Vísir - 26.05.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 26.05.1967, Blaðsíða 4
~~ r' nútímalegasta merki þess að sum- ar sé gengið í garð í Parls er að „bftnikkarnir" hafa komið sér fyr ir I hópum á bökkum Signu. Nýlega sendi lögreglan I París út talnayfirlit, sem gert var síð- .-.stliðið sumar yfir þetta fyrir- brigði. Lögreglan talaði í fyrra við eitt þúsund „bítnikka", þar af voru 11% karlkyns, 537 voru undir 21 árs aldri. Samtals áttu 23 þjóð r fulltrúa á Signubökkum, flest- ir voru Þióðverjamir þá Sviar og Danir, næstir voru Englendingar, Kollendingar og Bandaríkjamenn. Nærri ailar stéttir þjóðfélags- ins áttu fulltrúa við Signu, þó voru % hlutar þeirra frá milli- stéttarheimilum. Aðeins einn hafði enga mennturr- en flestir höfðu hætt snemma skólagöngu og höfðu ekki lokið prófum. Þegar „bítnikkamir" voru spurð ir hversvegna þeir sætu þama, svöruðu 38% að þeir væru þreytt ir á fjölskyldum sínum og um- hverfi heima fyrir. 25% höfðu komið sér þangað vegna þess að þangað var ódýrt að ferðast, 12% svömðu að þeir væru þama vegna þess að þeir elskuðu frelsið, 10% sátu þama vegna stjómmálalegra eða hugsjónaástæðna, en 15 prós. sögðu ástæðu sína fyrir því að vera þama, stafa af þvf, að þeir löðuðust að félagsskapnum og að „þeir vildu vera með", eða að þeim Ifkaði vel við andrúms- loftið. BITLA- PLATA BANN- FÆRÐ Ennþá stendur styrr um Bftl- ana þótt þeir hafi ólíkt hægara um sig núna en áður. BBC, brezka útvarpið hefur sett á svart an lista sfðustu plötuna þeirra á þeirri forsendu, „að hún geti orðið til þess að eiturlyfjaneyzla aukizt. Um er að ræða Iagið „A day in the Iife“, sem er á Bítlaplöt- unni „Sergeant Peppers lonely hearts club band“. Þetta er f fyrsta sinn sem BBC hefur bann- að Bítlaplötu. í kvæðinu við forboðna lag- ið syngja John Lennon og Paul McCartney um það, þegar þeir fari í strætisvagn, reykja og sofna og dreymir vært. Nýja platan þeirra kemur út þann fyrsta júnf. Um bann BBC segir Paul Mc Cartney: — BBC hefur misskil- ið vísuna. Hún hefur ekkert með eiturlyf að gera, hún snýst að- eins um draum. John Lennon: — Þetta er stór- hlægilegt. Paul og ég ortum vís- una eftir úrklippu úr blaði. Hún var um árekstur og fómardýr hans. Bítlarnir em sannfærðir um geysilega sölu á plötunni þrátt fyr ir bannfæringu BBC og nú þegar er búið að panta fyrirfram eina milljón eintaka af plötunni. í FRÍI Hún er þekkt hún Nancy Sin- atra, nærri því þekktari en fað- ir hennar, Frank Sinatra. Núna dvelst hún á Italíu í sumarfríi með kærastanum sínum Ron Voy, sem er ljósmyndari. Hann verður að bfta í það súra epli að vera í skotlínu „kolleganna" þegar hann er í fylgd með svo þekktum ferðamanni sem auk þess geng- ur um í allra stytztu tízkunni. ■ . ■ Saknið þið einhvers á myndhmi? Aðeins yfirvaraskeggsins hans Paul McCartney, sem hanin rakaði af sér nýlega, Hinir féiagamir halda ailir „gamla útlitinu“. HILTON-flughótelið við Orly- flugvöllinn í Parfs hefur getið sér þann orðstír, aö vera staðurinn þar sem hin nýgiftu geta dvalizt brúðkaupsnóttina. Hótelið hefur núna stungið því að þeim gestum, sem boðnir em í brúðkaupsveizl ur og vita ekki hvað þeir geta gefið í brúðargjöf, að borga hótel herbergi fyrir brúðhjónin. Verðið á herbergi er frá 800 — 900 kr. og innifalið í verðinu er kampavín og blóm við komuna. Hótelið hefur einnig reynt við ferðaskrifstofurnar, þannig að þær ráðgeri dvöl á Hiltonhótel- inu í brúðkaupsferðalaginu. Það hefur þó komið í ljós að hafa vissa ókosti — það er að segja, ef flugvélarnar eiga ekki að þurfa að bíða eftir farþegunum. Allt of mörg þeirra nýgiftu koma of seint til flugvélarinnar, sem þau hafa pantaö sér far með. Bréf um unglingavanda- málin á hvítasunnu „Kæri Þrándur. Fyrir nokkru las ég 1 dálki þínum bréf, eöa öllu heldur skrif um hvítasunnu ferðlr unglinga, og var sérleyf- ishafinn að Laugarvatni þar nefndur. Já, það kann aldrei göðri lukku að stýra, þegar þeir fuilorðnu ganga á undan með slæmt fordæmi. Það er eitt, sem ég vlldi spyrj ast fyrir um, og kannski fá rétt ir aðilar að svara spumingu minni í dálki þinum: Hver eru viðurlög við þvf, að aka ung- lingom upp f sveit og skilja þá þar eftir í reiðileysi? — Eru kannski engln viðurlög við slfku? Mér finnst satt að segja anzi skrýtið, ef sérleyftshafar og þeir sem hafa hópferðaréttindi, geta auglýst ferðir út um hvipp inn og hvappinn, og farið með unglinga um ailar trissur, án þess að hugsa svo nokkum skap aðan hlut um, hvernig þeim reið ir af. Er ieyfilegt að fara með stóra hópa til dæmis f Þórsmörk um Verzlunarmannahelgina og senda bílana tóma i bæinn til að verða uppvisir að þvi að skilja eftir unglinga f malargryfjum eða á öðrum slikum stöðum í aigjöru reiðileysi. Ferðalangur.“ og Verzlunarmannahelgi munu endurtaka sig á meðan almenn- ingsálitið fordæmir ekki þessa atburði svo hart, að viðkomandi aðilar sjá sér ekki fært að láta þá viðgangast lengur. sækja fleiri, og geta svo ekki séð þeim fyrlr fari heim aftur ? Mega þessir sérleyfis- og hóp- ferðahafar haga sér eins og þá iystir. Það er alveg auðséð, aö þeir hugsa margir hverjir að- eins um það eitt að ná sem mestum peningum frá fólkinu, en hugsa ekkert um hvort þelr þurfa að láta nokkra þjónustu f staðinn. ’lér finnst að svipta ætti slíka menn öllum réttindum, sem Ég þakka „Feröalangi“ bréf- ið, en get sagt honum strax, að ekki munu vera til hegðunar- reglur fyrir sérleyfishafa né aðra þá, sem stunda fólksflutn- inga. Þá myndu ekki fara fram stórkostlegir fólksflutningar ár hvert, t. d. í Þórsmörk, en þeir aðilar sem fyrir því standa hirða ekki um að kosta hvorki læknishjálpina né löggæzluna, sem þar er látin í té. Atburðirnir um hvítasunnu Ein leiðinleg hlið er einnig á þessum málum, og hún er sú sem snýr að æskulýðsfulltrúum og ráðgjöfum. — Þeir virðast hvorki nenna, né hafa hug- myndaflug til að skapa holl verkefni fyrir þessa unglinga á þessum löngu helgum, — Þetta væri nauðsynlegt, því ég held að slark unglinganna komi mik ið af því að þeir eru í vandræð- um með sjálfa sig og hina miklu innibvrgðu athafnaþrá, sem verð ur að fá útrás. Upp úr þessu skapast reiðileysið, og þessar vandræðaferðir út úr bænum í algjöru stjómleysi. Æskulýðsráðgjafar, skátar, í- þróttaleiðtogar og ungmennafé- lög ættu að sjá um að á hinum stóru ferðahelgum, séu stórmót haldin, þar sem séð væri fyrir nægum verkefnum við hæfi ung linganna, og þar væri reynt að hafa hæfilegan hemil á vand- ræðafólkinu, sem auðvitað er alltaf til staðar. Slík mót þyrfti að halda á nokkrum stöðum samtímis t. d. á Verzlunar- mannahelginni. Og auðvitað ætti ekki að beina viðskiptun- um til þeirra ,sem ekki eru tald- ir þeirra verðir. Eini möguleikinn til að þau mál batni, sem allir eru sam- mála um, að séu i algjöru skipu lagsleysi, er aö taka málin upp og reyna að hamla á móti. Ef enginn finnur hjá sér hvöt til að gera neitt, mun allt sitja við þaö sama. ^ Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.