Vísir - 23.06.1967, Side 8
8
VÍSIR . Föstudagur 23. júni 1967
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
„Grandeur" og o/ío
Arabalöndin framleiða mikinn hluta af olíunni, sem
notuð er á Vesturlöndum. Vegna þessarar mikilvægu
vöru hafa Arabalöndin sterka stjómmálalega aðstöðu
gagnvart Vesturlöndum og færa sér hana í nyt. Bret-
ar og Bandaríkjamenn hafa mikilla hagsmuna að gæta
í olíulindunum á þessum stöðum og reyna því eftir
megni að forðast að styggja leiðtoga Arabaríkjanna.
Hefur það m.a. komið fram í fsraelsstríðinu. Vest-
urveldin lýstu yfir hlutleysi, þótt samúð þeirra sé
með ísrael. Arabalöndin em einnig margfalt víðlend-
ari og fjölmennari en ísrael. Ef Machiavelli væri á lífi,
mundi hann brosa að þeim, sem styðja hið fámenna
og litla Ísraelsríki.
Einn vestrænn leiðtogi færir sér stríðið í nyt til
þess að koma ár sinni fyrir borð meðal Arabaríkj-
anna. Þetta er de Gaulle sem hefur að takmörkuðu
leyti stutt tillögur Sovétríkjanna í deilunni og gagn-
rýnt fsrael. Franskir fulltrúar vinna nú að því að
grafa undan olíuaðstöðu Vesturveldanna í Arabalönd-
unum í því augnamiði, að Frakkland komi í þeirra
stað. Upplýst er, að þessir menn hvetja leiðtoga Ar-
abaríkjanna til að þjóðnýta olíufélögin og bjóða jafn-
framt franska aðstoð við að vinna olíuna og selja
hana. Þetta var eitt helzta málið á Kuwait-ráðstefn-
unni, enda er þjóðnýting olíulindanna mjög freist-
andi hefndaraðgerð fyrir Arabaleiðtoga. Takist þessi
ráðagerð de Gaulles, mundu Bandaríkin verða fyrir
nokkru tjóni og Bretland mundi ramba á barmi gjald-
þrots.
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Hjá de
Gaulle flokkast þessi undirróður og tækifæris-
mennska sjálfsagt sem „grandeur“.
Vopn og sálfræðingar
Þrátt fyrir ósigurinn í Ísraelsstríöinu er yfirlæti
leiðtoga Arabaríkjanriá hið sama og áður. Sama ó-
raunsæið ræður gerðum þeirra og fyrri daginn. Þeir
virðast ekkert hafa lært af ósigrinum eða hafa gleymt
þeim lærdómi strax. Þeip hafa fengið vilyrði Sovét-
stjórnarinnar fyrir nýjum og ókeypis vopnabúnaði
og eru aftur famir að tala um að „mala“ ísrael. Á
opinberum vettvangi er aðeins talað um áfall en
ekki ósigur og skuldinni skellt á alla aðra en leiðtog-
ana sjálfa. Almenningur fær ekki að vita, hve gífur-
legur ósigurinn var, og styður þvi hina óraunsæju
stefnu leiðtoganna. Kröfurnar um nýja stríðslotu em
háværar í Arabaríkjunum. Hatrið er magnaðra en
áður og friðarvonin minni.
Leiðtogar Arabaríkjanna viðurkenna ekki stað-
reyndirnar og kenna öllum öðmm en sér sjálfum um
ófarirnar. Slík sefjun er vel þekkt fyrirbrigði í sál-
fræðinni. Þessir leiðtogar em fjötraðir í æsingaáróðri
sínum. Þeir þurfa ekki vopn, — þeir þurfa sálfræð-
inga.
;
(
Reykjanesbrautin malbikuð
JXafizt var handa um malbikun
á Reykjanesbrautinni frá
borgarmörkunum við Kópavogs
Iæk eftir hádegi á mánudag og
í fyrrakvöld var framkvæmdun
um lokið, búið var að malbika
kaflann allan upp á Öskjuhlíð.
Verkið sóttist vel og fljótt og
verður mikill munur frá því,
sem áður var, að aka þessa leið.
Vegna þess hve mikil umferö
aræð Reykjanesbrautin er.
höfðu menn nokkrar áhyggjur
haft af því að loka umferö um
hana meðan á framkvæmdum
stæði, en fyrir tilstyrk lögregl-
unnar. sem beindi umferðinni til
Kópavogs og Hafnarfjarðar aðr
ar leiðir, gekk umferðin nokk-
urn veginn snuðrulaust og án
verulegra tafa. Var umferðinni
beint um Bústaðaveg, Breiöholts
veg og Nýbýlaveg fyrsta dag-
inn, en þegar lokig var við að
malbika spottann frá læknum
að gatnamótum Fossvogsvegar,
rann umferðin um Bústaðaveg,
Klifveg og Fossvogsveg,
Næsti áfangi, sem hafizt verð
ur handa uni, verður Hringbraut
in frá Njarðargötu vestur aö
Bræðraborgarstíg.
i" ............
Verið að valta síðasta spottann, upp Öskjuhlíðina að sunnanverðu.
SR fylgir sömu reglum um greiðslur fil
síldarbátanna og gilt hafa undanfarin ár
1 fyrradag birtist í Timanum
forsíðufregn um „mikla f jártiags
örðugleika" Síldarverksmiðja
rikisins. Er þar meðal annars
sagt: „Eru margir bátar þegar
búnir að leggja upp talsvert af
sfld, en hafa ekki fengið eyri
greiddan fyrir hana". — Sam-
kvæmt upplýsingum, sem Vfsir
hefur aflað sér, er nú fylgt
sömu venjum um greiðslur SR
Skólostjórastadei
við Tækniskól-
onn Inus
Staða skólastjóra Tækniskóla
íslands hefur verið auglýst laus
til umsóknar. Einnig hafa verið
auglýstar nokkrar kennarastöö-
ur við skólann. Umsóknafrestur
er til 16. júlí n.k. og skulu um-
sóknir sendast menntamálaráðu
neytinu. Kennarastöður þær,
sem eru lausar til umsóknar eru
f dönsku, ensku, menningarsögu
þýzku, eðlisfræði og efnafræði.
til síldarbáta, sem gilt hafa und-
anfarin ár.
Utgeröirnar hafa fengið út-
tektir á olíu, fæði handa skips-
höfn og peninga handa skips-
höfninni, þegar viö löndum, en
uppgjör hefur yfirleitt ekki farið
fram fyrr en ca. 10 dögum eftir
að aflanum var landaö. Þessari
venju hefur einnig verið fylgt í
ár og hafa útgerðimar getað
tekið út olíu, kost og ýmislegt
annaö, en reikningum hefur aö
venju verið framvísað til Síld-
arverksmiöja ríkisins. Þá hafa
áhafnir báta fengiö peninga upp
að vissu marki, eins og tíðkazt
hefur.
Þegar frétt Tímans var skrif-
uð var vart liðinn sá tími, tíu
dagar eða svo, sem það tekur
að ganga frá uppgjöri við bát-
ana og því hefur ekki raun-
verulega reynt á þetta atriði.
Látiö er að þvl liggja I fregn
Timans, að Sigurður Jónsson
framkvæmdastjóri SR og Sveinn
Benediktsson formaður stjórnar
SR, hafi farið til útlanda vegna
„fjárhagsörðugleikanna", en er-
indi þeirra var allt annað, sem
sé það, að kanna sölumöguléika
afuröa síldarverksmiðjanna, t. d.
I Þýzkalandi.
Nýjar stöðu-
veitingar
Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti
á Neskaupstað hefur verið skip
aður bæjarfógeti á Akureyri og
sýslumaöur Eyjarfjarðarsýslu
frá 1. október n.k að telja.
Þá hefur dr. Gísli Blöndal hag
fræðingur verið skipaður til að
gegna embætti hagsýslustjóra
ríkisins frá 1. júlí n.k. að telia
Ævar ísberg viðskiptafræöing
ur hefur verið skipaður vara
ríkisskattstjóri frá 1. júlí. Óla'
ur Nilsson löggildur endurskoð
andi hefur veriö skipaður skatta
rannsóknarstjóri frá 1. septem-
ber n.k. og Sveinn Þórðarson
viðskiptafræðingur hefur verið
skipaður skattstjóri i Reykjanes
umdæmi.