Vísir - 23.06.1967, Blaðsíða 9
V1S IR . Föstudagur 23. júní 1967.
9
r*.
VIÐTAL
DAGSINS
er viö Elinrós
Benediktsdótrur
„Og héðan berst þér birkilaufa
þeyr
af blásnum kvisti, grein sem
aldrei deyr“.
M. J.
jLTún heitir Elínrós Benedikts-
dóttir, þingeysk að ætt,
fædd á Ytra-Hóli í Kaupangs-
sveit. Þriggja ára flutti hún með
foreldrum sínum að Breiðabóli
í Kaupangssveit, en þau voru
Benedikt Jónsson, ættaður úr
Aðaldal og kona hans Sesselja
Jónatansdóttir frá Þórustöðum
á Svalbarðsströnd.
— Þú ert þá Þingeyingur i
báðar ættir?
— Já, og ég er næstelzt af
15 systkinum og af þeim eru
8 á lífi.
— Hvernig fannst þér lífið
á þínum æskuárum?
— Mér fannst það gott. Við
höfðum ekki af neinu öðru að
segja en því sem að okkur var
rétt og ennþá sakna ég margs
frá gamla tímanum.
— Langaði ykkur ekki í eitt-
hvað fjarlægt — eitthvað ó-
þekkt?
— Nei, en þú getur skiliö það,
að heimilið var fátækt með all-
an þennan bamahóp. Lffið var
fremur fábrotiö — mjög ólíkt
því sem nú er. En samt fund-
um við lífshamingju, og það held
ég að hafi fyrst og fremst or-
sakazt af því, hve vænt okkur
þótti um foreldrana, og vildum
gera þeim sem flest til hæfis.
Okkur var það vel ljóst að þau
létu einskis ófreistaö til þess að
okkur liði sem bezt.
— Heldur þú að börnum þyki
ekki vænt um foreldra sína í
dag?
— Nei, ekki eins og þá, því
fe< nú verr. Samband milli
barna og foreldra er ekki eins
náið nú og áður var.
— Getur þú nokkuð gefið
mér hugmynd um í hverju þetta
muni liggja. Mín kynni af ungu
fólki gengnum 36 ára starf eru
góð, og finn ég engan sérstak-
an mun á eðlisl.neigðum ungs
fólks í dag og fyrir þrem tug-
um ára.
— Já, þetta álít ég rétt at-
hugaö, en það er annað: Foreldr-
arnir hugsuöu miklu meira um
börnin þá, en nú er.- Hið nána
samband, milli þeirra eldri og
ungu var mikils virði. Til dæmis
skal ég benda þér á það, að
þótt við værum heima 13 syst-
kini, og þar af leiðandi í mörg
horn aö líta, þá haföi pabbi
alltaf tíma til að tala við okk-
ur. Mamma kenndi okkur bæn-
ii' og önnur þau fræði, sem þá
voru talin nauðsynleg til mann-
bóta. Oft fórú foreldrar okkar
út með okkur og léku sér með
okkur, og þá má segja aö
mamma hafi verið komin tals-
vert á efri ár. Þau kenndu okkur
ýmsa leiki, sem þá þóttu ánægju
legir. og ég vil segja að þessi
framkoma þeirra hafi skapað
þann samhug, sem fjölskyldunni
allri, ekki sízt okkur krökkun-
ur var mikils viröi. Nú hafa
foreldrarnir engan tíma fyrir
börnin sín, hraðinn er oröinn
svo mikill að ekkert kemst að
nema kapphlaupið um lífsmunað
eða þá á öðru leitinu fjárafla-
strit. — En fyrst ég hef minnzt
á foreldra mína, sem bæði voru
mér mjög kær, þá verð ég aö
segja þaö, að móðir mín var
óvenjulega vel gerö kona. Henni
sást sjaldan bregða, þótt eitt-
hvað'henti. Faöir minn var ör-
ari, en heimilislífið var þrátt fyr-
ir þennan mismun á eölisþátt-
um þeirra mjög gott. Og eng-
an hef ég ennþá hitt, sem
þekkti móður mína, að ekki
hafi honum legið hlýtt orð til
hennar hvort sem um var að
ræða karl eöa konu. Og ég held
að hreinskilni í umgengnishátt-
um manna á milli hafi verið
miklu betur séð þá en nú er.
— Hvað tók svo við þegar
þú lagðir leið þína að heiman?
— Eitt sumar var ég í kaupa-
vinnu og svo fjóra vetur á Ak-
ureyri, þaðan lá svo leiðin til
Reykjavíkur i ljósmæðraskól-
ann. Þegar ég hafði lokið námi
mínu þar, fór ég hingað suður
til Keflavíkur og hef nú verið
búsett hér í 53 ár, því hér gifti
ég mig.
— Hvernig leit svo Kéflavík
út á þeim tíma?
—Hún var nú lítil þá, senni-
lega um 300 íbúar, sem flestir
höfðu sitt lífsframfæri af sjón-
um. Þá var ekki búið að fram-
kvæma hér mikiö fólkinu til hag
ræöis, hvorki hvað snerti að-
stöðu til sjósóknar né vinnu-
brögð á landi. T. d. þurfti að
sækja allt vatn í vatnsból sem
þá voru í þorpinu, og varð mað-
ur að draga þetta sjálfur
ýmist á sleða eöa vagni. Ef þvo
þurfti þvott var alltaf fyrsta
Elínrós Benediktsdóttir.
neituðu mennirnir, sem höfðu
flutt mig á bílnum, að fara til
baka. vegna þess hve veðrið var
vont. Ég segist veröa aö kom-
ast heim. Þeir segja pað alveg
óframkvæmanlegt, bylurinn sé
það svartur. — Jæja. þá fer ég
ein. Þá er það kona. sem vill
fara meö mér. því hún þurfti
einnig að komast til baka. heim
til sín en ég taldi mig engu
bættari.
Þaö varð svo úr, aö ég fór
ein. — Þeir buðust ekki til að
fylgja mér, karlmennirnir. —
Ég komst með góðu móti leiðar
minnar, og gat látið vita um
ferð mína símleiðis — En þaö
verð ég að segja, án þess ég
vilji neitt halla á karlmennina.
að þeir eiga það til að vera sér-
hlífnari en mörg konan — vilja
gjarnan lifa fyrir sjálfa sig fyrst
og fremst. — En í þessu sam-
bandi vil ég þó segja dálítiö.
sem ef til vill gefur nokkra á-
bendingu. Ég hef átt fimm
drengi en aðeins eina stúlku.
þess vegna fannst mér ég verða
að kenna þeim öll venjuleg
hússtörf, því þeir uröu að leysa
bau af hendi þegar ég var f jar-
verandi, og ég held ég megi
segja það, að enginn þeirra ber
kinnroða fyrir það og vinnur
eða aðstoöar við þau verk á
sfnu heimili ef með þarf. —
Vani uppvaxtaráranna hefur á-
reiöanlega nokkuð að segja um
framvindu lffsins á manndóms-
árunum.
— Þú ert búin aö dvelja hér
i Keflavík í 53 ár. Ertu orðin
Keflvíkingur?
— Ég er Þingeyingur.
55
Það
er
að
þurrka út Þ’ngeyinginn“
verkið að sækja vatnið.
— Hverju hafðir þú vanizt
heima?
. — Á veturna sóttum við vatn
ið í fötum, en á sumrin þvoðum
við alla þvotta í læk, sem rann
rétt hjá túninu.
— Hvað fannst þér einna ólík
ast hér og í þfnum heimahög-
um?
— Þaö var nú nokkuð margt.
Þó held ég að það hafi sér-
staklega verið munurinn á land
inu, þegar ég bar saman gróð-
urlöndin þar og hrjóstrin hér
— þá þótti mér mjög einkenni-
legt, að hér syðra skyldi hvergi
vera bryggja, sem skip gat
lagzt að, en norður á Svalbarðs
eyri voru góð löndunarskilyrði
á þeim tíma.
— Hvernig kunnir þú svo þess
um breyttu staðháttum?
— Það verður nú aldrei á
allt kosið, en ég mundi halla
réttu máli, ef ég segði að mig
hefði ekki stundum langað norð
ur og æskt þess fremur að
eiga þar heima. — Hitt er svo
annað mál, að viö höfum haft
það fremur gott hér alla tfð,
og því skyldi maður þá vera að
fást um nokkrar leiöinda stund-
ir.
— Hefur þú aldrei þurft að
vita af þínum nánustu tefla tvi-
sýnt tafl við hafið?
— Ég veit ekki hvað segja
skal um þaö, þó ekkert frek-
ar eftir að ég kom hingað. Bræö
ur mínir sóttu sjó á skútum
frá Eyjafiröi meöan ég var
heima, og elzti bróðir minn var
ekki nema 15 ára þegar hann
réðst vestur til Patreksfjarðar
til róðra hjá frænda sínum Jó-
hannesi Jóhannessyni skipstjóra
og var með honum eftir það
mörg sumur. — Því verður
ekki neitaö aö oft þótti okkur '
langt að biöa frétta þegar bræð-
urnir voru á sjónum, en þá var
erfiðara um þá þjónustu en nú
er.
— Þú hefur Iengi verið ljós-
móðir. Hvað viltu segja mér frá
því starfi?
— Það hefur veitt mér mikla
anægju. Fyrst var nú það aö hér
var um starf að ræða, sem ég
hafði mikinn áhuga fyrir. —
Mig langaði meira að segja til
að verða læknir.
— Hve stórt var. þitt um-
dæmi?
— Það var Keflavík og Njarð-
víkur, og svo á tímabili allur
skaginn, bví þá vantaði ljós-
móður. Mér er dálítið minnis-
stæð ein ferð hér út i Garð.
Þá voru miklir vatnavextir og
erfitt að sjá veginn að nætur-
lagi, enda fór svo að við lentum
útaf og öfan tjöm. Ég missti
töskuna mína en náöi henni
samt aftur, og þegar við höfðum
öslað upp á veginn stóðum við
þarna bíllaus — og hvað var
nú til ráða? Ég lagði þá til að
við skyldum ganga áfram og
veifa svo fyrsta bílnum, sem á
leið okkar yrði. — En ef þaö
er nú Kanabíll? segir hann. Ég
kvað það engu máli skipta. —
Getur þú talaö við þá? — Nei,
ég kvað svo ekki vera, þvl ég
kynni ekki tehskU, en við hlyturrt
þó að geta gerLþeim skiljanlegt
hverS ’við' þyrftúm með. — Svo
kemuij' bflt'öá þtffiilá-féirð tfukk-
■ ur frátK^anurn^Þeir sDyrja .þm.
tferð okkar'óg'Vegja: — Sand:
gerði? —% Mef,--svátaði: ég. —
Útskájár?.„.segia þeii-. —. Já, t-,
á þann ífaíP^aV ej gert þeim
skiljanlegt áð "ferðinni væri
heitið út • Garöinn. Þeir tóku
okkur svo i bílinn og tókst mér
að gera þeim skiljanlegt hvar
við vildum fara úr. — Þetta
voru traustir og góðir menn.
Þegar við svo komum á á-
fangastaðinn. þá var þar ekki
gott í efni, af fæöingu gat ekki
orðiö nema konan kæmist und-
ir læknishendur ég varð því að
ná í bíl og fara meö hana til
Reykjavíkur. Þetta og annað
bvílíkt hlýtur alltaf að koma
fyrir á langri starfsævi og
kannski lítt f frásögur færandi.
Annað atvik get ég þó nefnt
h'ka fyrst ég er farin að rifja
þetta upp. Þá var ég sótt inn
■ Njarðvíkur Þar gekk fæðingin
vel en þegar ég ætlaði til baka
— Hafa þessir rúmlega fimm
áratugir ekki getað þurrkað út
Þingeyinginn?
— Nei, það er ekki hægt, það
er ómögulegt.
Man ég fjörðinn fríða
og fjallabláan hring.
Man ég læki líða
litgræn tún um kring.
Man ég svífá á sænum
seglunt ,-búw; fley.
berast fyrir blænum
jjí burt .frá strönd og ey.
' Máti ég’ hátt i hlíðum
iíS hjárðir standa á beit.
, Man ég þlóma blíöum
búná fagra sveit.
Man ég foss úr fjalli
fleygjast sjávar til,
hendast stall af stalli
sterk með undirspil.
Man ég minnar æsku
mætust draumalönd.
Man ég móðurgæzku
og milda föðurhönd.
Man ég allt er átti
ég f þeirri sveit.
Frá því fara mátti
og framar aldrei leit.
Svo brosir þessi 77 ára kona
sínu þingeyska hlýja brosi. sem
sllt frá bemsku hefur yliað
mér, enda þótt ég sæi það þá
Ijóma á öðru andliti.
Þ. M.