Vísir - 07.06.1967, Side 5

Vísir - 07.06.1967, Side 5
V ívSI R . Miðvikudagur 7. júrn' 1967, 5 Sjálfboðaliðar Sjálfstæðisflokkinn vantar sjálfboðaliða til að vinna á kjördag. — Hafið samband við skrifstofu flokksins, Thorvaldsensstræti. Sími 17-100. Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna Ritstjórar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sigurður Á. Jensson 6LÆSILE6 K0SNIN6ASKCMM TUN á kosningaskemmtun unga fóiksins í LÍDÓ Siðastliöið sunnudagskvöld var haldrn kosningaskemmtun í Lidó fjírir unga fólkið. Heppnaðist skemmtun þessi afbragðs vel og tókst að öllu leyti eins og bezt varð á kosið. Skemmtunin hófst meö þvi að formaður Heimdallar, Ólafur B. Thors, bauð gesti vel- komna og kynnti ræðumenn og skemmtikrafta kvöldsins. Ræðum hins unga sjálfstæðis- föiks var mjög vel tekið og víst er að mikill baráttuhugur er í röð- um unga fólksins og vilji og áhugi til þess að gera sigur Sjáfstæðis- flokksins. sem stærstan í komandi kosningum. Skemmtikröftunum, þeim Ómari Ragnarssyni, Bessa Bjamasyni og Gunnar Eyjólfssyni var einnig sérstaklega vel fagnað. Hljómsveit Ólafs Gauks lék fyrir dansinum sem dunaði fram til kl. 1 eftir miðnætti. Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa, hefur Heimdallur ákveöið aö efna til annarrar kosningaskemmtunar, sem getur þó ekki orðið fyrr en í næstu viku. Verður skemmtun þessi auglýst nánar síðar. Hér á eftir birtast úrdrættir úr þeim ræöum er fluttar voru: „Hvers konar stjómmálastarf- semi fylgir þjóöfélagsleg ábyrgð, og þess vegna veröur að gera kröfu til að fólk geri sitt bezta til að komast að raunhæfum og sanngjörnum niðurstöðum um vandamál hins íslénzka þjóðfé- lags. Sem betur fer hugsar sumt fólk mikið um stjómmál, og reynir að kryfja málefnin til mergjar. Aðrir hafa engar skoð- anir, hvorki fengnar að láni né gefins — og veit ég ekki hvort verra er, sinno'^ysið eða hin aðfengna skoöun. Það er skylda, hrein og bein skylda hvers ein- staklings í siðmenntuðu þjóðfé- Fjölmenni var, eins og myndin ber með sér. lagi, hvort sem hann er ungur eða gamall, karl eða kona, að vita hvað er að gerast í þeim heimi sem hann lifir í og f þvi landi, hvers þegn hann er“. Kristín Sigurösson, menntaskólanemi. „Lifsskoðun framsækinnar æsku fer saman við skoöun Sjálfstæðismanna á nútímaþjóð- félagl. Æskan er andvíg ofveldi stjórnmálamanna, hún er and- víg valdi beirra yfir lífi fólks- ins og starfi. Hún lætur ekki segja sér hvenær hún stofnar fé lög vegna sameiginlegra áhuga- mála. Æskan stendur vörð um Iýðræðlð og styður Sjálfstæðis- flokkinn til að efla og treysta ■aoBBW wmmmumm Iýðræðið í landinu. Stefna flokksins er ung, hún er síung, en hún er broskuð, maðurinn sjálfur situr í öndvegi. I því felst okkar styrkur. Það er á valdt æskunnar, hvort áfram verður vor og sum- ar í íslenzku þjóölífi. Sigur Sjálf stæðisflokksins er því jafnframt sigur íslenzkrar æsku. Þess vegna leiðir æskan Sjálfstæðis- flokksins fram tll sigurs í kom- andi kosningum“. Ármann Sveinsson, laganemi. „Val okkar er því aðeins um tvennt: annaðhvort einstaklings frelsi, athafnafrelsi og réttínn til að velja þær vörur og þá þjón ustu, sem einstaklingnum finnst bezt á hverium tíma. eða stefnu andstæðingaflokk- anná sem vilja að útreiknaðar þarfir þjóðfélagsins ráði vöru- vali og athöfnum. Við Sjálfstæðismenn viljum ekki Iáta ríkisvaldið stjórna því hvaða matur er borin fyrir fjöl- skyldur okkar, við Sjálfstæðismenn viljum ekki láta ríkísvaldið ráða því hvort við hefium framkvæmdir eða endurbætur á okkar eigin eignum. Nel, við viljum ekki afsala okkur þeim sjálfsögðu mannrétt indum, sem við búum við núna, viö viljum efla og styðia stöðu einstaklingsins ! þjóðfélaginu með stuðningi okkar við sjálf- stæöisstefnuna og Sjálfstæöis- flokkinn“. Jón Sigurðsson verzlunarmaður. „Við skulum gera okkur grein fyrir því, að enginn sigur vinnst án baráttu og aö án sig- urs Sjálfstæðisflokksins er þessi þjóð orðin að leiksoppi sundur- lyndra ævintýramanna, sem í upphafi viðreisnarinnar spáðu móðuharðindum af mannavöld- um, manna sem spáðu því af miklum móði að innan mjög skamms tíma yrðu um 4000 ís- lendingar atvinnulausir og að algjört neyðarástand væri að ganga yfir þjóðina. Við vitum nú hvernig þetta tímabil hefur veriö. Það hefur verið timabil mestu framfara i sögu þjóðar- innar, framfara sem hafa verið örari en hjá nokkurri annarri þjóð i veröldinni á sama tíma. Ef við, unga Sjálfstæðisfólk, leggjum okkur fram í kosninga- baráttunni, eins og okkur framast er unnt, mun Sjálfstæð- isflokkurinn koma sterkari út úr þessum kosningum en nokkru sinni fyrr, iandi og þjóö til blessunar. Þá mun enn blasa við tími frelsis og framfara, timi hagsældar og hamingju“. Haraldur Sumarliðason, trésmiður.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.