Vísir - 29.07.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 29.07.1967, Blaðsíða 5
VTS ÍR . Laugarúagur zt*. juu írmi. 5 A ég að gæta bróður Þessi alkunna spurning er svar við annarri. Hún er þessi: Hvar er Abel bróðir þinn? Það er fyrsti iróðurmorðinginn, sem er spurð- ur og það er Drottinn Guð, sem spyr. — Við þeirri spurningu gefur Kain þetta svar: Ég veit þaö ekki. Á ég að gæta bróður míns? Þaö er bróðurskyldurnar og bróðurumhyggjan, sem þess- ar spurningar ræða. í raun og veru er spurning Drottins til Kains dómarans rödd. Hún er á- sökun blandin. Hún er viðleitni hins heilaga og hréina til þess að vekja sofandi samvizku. Hún er ávarp hins alskyggna til þess, sem sekur er. En jafnframt því að vera ásökun má segja að þessi Ragnar Fjalar Lárusson, skrif- ar hugleiðingu kirkjusið- unnar í dag. Hún fjall- ar um svar kristins manns við spumingunni: Á ég að gaeta bróður mins? Sr. Ragnar er son- ur sr. Lárusar Arnórssonar og •Tensínu Bjömsdóttur, f. á Mikla- bæ 1927, stúdent á Akureyri spu- -ng sé áminning um bróður- skyldurnar. Ilvar er Abel bróðir þinn? Hvar er sá, sem er hold af holdi foreldra þinna, bein af beinum þeirra? Hvar er sá, sem þú átt að elska, annast og gæta? Við þeirri áminningu eru orð Kains þrjózkunnar eðlilegasta svar: „Á ég að gæta bróður míns?“ Það má segja, að maðurinn sé þannig af Guði geröur, aö í hon- um búi möguleikar til þess að framkvæma nokkuð af því, sem af honum er krafizt til handa bróður hans. í hverjum manni býr bæði illt og gott. Við hliö eigin- girninnar í fari hans er bróöur- ástin gróðursett. Bróðurástin er ósjálfráð tilhneiging meðsköpuð eðli mannsins. Menn þurfa að Sama ár var honum veitt Hofs- ósprestakali og Siglufjöröur þrem árum síðar. Sr. Ragnar er mikill áhugamaður um kristileg æskulýösmál, og hefur starfaö á þeim vettvangi í prestakalli sínu. Kona sr. Ragnars er Her dís Helgadóttir kennara frá Ak- ureyri Úlafssonar. elska. Barnið finnur fyrst Jeirri þrá svalað í sambandi við foreldra og systkini, og þannig skapast bróðurástin. Og ást skapar ást. Af ást hins eldra bróður skapast möguleiki fyrir ást hins yngra bróður. Og það er aðeins fyrir það, að eigingirninni er gefinn of laus taumur, ef bróðurástin snýst í skeytingarleysi eða óvingan með árunum. Þannig var það um Kain. Hann gat ekki þolað að Abel væri sér meiri i augum Guðs. Þess vegna varð hann öf- undsjúkur, þess vegna drap hann hann. Og nú spyr ég vinir mínir: Hvernig uppfyllum vér bróöur- skyldurnar? Hvernig uppfyllum vér hið stærsta boð trúar vorrar, þjónustuna við bróður vorn? Lítum á nokkra drætti lífsins. Þær myndir, sem ég vil nú leitast við að draga hér upp kunna að virðast ásakandi, en þær eru fyrst og fremst dregnar til að minna yður á og eiga að vera eins og vörður við veginn til þess aö þér mættuð skýrar skilja hversu miklum skyldum við eigum að gegna, ekki aðeins við oss sjálf heldur og bræður vora og systur — þjóðfélagið í heild. Fjölbreytt og glæsilegt athafna- líf blasir víðast við augum á landi hér. Heillandi og fögur nútíma- borg er risin á rústum bæjar hins fyrsta landnámsmanns, iðandi af lífsglöðu og frjálslegu fólki. Hvert sem litið er, sjáum viö glæstar byggingar til íbúða og fyrir at- hafnalíf starfandi þjóðar. Tími skorts og fátæktar virðist liðinn og með þvi miklum þjáningum og hörmungum af þjóð vorri létt. -----f mörgu tilliti viröist bróð- urkærleikinn eiga rík ítök í hug- um landsins barna. Ef slys eða skaða ber að hendi, er þjóðin fús og fljót til að rétta fram hjálpar- hönd, þeim sém harðast verða úti og sýna samúð, ekki síður í verki heldur en orði. Mörg dæmi eru á- vallt í fersku rpinni um það hve vel og fúslega slíkar bróðurskyld- ur eru af hendi inntar. En þrátt fyrir ýmsan augljósan kærleiksvott, sem menn sýna meðbræðrum sínum, á þó spurn- ing Kains æði sterk ítök í eðli voru, eigingiminöar eðlilega spurning: ,,Á ég að gæta bróöur míns?“ Stundum finnst mér eins og samborgarar mínir, þjóðfélagið í heild, eða öllu heldur almenn- iagsálitið hreiti henni napurt í andlit mér, einkum þó með skeytingarleysi sinum um vel- ferð æskunnar, þessa dýrmæta en brothætta fjársjóðs, sem oss ber að gæta og varðveita. Vér vitum það öll og viður- kennum, að of stór hópur æsku- manna er á villigötum. Of stór hópur ungmenna er kærulaus og | jafnvel lífsleiður, knúinn áfram af auðvirðilegri skemmtanafýsn, sem engu eirir en sýgur dug og ! dáð úr fómarlömbum sínum. i Tvímælalaust er áfengið ainn stærsti bölvaldurinn. Neyzla þess hefir margan góðan dreng að velli lagt, gert að afskræmi þjóðfélags- ! ins og því úrkasti, sem enginn vill sjá. ! En hvað gerum vér? Hvaö segir almenningsálitið. Það vantar ; sjaldnast harða dóma um þá sem falla. „Miki’.I auðnuleysingi og ræfill", segja menn. En hvar er hjálp vor? Oftast míns? er hún máttvana. Hve/s vegna? Af því að vér erum of meðsek. Hjálp vor væri stærst og vegleg- ust ef vér gætum verið hinum ungu fyrirmynd — fyrirmynd í guösótta og góðum siöum, fyrir- mynd í öllu því, sem gott er og fagurt. Sú bróðurskyldan, sem brýnust er hjá hinum vaxna á- byrga manni er að gefa æskunni það fordæmi með fögru líferni aö þaö megi verða henni varða á vandrataöri leið. Feistingar æskunnar eru marg- ar. Það er mikill sannleikur, sem skáldið orðar svo: í glysinu og glaumnum er gildra á laun en æ'skan fer sér ótt. Og kvika er í straumnum, það kostar marga raun aö komast leiðar sinnar aö marki. Kæri lesandi. Þú sem finnur til ábyrgðar þinnar gagnvart æsk- unni og framtíðinni. Kappkostaðu að veröa hinum ungu til fyrir- myndar og hjálpa þeim þannig til að ná markinu, sem er fegurð og farsæld mannlífsins í fylling sinni. Ég vil draga upp aðra mynd af vettvangi lífsins. Það er stað- reynd, að allmargir bræður vorir og systur eru einstæðingar, sem finna sárt til þess að vera, vegna aldurs, sjúkleika eða annarra or- saka, kippt út úr straumþunga lífsins, úr umsvifum þess og önn, úr heillandi margbreytileik þess og frá margvíslegum við- fangsefnum. Hvað gerum við fyrir slíka menn? Reisum þeim sjúkrahús og elliheimili. Það er góðra gjalda vert. En er það nóg? Fullnægjum við þar með bróðurskyldunni? — Þú átt aldraðan vin. Þú hugsar hlýtt til hans. Þú ætlar að sýna honum vott kærleika þíns, e. t. v. fyrir velgerðir hans' við þig. Þú ætlar að eiga með honum kyrr- láta, hlýja samverustund, sem þið getið báðir notið. En þú hefir ekki tíma til þess í dag. Þú ætlar að fara á morgun, en þú hefir ekki heldur tíma þá. Aðeins örlítið seinna. Og dagarnir líöa — verða. aö árum. Og einn dag heyrir þú að vinur þinn er horfinn, tækifær- ið til að gleðja hann úr greipum gengið. Minnumst þess, að stutt er sú stund, sem oss er gefin. Reynum að nota hana vel til að borga það, sem viö skuldum. Ekki sízt skuld- ina við minnsta bróðurinn, ein- stæðinginn, sjúklinginn, gamal- mennið. Munum að við erum öll, eins og Matthías sagði „fædd til þess að fækka tárunum". Á ég að gæta bróður mins? — Stafar ekki raunar allur vanþroski vor í sambandi við bróðurskyld- urnar af því að menn finna ekki Frh. á bls. 13. 56 ár í sijórn Á aðalfundi K.F.U.M., sem haldinn var í marz s.l., geröist það, aö Sigurbjöm Þorkelsson baöst undan endurkosningu. — Þessa er getið hér vegna þess, að með þessu var endir bundinn á 50 ára stjóraarferil. Mun það fátítt, ef ekki algjört einsdæmi, að saxfri maður eigi svo langa setu í stjóm sama félags. Sem ! þakklætisvott fyrir störf Sigurbjöms í þágu félagsins færði K.F.U.M. honum að gjöf Norrænu alfræðiorðabókina. (Bjarmi.) Siglufjarðarkirkja. Skírðir íslendingar • Þetta sama haust kom Þangbrandur prestur af íslandi til Ólafs konungs og segir sinar farir ekki sléttar, segir, að ís- lendingar hafi gjört níö um hann, en sumir vildu drepa hann, og lét enga 'Von, að það land myndi kristiö verða. Ólafur kon- ungur varð svo óöur og reiður, að hann lét blása öllum íslenzk- um mönnum saman, þeim er þar voru í bænum, og mælti síð- an, aö alla skyldi drepa. En Kjartan og Gi?ur og Hjalti og aörir þeir er þá höfðu við kristni tekiö, gengu til hans og mæltu: „Eigi muntu, konungur, vilja ganga á bak oröum þínum, því að þú mælir svo, aö engi maöur skal svo mikift hafa gjört til reiði þinnar, að eigi viltu það upp gefa, er skírast vilja og láta af heiðni. Nú vilja þessir allir íslenzkir menn, er hér em nú, skírast láta, en vér munum finna bragð það til, er lcristni mun við gangast á íslandi. Eru hér margra ríkra manna synir af islandi, og munu feöur þeirra mikiö liðsinni veita aö þcssu máli. — En Þangbrandur fór þar, sem hér með yður, við ofstopa og manndráp, og þoldu menn honum þar ekki slíkt“. Tók þá konungur að hlýða á slíkar ræður. Vom þá skírðir allir íslenzkir menn, óeir, sem þar vom þá. Hetaskringia. Siglufaröarprestur, séra 1948 og cand. theoí. áriö 1952. mfl—a—1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.