Vísir - 23.06.1967, Page 12

Vísir - 23.06.1967, Page 12
12 eaa VÍSIR . Föstudagur 23. júní 1967 K vikmyndasaga samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar „The Lonely Girl beið. Það leið hálf önnur klukku- stund, þangag til þau bjuggust til brottfarar. „Ég ætla að athuga, hvort ég sé hana ekki", heyrði ég Eugene segja. Svo kallaði hann nokkrum sinnum á mig með nafni. Loks blfstraði hann lágt og gremjulega. Litlu síöar heyröi ég bílhurð skellt að stöfum og hreyfilgný. Þau voru farm. Hann kom inn aftur, kallaði nafn mitt, snéri sér síðan að Önnu, því ég heyrði, að hann spurði: „Hvar skyldl Kathleen halda sig?“ Hún hlýtur að hafa gefið honum það til kynna, þvi aö hann kom hlauj>andi upp stigann. Ég fann reiö ina gagnfaka mig á ný, en ui» lejð var þó sem fargi vætri af mét létt. Það var dimmt í svefnherberglnu, og ég lá uppi í rúminu og hafði breitt ábreiðu ofan á mig. „Jæja, vinan, ertu að hvíla þig?“ spurði hann, þegar hann kom inn f herbergið. Þegar ég svaraði hon- um ekki, kom hann að rúmstokkn- um, laut að mér og spurði: „Er það skapið, emu sinni enn?“ „Já“, svaraði ég þvermóðskulega „Hver fjandinn er það eiginlega, sem að þér gengur?" spurði hann áHt 1 einu í gremjutón. Mér kom það á óvart því ég hélt að hann mundi ganga lengur á eftir mér. ,vÞú niðuriægir mig og gerir mig hlægilega eða þá að þú lætur sem þú sjáir mig ekki“. .Jíiðurfeegi ég þig, þó ég eigi á- nægjustund? Á ég þá að hætta að tala við fólk, vegna þess að þú hefur ekki komizt upp á lag meö þag enn að haga orðum þínum í viðurvist kunningja minna ? Ef þú þolir ekki að sjá mig glaðan í hópi æinarra, þá er réttast að við skilj- um leiðir, fyrr en síðar“, sagði hann og talaði hratt. „Þú hefðir aldrei átt að fá mig til að koma hingað?“, maldaði ég í móinn. „Þag varst þú sem komst. Ég fékk þig ekki til þess. Ekki fremur en ég bauð þeim heim, þessum að- standendum þínum um nóttina". Hann var viss um að hann hefði rétt fyrir sér eins og venjulega. „Ég hef gefið þér allt... föt og fæði. Ég hef reynt að mennta þig kenna þér að haga orðum þínum. koma fram við fólk, glæða sjálfs traust þitt og öryggi. En þér er það ekki nóg. Þú vilt eiga mig með húö og hári í orösins fyllstu merk- ingu“. „Ég er ánægð, þegar við erum tvö ein“, sagði ég og lækkaði rödd- ina í von um að hann gerði það einnig. „Heimurinn er ekki einungis ég og þú“, sagði hann. „Heimurinn er líka þessi stúlka, sem kom í heimsókn, Simone, allt það fóik, sem þú hefur kynnzt og átt eftir að I kynnast. Satt bezt að segja ...“ Hann tók sér sæti á rúmstokknum. . „Satt bezt aö segia treysti ég mér : ekki til þess að kveðja það líf, sem ég hef lifað, að fullu og öllu og . einangra mig frá umheiminum. Það jer of erfitt, ævin Kður fyrr en j varir...“ Hann leit á mig. 1 „Minnimáttarkennd þín, ótti þinn, j allir þessir f jötrar...“ Ég fór að gráta. Engin vissi betur ! en ég sjálf, hvað ég var ófullkom- ' in. „Ungar stúlkur eru eins og steinn ' inn“, mælti hann enn. „Ekkert j snertif þæt í raun og veni. Engin leið að firma hjá þeim híjómgrurm. Maður getur ekki bundið ást við stein. Ekki ég ag minnsta kosti...“ „En þú hefur gaman af að fræða mig“, andmælti ég. „Það hefurðu sjálfur sagt. Ég er ekki viss um að allar stúlkur mundu þola þér þaö, en ég læt mér það lynda að blusta \ á þig ræða um steinöldina, þróun- i ina, sjálfsefjun og arðskiptingu. Það er ekki víst að hún tæki slíku með þögn og þolinmæði, þessi...“ j Mig langaöi mest til að segja hon- um, að hún væri kafloðin á fót- Ieggjunum, en sat á mér. „Kannski ekki“, sagöi hann. „En engu að síður hef ég gaman af að tala við hana. Og engu að síður feilur mér vel við hana . ..“ „En þér fellur líka vel við mig, minnsta kosti undir sæng ...“ “yrir alla muni hættu þessu ...“ Hann reis á fætur og greip möl- fJugu, sem leitað hafði inn um op- inn gluggann. „Og ég geri ráð fyrir, að það yrði sama sagan, ef Laura kæmi?" sagði ég. „Gæti farið svo“, svaraði hann. j „Vinátta okkar útiíokar ekki alla aðra vináttu. En hvað þig snertir, er það samt allt annað, það veiztu". „Fyrst svo er, þá veit ég ekki hvað ég er að vilja hérna“, hreytti ég út úr mér. „Ég veit þaö ekki heldur, ef þú| ætlar að haga þér eins og veitinga- j stofuþerna", sagöi hann hranalega. Hann gekk yfir að aminum. „Mér var einmitt að detta það í hug, að kannski hefði það verig betra, að ég hefði aldrei kynnzt þér. .. Þú vilt ekki hugsa, það er meinið. j Hvers vegna feröu ekki fram úr,! þværö þér og snyrtir ? Hvers vegna; hefurðu ekki neitt fyrir stafni ? Vinnur þig frá minnimáttarkennd j þinni með því að þvo, sauma, j stoppa í sokka, ef ekki vill betur,! og reynir þannig að sigrast á þessu! uppreisnareðli þínu ?“ Ég virti hann fyrir mér þar sem, hann stóö, svipmikill og hörkuleg-: ur og taiaði við mig eins og ókunn ■ ngur maður. • ^v,- , „Hittirðu þessa stúlku aftur ?“ „Sennilega . . þvi ekki það ?“ „Hún er með Simone . þau lifa saman“, hrejrtti ég út úr mér. „í öllum bænum, farðu ekki að predika mér neitt geistlegt sið- gæði“, sagði hann. „Enginn stenzt það, aö á hann sé lagt slíkt mat“. Ekki við heldur, hugsaði ég. Og um leig var mér það ljóst, að ég mundi fyrirgefa honum allt, þola honum ailt, einungis ef ég elskaði hann nógu heitt. „Ef þú hittir hana aftur, fer ég og læm aldrei aftur“, sagði ég. Það var ekki fyrst og fremst þokki henn ar og glæsileiki, sem gerðu mig svo afbrýðisama — heldur það, að hún var lík Lauru. Ég vildi eiga hann ein, allan og óskiptan. „Þá er hyggilegast fyrir þig að fara að taka saman föggur þínar, því að ég ætla að snæða með þeim hádegisverg á morgun“. „Og hvað um mig?“ spurði ég, og reiddist þvi, að hann skyldi ekki reikna með mér. „Þú“, sagði hann þreytulega „Jú, ef ég má treysta því, að þú hagir þér sómasamlega og hlaupir ekki út undan þér eins og í dag“. Hann gekk út að dyrunum. „Skoðaðu sjálfa þig í speglinum — þú ert rauð og þrútin í andliti eins og van svefta; þvottakona". „Eugene ... Eugene ...“ Ég stökk fram úr. „Já?“ mælti hann og leit um öxl ti'l mín. En það var svo mikil beizkja í svip hans, að ég kom ekki upp neinu oröi af þvi, sem ég hafði ætlað að segja. Andartaki síðar heyrði ég tón- list úr vinnustofu hans. Ég sat í myrkinu og braut heilann um ein- hver ráð til að kenna honum betri siði. Ég ákvaö að hverfa á brott, og láta hann hafa fyrir því að leita mig uppi. Það rifjaðist upp fyrir mér sagan, sem Baba hafði ein- hvern tíma sagt mér af þvi, er Sally Mead — kona Tod Mead — stökk aö heiman, og hann hafði leitað að henni í krám og á veitingastöðum i þrjá sólarhringja, og loks hafði lög- reglan fundið haria að beiðni hans, jþar sem hún sat í öftustu sæta- röð i kvikmyndahúsi alein, og át rjómaís. Hún hafði tekið á leigu hótelherbergi, en ég þurfti þess ekki, því að ég gat flúið heim til Jóhönnu. Ég gat aðstoðaö Böbu VlSIR AUGLÝSINGASKRIFSTOFA aaaaoi AUGLÝSENDUR, ATHUGIÐ! aaaao aoona □□□□□ Handrit at auglýsingum purl'a að hafa borizt auglýs- <□□□□□ ingaskrifstofunni fyrir kl. 6.00 daginn fyrir birtingu. □□□□□ □□□□□ <□□□□□ ÞINGHOLTSSTRÆTI 1 Simar 11660— 15099 - 15610 \W Edgar Rice Burroughs /í"~ nw/jr's ru/s.'í SUPOESLY r//f. GOS/Lff) /S M0 LOA/GfS UMPER T//£ ///FLUfMCO OT TRAHQmFZBSS: JLoksins eru þau komin 1 frumskóginn. Niú -hlýtur eitthvert tæfeifæri að gefast“. Um kvöldið hjá „dýrasöfnurunum:: „Hérna skulum við á í nótt“. Tarzan fylgist með úr fylgsni sínu bak við trjástofn. „Hvað er þetta?" Gorffllan er skyndilega vöknuö af svefnlyfjunum ?“ FRAMKÖLLUM FILMURNAR FLJÓTT OG VEL GEVAFOTO LÆKJARTORCI BÍLASKIPTI — BÍLASALA Rambler American ’64 '65 '66 Zephyr '66 Cortína 2ja dyra '65. Peugeot '65 . Plymouth '64 Taunus 12M ’64. Opel Rekord '64. Simca ’63. Falcon ‘60 sjalfskiptur. V.W. '60. Verð og greiðsluskilmálar við allra hæfi. Jón Loftsson hf. Vökull hf. Hringbraut 122. ÍW Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. H. Sími 24940. SMRIfl TÍMfl^Sr^BE FVRIRUDFN RAUnAHARSTJG 31 SiMI 32032

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.