Vísir


Vísir - 07.06.1967, Qupperneq 4

Vísir - 07.06.1967, Qupperneq 4
 \ Loksins viðurkennd á opinberum vettvangi Kamelljónið hefur alltaf verið öfundað og dáðst að því fyrir þann eiginleika að það getur skipt um lit. Loksins hafa verið fundin upp föt „kamelljón-föt" fyrir manneskjur. Fötin hafa þann , góða eiginleika“ að þegar eigandinn er leiður á einum lit, setur hann flíkina í heitt vatn sem inniheldur sérstakt duft. Um leið kemur fram nýr litur á flíkinni. New York. Þar í borg er ný- útkomin bók, sem mun vekia at- hygli margra. Útgefandinn er ,,New American Library" og bók- in heitir „The American Journal- ism of Marx and Engels“. 1 bók- Lnni eru um það bil 500 grein- ar, sem skrifaðar voru fyrir og birtust í dagblaðinu „New York Dailv Tribune" á árabilinu 1851 —1862 af Karl Marx og Friedrich Engels eða báðum sameiginlega. Þýzkaíand: Maður nokkur í Koblenz keypti sér nýjan bíl. Hann sótti hann sjálfur í verksmiðjuna og ók yfir sig glaður af stað til að revna allan hinn dásamiega útbúnað hans. Skömmu siðar keyrði fram á hann annar ökumáður, sem stöðv aði hann með þvi að flauta ó- spart og gefa honum merki. — Ég kem frá verksmiðjunni, sagði hami, og keyrði á eftir yð- ur, vegna þess, að þegar þú sett- ir bílinn i gang tókum við eftir því, að vinstra afturhjólið virtist vera Iaust á, Ég er hraedur um að við verðum að taka bilinn aft- ur og gera við hann þvf að það lítur út fyrir, að hjólið detti af bráðlega. Nýi bíleigandinn steig út úr bílnum og rannsakaði hjólið, sem ekkert virtist vera að. En bjarg- vættur hans stóð því fastara á fót unum á sinni skoðun: — Þér sjáið það kannski bezt, ef ég keyri hann smáspöl. Ég ætla að biðja big að gæta bilsins míns á meðan. Jæja, þetta var samþykkt. „Sér- fræðingurinn" settist undir stýri á nýja bílnum og ók í burt á oísahraða. Hann sneri ekki við. -órnarlamb hans stóð einn eftir á þjóðveginum með hið ósjálega farartæki, sem hann gat heldur ekkert gert með þegar það kom einnig í Ijós, að var stolið. Nýlega fóru hertoginn og her- togaynjan af Windsor til London. Þangað fóru þau til að taka þátt í afhjúpun veggskjaldar á múrn- um við Marlborough House í London. Hann var settur upp til minningar um síðasta íbúa hall- arinnar, móöur hertogans, Mary, sem hefði orðið 100 ára á þessu ári, Elizabeth drottning átti að afhjúpa minnismerkið. Þetta geta virzt smámunir í sjálfu sér og fjölskylduviðburð- ur eingöngu en nokkuð löng saga liggur að baki og fyrir hertogann af Windsor, sem einu sinni var Játvaröur konungur áttundi i Englandi og keisari Indlands er þetta viðburður, sem næstum er eins mikilvægur og þegar hann sólslpnsdag nokkurn i júní fyrir 30 árum gekk að eiga frú -Vallis Simpson og geröi hana með því að hertogaynjunni af Windsor. ' Afhjúpunin merkir það að 30 ára andstöðu hins opinbera í Bretlandi er lokið gegn hertoga- ynjunni. Loksins verður tekið á móti henni opinberlega og e. t. v. fær hún sinn aðalstitil frá krúnunni. Þess hefur hertogaynj- an alltaf óskaö. Hún hefur aðeins haft titilinn „Her Grace“ eða hennar náö eins og allar aðrar brezkar hertogaynjur, sem ekki eru tengdar konungsfjölskyld- unni. Sættirnar takast á vegna her- togans. 72 ára er hann við að verða blindur, sjónin er að dofna meir og meir þrátt fyrir alla uppskurði. Hann þolir ekki sterkt ljós af því líður hann líkamleg- ar kvalir. Væntanlega verður kona hans að leiða hann. Elizabeth drottning og hertoga ynjan af Windsor, sem nú er sjötug hafa hitt hvor aðra mörg- um sinnum áður. í endurminn- ingum sínum segir hertogaynjan frá fyrsta móti þeirra, drottn- ingin var þá tíu ára.gömul. Síð- asta skiptið sem þær voru saman var við sjúkrabeð hertogans í London það var fyrir tveim ár- um. Drottningin varð til þess að mótið átti sér stað og það voru bundin vináttubönd. Þá hafði her toginn legið á sjúkrahúsi i sex mánuði og gengið undir hvern augnuppskuröinn á fætur öðrum. Elizabeth drottning kvað hafa verið í nánum tengslum við frænda sinn, einnig eftir að hann fór í útlegðina sáust þau þegar tækifæri gafst. Ein manneskja stóð á milli þess, að fjölskyldu- sættir kæmust á eða allt til þess er Elizabeth tók völdin. Það var Mary ekkjudrottning, sem ekki vildi sætta sig við tengdadóttur- ina. f Stríð eða friður. Fáar fréttir hafa vakið því- líkan óhug hjá öllum almenn- j Ingi, sem fregnin um að styrj- aldarátök væru byrjuö fyrir botni Miðjarðarhafs. Ótti hefir viða griplð um sig, um að styrjöldin geti breiðzt út, en vonandi ber samtökum hinna ( Sameinuðu þjóða gæfa til að } koma 1 veg fyrir útbreiðslu styrjaldarinnar. Nú re.vnir á, hvort maðurinn er raunveru- i, lega kominn á svo hátt menning . arstig, sem hann sjálfur vlil láta í veðri vaka. Vonandi stenzt hann prófið. Gott æskulýðsstarf. i Af gefnu tilefni hefur nokkuð verið sneitt að forystu æskulýðs mála fyrir aðgerðarleysi og ó- dugnað, og því miður er sú gagn sýningu náttúrugripa að Fri- kirkjuvegi 11, og er sýningin sni'in nokkuð fyrir þá yngri. sýningu finna, en í sjálfu sér er sýning áhugamannanna mlklu melra framtak, en uppsetning rýni á of miklum staðreyndum byggð. Það ber því að geta þess, þegar eitthvert framtak er vel gert. Nokkrir áhugamenn innan starfsemi æskulýösmála hafa Er viss áróöur i sýningunni fýrir þeirri greln náttúruskoðun ar að safna steinum o° skeljum, og er það ágætt, því að slíkt er ákjósanlegt tómstundastarf. „Nátturugripasafns íslands", sem tók sex eða siö ára undir- búning, og er raunverulega hvorki „fugl eða fiskur“. staðið aö því að koma upp Vafalaust má margt að svona Vísindamaður í heimsókn. Heimsfrægur prófessor og vísindaniaður á sviði eldis og kynbóta laxafiska hefir að und- anförnu verið hét í heimsókn og lætur hafa eftir sér, að ó- víða 3u skiiyrði til fiskiræktar betri en á fslandi. Eru þetta sannarlega athyglisverð um- inæli, og ættu að vekia okkur til umhugsunar um ónýtta möguleika til aukinnar fjöl- breytni atvinnuhátte. Og bó að fiskaeldi yrði aldrei nein höfuð- grein í atvinnumálum, þá styð- ur hvað annað í þjóðarbúinu. Það er þess vert að leggja eyr- un að orðum góðra gesta. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.