilsuðu mér með handabandi, og einn þeirra þrýsti hönd mína svo fast og lengi, að hringurinn, sem ég bar á litla fingri, marði baug- fingurinn. Tim Healy bað um á- vaxtadrykk handa mér og settist hjá mér. „Jæja, Kathleen — þú heitir Kathleen er ekki svo ? Hvemig líö- ur þér? Þú ert falleg og yndisleg stúlka, enda ekki við öðru að bú- ast — faðir þinn gull af manni og móðir þín kvenna fegurst. Hvern ig líður móður þinni annars ?“ „Hún er dáin ... drukknaði", svaraði ég. Það kom slíkur sorgarsvipur á hann að ég hélt að hann mundi fara að gráta. Hann greip um arm mér og reyndi að láta ekki kjök- urhreiminn heyrast í rödd sinni. „Svona er það, við erum alltaf svipt því bezta, þegar minnst varir“ sagði hann. „Já“. Jólaskrautið hafði ekki ver- ið tekiö niður enn í veitingavagn- inum. Skrautlegt spjald með orð unum „Friður á jörðu“, og þar fyr ir ofan annað spjald, þar sem skor-; að var á menn að herða drykkj- una, trónuðu á veggnum bak við barinn. Tim Healy ætlaði að fara til pabba og samhryggjast honum, en 7ég baö hann að láta það ógert. Ég vissi að það mundi einungis verða til þess að hann drykki enn meira en ella, ef hann væri minntur á fráfall móður minnar eins og á stóð. „Þú þekkir mig“ sagði Tim Hea- ly. „Ég mundi ekki vilja særa flugu“. Síðan sagði hann mér, að hann hefði eftirlit með fyrirtækjum ■■'■m framleiddu pylsur. Kvaðst vera á leið til Maraborough í þeim erind- um. „Já, þú ættir að vita, hvernig þvi er háttað öllu saman“, sagði hann og gretti sig ákaflega, eins og hann vildi gefa til kynna að ekki væri svo sem allt í sómanum i sambandi við þá framleiðslu. Mér sárleidd- ist hann, en þoldi hann vegna þess að mér fannst meiri von um að mér mætti takast að flýja, fyrst hann var þama. Ég var staðráð- in í að grípa tækifærið, þegar hann og faðir minn fæm að rifja upp skólaminningarnar og hvor þeirra hefði skorað fleiri mörk í knatt- spymukeppninni fyrir skólann, og laumast út, fela mig inni á salern- inu og stelast út á næstu brautar- stöö. Nú tók faðir minn að segja þeim þremenningunum og af mikilli kok hreysti, að einhver fanturinn heföi reynt að notfæra sér æsku mína og reynsluskort og leiða mig afvega. Þeir hristu höfuðiö, alvarlegir á svip, og sögöu að ég væri ekki ann að en blessað barn, og ekki hægt að ætlast til þess að ég kynni fót- um mínum forráð. Og ég hafði ekki við að koma í mig ávaxtadrykkn- um, sem þeir keyptu handa mér. „Taktu nú lagið fyrir okkur eins og í gamla daga“ sagði Tim við föður minn. „Ég get það ekki“, svaraöi hann. „Ég er orðinn gamall og hljóöin tekin að ryðga. Við skulum allir taka eitt lag saman ...“ Þeir sungu síðan fullum hálsi. „Kevin Barry", sumir voru nokkrum atkvæðum á undan hinum, en hvað sakaði það — þaö lá við sjálft að þeir táruðust af hrifningu. Hins vegar virtist bar þjónninn hafa mesta lóngun til aö þagga niöur í þeim, en faðir minn brosti og steytti hnefann og skip- aði honum að syngja með. „Helvízkur Bretinn", sagði Tim Healy, þegar samsöngnum var lok- ið, og gestirnir við barinn tóku þar innilega undir við hann. Þá tók faöir minn allt í einu að syngja: „Viö syrgjum allir þá svart hærðu mey ...“ Hann söng af mik- illi viðkvæmni og augu hans fyllt- ust tárum, og ég geri ráð fyrir að honum hafi orðið hugsað til mömmu, því að hún hafði haft rmkið dálæti á þessu lagi og kvæði, og hann söng það oft fyrir hana á jjólunum, þegar við höfðum verið j að spila og mamma úthlutaði þeim I verðlaunum, sem græddu. Mér varð litiö út um gluggann, yflr dökka, flata akrana, sem hurfu undan þegar lestin æddi leiðar sinn ar frá Dyflini, inn á miðsléttuna. Ég reis á fætur, hélt að þeír tækju ekkert eftir því, og ætlaði að laumast út úr klefanum. „Hvert ertu að fara ?“, spurði faðir minn óöara. „Fram í snyrtiklefánn“, svaraði ég feimnislega. „Líkamsþarfirnar eru samar við sig“, mælti Tim Healy. „Það verö- ur ekki fram hjá því gengið ...“ Hann drap tittlinga framan í föður minn. „Ég skal vísa ungfrúnni leið ina“, sagði hann og reis úr sæti sínu. Ég býst við, að faðir minn hafi beöið hann um að hafa auga með mér. „Hafðu engar áhyggjur", sagði hann og leiddi mig fram ganginn, eftir lestargólfinu, sem iðaöi og kvikaði undir fæti. „Þú kynnist einhverjum góðum pilti áður en langt um líður, manni af þinni stétt RÖREl N ANGRUM. Einkaleyfi á fljótvirkri sjálflæsingu r>«f- KOVA er hægt að leggja beint í jörð KOVA röreinangrun þol- ir mesta frost, hitabreyt- ingu og þrýsting KOVA þolir 90°C stöðugan hita Verð pr. metra: 3/8" kr. 25.00 T’kr.40.00 l/2"kr.30.00 l%”kr.50.00 3/4” kr. 35.00 iy2"kr. 55.00 KOVA Umboðið SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 Þessi samstæða kostar að- eins kr. 2410.— HÚSGÖGN Vegghillur, veggskápar, vegg- skrifborð, smáskrifborð, snyrti- kommóður. Smíðum vegghlllur úr tekki, eik, mahony og öðrum viðar tegundum eftir pöntun. Langholtsvegur 62 (á móti Landsbankanum) Sími 82295. Maðurinn sem annajrs aldrei les auglýsingar auglýsingar lesa allir I BROUGHT X MO CHARLATAN TMS MAN OF j WILL TDUCH WISPOM TD L ME/... nap you 1 y ^ NO, FATHER/ THEY CAME FOR ME WHEN THEY THOUGHT YOU WERE DViWG/ v---------fai ^_____Caw*o X WOULP BECOME CMEF OF THB v MAM8US/__BUT ' I WISH VOU 1Ð j uvb/ y GUARDSf GET THEM OUT CF HERE/ HERE, NGURA.' THföiS YOUR CHANCE/ „Ég kom meö þennan læröa mann með mér. Hann getur læknað þig“. „Hann fær „Aílir svíkja mig. „Ég væri betur settur dauöur“. „Jfeförr, fleygið þeim út!“ „Það er til cia&kis að hrópa, faðir minn. Verðimir komu S8gtl og sóítu mig, þegar þeir héldu að þú værir dLJ&eir ætla sér að gera mig að höfð- a.-.eoiúg vrr'hddmt að^hú íiffr“. ekki aö snerta mig“. „Hérna, Ngura, þetta verður þitt tæki- færi“. ÞVorrASiöÐiN SUÐURLANDSBRAUT SI'MI 3S123 OPIÐ S - SUNNUD »9 -

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.