Vísir - 29.07.1967, Blaðsíða 3
V 1 SIR . Laugardagur 29. júli 1967.
Vetrartízkan 467-468
Nú er tízkuvikunni I París
að ljúka og hafa línumar
veriö lagðar fyrir vetrartízk-
una. Ekki virðist alveg Ijóst,
hvort stuttu pilsin ætla aS
verða ráöandi í vetur, þó að
greinilegt sé að faldurinn hef
ur síkkað nokkuð. Frakkar
og kápur ná jafnvel niður á
ökkla, en ýmiss konar buxna-
dragtir eru sumar ekki síðari
en það sem viö hér á íslandi
köllum stuttbuxur. Greinilegt
er, að sterku litimir eru á
undanhaldi og svart virðist
yfirgnæfa alla aðra liti. Hér
á síðunni sjáum við ýmislegt,
sem athygli vakti á tízkuvik-
unni.
St'igvél upp fyrir hné
Það má segja að sýningarstúlkurnar hafi varla farið úr stígvélun-
um á tizkuvikunni, jafnvel þegar þær sýndu samkvæmisklæðnað
voru margar í stígvélum. Sterkir litir, mynstur og rendur eru á
mörgum stfgvélunum, og efnin eru t. d. tweed, brókaði, nylon,
þunnt leður og frotté. Megnið af stigvélunum nær töluvert upp
fyrir hnéð og eru rennilásar á hliðunum. Samkvæmisskórinn er frá
Dior, en hann boðar enn lægri og breiðari hæla.
Permanent í hárið
Það er óhætt að segja, að hárgreiðslumar vöktu sérstaka athygli.
Þessi hárgreiðsla er frá Theresu Chardin, en hún hefur boðað al-
gera byltingu i þessum efnum. Smákrullað hár ásamt ýmsum
skemmtilegum slöngulokkagreiðslum vom mest áberandi hjá henni.
1 förðun hafa einnlg komið fram ýmsar nýjungar, svo sem gullitað
púður og „eyeliner", sem er limdur á. Varalitimir fyrir kvöldnotk-
un em dökkrauðir og mildir gulleitir Iitir yfirgnæfa i krempúðri.
LOÐKÁPUR FYR-
IR VETURINN
Buxur
og aftur
buxur
Maður gæti næstum imyndað
sér að buxnatizkan ætlaði að
taka algerlega við af pllsum og
kjólum. Að rainnsta kosti virð*
ast tízkukóngarnir allir sam-
mála um að innleiða þessa tízku,
bæði í samkvæmisklæðnaði og
hversdagsfötum. Alls konar
buxnasamstæður hafa komið
fram, og hér til vinstri sjáum
vrð eina útgáfuna, og auðvitað
fylgja há leðurstigvél. Til hægri
sjáum viö buxnakjólinn frá Je-
anne Lanvin, svartur og hvftur
úr léttu efni og geysileg vídd f
skálmunum.
Chombert tfzkuhúsiö
kom fram með marg-
ar fallegar loðkápur úr
ýmsum skinnum, m.
a. refaskinni, úlfs-
skinni og pardus-
skinni, eins og við
sjáum á myndinni. —
Siddin er, eins og hjá
flestum tizkuhúsun-
um, mjög mismunandi
og má segja, að um
þrjár síddir sé að
ræða; mjög stutt, hné-
sítt og hálfsítt. Stytztu
loðkápúmar érú' méð
tiiheyrandi stígvélum,
en einnig hafa komið
fram hlýjar vetrar-loð-
kápur, sem ná næstum
niður á ökkla og væru
óneitanlega góðar f
kuldanum hér á Fróni.
Ekki eiga karlmennirn
ir heldur aö frjósa i
hel og hefur Chambert
gert marga fallega loð
frakka fyrir þá. Litim-
ir á þessum loðfatnaði
eru nokkuð fjölbreytt-
ir, gulbrúnt, dökkrautt
og jafnvel grænt, en
mest ber þó á svarta
litnum.