Vísir


Vísir - 23.06.1967, Qupperneq 2

Vísir - 23.06.1967, Qupperneq 2
V í S IR . Föstudagur 23. júní 1967 ísland tapaðí fyrír 3-5 eftir að hafa haft yfir 3-2 í síðari hálfleik. Hitinn þjakaði íslenzka liðið er leið á leikSnn islendingar eru úr undankeppni Olympíuleikanna í knattspymu. íslenzka liðið tapaði í gærkveldi síðari leiknum við Spánverja, 3:5 eftir að hafa haft forystu í síðari hálfleik, 3:2. En hitinn og hið þunna loftslag hafði meiri áhrif á íslenzka liðið en hið spánska og á þeim tíma sem eftir var, skoruðu Spánverjar þrjú mörk, en islendingarnir ekkert. Sundmeistaramót ís- lands hefst á morgun — geysimikil þátttaka utan af landi Aöalhluti Sundmeistaramóts ís- lands hefst í Laugardalslauginnl á morgun, laugardag kl. 3 e. h. Geysi- mikil þátttaka er í mótinu og lík- lega á þetta sundmeistarmót eftir að marka þáttaskil í íslenzkum sund málum, því aö þetta er fyrsta sund meistaramótiö, sem haldiö er í hinnl 50 metra laug í Laugardainum. Ánægjulegust er hin mikla þátt- taka sundfólks utan af landi, en auk sundfólks úr Reykjavík tekur fólk frá eftirtöldum stööum þátt í mót- inu: Akranesi, Keflavík, Selfossi, Hafrarfirði, Stykkishólmi og ísa- firði. Mest er þátttakan í 100 m skrið- sundi karla, en þar eru keppendur 20 talsins og þeim er skipt í 3 riðla. 1 100 m bringusundi eru einnig margir keppendur, 14 talsins í 2 riðlum. Meðal keppenda er flest af beztu sundmönnum og konum landsins, svo sem: Guðmundur Gíslason, Guömundur Þ. Haröar- son, Fylkir Ágústsson, Hrafnhild- ur Kristjánsdóttir, Matthildur Guð- mundsdóttir og Guðmunda Guö- mundsdóttir. Fyrra dag keppninnar verður keppt í eftirtöldum greinum: 100 m skriðsundi karla, 100 m bringu- sundi karla, 200 m bringusundi kv. 400 m skriðsundi kvenna, 100 m skriðsundi telpna, 100 m skriðsundi sveina, 200 m baksundi karia, 100 m baksundi kvenna, 200 m fjór- sundi karla, 4x100 m skriðsundi kvenna og 4x100 m fjórsundi karla. Eins og fyrr segir hefst keppnin báða dagana kl. 15. eða kl. 3 e. h. Búast má við miklu fjölmenni, þar sem mjög ánægjulegt er að fylgjast með þessari skemmtilegu íþrótt við hin góðu skilyrði í lauginni nýju. | iy Leikurinn var í byrjun frekar : jafn, en á 31. mín. komst v-út- herji Spánverja, Mixa, í gott færi og náði að skjóta og skora, 0—1. ic Aðeins nokkrum mínútum síð- ar jafnar Magnús Torfason með fallegu skoti, 1—1. iy En v-útherji Spánverja hafði í ekki sagt sitt síðasta orð, því að ^ nokkrum mínútum fyrir leikhlé, skorar hann enn og nú standa leik- | ar 1—2, Spáni í hag, og þannig var staðan í hléi. it Er Spánverjar höfðu náð for- ystunni, færðist íslenzka liðið allt í aukana og náði oft hættulegum sóknarlotum, og skömmu eftir að síðari hálfleikur hafði hafizt, skor- aði Eyleifur Hafsteinsson og jafn- aði þar með fyrir ísland 2—2. ★ Og enn halda íslendingar áfram að sækja og enn skera þeir ríku- lega upp, er hinn fótfrái Kári Árna- son komst inn fyrir og skoraöi nokkuð auðveldlega og náði þar með forustunni fyrir íslendinga 3—2. ★ En Spánverjar höfðu sannar- |lega ekki sagt sitt stðasta orð, og , alls ekki einn leikmaður þeirra Aparchiro heitir hann, því að á þeim leiktíma, sem eftir var skor- aði hann hvorki meira né minna en þrjú mörk fyrir lið sitt og gerði því út um leikinn. Síðasta mark hans kom aðeins nokkrum mínútum ! fyrir leikslok. Islendingar mega vel við una, þar sem þess verður að gæta, að^ spánska áhugamannalandsliöiö er eitt hið sterkasta í Evrópu. Síö- ustu mtnútur leiksins þjakaði hit- inn tslenzka liðið mjög og lagðist það í vöm. Ekki bætti úr skák, að einn bezti maður liðsins í gær, Guðmundur Pétursson varð að yfir gefa leikvöllinn í síðari hálfleik 1 vegna meiðsla. Magnús Torfason og Eyleifur Hafsteinsson stóðu sigj síðari. Framlínan var ekki nógu mjög vel í leiknum í gær, svo; virk, og upphlaup íslenzka liðsins og Guðmundur eins og fyrr segir. byggðist um of á einstaklingsfram- Vörn liðsins var þétt í fyrri háif- taki. leik, en gaf sig nokkuð í þeim KÁRI EYLEIFUR MAGNUS Þeir skoruðu mörk íslands í gær STUTT... Svíar hafa nú valið landslið sitt í knattspyrnu, sem leika á við Dani á Idrætsparken i Kaupmanna- höfn á sunnudag. Liðið er þannig, talið frá markverði til v-útherja: Sven-Gunnar Larson (Örebro), Hans Selander (Helsingborg), Kurt Axelson (Gais), Björn Nordqvist (Norrköping), Jan Karlson (Bro- mölla), Jan Olson (Gais), Ingvar Svenson (Göteborg), Inge Daniels- son (Helsingborg), Leif Ericson (Sirius), Agne Simonson (Örgyte) og Tom Tureson (Hammarby). Norðmenn og Búlgarar leika landsleik á Ulleval-leikvanginum utan viö Osló n. k. fimmtudag. Leikurinn er liður í Evrópumeist- arakeppni landsliða. Norska liðið er þannig: Kjell Kaspersen (Skeid), Arild Mathisen (Valeringen), Roar Johansen (Frederikstad), Finn Thorsen (Skeid) Nils A. Eggen (Rosenborg), Trygve Bomö (Skeid), Olaf Nilsen (Viking), Harald Sunde (Rosenborg), Odd Iversen (Rosen- borg) Harald Berg (Lyn) og Kjetil Hásund (Hödd). Eins og á upptaln- ingunni sést, eru þama 3 ieikmenn Rosenborg liðsins, sem hér spilaði móti KR í Evrópukeppninni í hitt- eðfyrra. Rosenborg er nú efst i norsku deildakcppnlnni. Á alþjóðlegu frjálsíþróttamótl í Austur-Berlín fyrir stuttu náðist eftirfarandi árangur: 5000 m hlaup: Ron Clark, Ástraiíu, 13:39,0 mín. 2. Jurgen Haase, A-Þýzkalandi 13:50,4 min. Kringlukast: Danek, Tékkóslóvakía, 62,36 m. 100 m hlaup Giannatassio, Italíu, 10,5 sek. Figuorola, Kúbu, meiddist og varð i fjórði á tímanum 10,7 sek. Stangar- stökk: Nortwig, A-Þýzkalandi, 4,90 m. Finninn Pehkoranta og sovét- maðurinn Kejda stukku sömu hæð. 800 m hlaup: Matuschewski, A- Þýzkalandi, 1:49,5 mín. Gjöf til KKI: Körhiboltí árítaSur af ! ttfB_ BL B ® | ameriskir hermenn, sem hér j m BB^BBB^BBiá^ B^MffBBBB ! SeSndu herþjónustu á tfmum : vkfBB VrBBBBB&%jB flffffl j síðari heimsstyrjaldarinnar. Með ! j al þeirra er Mr. David Zinkoff, : _. „ I einn af forystumönnum amer-; Eins og sagt var frá x blaðmu| í gær, eru hér staddir nokkrir, íska körfuknattleiksliðsins Phila I delphia 76’ers, sem nú er talið i j bezta körfuknattleikslið heims. ■ Liðið vann á síðasta keppnis- ' tfmabili amerísku atvinnu- j mannakeppnina (NBA), og sýndi : all mikla yfirburði yfir andstæð ingana. Meöal liðsmanna Philadelphia 76 ’ers er hinn víðfrægi körfu- knattleiksmaður Wilt Chamberlain, sem er talinn hæst launaði at- vinnuíþróttamaður í heimi. Mr. Zinkoff kom meðan á dvölinni hér stóð, að máli við Boga Þorsteins- son formann Körfuknattleikssam- bands Islands og færði sambandinu að gjöf körfubolta, áritaðan af ieikmönnum hins fræga liðs. Jafn- framt tjáöi hann vilja sinn til að gefa stóran bikar til keppni f körfuknattleik hér á landi. Bogi afhenti honum að gjöf merki Körfu- knattleikssambandsins og tjáði hon ______________________________________um innilegar þakkir íslenzkra körfu Bogi afhendir Mr. Zinkoff merki KKl. (Ljósm. Magnús). knattleiksmanna. Frá leik Finna og Rússa á þriðjudag. Markvörður Finna, Lars Násemann slær knöttinn frá sóknarmanni Sovétmanna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.