Vísir - 26.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 26.05.1967, Blaðsíða 8
8__________________________________ VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Erfiður atvinnurekstur £|ameiginlegt með hinni sundruðu stjórnarandstöðu ( er, að forustumenn hennar virðast telja það nýjar ( fréttir, að enginn leikur sé að reka fyrirtæki. Þess- / um stjórnmálamönnum er vorkunn að fávizkunni, því ) þeir hafa margir hve'rjir verið til skamms tíma ákaf- ) lega andsnúnir frjálsum atvinnufyrirtækjum. Þeir \ hafa lifað í sérstökum draumaheimi kátlegra hug- ( mynda um „arðrán“ og annað af því tagi. Nú er þeim (( hins vegar skyndilega ákaflega umhugað um velferð ) þessara fyrirtækja og fylgir vonandi hugur máli. Ekki ) hefur fyrirtæki svo dregið saman seglin á undanförn- \ um árum, að vinstriblöðin hafi ekki básúnað það út. (( Það er gömul saga, að enginn leikur er að reka f/ frjáls fyrirtæki, hvorki hér á landi né annars staðar. í) Stjórnendumir verða yfirleitt að hafa sig alla við, og ) reynir þá oft þungt á hugvitsemi og þrautseigju þeirra. ) Alltaf eru fyrirtæki að draga saman seglin og önnur \ að deyja, bæði á uppgangstímum sem hnignunartím- (( um, hvar sem er. En jafnframt eru ný fyrirtæki að f/ rísa upp og^innur eru í örum vexti. Óvissa og áhætta // liggja í eði^frjálsra atvinnufyrirtækja. ) Enginn getur bannað forustumönnum stjórnarand- ) stöðunnar að telja hnignun einstakra fyrirtækja bera \ vott um móðuharðindi, svartnætti í atvinnulífinu og ( hríðversnandi eymd. Þeir mega lifa í draumaheimi f/ sínum, en hins vegar er rétt að benda stuðningsfólki / þeirra á hið sanna í þessum efnum. ) Um landbúnaðinn er fljótsagt, að framkvæmdir ) hafa árin 1961—1965 farið langt fram úr bjartsýnni \ áætlun stéttarsamtaka bænda. Gerbreyting á búnaði og afkomu sveitabýla hefur átt sér stað á viðreisn- // artímanum. Þróunin hélt áfram í sama stíl árið 1966, !■ en tölur um það eru ekki enn fyrir hendi. {( Eign sjávarútvegs og fiskiðnaðar hefur aukizt um h rúmlega 50% í sambærilegum verðmætum á viðreisn- , / artímanum og hefur hraði aukningarinnar vaxið í ) seinni tíð. Floti fiskiskipa stærri en 100 lesta hefur \ fjórfaldazt að rúmlestatölu og afkastageta síldarverk- \ smiðja á Austur- og Suðvesturlandi hefur þrefaldazt á i ( viðreisnartímabilinu. Þessar atvinnugreinar hafa orðið / fyrir áfalli í vetur vegna verðfalls erlendis og vegna ) óvenju lélegrar vetrarvertíðar. En samt er ekki neinn ) bilbug að sjá á athafnamönnum í þessum greinum. Þeir halda áfram að kaupa ný fiskiskip og sækja um \ lán til byggingar nýrra verksmiðja. ( í iðnaði hefur framleiðslan aukizt ár frá ári frá 1961. Um það vitna tölur Hagstofunnar sem stangast alveg , / á við fullyrðingar stjórnarandstæðinga. Samdráttur ) hefur aðeins orðið í örfáum greinum iðnaðar, í skó- ) gerð, veiðarfæraiðnaði og í smíði málmvara og raf- \ magnstækja. I öðrum greinum hefur verið uppgangur ( og í mörgum hefur verið ör þensla. Má þar nefna / niðursuðuiðnað, skipasmíðar, matvælaiðnað, stein- / efnaiðnað og plastiðnað. í heild hefur iðnaðarfram- ) leiðsla aukizt hraðar með hverju árinu. V) V1SIR .Föstudagur 26. maí 1967. Nasser og Abdel Hakim Amer yfirhershöfðingi í aðaistöðvum egypzka hersins á Sinai-skaga. Er að koma annað hljóð í strokk NASSERSP Þegar þetta var ritað var U Thant framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna á leið til New York frá Kairo, þar sem hann sat miðdegisverðar-viöræðu- fund í fyrradag og viðræðufund með Nasser í morgun. Og nú er beðið um allan heim eftir aö fá vitneskju um hvað U Thant segir í greinargerð sinni um viö ræöurnar, en i Öryggisráði var það ofan á sem getið var í gær, aö bíöa greinargerðarinn- ar og hafast ekki að þangað til hún liggur fyrir að minnsta kosti. Þa,. var vikið að því á þess- ari síðu fyrir skemmstu, að þaö ætti eftir að koma í ljós, hvort allur hamagangurinn í Nasser og mönnum hans væri „sjónar- spil“ — eöa rammasta alvara. Enginn gerir lítið úr hætt- unni, en þar er margt í frétt- unum sem vekur til umhugsun- ar, til dæmis það, að heims- blaðið THE NEW YORK TIM- ES talar um „áróðurs-stuðning" Sovétrikjanna við Nasser, um leið og það segir hugmynd de Gaulle um Fjórveldaráðstefnu geta reynzt gagnlega, ef stór- veldin fjögur gætu komið sér saman um samstarf, einkum Bandaríkin og Sovétríkin. Að sjálfsögðu styður það kenning- una um „sjónarspil ef stuðning- ur Rússa er áróðurs stuðningur. Og það mætti líka spyrja hvort það sé að koma annað hljóð f strokkinn og gauragang inum verði hætt, því að blaðið A1 Ahram, sem er að hálfu op- inbert málgagn, sagði f gær, aö „Egyptaland væri reiðubúið til þess að gera hlutverk Nassers eins auðvelt og mögulegt er, svo fremi að það bitni ekki á sjálfstæði og öryggi Araba- landa. Og blaðið segir, að í við ræðum f fyrradag hafi Nasser Oddfellow-reglan á íslandi hef ur lengi haft líknarmál á stefnu skrá sinni og nú hefur Líknar- sjóður Oddfellow-stúkunnar „Þorkell máni“ afhent stjórn Utanfararsjóðs hjartveikra bama kr. 100.000.00, eitt hundr- að þúsund krónur. sagt, að „Egyptaland óskaði samstarfs við hann og treysti Sameinuðu þjóðunum og á grundvallaratriðl stofnunarinn- ar“, en auðvitað var Nasser með smáskæting i garð „stór- veldanna og bandamanna þeirra“ og vottaði U Thant sam- úð vegna þeirra byrða sem þann ig væru á hann lagðar. Það vottaði lfka fyrir hjá U Thant, er hann lagði af stað til New York, aö úr kynni að rætast. a. Utanfararsjóöur hjartveikra barna er starfandi viö Barna spítala Hringsins i Landspuai anum, en stjórn sjóðsins skipa beir séra Garðar Svavarsson Baldur Möller, ráöuneytisstiórí og Björn Júlíusson, læknir. „ÞORKELL MÁNI ' GEFUR HUNDRAÐ ÞÚSUND KRÓNUR MijmÍsbTaíT_k5'osen^._ zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz Endurbætur í dómsmálum? £ Ákæruvaldið hefur verið tekið úr höndum ráðherra og falið nýju embætti Saksóknara. ® Nýlega var gerð ýtarleg athugun á meðferð dómsmála. Á grund- velli hennar vinnur nú nefnd að endurskoðun dómaskipunar. 0 í vetur voru sett fyrstu heildar- lög um Landhelgisgæzlu íslands. Hafin er smíði nýs varðskips. @ Sett hafa verið lög um almanna- vamir og framkvæmd þeirra haf- in. 0 Byrjað er að nota nýju lögreglu- stöðina við Hlemmtorg. • Meðferð umferðarmála hefur ver- ið breytt, í kjölfar ýtarlegrar rann- sóknar á því sviði. M. a. hefur ver- ið flýtt meðferð umferðarmála og hert á kröfum um aksturshæfni. 0 Hægri akstur hefur verið sam þykktur á Alþingi með stuðnir.f allra flokka. Vandaður undirbún ingur stendur nú yfir, en hæg. aksturinn kemur til framkvæmda eftir eitt ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.