Vísir - 29.07.1967, Blaðsíða 9
V 1 SI R . Laugardagur 29. júlí 1967.
9
ÍÍilll
'C'lest gengur úrskpiðis fyrir út-
gerðinni þetta árið. Þorskur-
inn brást í vetur og síldin í
sumar. Hún er stungin af norð-
ur undir heimsskautsísa. — Einu
fiskisögurnar, sem flogið hafa
í sumar eru af ufsagengd hér
í flóanum og víðar, en nú ku
hann einnig vera farinn aö
tregðast.
Samt sem áöur var ekkert
deyfðarmerki að sjá i fiskiverum
á Skaga, þegar Vísir átti þar
Ieiö um á dögunum. Það rauk
myndarlega úr reykháf síldar-
verksmiðjunnar og peningalykt-
ina lagöi með ströndinni allt
út á „Langasand“, þar sem
Akranesdætur dilla sér á söl-
skinsdögum og verða brúnar.
Mest allur síldarfloti Ak-
urnesinga lá bundinn við
Svart>-ifiir á skrokkinn, hvítir og rauðir aö ofan. Síldarfloti Haralds Böðvarssonar við nyrðri garðinn í höfninni á Akranesi.
Sprangað um bryggjur á Skaga :
.Menn gera þetta út úr neyð
— segir Garðar Finnsson skipstjóri um sildveiðina suðvestanlands
bryggju. „Ætli við lónum ekki
út um kaffileytið", sagði ungur
sjóari, sem Vísir hitti þar á
bryggjunni. — Þeir fara út i
bugtina og eltast við þennan
reiting, sem þar er að hafa.
Ijað var altént líflegt á bryggj
" unum. Strákar héngu þar
við polla og dorguðu ufsa í sól-
skininu. — Karl kom upp úr
trillu sinni, sem lá þar við
bryggjuna, og stundi þungan
þegar upp kom, enda lágsjávað.
„O, þetta er bölvuö óvera“,
sagöi hann, þegar blaðamaöur
spurði hann um aflabrögðin. —
Annars neitaði hann því ekki
að þeir hefðu gert það sæmilegt
í vor á ufsanum, en þetta væri
ekkert orðið... svo labbaði
hann í hægðum sínum upp
bryggjuna.
Allur síldveiöifloti Haraldar
Böðvarssonar lá þar í höfninni,
fjögur stálskip svartsteind á
skrokkinn, eins og allir bátar
fyrirtækisins og yfirbygging
þeirra máluð með hvítu og
rauöu.
tTöfrungarnir frá Akranesi
xhafa verið happaskip og
fengsæl. Sá nýjasti, Höfrungur
III. var smíðaður í Harstad í
Noregi, hleypt af stokkunum
fyrir réttum þremur árum. Það
an eru komin mestu aflaskip i
eigu íslendinga. svo sem Gísli
Árni, Jón Kjartansson (sem var)
Jón Garðar, Kristján Valgeir
og svo Höfrungur þessi auk
tnargra annarra.
Höfrungur III. þótti nýstár-
legt skip, þegar hann kom á
miðin fyrst, einkum fyrir skrúfu
útbúnaðinn. Hann hefur komið
mjög við sögu síldveiðanna síð-
an og oft verið ofarlega á afla-
skýrslunt.
Vísir brá sér sem snöggvast
um borð í þetta kunna skip til
þess að ræða við skipstiörann
Garðar F’iinsson, einn. helzta
aflakóng þar á Skaganum.
Garðar tekur blaðamannt
kumpánlega og talið berst að
sjálfsögðu að síldinni, en skipið
er nýkomið norðan úr íshafi,
þriggja sólarhringa siglingu frá
landinu.
— Nei, útlitið er ekki gott,
segir Garðar. Það er engin síld
við landið.
— Ánægður meö síldarverðið?
—Nei, það er enginn ánægö
ur með það, meðan það er lægra
en það hefur verið undanfarin
ár. En afuröirnar eru alltaf aö
lækka á heimsmarkaðinum.
— Ekki sagöist Garðar neita
því aö úthaldið væri nokkuð
þreytandi.
— Þetta hefur aldrei verið
svona. Menn verða auðvitað
þreyttir á þessum löngu stím-
um. — Það fer upp undir vika
í keyrslu að og frá miðunum.
■yið byrjuðum nokkuðseint, 16.
T júní. Síldin hefur verið á
stöðugri hreyfingu noröur á bóg
inn þangað til núna að hún
virðist heldur vera að hægja á
sér. En það er ekki um annað að
ræða fyrir þessi stærri skip, en
að elta síldina. Þetta eru dýr
tæki og það er varla um annan
veiðiskap að ræða fyrir þau.
— Garðar kvað þá hugmynd
ekki svo fráleita að hafa stórt
móðurskip á miðunum, sem
tæki við afla skipanna, ef aö
útlit væri á að þessu héldi svona
áfra,.. sumar eftir sumar.
— Síldartökuskipin hafa feng
ið í sig jafnóðum, en þau taka
ekki nema um það bil tólf báts
farma hvort. Þeir hafa líka
hjálpaö veiðiskipunum um vist-
ir, vatn og olíu. Skipin eru yfir
leitt orðin tæp meó olíu, þegar
komið er svo langt út og geta
því ekki verið nema takmarkað
an tíma á miðunum.
—Eru ekki aórar þjóðir með
flota þarna?
— Nokkrir Norömenn — og
Rússar eru þarna með flota og
móðurskip, en þeir eru miklu
færri en oft áður. Síldin er orö
in feit og stór, segir Garðar, og
það er talsvert magn þarna, en
þó segir hann að erfitt hafi
reynzt að ná henni, vegna þess
hve djúpt hún standi. Og eru
næturnar þó orðnar feikna djúp
ar, flestar 90—100 faðma djúp-
ar. Helzt er hún uppi við seinni
part nætur. Þá kemur hún upp
á 50—100 faðma.
TTvort þeir ætli að reyna fyrir
Asér við Suðvesturlandið?
—~Já, við komum nú eiginlega
hingað til þess að fara í slipp.
En við ætlum að reyna fyrir
okkur hérna í leiöinni. Svo
reikna ég með að fara fljótlega
norður aftur.
— Eru skipstjórar ekki yfir-
leitt ófúsir á að veiða sunnan-
lands síldina?
— Jú yfirleitt held ég að þeir
séu mótfallnir þessari veiði.
Menn gera þetta út úr neyö.
Tjaö yrði trúlega mikil tekju-
skerðing hjá Akranesbæ, ef
síldveiðarnar brygöust alveg.
Þrír hæstu skattgreiðendur af
einstaklingum á Skaga eru síld
arskipstjórar og Garöar er einn
af þeim, eins og jafnan. Skip-
verjarnir á Höfrungi eru allir
Akurnesingar, tólf á
— Ætli þeir séu ekki komnir
með svona 42 þúsund segir Garð
ar. — Oft verið meira ...
— Já, það hefur oft verið
meira. En við riúknum með að
síldin komi nær landinu, þegar
líöur á sumarið, segir Garðar að
lokum.
— Og það vona vist fleiri.
J. H.