Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 3
V?f*S-IR. Laugardagur 3. júní 1967. Þessi mynd er tekin úr lofti af framkvæmdunum í Straumsvík. Neðarlega til hægri má sjá grunna að þrem bráðabirgða- svcfnskálum, nálægt miðju sést vöruskemma (braggi), sem þeg- ar hefur verið tekin í notkun. Rétt neðan við vöruskemmuna sést grunnur að skrifstofubygg- ingum ÍSALs. Lengst til vinstri á nesinu sést byrjunin á hafn- argarðinum, en þær framkvæmd ir eru á vegum Hafnarfjarðar- kaupstaðar. Frá framkvæmd- um í Straumsvík r- • • f ................ ) i.... ' , i íJA | Unnið hefur verið að því að jafna landið og slétta fyrir verksmiðjubyggingamar. Þama var hraun og klappir. Ýtt hefur verið úr hæðum ofan í lautir, en öllum afgangsjarðvegi verið ekið í hafnar- garðinn á þessum stóm flutningabílum, sem sjást þama í baksýn. Áhaldið, sem mennimir tveir em að vinna við t. v., er til þess að kanna hvort no kkurs staðar sé holt undir. Engin hætta má vera á því, að jarðvegurinn sígi undir þeim þunga, sem þarna á að koma ofan á. Mest öll vinnan hefur verið unnin af þungavinnuvélum, stórum krönum, jarðýtum og stómm flutningabílum. ...... |................I...|............1...............I............Jf......... Hér em tveir menn hjá ÍSAL að slá upp fyrir undirstöðum undir svefnskála. Ráðgert er að ljúka við einn svefnskála, siðan að byggja mötuneytiö og svo skrifstofurnar. Þegar hægt verður að flytja í skrifstofurnar, verður tekið til við fleiri svefnskála. Hér er verið að reisa einn svefnskálann. Þessir skálar eru fluttir inn tilbúnir frá Kanada, og þarf ekkert viö þá að gera annað en reisa þá upp og raða saman hinum einstöku hlutum. Undirstöðum- ar fyrir skálana þrjá og eldhús og matskála er þegar búið aö steypa. Kanadiskt fyrirtæki (ATCO) hefur rramleitt þessa skála, sem verða aðeins til bráðabirgða, og einnig eldhús og matskála. Gert er ráð fyrir aö unnt verði að flytja inn í skálana í júní og þá verði mötuneytið tilbúið um leið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.