Vísir - 29.07.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 29.07.1967, Blaðsíða 1
57. árg. - Laugardagur 29. júlí 1967. - 171. tbl. „SKILJA iKKl ÍBil ÚTBOÐA — Framkvæmdanefnd svarar rafverkt'ókum vegna útbobs i raflögn Breiðholts'ibúðanna Ágreiningur hefur nú risið | milli Framkvæmdanefndar bygg ingaráætlunar og Félags Iög- giltra rafverktaka, vegna lagn- ingar raflagna í 312 íbúöir I nýju fjölbýlishúsunum í Breiöholts- hverfinu. Upphaflega var verkið boðið út, en Framkvæmdanefnd- n taldi öll tilboðin sem bárust, 7 aö tölu, vera of há, og ákvað ] því að hefja samningaviöræður við lægstbjóðanda, Ljósvirkjann í Reykjavík. Síðan skrifaði Fé- lag löggiltra rafverktaka Framkvæmdanefndinni bréf, sem birtist í Vísi í gær. Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar hefur nú svarað bréfi þessu og hefur jafnframt góðfúslega látið Vísi í té afrit af bréfi sínu. Birtist bréfið í heild hér í lok fréttarinnar. Þá hafði Vísir einnig samband við Jón Þorsteinsson, alþingismann, formann Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar í gær. Jón sagði m. a. að krafa rafvirkjameist- ara um opinbera rannsókn á máli þessu, eins og þeir hefðu sett fram f fyrrgreindu bréfi sínu til Fram- kvæmdanefndarinnar, væri all und- arleg, en þó væri sjálfsagt að verða við henni ef þeir teldu það nauð- Framh. á 10. síðu Flatey seld! Hreppsnefnd Flateyjarhrepps á Breiðafirði hefur samkvæmt lögum frá Alþingi ákveðið að kaupa lönd einstaklinga, sem eiga hin fornu „jarðarhundruð“ Flateyjar. Eru það sjö hlutar af átta, sem hreppurinn hyggst kaupa, en hann átti einn hluta fyrir. Er hugmyndin að sameina lönd eyjarinnar þannig, að unnt verði að nytja eyna sem bújörð á nú- tímavísu. Ennfremur mun hrepp urinn kaupa eitthvað af húsum, sem standa auö á eynni. Matsnefnd og fulitrúar aðila lögðu af stað út í Flatey í gær og munu væntanlega vera þar í dag. Matsnefndina skipa : Benedikt Sigurjónsson hæsta- réttardómari, Pálmi Einarsson, landnámsstjóri og Logi Einars- son, hæstaréttardómari. Umboðs menn aðila eru: Sveinbjörn Jónsson hrl., umboðsmaður eig- enda eyjarinnar og Sigurður Óiason hri. umboðsmaöur Flat- eyjarhrepps. Fiatey á Breiðafirði — séð úr lofti. (Ljósm. Landmælingar Islands) Helen og Caroline frá Eng- landi fleygðu smápeningum í gjána, eins og siður er þeirra ferðamanna, sem stanza við Flosagjá, (Ljósm. R. Lár.) Ennþá verður breytmg á jarðhita- svæðunum við ÞEISTARiYKl A mSum mm Svæðið hefur færzt til norðurs um 60 til 100 mefra á siðastliðnu ári og er grasið brunnið á svæðinu, enda er hitinn frá 90 til 100 gráður Fyrir tæplega ári vöktu fréttir af breyting um á jarðhitasvæði við Þeistareyki í Þingeyjar- sýslu mikla athygli, en VAAAA/VNAAAAAA^VWW inskar stúdínur við Peningngjó Viö hittum þær austur á Þing- völlum í fyrradag, en þangað höfðu þær I.oinið með áætlunar- vagninum og notuðu þann tíma sem bifreiðin stanzaöi, til að skoða sig um á staðnum. Satt aö segja vissu þær ekki hvaö þær ættu helzt að skoða, eða hvert þær ættu 'nelzt að ganga. Það vildi svo til, að við höfð- um tök á aö sýna þeim Flosa- gjá (Peningagjá), Öxarárfoss og Almannagjá og gátum sagt þeim þaö helzta um staöinn sjálfan sem slíkan og þótti þeim sagan merkileg. Annars heita þær Caroline Pick og Helen Rogan og eru frá Englandi, og báðar eru þær stúdentar þaðan. Sú fyrrnefnda ætlar sér að lesa frönsku og þýzku næsta vetur, en sú síðar- nt ída ætlar sér að leggja stund á nám í engil-saxnesku og mun hún dvelja á Viðivöllum í Skaga- Framhald á bls. 10. breytingamar voru í því fólgnar, að svæðið færð- ist mikið til norðurs. Fyrir nokkru fóru menn frá Húsavík suður til Þeista- reykja og kom þá í Ijós að svæð- ið hafði enn færzt til norðurs og nú um 60—100 metra. Aö sögn Ingvars Þórarinssonar á Húsavík er gróður mjög brunn- inn á hinu nýja svæði og jörðin dökk y": að líta. Ingvar sagði að mennirnir hefðu mælt hita- stigið vítt um svæðið og hefði það verið um 90 gráður á celsíus á 10 cm dýpi, en í gufuholum þeim sem ,-æru viða á svæðinu heföi hitinn vérið 100 stig. Segja má að það sé ekki ný- næmi að jarðhitasvæði færist úr stað, enda sjást þess dæmi víða um land. En þarna gefst jarð- fræðingum og öðrum vísinda- mönnum gott tækifæri til aö fylgjast með hvernig slíkt ger- ist, enda munu rannsóknir hafa farið fram nyröra i sumar. Vegarlagningin við Mývatn hin mestu náttúruspjöll' — segir Náttúruverndarráð, sem hefur áskilið sér rétt til að beita sér gegn henni á grund- velli laga um náttúruvernd \ Náttúruverndarráð telur fyrir- hugaða lagningu nýja þjóð- vegarins við Mývatn (hin mestu náttúruspjöll. Kemur það fram í greinargerð, sem blaðinu hefur borizt frá Náttúruverndarráði. I greinargerðinni segir frá ýmsum fundum, sem hafa verið haldnir um málið í Náttúruverndarráði, Náttúruverndarnefnd S-Þingeyj- arsýslu og umræðum við full- trúa skipulags ríkisins. Segir í greinargerðinni frá ýms- um vegaleiðum, sem til umræöu voru en aWs voru þær fjórar. Sem kunnugt er var leið II valin, og liggur hún meðfram vatninu og norður hraunið en að dómi Náttúru verndarráðs mun vegalagningin eft ir þeirri leið hafa í för meö sér að framin veröa jarðfræðileg og líf- fræðileg náttúruspjöll og taldi Nátt úruverndarráð að leið IV kæmi helzt til greina af þeim, sem um var hægt að velja. Með bréfi til skipulagsstjórnar ríkisins dags. 19. júni s.l. ítrekaði Náttúruverndarráð enn afstöðu sína á þessa leið: „Með tilvísun til ájiur gerðra ein róma samþykkta Náttúruverndar- ráðs þess efnis, að fvrirhugaður vegur milli Reýkjahhðar og Grims staða verði lagöur sem næst núver andi vegi ofan Reykjahlíðarbyggð ar (Iína nr. IV) eða. sem þó væri æskilegra, að vegurinn verði Issð ur þvert vestur yfir hálsana noru- an hins væntanlega Kísiliðjuporps og norðan núverandi vegarstæóis og Reykjahlíðarbyggðarinnar, og ennfremur með vísun til rökstuðn- ings fulltrúa Náttúruverndarráðs á fundi í Reykjahlíð um þetta efni hinn 6. júní s.l. ska1 yður, hr. skipi’ lagsstjóri, hér með tjáð, að afstaðf. ráðsins er skýrt mörkuð og óbreytt frá því sem henni er lýst í bréfi til yðar dags. 1. febr. s.l. Tii enn frekari rökstuðnings skal Btamlmld á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.