Vísir - 06.06.1967, Blaðsíða 1
Nokkrir leigubílstjórar
króuðu bílþjófinn af
57. árg. - Þriðjudagur 6. júttí 1907. - 126. 4bl.
Lögreglunni var tilkynnt, rétt
fyrir klukkan þrjú í nótt, að
maður vaeri að gera tiiraun til
þess að stela bifreið, skammt
frá gatnamótum Þverholts og
Stakkholts. Þegar lögreglan
kom hafði maðurinn stolið bíln-
um, en nokkrir leigubílstjórar
höfðu króað hann af á bílum
sínum í Mjölnisholti.
Samdóma ólit formanna þingflokkanna i sjónvarpinu i gærkvóldi
Kosningarnar snúast um efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar
m
Formenn þingflokk-
anna leiddu saman hesta
sína í sjónvarpinu í gær-
kvöídi. Voru þeir yfír-
leitt sammála um, að
kosningamar snerust
fyrst og fremst um efna
hagsstefnuna, sem fylgt
hefur verið á undanföm
um áruni, og hvort veita
eigi henni brautargengi
áfram.
Formenn stjórnarandstöðunn-
ar, Eysteinn Jónsson og Lúðvik
Jósefsson, sögðu rfkisstjómina
vera neikvæða i garð fslenzkra
atvinnuvega, bera vantrú til
þeirra, og vilja erlendan atvinnu
rekstur ( stað þeirra. Lúðvik
sagði, að atvinnuvegirnir væru
,,að falla út“, en Eysteinn sagði,
að rfkisstjómin legði „herfjöt-
ur á atvinnuvegina“, lamaði þá
„af ásettu ráði“ til þess að þjóna
erlendu fjármagni.
Formenn stjómarliðsins, Bjarni
Benediktsson og Emil Jónsson,
sögðu, að atvinnuvegirnir hefðu
verið endumýjaðir að tækjum
og búnaði á stjómartíma ríkis-
stjórnarinnar. Þjóðareignin
hefði aukizt um 13.000 milljónir
króna á tímabilinu og væri mest
af þeirri eign hjá atvinnuvegun-
um.
Bjarni Benediktsson forsætis
ráðherra sagði, að frjálsræðis-*
stefnan, sem tekin var upp 1960
í stað gömlu haftastefnunnar,
hefði sýnt gildi sitt. Nú væri
kosið um áframhald þeirrar
stefnu eða hvort tekin skvldi
upp undir forustu stjórnarand-
stöðuflokkanna ný stefna, sem
væri meira eða minna óviss, en
örugglega fæli í sér ný höft.
Frelsisstefnan heföi leyst at-
hafnaþrá þjóðarinnar úr læð-
ingi á viðreisnartímanum og af
því stöfuðu framfarirnar og hin
stórbættu kjör almennings. Hún
hefði skapað styrkt efnahags-
kerfi, sem hefði getað mætt á-
föllum eins og verðfallinu á út-
flutningsafurðunum og aflabrest
inum á vetrarvertíðinni, án þess
að til hafta hefði þurft að grípa.
Hann benti á, að tillögur stjórn-
arandstæðinga um stóraukin rík
isafskipti af atvinnulífi og stór-!
aukna ríkisforsjá fælu í sér aft-
urhvarf til haftastefnunnar.
Stjómmálamenn verða að
kunna sér hóf og reyna ekki að
segja alls staðar fyrir verkum,
sagði Bjami.
Loks sagði Bjarni Skoðanir
formanna stjórnarandstöðunnar
vera svartsýni manna, sem
héldu, að allir væm eins ráða-
lausir og þeir sjálfir eru nú, og
voru 1958, þegar þeir hlupust
á brott úr rikisstjóm frá glund-
roðanum, sem þeir höfðu skap-
að. Varaði hann við þvf, að þeir
fengju aftur tækifæri til að
stofna til glundroða á nýjan
leik.
Var það leigubílstjóri sem
hafði orðið var við athæfi
mannsins Með aðstoð flein
leigubílstjóra tókst að króa
hann af, þegar hann aetlaði að
aka á brott. Héldu leigubíl
stjórarnir honum þannig föst-
um, unz lögreglan kom og hirt'
hann.
í Ijós kom aö maðurinn vai
undir áhrifum áfengis og vissi
hann ekkert, hver eigandi bíls-
ins væri. Játaði hann að hafa
ætlað að næla sér þama í far-
artæki, til þess að komast á
heim til sín. Lögreglan flutti
hann siðan inn í Síðumúla, eftir
að gerð hafði verið á honum
blóðrannsókn. Sat hann inni í
Síðumúla í nótt.
Leigubilstjórarnir sýndu
þarna mikið snarræði, en þetta
er ekki i fyrsta sinn, sem menn
úr þeirri atvinnustétt eru lög-
reglunni til ómetanlegrar að-
stoðar. Hafa þeir oft verið lög-
reglunni hjálpsamir við að
finna stolna bila og jafnvel ekki
talið eftir sér að elta bílþjófa
eða drukkna stórhættulega öku-
þóra langtímum saman.
A sauðskinnsskóm ogupp-
hkit ú burdagasvæðinu
Ég sé enga sérstaka ástæðu
til þess að vera hræddur um
ferðamannahópinn, sem er á
mínum vegum í Jórdaniu nú,
sagði Guöni Þórðarson, forstjóri um morguninn haft samband
ferðaskrifstofunnar Sunnu, þeg við skrifstofur flugfélagsins
ar Vísir hafði tal af honum f MEA í London, en samkvæmt
morgun. — Guðni hafði þá fyrr Framhald á bls. 10
Lítil sem engin
síUveiíi / nótt
Litil sem engin sildveiöi var í
nótt. Visir átti í morgun tal við
Sigurð Ámason, skipherra á Ægi,
sem er á leið á síidarmiðin. Kvaðst
Sigurður aðeins vita um eitt skip,
sem fengiö hefði einhvem afla í
nótt, Jón Kjartansson, sem hefði
fengið einhvern slatta. Hann hefði
fengið afla í fyrrinótt, en ekki
nægilegt magn til aö tæki því að
fara með hann til hafnar. Sildar-
skipin eru á 68 gráðum og 30 min
norður breiddar og 4 gráðum vestur
lengdar. Þar var í morgun ágætis
veður.
Vísi er kunnugt um að eftirtalin
skip lönduðu á Austfjarðahöfnum
Síðustu fréttir
Israelsmenn segjast hafa skot
ið niður 15 óvinaflugvélar í
morgun, sex sovétbyggðar
sprengjuflugvélar af gerðinni
Sohoy—7 og tvær af MIG-gerð
yfir Sinai-auðninni. Sex íraksk-
ar flugvélar af franskri gerð
vom eyðilagðar á flugvelli í
írak og íröksk sprengjuflugvél
var skotin niður yfir israel.
um helgina, þ.e. á laugardag og á
sunnudag:
Til Seyðisfjarðar komu:
Harpa RE 260 lestir, Ólafur
Magnússon EA 200 og Reykjaborg
RE með 260 lestir. Til Neskaup-
Framhald á bls. 10
Á mörkum borgarhlutanna í Jerúsalem eru skot-turnar — mannaðir nótt sem dag jafnvel á friðartímum.
ISRAELSMCNN f SÓKN
Hafa sótt 70 km. inn i Egyptaland og tekid
nafngreinda bæi />ar og i Jórdaniu
— Hafa lamað egypzka flugherinn með
/w oð granda nær 400 flugvélum
ísraelsmönnum virðist
hafa veitt betur í bardög-
um í gær, en þeir segjast
hafa hertekið nokkra nafn
greinda staði og hafa sótt
fram 70 kílómetra inn í
Egyptaland. Segjast þeir
hafa eyðilagt hátt upp í
400 flugvélar fyrir Egypt-
um, flestar á jörðu, og
muni það taka 10 ár að
byggja upp egypzka flug-
flotann að nýju. Barizt var
í nótt í hinni helgu borg
Jerúsalem og eldar eru
sagðir loga í báðum borg-
arhlutum. Egyptar segjast
einnig hafa unnið á og sótt
inn í ísrael. Barizt er á öll-
um vígstöðvum, en í Ör
yggisráði hefur ekkert sam
komulag náðst um áskor-
un um vopnahlé, og kem-
ur ráðið saman á nýjan
fund í dag. Innbyrðis við-
ræður í gær leiddu ekki til
neins samkomulags.
Frá sókn ísraelsmanna
Samkvæmt ísraelskri herstjóm-
artilkynningu í morgun hafa ísra-
elsmenn tekið bæinn Jenin í Jord-
aníu, þorpin Beir Ixa og Nebi Sam
Framhald á bls. 7