Vísir - 29.07.1967, Blaðsíða 8
8
V í S IR . Laugardagur 29. júlí 1937.
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, sfmar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr 100.00 á mánuði innanlands
I lausasöhi kt. 7í00 eintakiO
Prentsmiðjr Visis — Edda h.f.
Endurnýjun veganna
það er löngum háttur Tímans og forkólfa FramSókn-
arflokksins, að eigna sér hugmyndir annarra. Þeir
bera fram frumvörp á Alþingi um mál, sem aðrir
hafa fyrir löngu tekið upp, eða þá að ríkisstjórnin
er með á sama tíma. Og ævinlega tala þeir og skrifa
eins og þeir hafi fyrstir allra fundið „púðrið“. Þessi
sýndarmennska er sérstaklega einkennandi fyrir
framsóknarmenn og hefur aldrei verið meiri en sl.
átta ár, sem þeir hafa verið í stjórnarandstöðu.
Tímanum hefur fyrr og síðar orðið tíðrætt um vega-
málin. Að sögn blaðsins hefur enginn flokkur sinnt
þeim neitt nema Framsókn. Er svo að skilja, að þjóð-
in eigi henni einni að þakka, að nokkrir þjóðvegir
skuli vera til á landinu ! Það skal fúslega viðurkennt,
að flokkurinn gerði á fyrri stjórnarárum sínum mynd-
arlegt átak í vegamálum, við erfiðar aðstæður að
ýmsu leyti, en það er vitaskuld frámunaleg fásinna
að halda því fram, að engir aðrir hafi lagt þar hönd
að verki. Það er orðið ósköp þreytandi, en þó bros-
legt í aðra röndina, að sjá hamrað á því ár eftir ár í
Tímanum, að allar framfarir í þjóðfélaginu sl. 40 ár
séu Framsóknarflokknum einum að þakka.
Tíminn sagði fyrir skömmu að það væri afar auð-
velt að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand.
Allur galdurinn væri að taka nógu stórt erlent lán til
þess að gera varanlega vegi. í þessu felst hjá blaðinu,
óvart, mikið hól um ríkisstjórnina : Nú er auðvelt að
fá erlend lán, af því að öðruvísi er stjórnað en á ár-
unum 1956 — 1958. Skyldi vinstri stjórnin hafa átt
þess kost víða, að fá lán til varanlegra vegagerða
sumarið 1958?
En hugmyndin um erlent lán til vegagerða er ekki
frá Framsókn komin. Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráðherra sagði frá því sl. vetur, að verið væri að
athuga möguleika á erlendu láni til vegaframkvæmda.
Alþjóðabankinn hefur lánað fé til vegagerða; t. d.
hafa Finnar fengið þar stórlán í því skyni.
íslendingar hafa nú þannig aðstöðu gagnvart
erlendum lánastofnunum, að þeir munu geta fengið
þar lán. Svo er heilbrigðri fjármálastjórn fyrir að
þakka. Það eru flestar dyr opnar nú, í stað þess að þær
voru allar lokaðar þegar vinstri stjórnin gafst upp.
Tíminn ætti því að gæta hófsemi í skrifum um er-
lendar lántökur. Það muna margir enn, hvernig kom-
ið var í árslok 1958.
Viðreisnarstjórnin hefur þurft að sinna mörgum
aðkallandi verkefnum. Hún varð að byrja á því að
reisa atvinnulífið úr rústum eftir vinstri stjórnina.
Hún þurfti að endurnýja fiskiskipaflotann og m. fl.
Og hún mun einnig gera mikið átak í vegamálunum
næstu árin..
’wnmammtmmmmmamu ». --y-.---r—..
Ný lög á Bretlandi til bess
að girða fyrir misrétti
vegna hörundslitar fólks
Brezka stjórnin hefir boöað víð-
tækari lagaákvæði en nú eru í gildl
til þess að girða fyrir, að hörunds-
dökkt fólk i landinu sé misrétti
beitt.
Hin nýju lög eiga að innifela á-
kvæöi, sem banna, aö það sé látiö
bitna á mö.nnum við stöðuveitingar
leigu eða kaup og sölu á húsnæði,
á sviði lánveitinga og trygginga o.
s. frv., — hver hörundslitur þeirra
er, eða af hvaða þjóð eða kynstofni
þeir eru komnir. Nú eru í gildi laga
ákvæði, sem banna allt misrétti og
mismunun á opinberum stööum og
almannafæri. En einnig þau laga-
ákvæði veröa gerð víðtækari.
Bretland á við sín kynþáttavanda
mál að stríða, svo alvarlegs eðlis
— þótt ekki sé sambærilegt við
það, sem er í Bandaríkjunum — að
innflutning hörundsdökkra manna
varð að takmarka fyrir nokkrum
árum, þótt áður væri hann frjáls.
(Hér er átt við innflutning fólks
frá brezkum samveldislöndum.) Var
þá það skilyrði sett, að innflytjandi
ætti atvinnu vísa o. fl. Hörunds-
dökkir menn á Bretlandi (blökku-
menn, Indverjar, Pakistanar o. m.
fl.) og afkomendur þeirra eru um
ein milljón.
Vandamál hörundsdökka fólks-
ins eru mörg, en stærst eru: Að.
fá störf, sem það getur lifað á
mannsæmandi lífi — og — að fá
sæmilegt húsnæöi, og er hér mið-
að við fólk, sem keppnishæft er og
hefir fjárráð til þess að greiða fyr-
Roy Jenkins
ir mannsæmandi húsnæði. Svo er
vitanlega enn stærri höpur, sem
ekki getur keppt um vel borguö
störf og hefir þar af leiðandi lágt
kaup og býr við lélegt húsnæði, en
slíku fólki verður að hjálpa og að
þvf er miðað með hinum nýju lagaá-
kvæðum, sem boðuð hafa verið.
Roy Jenkins innanríkisráðherra
hefir gert grein fyrir hinum nýju
ákvæðum en frv. til breytinga á
gildandi lögum verður lagt fyrir
neðri málstofima fljótlega eftir að
þingið kemur sáman síðari hluta
sumars. í þvi er gert ráð fyrir m. a.
að stofnaö verði til frjálsra sam-
komulagsumléitana milli . T. U. C.
(Brezka verkalýðssambandsins) og
vinnuveitenda (Vinnuveitendasam-
bandsins) um upprætingu mismun-
ar á vinnumarkaðinum.
Við umræður um þetta mál kom
Duncan Sandys, hinn kunni ihalds-
þingmaður og fyrrverandi ráðherra,
inn á viðkvæmt mál.
„BLÖNDUÐU
HJÓNABÖNDIN".
Hann ræddi hættuna af blönd-
uðu hjónaböndunum svonefndu, og
kvað þau mundu leiða til þess, að
fram kæmi í landinu „kynslóð mis-
heppnaðra einstaklinga‘‘, en um-
mæli þessi sættu mótmælum 28
verkalýðsþingmanna og frjáls-
lyndra.
Segja þeir hann hafa gert börn-
um í blömduðum hjónaböndum illt
með þessum ummælum og krefjast
þess, að hann afturkalli þau.
Sandys hefur hvatt til enn skarp-
ara eftirlits en nú með innflutningi
hörundsdökks fólks — og að hðr-
undsdökkt fólk, sem flytja vill heim
frá Bretlandi fái til þiess fjárhags-
legan stuðning.
(Heim. brezk blöð) ■
A. Th.
Kanadisk blöð ánægð yfir
heimför DE GAULLE
Áhyggjur vegna afleiðinga framkomu hans
Kanadísk blöð eru ánægð yfir að
de Gaulle Frakklandsforseti lauk
ekki heimsókn sinni til Kanada.
í blöðum um land allt kemur
fram, að menn eru fegnir að vera
lausir við hann. Calgary Herald
segir : De Gaulle fer heim til Frakk
lands sár og móðgaður. Það er gott
að vera laus við hann. Saint John
Telegraph: ... de Gaulle lauk ekki
heimsókn sinni Það var sá eini
kostur, sem þessi gamli og mikil-
láti stjómmálamaður, sem ályktaöi
skakkt um hug manna (stemning-
una) í Kanada, gat valið. Oakville
Journal-Record: Stjómin i Ottawa
hefði átt að segja þessum hroka-
fulla manni, að hann væri ekki leng
ur aufúsugestur i Kanada. Montreal
Star: Hann kom þannig fram, aö
meira minnti á Karl litla en Karl
mikla, og laumaðist burt af því að
hann fékk slæma einkunn í hégðun.
Blööin telja yfirleitt framkomu
forsetans furðulega og ófyrirgefan-
lega.
EFTIRKÖST.
f Kanada óttast menn, að
framkoma de Gaulle Frakk-
landsforseta kunni að hafa miður
góð eftirköst — þ. e. slæm áhrif á
þá einingu í landinu, sem'verið er
að minnast á þessu ári, og einnig
kunni sambúð Frakklands og Kan-
ada að versna. Innan stjómarinnar
mun jafnvel hafa ö.rlag á beyg um
að de Gaulle fyrirskipi að loka
franska sendiráðinu í Ottawa í bili
— eða kalli heim ambassadorinn
og láti sendifulltrúa (charge d’affi-
aires) annast sendiherrastörfin. Þá
er óttazt að skilnaðarmenn muni
sækja í sig veörið og valda stjóm-
inni erfiðleikum.
Harðar umræöur uröu í neðri
málstofu brezka þingsins í fyrra-
kvöld um vamarmálin. Felld var
tillaga um vantraust með 90 at-
kvæða mun.
Þegar greidd vom atkvæði sér-
staklega um þá ákvörðun að fækka
liði austan Suez fékk hún aðeins
6 atkvæða meirihluta.
Wilson sjálfur gekk fram fyrir
skjöldu og varði ákvörðunina —
kvað Bretland blátt áfram ekki hafa
efni á að hafa „lögreglu" í fjar-
lægum heimshlutum, en austan
Suez yrðu þó hafðar flugvélar og
herskip áfram til aðstoðar þjóðum,
sem ógnað kynni að verða.
Oft var gripið fram í fyrir ráð-
hermm og á það var bent, að á-
kvörðunin um fækkun austan Suez
hefði verið tekin gegn vilja og ósk-
um bandamanna og vinaþjóða
Skógræktarmálaráðherra Kanada
Maurice Sauve, einn helzti sam-
bandsstjómaráöherrann ,en hann
er frá Quebec, hefir lýst yfir af-
dráttarlaust, ag íbúar Quebec óski
ekki skilnaðar. Hann sagði, að ef
de Gaulle hefði komið til Oftawa
heföi verið unnt að skýra m: lin
Breta, svo sem Bandaríkjanna,
Ástralíu og Nýja Sjálands og fleiri.
Aðstoð Bondsarikjo
við erlend ríki
lækki um 22
uf hundraði
Utanríkisnefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings hefir samþykkt
meg 10 atkvæðum gegn 2 að lækka
tillögur Johnsons forseta um fjár-
hagsaðstoð við eriend rOd um 22%.
Þessi iækkun varðar aðallega
hemaöaraðstoðina.
Johnson hafði lagt ta, a3 aðstoð-
in næmi samtals 3,4 mliijörðum
doQara, en nefndin vffl jtætrtm hann
niðor ( ifi núfljarOa,
fyrir honum
Fellt vuntruust á stjórn Wilsons
'V - -Ti *