Vísir - 23.06.1967, Síða 3

Vísir - 23.06.1967, Síða 3
VISIR . Föstudagur 23. júní 1967. J YHDSJ ■ ' 1 : Wmmmi ■ ; Hann Magnús ljósmyndari gerði það af skömmum sínum hér á dögunum að taka myndir af fólki í bænum, án þess að það vissi af. Magnús notaði svokallaða að- dráttarlinsu við iðju sina og sjá- um við hluta af árangrinum f Myndsjánni í dag. ★ 1 trjágaröinum við Hringbraut lágu tveir fullorðnir bæjar- vinnumenn og hvíldu lúin bein. Það var indælis veður þennan dag og nutu karlamir þess greinilega af heilum hug. Mynd- in af þeirn gefur það líka til kynna svo ekki verður um villzt Nú er ekki þar með sagt að karlarnir geti flatmagað í sól- skininu daginn út og inn og enginn skyldi efast um að þessir tveir hafi skilað sínu dagsverki. ★ • -t ! ■" 1 garðinum við LækjargÖtu, þar sem Hafnarfjarðarvagnarnir hafa aðsetur og „Móðurást" trónar á stalli, situr gamall maður og lætur líöa úr göngu- þreyttum fótum sínum. Hann dregur sígarettustubb úr vas- anum og leitar að eldspýtum. • Eftir nokkra leit finnur hann eldspýturnar, kveikir í stubbn- um og blár reykurinn liðast inn milli triágreinanna, sem eru rétt að byrja aö laufgast. Fulloröin kona í Skipholtinu hefur sett á sig skuplu, tekið sér strákúst i hönd og notar góða veðrið tii að sópa gang- stéttina utan við húsið sitt. Hún gengur rösklega til verks og þeytir rykinu af gangstétt- inni út á götuna þar sem það dreifist og hverfur út yfir svart malbikið. ★ I Aðalstræti hefur leigubil- stjóri stöðvað farartæki sitt til að hleypa út farþégum, konu með litla dóttur sína. Hvemig sem á þvi stendur lætur bíl- stjórinn þær mæðgumar fara út úr bílnum umferðarmegin í stað þess að hleypa þeim út gangstéttarmegin. >ví miður er þetta ekki ó- algeng sjón og ættu atvinnu- bílstjórar ekki að láta slíkt henda sig. ★ Það getur verið erfitt að komast yfir aðalumferðargöt- urnar i borginni. Sem betur fer hafa margir bifreiðarstjórar tekið upp þann sið, að gefa fót- gangendum kost á að komast yfir götur með því að stöðva farartæki sín og gefa merki um að öilu sé óhætt fyrir fólkið, en það var einmitt í slíku til- felli sem myndin neðst á síð- unni til hægri var tekin, í Aust- urstræti. ★ Við hornið á húsi einu við Skólabraut stendur maður með hatt og ræðir við lögregluþjón. Menn eiga ýmis erindi við lög- regluna. Kannski er sá með hattinn ókunnugur í borginni og spyr lögregluþjóninn til veg ar, en þaö getur einnig verið að þeir þekkist eitthvað og spyrji hvern annan tíðinda. Þegar enginn veit 0 ■3 G U <n < f 0

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.